Morgunblaðið - 05.08.2003, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 17
Í MBL. 27. júlí sl., bls. 34, birtist
grein eftir mig, og þar var reyndar
dálítill prentvilla í fimmta dálki, þar
sem talan „2“ í form-
úlunni átti að vera „í
öðru veldi“. Rétt er
að ítreka, að hreyfi-
orka (skriðorka) er
margfeldi hálfs
massans og hraðans í
öðru veldi, og hún
vex mjög ört með hraðanum. Hér
verður vikið að hættum í umferðinni,
og heimildir eru hinar sömu og í fyrri
grein.
„… á 110, má ekki
verða of seinn“
Í vinsælum dægurlögum er stund-
um vikið að hraðakstri. Ekki má láta
þetta hafa áhrif á sig. Þetta eru ein-
ungis skemmtileg lög, sem hægt er að
hafa gaman af, en eru ekki til eftir-
breytni, fremur en t.a.m. ofsaakstur í
kvikmyndum. – Skemmtilegt lag frá
því í vor er um miðaldra náunga, sem
er á vesturleiðinni, á háheiðinni, „á
110, má ekki verða of seinn,“ en hann
var að eltast við konu á svipuðum
aldri og hann. Sú var víst á leiðinni
inn á þing, og e.t.v. hefur slíkt sér-
stakt aðdráttarafl á suma karla!
Í öðru vinsælu lagi, sem oft er leik-
ið, er ungur maður að eltast við
stúlku, svo sem títt er um unga menn.
Hann átti gamlan „sjervólett“, sem
rann þó furðu létt, „svolítið á seinna
hundraðið á góðum degi.“ – Ætli
hraðinn hafi ekki verið svipaður og
hjá manninum á háheiðinni, þ.e. um
110 km/klst. – Vart þarf að taka fram
að þetta er hættulegur og heimsku-
legur akstur.
Úr 90 í 110 km/klst.
Við bestu aðstæður á malbikuðum
vegi er hámarkshraði 90 km/klst., en
á malarvegum er hámarkshraðinn
lægri, sem kunnugt er. En hvað ger-
ist, þegar hraða er breytt úr 90 í 110
km/klst? Menn geta auðvitað hlotið
sekt, ef lögreglan gómar þá, en hver
er áhættan þar fyrir utan? Hraðinn
vex um 22,2%, en hreyfiorkan um
hvorki meira né minna en 49,4%, þ.e.
hún vex nánast um helming. Ef eitt-
hvað óvænt gerist, er ekkert ráðrúm
fyrir hendi til að bregðast við eða
stöðva bílinn, sem þýtur áfram um
rúma 30 metra, eða um sjö bíllengdir,
á sekúndu. Þeir sem þannig aka í
okkar frumstæða vegakerfi eru ann-
aðhvort heimskir, fáfróðir um hætt-
una, eða þá að þeir hirða lítt um eigið
líf og annarra.
Útafakstur og árekstrar
Í fyrra létust 29 manns í 22 slysum.
Helmingur slysanna varð við útaf-
akstur og rúmlega 40% þeirra urðu,
þegar bílar lentu í árekstri við bíl,
sem kom á móti. – Stundum missa
ökumenn stjórn á bíl sínum, og þeim
finnst þeir vera að missa hann út fyrir
veg hægra megin. Þeir beygja þá
skyndilega og of snöggt til vinstri og
missa bílinn fyrir bragðið út af veg-
inum vinstra megin. Sé umhverfi veg-
arins þar mjög ábótavant, eins og
víða er hér á landi, má búast við bana-
slysi eða alvarlegum meiðslum. – Ef
menn kanna banaslys áranna 1998 til
2002, kemur í ljós að 85% ökumanna,
sem þeim valda, eru karlar. Kannski
aka karlar meira en konur, en líklega
eru þær yfirleitt gætnari en þeir.
Framúrakstur
Framúrakstur er eitt af því hættu-
legasta í umferðinni. Ökumaður fer
yfir á vinstri vegarhelming og stefnir
að því að komast fram úr bíl og aftur
yfir á hægri helming. Mikilvægt er,
að menn reyni ekki framúrakstur,
nema allar aðstæður séu fyrir hendi.
Rétt er að leggja sérstaka áherslu á,
að ekki má taka fram úr bíl á óbrot-
inni línu. Margir virðast ekki átta sig
á þessu. – Um helgar á sumrin eru oft
engin skilyrði til framúraksturs á
vegum landsins. Ef bíll kemur úr
gagnstæðri átt og þeir skella saman á
90 km/klst. hraða hvor, verða afleið-
ingarnar mjög alvarlegar. – Ef 500
metrar eru á milli tveggja bíla á þess-
um hraða, mætast þeir eftir 10 sek-
úndur. Það er ekki langur tími, og að
sögn þeirra sem gerst vita, er hér oft
um að ræða vanmat hjá ökumönnum,
á hraða og fjarlægð (hraðablinda), og
mistúlkun aðstæðna. Mikilvægt er að
taka ekki óþarfa áhættu. – Nauðsyn-
legt er aka jafnan með óskertri at-
hygli og láta ekki ytri aðstæður trufla
sig. Farsímar geta reynst hættulegir
í akstri og eru þar að auki ólöglegir
án handfrjáls búnaðar. Reyndar geta
farsímar líka valdið truflunum, þó að
slíkur búnaður sé notaður. Best er að
hafa þá í hanskahólfi og hafa annað-
hvort slökkt á þeim eða slökkva á
hringingu, séu menn einir á ferð.
Lokaorð
Sá sem þetta ritar hefur stundum
verið eins konar „góðkunningi“
lækna og hjúkrunarfólks á ýmsum
heilbrigðisstofnunum. Reynslan af
því ágæta fólki er yfirleitt mjög góð. –
Margt hefur komið fyrir augu mér á
þessum stofnunum, en hryggilegast
er að sjá ungt og efnilegt fólk, sem
lent hefur í alvarlegum umferðar-
slysum. Reynt er að hjálpa því, ef
unnt er, en sumt af því bíður þess
aldrei bætur að hafa lent í slíkum
slysum. – Það er þung ábyrgð, sem
ökumönnum er falin, er þeir fá öku-
leyfi. Þeir eru með eigið líf og annarra
í höndunum. Ef óvarlega er farið,
þótt ekki sé nema örstutta stund, get-
ur það gerst „á snöggu augabragði“,
að „líf mannlegt endar skjótt,“ eins
Hallgrímur Pétursson orti um. Óum-
ræðilega dapurlegt er, þegar börn og
ungmenni hverfa úr mannheimi með
snöggum hætti, eða slasast þannig,
að þau bíða þess aldrei bætur. – Ég
hvet að lokum ökumenn að íhuga vel
ábyrgð sína, og sýna sjálfum sér og
öðrum hæfilega virðingu og tillits-
semi.
Enn um hættur í
umferðinni
Eftir Ólaf Oddsson
Höfundur er kennari.
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.
Steypusögun
Vegg- og gólfsögun
Múrbrot
Vikursögun
Malbikssögun
Kjarnaborun
Loftræsi- og lagnagöt
Hreinlæti og snyrtimennska
í umgengni
BT-sögun
Sími 567 7544
Gsm 892 7544
Laugavegi 63 • sími 5512040
Bergfléttuhringur
Vönduðu silkiblómin
fást í
Útsala
Útsala
Útsala
COS
Undirfataverslun • Glæsibæ • S: 588 5575
Ríkharður M. Jósafatsson
Austurlensk læknisfræði
Nálastungur og nudd
553-0070 GSM: 863-0180