Morgunblaðið - 05.08.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.08.2003, Blaðsíða 12
SAMKEPPNISSTOFNUN OG TRYGGINGAFÉLÖGIN 12 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ samkeppni að öðru leyti. Hér sé því um að ræða alvarleg brot á 10. og 12. grein samkeppnislaga. „Aðgerðir gegn vátrygginga- miðlurum“ Í tengslum við aðild Íslands að EES-samningnum voru sett ný lög um vátryggingastarfsemi þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að hér á landi geti starfað vátrygg- ingamiðlarar. Þar er um að ræða einstaklinga eða lögaðila sem starfa sjálfstætt og veita vátryggjendum upplýsingar, ráðgjöf og aðstoð við að koma á vátryggingasamningi í frumtryggingum eða við fram- kvæmd ákvæða slíks samnings gagnvart vátryggingafélagi. Kveðið er á um skyldu vátryggingamiðlara til að kaupa starfsábyrgðartrygg- ingar. Í frumskýrslu Samkeppnisstofn- unar segir að samkeppni geti ríkt á milli vátryggingafélaga og vátrygg- ingamiðlara, að minnsta kosti í þeirri starfsemi sem felst í ráðgjöf og að koma á vátryggingasamningi. Í skýrslunni eru rakin ummæli þess efnis að tryggingafélögin hafi hafnað því að eiga viðskipti við miðlara og sagt frá því að ekkert aðildarfélaga Sambands íslenskra tryggingafélaga hafi boðið upp á starfsábyrgðartryggingar fyrir vá- tryggingarmiðlara. Telur Sam- keppnisstofnun að gögn málsins sýni að aðildarfyrirtæki SÍT og SÍT sjálft hafi gripið til aðgerða til að torvelda komu vátryggingar- miðlara inn á markaðinn í því skyni að halda honum fyrir sig og þar með brotið gegn samkeppnislögum. Telur Samkeppnisstofnun að af gögnum megi ráða að fljótlega eftir setningu nýrra laga um vátrygg- ingastarfsemi hafi átt sér umræður og undirbúningsvinna innan SÍT varðandi ýmis atriði tengd hinum nýju starfsábyrgðartryggingum, svipað því sem almennt virðist hafa verið viðhaft þegar nýjar tegundir lögboðinna trygginga komu til sög- unnar. Á árinu 1995 hafi félögin hins vegar farið að ræða saman um viðbrögð við innkomu vátrygginga- miðlara, sbr. ummæli í fundargerð framkvæmdaráðs Vátrygginga- félags Íslands (VÍS) frá 15. febrúar 1995 um að „engin hrifning sé með- al félagsmanna með tilkomu miðl- aranna“. Í framhaldi þessa virðist ýmsum hugmyndum hafa verið velt upp í þeim tilgangi að sporna við innkomu vátryggingamiðlara á markaðinn, og séu þar áberandi hugmyndir um að neita sam- skiptum við þá. Síðan hafi áður boðaðri vinnu við skilmálagerð á vegum SÍT verið hætt og ekkert aðildarfélaganna hafi til þessa dags haft á boðstólum starfsábyrgðar- tryggingar vátryggingarmiðlara, þrátt fyrir að allnokkrir slíkir séu nú starfandi hérlendis. Telur Sam- keppnisstofnun að þetta hafi verið liður í ólögmætu samráði SÍT og aðildarfélaga þess gegn innkomu vátryggingarmiðlara. „Samráð um að hamla sam- keppni í starfsábyrgðartrygg- ingum“ Á árunum 1993 og 1994 fór þess að gæta í löggjöf að tilteknum leyf- isskyldum starfsstéttum væri gert að taka vátryggingu eða leggja fram bankaábyrgð sem bætti við- skiptamönnum þeirra tjón sem rekja mætti til starfseminnar. Í skýrslu Samkeppnisstofnunar er bent á að þróunin hafði það í för með sér að til urðu nýir hópar við- skiptavina og gaf því tilefni til auk- innar samkeppni á vátrygginga- markaði. Gögn málsins beri með sér að aðildarfyrirtæki Sambands íslenskra tryggingafélaga hafi fjallað sameiginlega um starfs- ábyrgðartryggingar og aukna sam- keppni á þessu sviði. Birtar eru upplýsingar úr minn- isblaði sem fannst í gögnum Ís- lenskrar endurtryggingar um fundi þar sem voru að minnsta kosti fulltrúar Vátryggingafélags Ís- lands, Sjóvár-Almennra, Trygg- ingar hf. og Tryggingamiðstöðv- arinnar, auk ÍE. Skjalið er dagsett 23. apríl 1994. Samkvæmt því hefur á fundunum verið rætt um starfs- ábyrgðartryggingar nokkurra starfsstétta og hugsanlegt fyrir- komulag á samstarfi um ýmsa þætti í því sambandi. Fram kom meðal annars að aðilar væru sam- mála um „að starfsábyrgðartrygg- ingar væru svið sem ekki væri æskilegt að efna til harðrar sam- keppni á“. Samkeppnisstofnun telur að minnisblaðið sýni að þessir keppi- nautar hafi fjallað sameiginlega um samkeppni á tilteknum markaði og þróun hennar og skipst á upplýs- ingum. Jafnframt hafi keppinaut- arnir ákveðið að samræma skilmála sína í þessum tryggingum. Um- ræddir aðilar hafi náð samkomulagi í skilningi samkeppnislaga um að keppa ekki að fullu sín á milli á þessu sviði. Í því felist óhjákvæmi- lega að fyrirtækin hafi ákveðið að draga úr samkeppni, meðal annars í verði og um viðskiptavini, og fari samkomulagið án tvímæla gegn 10. grein samkeppnislaga. Vísað er í fleiri gögn sem sögð eru styðja þetta og gefa til kynna að samráð hafi verið haft á þessu sviði, meðal annars á vettvangi Sambands íslenskra trygginga- félaga. Þar er meðal annars um að ræða bréf sem SÍT ritaði allsherj- arnefnd Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingar á lögum um málflytjendur. Þar segir meðal annars að full ástæða sé til að ætla að a.m.k. ekkert íslenskt vátrygg- ingafélag fáist til að bjóða vátrygg- ingu samkvæmt þeim skilyrðum sem í frumvarpinu sé að finna. Samkeppnisstofnun segir að hér sé mælt fyrir munn stjórnar SÍT sem í sitji forstjórar aðildarfélaganna. Þessi fullyrðing geti aðeins verið afleiðing þess að fulltrúar aðildar- félaganna hafi skipst á upplýs- ingum um skoðanir sínar á frum- varpsdrögunum og fyrirætlanir sínar í því sambandi. Verði því að telja þessa ályktun fela í sér sönn- un þess að aðildarfélögin hafi ákveðið sameiginleg viðbrögð við því, ef umrætt frumvarp hefði náð fram að ganga í óbreyttri mynd. Telur Samkeppnisstofnun að þessi sameiginlega afstaða byggist á áð- ur nefndu samkomulagi um að keppa ekki af hörku á þessu sviði. Bent er á að á eðlilegum sam- keppnismarkaði sé það lykilatriði að keppinautar bregðist sjálfstætt við tilteknum aðstæðum á markaði og samráðið innan SÍT vinni gegn því sjálfstæði. Þá er vakin athygli á því að félögin standi almennt sam- eiginlega að skilmálagerð fyrir lög- mæltar vátryggingar. Telur Sam- keppnisstofnun að það renni að sínu leyti frekari stoðum undir það að ákvarðanir félaganna um vöru- framboð séu samræmdar og þeim gefist því færi á að sniðganga sam- eiginlega tiltekna flokka trygginga ef þurfa þyki. Meðal annarra gagna sem Sam- keppnisstofnun birtir í frumskýrslu sinni eru bréf og minnisblöð sem Samkeppnisstofnun telur að bendi til ólögmætrar markaðsskiptingar og verðsamráðs. Þannig hafi fjögur aðildarfyrirtæki SÍT á vettvangi Ís- lenskrar endurtryggingar veitt hvert öðru upplýsingar um kjör sín og tekjur í starfsábyrgðartrygg- ingum fyrir lögmenn. Niðurstaða þessa kafla frum- skýrslunnar er að Samkeppnis- stofnun telur að umrædd aðildar- fyrirtæki SÍT og SÍT sjálft hafi brotið gegn 10. og 12. grein sam- keppnislaga með samkomulaginu frá 1994 og öðrum aðgerðum sem miðuðust að því að raska sam- keppni á sviði starfsábyrgðar- trygginga. Morgunblaðið/Þorkell ’ Aðilar voru sammála um að starfsábyrgðartryggingar væru svið sem ekki væri æskilegt að efna til samkeppni á. ‘ Vátryggingafélag Íslands Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hafnar því að hafa tekið þátt í samstilltum aðgerðum til að hindra innkomu vátryggingamiðl- ara á markaðinn. Í greinargerð félagsins segir að ályktanir Sam- keppnisstofnunar um ólögmæta hegðun verði ekki réttlættar með vísan til gagna málsins. Fram kemur sú skoðun VÍS að þessar tvær ólíku markaðs- aðferðir við að bjóða tryggingar og þjónusta viðskiptavini, þ.e. annars vegar milliliðalausar tryggingar og hinsvegar milli- ganga vátryggingamiðlara, fari illa saman, m.a. í kostn- aðarlegu tilliti. Verulegar líkur séu á að lítið sparist á móti hinum aukna kostnaði sem miðlurum fylgi. Þar sem VÍS hefur byggt upp á löngum tíma öflugt sölu- og þjónustunet um allt land er það mat félagsins að hagkvæmasta leiðin sé að eiga milliliðalaus samskipti við vátryggingataka. VÍS telur ná- lægðina milli viðskiptamanna og tryggingafélaga slíka að milliganga miðlara sé einfaldlega ofaukið. Samkvæmt því sé sú afstaða VÍS að skipta ekki við vátryggingamiðlara einfald- lega viðskiptaleg ákvörðun er byggist á eðlilegum markaðs- forsendum. Þá segir að VÍS hafi ekki boðið til sölu starfsábyrgðar- tryggingar fyrir vátryggingamiðlara einfaldlega vegna lítillar eftirspurnar eftir slíkum tryggingum hérlendis. Sjóvá-almennar Sjóvá-Almennar tryggingar (SA) telja það rangt og ekki standast hefðbundin lögskýringarsjónarmið að félaginu hafi borið eða jafnvel verið skylt að eiga viðskipti við þá vátrygg- ingamiðlara sem óskuðu eftir því að eiga viðskipti við félagið. Í greinargerð SA segir það virðast sem Samkeppnisstofnun gangi í frumskýrslu sinn út frá þeirri for- sendu samkvæmt ákvæðum laga um vátryggingastarfsemi. Segir að í upphafi a.m.k. hafi SA verið ljóst að mikið vantaði upp á að vátryggingamiðlarar gætu sinnt veigamiklu ráð- gjafahlutverki. Til þess hefðu þeir litla sem enga faglega þekkingu eða reynslu. Þá hafi verið ljóst að kostnaður vegna vátryggingamiðlunar skyldi borinn uppi af vátrygginga- félögum án tillits til þess hvort samsvarandi sparnaður kæmi til annars staðar í rekstrinum. Þessar staðreyndir leiddu til þess að SA sýndi ákveðna varfærni gagnvart vátrygginga- miðlurum og hefur látið sitt eigið starfsfólk annast þessa þjónustu. Eins og kom fram hjá VÍS þá hefur Sjóvá-Almennar byggt upp tengslanet með útibúum og umboðsskrifstofum um allt land og þjálfað starfsfólk. Því telji félagið það ekki þjóna hagsmunum sínum að nýta þjónustu vátryggingamiðlara. Þá kemur fram að engar beiðnir hefðu borist um starfs- ábyrgðartryggingar fyrir vátryggingamiðlara og því væru þær ekki á boðstólum. Kæmu slíkar beiðnir fram yrðu þær teknar til meðhöndlunar á sama hátt og beiðnir annarra starfsstétta um starfsábyrgðartryggingar. Tryggingamiðstöðin Í andsvari Tryggingamiðstöðv- arinnar (TM) til Samkeppnis- stofnunar hafnar félagið því al- gjörlega að aðildarfélög SÍT líti á viðbrögð gegn vátryggingamiðl- urum sem sameiginlegt verkefni. Fullyrðingar um að margþætt umfjöllun og upplýsingamiðlun um starfsemi vátryggingamiðlara innan SÍT sé brot á sam- keppnislögum eigi ekki við rök að styðjast. Ekki geti talist óeðlilegt að töluverð umfjöllun hafi verið um miðlarana á þessum tíma þar sem þeir voru að koma nýir inn á markaðinn. Þá segir að félagið hafi litið á miðlarana sem keppinauta og hafi því ekki séð ástæðu til að bjóða upp á starfsábyrgðar- tryggingar fyrir þá. Einungis hafi tvær fyrirspurnir borist um slíkar tryggingar og félagið hljóti að hafa fullan rétt á því að meta hvaða tryggingar það hafi á boðstólum. Það sé við- skiptalegt mat og því hafnað að það geti talist brot á sam- keppnislögum. Samband íslenskra tryggingafélaga SÍT telur að umræður sem áttu sér stað á stjórnarfundum um vátryggingamiðlun og vá- tryggingamiðlara hafi verið al- mennar og gagnlegar og því fyllilega eðlilegar innan vé- banda hagsmunasamtaka. Að hluta til hafi verið um að ræða umræður í tilefni af fyrirspurnum stjórnvalds og einnig snér- ust þær að talsverðu leyti um hugsanlegar laga- og reglugerð- arbreytingar. Slík umræða geti ekki fallið undir ákvæði 10. gr. samkeppnislaga, þar sem hún lúti hvorki að né sé til þess fall- in að hafa áhrif á þau atriði sem tiltekin eru í a- til c-lið í fyrstu málsgrein greinarinnar. SÍT leggur áherslu á að ekkert aðildarfélagið sé í markaðs- ráðandi stöðu og beri þau því ekki skyldur sem slík. Hvert að- ildarfélag hafi tekið sjálfstæða ákvörðun um viðskipti við vá- tryggingamiðlara án nokkurs atbeina sambandsins. Fyrir þeirri ákvörðun hafi legið málefnalegar ástæður. Andmæli vegna vátryggingamiðlara Milliganga vátryggingamiðlara óhagkvæm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.