Morgunblaðið - 05.08.2003, Side 13
SAMKEPPNISSTOFNUN OG TRYGGINGAFÉLÖGIN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 13
Heimsferðir bjóða borgarævintýri til fegurstu borga Evrópu á
hreint frábærum kjörum með beinu flugi í haust. Alls staðar nýt-
ur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar, sem eru á heimavelli á
söguslóðum og bjóða spennandi kynnisferðir meðan á dvölinni
stendur. Notaðu tækifærið og kynnstu mest spennandi borgum
Evrópu, mannlífi og menningu og upplifðu ævintýri í haust.
Fegurstu
borgirnar
í beinu flugi í haust
frá kr. 28.550
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Róm
1.-5. okt.
Heimsferðir bjóða nú einstakt tæki-
færi til borgarinnar eilífu í beinu flugi
þann 1. okt. frá Íslandi til Rómar. Nú
getur þú kynnst þessari einstöku borg
sem á engan sinn líka í fylgd farar-
stjóra Heimsferða og upplifað árþús-
undamenningu og andrúmsloft sem er
einstakt í heiminum. Péturstorgið og
Péturskirkjan, Vatíkanið, Spænsku
tröppurnar, Colosseum, Forum
Romanum og Pantheon hofið.
Sjá www.heimsferðir.is
Verð frá kr.65.850
Búdapest
október
fimmtud. og mánud.,
3, 4 eða 7 nætur
Stórkostleg borg í hjarta Evrópu,
sem Íslendingum býðst nú að kynn-
ast í beinu flugi frá Íslandi. Hér
getur þú valið um góð 3 og 4
stjörnu hótel í hjarta Budapest og
spennandi kynnisferðir með farar-
stjórum Heimsferða.
Verð kr. 28.550
Flugsæti til Budapest 20. okt. með
8.000 kr. afslætti. Skattar innifaldir.
Gildir frá mánudegi til fimmtudags.
Verona
17. sept., 5 nætur
Fegursta borg Ítalíu, þar sem þú
getur notið hins besta af ítalskri
menningu um leið og þú gengur
um gamla bæinn, skoðar svalir
Júlíu og kynnist frægasta útileik-
húsi Ítalíu, Arenunni í Verona eða
ferðast um Gardavatn og Feneyjar.
Verð kr. 29.950
Flugsæti með sköttum. Völ um 3 og 4
stjörnu hótel. Ekki innifalið: Forfalla-
gjald, kr. 1.800 valkvætt. Ferðir til og
frá flugvelli kr. 1.800.
Prag
Okt. og nóv.
fimmtud. og mánud.,
3, 4 eða 7 nætur
Fegursta borg Evrópu og eftirlæti
Íslendinga sem fara nú hingað í
þúsundatali á hverju ári með Heims-
ferðum. Fararstjórar Heimsferða gjör-
þekkja borgina og kynna þér sögu
hennar og heillandi menningu.
Góð hótel í hjarta Prag.
Verð kr. 29.950
Flug og hótel í 3 nætur. M.v. 2 í her-
bergi á Quality Hotel, 3. nóv. með 8.000
kr. afslætti. Skattar innifaldir. Gildir frá
mánudegi til fimmtudags. Ferðir til og
frá flugvelli kr. 1.800.
Barcelona
2. okt. 3 nætur
22./26./30. okt. 4 nætur
Einn vinsælsti áfangastaður Íslend-
inga í 11 ár. Heimsferðir bjóða nú
bein flug í október, sem er einn
skemmtilegasti tíminn til að heim-
sækja borgina. Menningarlífið er í
hápunkti og ótrúlegt úrval listsýn-
inga og tónleika að heimsækja
ásamt spennandi næturlífi og ótrú-
legu úrvali verslana. Fararstjórar
Heimsferða kynna þér borgina á
nýjan hátt, enda hér á heimavelli.
Verð kr. 49.950
Flug og hótel í 4 nætur.
M.v. 2 í herbergi á Aragon, 22. okt.
Skattar innifaldir. Ferðir til og frá flug-
velli kr. 1.800.
Sorrento
30. sept., 5 nætur
Heimsferðir bjóða nú í fyrsta sinn á
Íslandi beint flug til Napolí og dvöl
í Sorrento, þessum frægasta sumar-
leyfisstað Ítalíu. Hér kynnist þú
hinni ótrúlega fögru Amalfi strönd,
eyjunni Capri, Pompei og Napolí.
Ótrúlega fallegt umhverfi og heill-
andi andrúmsloft á þessum fagra
stað. Völ um úrvalshótel í hjarta
Sorrento.
Verð kr. 63.650
Flug og hótel í 5 nætur. M.v. 2 í her-
bergi á La Meridiana með morgunmat.
Skattar innifaldir. Ferðir til og frá flug-
velli kr. 1.800.
Verð m.v. 2 í herbergi, Hotel Villa
Torlonia, flug, gisting, skattar, íslensk
fararstjórn. Ekki innifalið: Forfalla-
gjald, kr. 1.800 valkvætt. Ferðir til og
frá flugvelli kr. 1.800.
Samband íslenskra tryggingarfélaga
Í andmælum Sambands ís-
lenskra tryggingarfélaga,
vegna meints samráðs um að
hamla samkeppni í starfs-
ábyrgðartryggingum, segir
að Samkeppnisstofnun dragi
allt of víðtækar ályktanir af
minnisblaði aðila, sem hafði ótvíræða hagsmuni af því
að samstarf vátryggingafélaganna yrði sem víðtækast
á þessu sviði. Ekki verði ráðið af minnisblaðinu að þær
skoðanir sem þar komi fram séu sameiginlegar öllum
fundarmönnum og ekkert liggi fyrir um hvaða fulltrú-
ar aðildarfélaga SÍT voru á þessum fundi. Gæta verði
varfærni í notkun þess sem sönunargagns og vara-
samt að draga af því víðtækar ályktanir. Ekki sé unnt
að telja að í þessu minnisblaði hafi falist samkomulag
um að keppa ekki á sviði starfsábyrgðartrygginga.
Nauðsynlegt sé að kanna það sérstaklega hvort sú
hafi verið raunin.
Samkeppnisstofnun vísar í símbréf sem sent var frá
Sjóvá-Almennum um markaðshlutdeild í þessari teg-
und trygginga. SÍT segir að það hafi verið í trúnaði
sem var virtur og því ekki um að ræða, að verið væri
að dreifa viðkvæmum viðskiptaupplýsingum milli
keppinauta. Í ummælum í bréfinu felist engar sam-
stilltar aðgerðir heldur sé það ósköp einföld yfirlýsing
félags með sterka stöðu á þessum hluta vátrygg-
ingamarkaðarins í þá veru að félagið hafi hagsmuni af
því að markaðurinn fari ekki á hreyfingu.
SÍT áréttar að skilmálar lögboðinnar starfsábyrgð-
artryggingar fyrir lögmenn hafi verið samdir hjá sam-
bandinu á hefðbundinn hátt í samráði við fulltrúa fé-
laganna og stjórnvöld. Skilmálar eða sjónarmið eins
félags hafi að sjálfsögðu ekki verið höfð að leiðarljósi í
því starfi.
Tryggingamiðstöðin
TM bendir á í sínum and-
mælum að ekkert af gögn-
unum sem Samkeppnis-
stofnun byggir niðurstöðu
sína á varðandi starfsábyrgð-
artryggingar sé komið frá fé-
laginu.
TM tekur í sama streng og SÍT varðandi minnisblað
sem fannst hjá Íslenskri endurtryggingu og hafnar
túlkun Samkeppnisstofnunar algerlega. Félagið kann-
ast ekki við að það hafi nokkurn tíma sammælst um
samkomulag um að stunda ekki harða samkeppni á
þessu sviði vátryggingar. Minnisblaðið sé samið af
einum manni, óundirritað, sé TM óviðkomandi og efni
þess félaginu ókunnugt með öllu, enda aldrei borið
undir TM til samþykktar eða synjunar.
TM gerir athugasemd við vinnubrögð Samkeppnis-
stofnunar vegna ályktana sem stofnunin dregur af
bréfi SÍT til allsherjarnefndar Alþingis. Staðreyndin
sé sú að þarna var verið að hafna því að tryggja ásetn-
ingsbrot, sem frumvarp um starfsábyrgðartryggingar
lögmanna gerði ráð fyrir að féllu undir trygginguna en
þekktist ekki í öðrum starfsábyrgðartryggingum.
Ekkert íslenskt vátryggingarfélag hafi verið á þessum
tíma tilbúið að tryggja gegn slíkum brotum. Hér hafi
SÍT aðeins verið að svara erindi Alþingis eftir að alls-
herjarnefnd leitaði eftir athugasemdum frá fagaðila.
Sjóvá-Almennar
Í áliti Sjóvár-Almennra kemur fram að það sé ekk-
ert undarlegt að skilmálar í starfsábyrgðartrygg-
ingum hafi verið svipaðir hjá
öllum vátryggingafélög-
unum þar sem tilgreint er í
reglugerðum hvað á að
tryggja, hverjar vátrygging-
arfjárhæðirnar eigi að vera,
hvaða tjón er bætt o.s.frv.
Því sé einfaldega lítið svigrúm í skilmálagerðinni til
frávika þegar lögboðnar vátryggingar séu annars veg-
ar þar sem um efni þeirra vátrygginga fari í meg-
inatriðum að lögum. Rétt sé að umræður hafi farið
fram innan vébanda SÍT um skilmálagerð en af og frá
sé að SA hafi tekið þátt í samráði varðandi fjárhæð ið-
gjalda.
SA kannast ekki við að hafa komist að samkomulagi
við önnur vátryggingafélög á grundvelli minnisblaðs,
sem Bjarni Þórðarson, forstjóri Íslenskrar endur-
tryggingar skrifaði, um að efna ekki til samkeppni á
þessu sviði enda vandséð hvaða hag félögin hefðu af
slíku. Þá segir að Bjarni hafi sjálfur talið að fulltrúar
félaganna hefðu komist að þessari niðurstöðu.
Einnig kemur fram að handskrifað minnisblað sem
fannst við húsleit hjá Íslenskri endurtryggingu sýni
svart á hvítu að það var alls ekki samráð milli félag-
anna í sölu starfsábyrgðartrygginga. Blaðið sýni ekki
annað en að kjörin voru mismunandi hjá vátrygginga-
félögunum að því er varðaði starfsábyrgðartryggingar
lögmanna. Upplýsingar um fjárhæð iðgjalda, vátrygg-
ingafjárhæð, eigin áhættu ofl. sem komi fram á minn-
isblaðinu séu ekki viðskiptaleyndarmál hjá SA. Allir
geti fengið upplýsingar um þessi atriði með einu sím-
tali til SA enda forsenda samkeppni að þessar upplýs-
ingar liggi á lausu svo hægt sé að bera saman kjör fé-
laganna.
Vátryggingarfélag Íslands
Í andmælum VÍS segir að
ýmislegt í gögnum málsins
bendi til þess að á milli
tryggingafélaganna hafi ver-
ið hörð samkeppni um verð
og viðskiptavini á sviði
starfsábyrgðartrygginga. Þó
hugtakið samkeppni kunni að hafa afmarkaða og af-
dráttarlausa þýðingu í huga starfsmanna Samkeppn-
isstofnunar sé ekki þar með sagt að sama gegni um
aðra þá sem ekki hafi það beinlínis að atvinnu að fjalla
um samkeppnismál. Tilvitnuð orð kunni að hafa aðra
merkingu í huga þess sem ritaði minnisblað sem
fannst hjá Íslenskri endurtryggingu hf en í huga sér-
fræðinga Samkeppnisstofnunar. Jafnvel sérfræðingar
eigi það til að nota með ónákvæmum hætti hugtök sem
hafi að lögum ákveðna merkingu. Ummæli um sam-
keppni í minnisblaði verði að lesa í samhengi við annað
sem fram komi.
VÍS færir svipuð rök og hin félögin fyrir tilurð bréfs
SÍT til allsherjarnefndar Alþingis í tilefni af frum-
varpi til laga um starfsábyrgðartryggingar lögmanna.
Þá segir að orðalag bréfsins „full ástæða sé til að ætla“
sýni að það sé beinlínis rangt með farið í frumskýrslu
Samkeppnisstofnunar þar sem komi fram að „ekkert
aðildarfélaganna hyggist bjóða tiltekna tryggingu“.
Þá kemur fram að fundur framkvæmdaráðs VÍS sé
innanhúsfundur en ekki samráðsvettvangur fleiri
tryggingafélaga eins og ályktanir Samkeppnisstofn-
unar virðist óneitanlega gera ráð fyrir. Engin sam-
staða náðist um það á fundinum að félögin tækju sig
saman um að tryggja ekki ásetningsbrot. Með öðrum
orðum hafi hugmynd um ólögmætt samráð verið bein-
línis hafnað á fundi VÍS.
Andmæli vegna starfsábyrgðartrygginga
Ekki sammælst um
minni samkeppni