Morgunblaðið - 05.08.2003, Page 24
MINNINGAR
24 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Minningarkort
Minningar- og
styrktarsjóðs
hjartasjúklinga
Sími 552 5744
Gíró- og kreditkortaþjónusta
LANDSSAMTÖK
HJARTASJÚKLINGA
A
u
g
l.
Þ
ó
rh
.
1
2
7
0
.9
7
Hann Einsi púkk er
dáinn.
Þetta voru orðin
sem hljómuðu á KR-
vellinum sunnudaginn
20. júlí sl., rétt í sama mund og leik-
urinn við Fram var að hefjast.
Okkur setti hljóða og reyndar er
það svo að ennþá sitjum við og trú-
um því ekki að púkkarinn sé horfinn
af vettvangi, svo stórkostlegur kar-
akter sem hann var.
Það er ekki á færi venjulegs
manns að ætla að skrifa æviágrip
hans, okkur félaga hans og vini
langar þó að draga fram nokkrar
EINAR GUNNAR
ÓSKARSSON
✝ Einar GunnarÓskarsson fædd-
ist á Leifsgötu 7 í
Reykjavík 24. ágúst
1943. Hann lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi við
Hringbraut 20. júlí
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Áskirkju 29. júlí.
minningar sem við eig-
um um hann til fjölda
ára.
Í daglegu tali gekk
hann undir nafninu
Einsi púkk, þetta mun
hafa verið vegna yfir-
burðahæfileika hans
við að spila púkk á
hans yngri árum.
Púkkarinn var allt í
senn mikill gleðimað-
ur, afburða sögumað-
ur, fjallmyndarlegur á
velli og höfðinglegur í
fasi hvar sem hann fór.
Púkkarinn var al-
skemmtilegasti maður sem við höf-
um kynnst um ævina, og víst er að
ekkert verður eins og áður eftir að
hann er horfinn á braut.
Við höfum tíu félagar og vinir
haldið úti félagsskap undir nafninu
Eiríkur um margra ára skeið. Það
þótti mörgum skrýtið að við gætum
gegnum mörg ár hist á hverjum
degi, það var þó engin tilviljun að
fundarstaðir voru á verkstæðinu hjá
púkkaranum, þar voru haldnir
veislufundir. Eitt sinn bjó hann til
sjávarréttasúpu og efumst við um
að svo góð súpa hafi verið búin til
áður, soðið var saltað hrossakjöt,
svið og margt fleira.
Frægastar voru þó kjötsúpuveisl-
urnar sem haldnar voru austur á
Eiríksbakka hjá einum af okkur,
Gauja póló. Þá var gjarnan setið
fram eftir nóttu, púkkarinn í stuði
sagði sögur, sumar sannar, aðrar
gætu hafa gerst, en enginn sagði
betur frá en hann.
Þessar minningar okkar með
púkkaranum eru fjársjóður sem
gott er að eiga og muna, við sjáum
hann fyrir okkur í eldhúsinu á
Bakkanum með svuntuna, flysjandi
rófur, smakkandi til súpuna og gef-
andi okkur hinum skipanir um
hvernig leggja skyldi á borðið.
Þá eins og áður var hann fremst-
ur meðal jafningja. Fólk kom um
langan veg þegar fréttist að púkk-
arinn væri staddur á Bakkanum.
Púkkarinn starfaði alla sína tíð í
Reykjavík og var lengst af með
sjálfstæðan atvinnurekstur. Hann
þótti með afbrigðum hestglöggur
maður og átti hesta um margra ára
skeið. Frægastur mun hafa verið
hlaupahesturinn Örvar frá Hjalta-
stöðum í Skagafirði en hann vann til
verðlauna.
Það voru engir tveir dagar eins í
návist púkkarans. Púkkarinn sigldi
ekki alltaf fleyi sínu í meðbyr en
alltaf komst hann í rétta höfn, enda
maðurinn af þeirri gerðinni að sitja
ekki og kvarta yfir myrkrinu heldur
standa upp og kveikja á kertunum.
Púkkarinn var það sem kallað er
eðal-KR-ingur, og því var það
kannski engin tilviljun að þegar
kallið kom var hann staddur við
KR-völlinn. KR var hans félag.
Nú þegar leiðir skiljast um stund
þökkum við fyrir að hafa átt þig að
vini og horfum til þess með tilhlökk-
un að hitta þig aftur því að þá verð-
ur aftur gaman.
Lilla, missir þinn er mestur, við
biðjum góðan guð að vera með þér
og sonum ykkar.
Hvíl þú í friði, kæri vinur.
Edvard Skúlason og
Guðjón Skarphéðinsson.
Sigrún Guðmunds-
dóttir, prófessor við
uppeldisfræðistofnun
Háskólans í Þránd-
heimi, andaðist 28.
júní sl. 55 ára að aldri. Hún var
fædd og uppalin á Íslandi en flutti
til Noregs árið 1989. Þá hafði hún
lokið doktorsprófi við Stanford-há-
skólann í Bandaríkjunum. Í þess-
um virta og velmetna háskóla
kynntist hún rannsóknum á starfi
og umhverfi í kennslustofum og
hún var viðurkennd fyrir rann-
sóknir sínar jafnt innanlands í
Noregi sem utan og var þekkt í
hinum alþjóðlega vísindaheimi fyr-
ir störf sín.
Sigrún bar mikla virðingu fyrir
kennarastarfinu. Hún beindi sjón-
um að því, sem fer fram í kennslu-
stofunni og í rannsóknum sínum
fékk hún fram hugleiðingar kenn-
arans um starf sitt. Á þennan hátt
komu raddir kennaranna fram í
vísindagreinum og skýrslum og þá
um leið opinberlega. Sigrún var
ritstjóri fyrir „Skriftserien Klasse-
romsforskning“ sem gefin er út af
Tapir-forlaginu í Þrándheimi og
þegar hún lést höfðu verið gefnar
út 12 bækur, sem fjalla um störf
kennara og hugleiðingar þeirra um
störf sín. Hinn mikli áhugi Sigrún-
ar á bekkjarrannsóknum, auðmýkt
hennar gagnvart kennarastarfinu
og sterkar rætur hennar í menn-
ingarsamfélagslegum kenningum
urðu til þess, að margir nemendur
í uppeldis- og kennslufræði óskuðu
eftir að fá hana sem leiðbeinanda í
meistaraprófs- og doktorsverkefn-
um.
Sigrún var mjög upptekin af því
að frásögnin kæmi skýrt fram í
rannsóknarverkefnunum. Hún var
brautryðjandi í notkun frásagnar-
hefðar í rannsóknum og notkun
kenninga, sem byggjast á þessari
hefð, og hvernig ætti að nálgast
viðfangsefnið út frá frásagnarhefð-
inni. Mikið af því sem hún gaf út
vakti athygli í öðrum vísindagrein-
SIGRÚN
GUÐMUNDSDÓTTIR
✝ Sigrún Guð-mundsdóttir
fæddist í Vestmanna-
eyjum 4. nóvember
1947. Hún lést á
heimili sínu í Þránd-
heimi í Noregi að-
faranótt 28. júní síð-
astliðins og var útför
hennar gerð í Þránd-
heimi 3. júlí.
um en uppeldis- og
kennslufræði og eru
sígild verk í hinum al-
þjóðlega vísindaheimi.
Nálgun hennar út frá
frásagnarhefðinni
varð líka til þess, að
nemendur úr öðrum
greinum en uppeldis-
og kennslufræði ósk-
uðu eftir því að fá
hana sem leiðbein-
anda.
Í hlutverki sínu sem
leiðbeinandi átti Sig-
rún ekki sinn líka.
Hún gerði kröfur til
okkar og hvatti okkur. Við áttum
að lesa frumútgáfur vísindamanna
og vera í tengslum við það besta í
faginu. Við áttum að skoða og
hlusta á okkar eigin rannsóknar-
efni og finna okkar eigin rödd. Að
hennar frumkvæði tókum við þátt í
leshringjum þar sem við með sam-
ræðum og samspili okkar á milli
fengum aukna reynslu og skilning
á menningarsamfélagslegum kenn-
ingum og nálgun í rannsóknum.
Við vorum kynnt fyrir vísinda-
heiminum með því að hún hvatti
okkur til að skrifa greinar í tímarit
og bækur og með því að skrifa er-
indi og flytja þau á innlendum og
alþjóðlegum ráðstefnum. Sem
nemendur Sigrúnar vorum við
kynnt fyrir og fengum að vera
hluti af hinum miklu alþjóðlegu
tengslum hennar. Vinna og notaleg
samvera var gjarnan samræmd yf-
ir kaffibolla eða hádegisverði. Hún
kenndi okkur, að fagleg tengsl og
vinátta eru tvær hliðar á því sama.
Einstaklingsbundnir leiðbein-
ingatímar fóru oftast fram heima
hjá Sigrúnu í eldhúsinu hennar yf-
ir góðu sterku kaffi og gjarnan á
laugardegi eða sunnudegi. Sigrún
var gestrisin og örlát og batt sig
ekki við hefðbundinn vinnutíma.
Hún gerði samt sem áður miklar
kröfur til okkar, sem leiddi til þess
að við undirbjuggum okkur vel
fyrir leiðbeiningatímana hjá henni
og unnum það vel, sem við skil-
uðum til hennar. Sigrún gerði
kröfur um gæði og hafði þær
væntingar til okkar að við stæðum
undir þeim kröfum. Þetta leiddi til
góðra faglegra umræðna, nýrra
hugleiðinga og áframhaldandi þró-
unar á verkefnum okkar. Að lokn-
um leiðbeiningatíma hjá Sigrúnu
vorum við alltaf full af innblæstri
og nýjum hugmyndum um hvernig
við gætum haldið áfram með rann-
sóknarverkefnin okkar. Hún hafði
sérstakan hæfileika að gefa okkur
kraft til að hefjast handa og trú á
okkur sjálf. Hún sem viðurkennd-
ur sérfræðingur vann alltaf þann-
ig, að við nemendur hennar skipt-
um máli og verk okkar væru
sýnileg.
Sigrún var og verður áfram mik-
ilvæg persóna í lífi okkar og rödd
hennar og áhrif verða mjög sterk í
doktorsnámi og vísindastarfi okkar
í framtíðinni. Við erum mjög þakk-
lát fyrir að hafa haft hana sem
leiðbeinanda og fyrir það að hún
var alltaf til staðar fyrir okkur og
veitti okkur ómældan tíma.
Þrándheimi í júlí 2003.
Doktorsnemendurnir:
Arne Carlsen, Grete Håkon-
sen, Ingunn H. Lysø, Janne
Madsen, Torill Moen, Vivi Nil-
sen, May Britt Postholm, Anne
Reinertsen, Håvard Åsvoll.
Með þessum línum
vil ég minnast Jónínu
Þórðardóttur sem
vann með okkur hjá
Hannarr ehf. síðustu
13 ár ævi sinnar. Á
þessum langa tíma varð Jónína
eins og hluti af okkar daglega lífi
og nánast sem ein úr fjölskyld-
unni.
Jónína var einstakur starfsmað-
ur og leysti hin fjölbreyttustu
störf af hendi af áhuga og var
mjög rösk við öll sín störf og þeg-
JÓNÍNA MARGRÉT
ÞÓRÐARDÓTTIR
✝ Jónína MargrétÞórðardóttir
fæddist í Reykjavík
23. janúar 1957. Hún
lést á Landspítalan-
um í Fossvogi 4. júlí
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Grafarvogs-
kirkju 14. júlí.
ar hún hafði tekið
eitthvað að sér þurfti
ekki að hafa áhyggjur
af því að það yrði ekki
leyst af hendi og á
besta máta.
Meira segja eftir að
hún fékk sitt síðasta
áfall og var orðin
veik, þá var hún
ákveðin í að sinna
sínu starfi í sumarfríi
annarra starfmanna.
Til þess fékk hún hins
vegar ekki tækifæri.
Oft voru fjörugar
umræður í kaffistof-
unni, því að ekki voru allir á sama
máli, sérstaklega ef stjórnmál bar
á góma. Allt var það þó í léttum
dúr og ef till vill mest iðkað til að
hafa gaman af.
Út frá því hvernig Jónína sá um
sitt hjá okkur í vinnunni, er í mín-
um huga nokkuð víst að hún hefur
verið ábyrg og góð eiginkona og
móðir. Oft varð líka vart við að
leitað væri til Jónínu um hin ýmsu
mál, bæði börn hennar, móðir og
aðrir sem ég ekki kann skil á og
má á því sjá að margir lögðu
traust sitt á hana. Einnig sinnti
hún mikið íþróttastarfsemi síns
hverfis á tímabili. Ekki lét hún
neitt af þessu bitna á vinnu sinni.
Oft talaði Jónína um barnabörn-
in, sem gátu verið uppátækjasöm
samkvæmt lýsingum hennar, en
sem hún hafði greinilega mjög
mikla gleði af.
Heimili Jónínu og eiginmanns
hennar Ófeigs bar þess glöggt
merki að þar færi dugnaðar- og
smekkfólk.
Það er mikill missir þegar fólk á
hennar aldri fellur frá og þó að við
vinnufélagar söknum góðs félaga
og frábærs starfsmanns, hlýtur sá
söknuður að vera léttvægur í sam-
anburði við missi fjölskyldunnar,
barnanna, barnabarnanna, eigin-
mannsins, systkinanna, aldraðrar
móður og annarra nákominna.
Ég sendi þeim mínar samúðar-
kveðjur.
Sigurður Ingólfsson.
Með Páli Agnari
Pálssyni, fyrrum yfir-
dýralækni, er genginn
svipmikill maður, sem
öllum er eftirminni-
legur, er kynntust.
Ríkjandi þættir í fari
Páls voru skyldurækni, vinnusemi
og afköst. Í persónulegri viðkynn-
ingu var Páll hlýr, hvetjandi og
ráðagóður. Honum var gefið að
geta náð til hinna ólíkustu manna,
jafnt lærðra sem leikra, og gat
fengið þá til þess að hlusta á rök
sín og málflutning. Slíkt er ómet-
PÁLL AGNAR
PÁLSSON
✝ Páll Agnar Páls-son fæddist að
Kletti í Reykholtsdal
9. maí 1919. Hann
lést í Reykjavík 10.
júlí síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Dómkirkjunni 22.
júlí.
anlegt embættismanni
í umsvifamiklu emb-
ætti og ekki síst ef
vinna á brautargengi
nýjum boðum og
bönnum. Mér er til
efs, að hér hafi marg-
ir náð lengra með
tærnar en Páll hafði
hælana.
Kynni okkar Páls
byrjuðu í lyfjaskrár-
nefnd fyrir nær 40 ár-
um og þau héldust
meira eða minna óslit-
in eftir það. Vegna
áratugalangs starfs að
eiturefnamálum þurfti ég oft að
leita til Páls, ýmist til þess að
heyra álit hans eða leita eftir
stuðningi hans eða hvort tveggja.
Ég leitaði ennfremur ráða Páls
jafnt í þungbærum málum, svo
sem um rannsókn á banvænum
meiðslum hestsins Gýmis á sýning-
arvelli, og í léttvægum málum, svo
sem um val á beislisbúnaði eða
skeifum undir eigin hesta. Þegar
svo réðst, að ég víkkaði svið rann-
sókna á hrörnunarsjúkdómum í
miðtaugakerfi manna til þess einn-
ig að taka til riðu í sauðfé naut ég
enn stuðnings Páls. Yfirsýn Páls
var mikil á því máli svo sem glöggt
má sjá af viðamikilli yfirlitsgrein í
Búnaðarritinu 1991. Páll var með
fyrstu mönnum, sem gerði ráð fyr-
ir því, að riða úr sauðfé gæti borist
í og sýkt dýr af öðrum tegundum.
Hann lagðist því á sínum tíma
þungt á árar að banna notkun
mjöls úr sláturúrgangi sauðfjár til
þess að fóðra með nautgripi. Ein-
mitt slík notkun fóðurmjöls hefur
að líkindum valdið uppkomu kúa-
riðu í Bretlandi með hrikalegum
afleiðingum svo sem kunnugt er.
Það er enginn efi í mínum huga, að
í þessu efni var Páll, sem og oftar,
réttur maður á réttum stað.
Ég kveð Pál með söknuði og
með þökk í huga fyrir góð ráð og
langa samfylgd. Ég færi konu
hans og fjölskyldu innilegar sam-
úðarkveðjur.
Þorkell Jóhannesson.