Morgunblaðið - 05.08.2003, Síða 26

Morgunblaðið - 05.08.2003, Síða 26
mestu mátar og þessar minningar munum við ávallt varðveita. Elsku Brynjar, takk fyrir þessi góðu ár sem þú áttir með okkur og þér munum við aldrei gleyma. Þín verður sárt saknað. Elsku Ása, Gummi og fjölskylda, við vott- um ykkur okkar dýpstu samúð og megi guð vernda ykkur og gefa ykkur styrk í sorginni. Fjölskyldan í Erlurima 2. Núna, Binni, ert þú farinn á him- ininn. Og mamma segir að þar getir þú líka átt afmæli. Mér finnst rosa- lega leiðinlegt að þú skulir vera far- inn frá mér. Það var alltaf svo gaman að leika við þig í alls kyns leikjum, í kofanum mínum og svo á leynistaðn- um sem við vorum alltaf að leika okk- ur í. Kannski leikum við okkur bara á nýjum leynistað uppi á himninum seinna þegar ég kem til þín. Eftir að þú fórst til Guðs þá bjó ég til kort handa þér, ég teiknaði okkur báða og skrifaði: Binni og Kalli bestu BRYNJAR PÁLL GUÐMUNDSSON ✝ Brynjar PállGuðmundsson fæddist á Selfossi 18. nóvember 1997. Hann lést af slysför- um 20. júlí síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Selfoss- kirkju 26. júlí. vinir og svo sendi ég það til þín í póstkassann á Horninu. Vonandi sérðu það. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið Binni. Þú ert besti vinur minn. Þinn vinur, Karl Johan. Elsku litli Brynjar Páll er dáinn. Það er svo erfitt að trúa því að þessi kraftmikli og lífsglaði glókollur sé horfinn frá okkur. Brynjar byrjaði í leikskólanum Glaðheimum tæpra tveggja ára og útskrifaðist síðastliðið vor. Það var alltaf líf og fjör í kringum Brynjar og hann hreif alla með sér með hnyttn- um tilsvörum og jákvæði. Brynjar Páll var prakkari af Guðs náð en allt sem hann gerði var gert í góðri trú. Hans er sárt saknað. Við kveðjum þig, litli vinur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Kæru Ása, Gummi, Svava og Jón Ingibergur, við sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur. Börn og starfsfólk leikskólans Glaðheima. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Með þessu ljóði kveðjum við góðan vin, Brynjar Pál Guðmundsson. Við trúum því vart ennþá að svona lítill drengur skuli hafa verið tekinn burt svo fljótt, aðeins fimm ára gam- all. Minningarnar sem koma fram í huga okkar þegar við minnumst Brynjars eru bæði margar og falleg- ar. Brynjar, eða Binni litli eins og hann var kallaður, var tíður heimilis gestur hér hjá okkur í Erlurimanum enda voru þeir Kalli bestu félagar og MINNINGAR 26 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Elsku Tinna, þú ert farin frá okkur og það eina sem við eigum núna eru minningarnar. En minningarnar eru TINNA HRÖNN TRYGGVADÓTTIR ✝ Tinna HrönnTryggvadóttir fæddist í Reykjavík 22. apríl 1981. Hún lést á heimili sínu í Keflavík laugardag- inn 19. júlí síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Grindavíkurkirkju 25. júlí. góðar. Ég minnist þess svo vel þegar við vorum litlar skottur á bólakafi í hestunum. Ég gisti hjá þér í Grindavík svo að við gætum farið á bak hjá Línu, við fengum að hjálpa til með reiðnám- skeiðið og svo voru allar Vigdísarvallarferðirnar. Ég man þegar við vor- um að keppa á mótun- um á Mánagrund og einu sinni fórum við að keppa í reiðhöllinni í Víðidal. Svo vorum við líka báðar að læra á pí- anó og báðum þótti okkur gaman að teikna. Við náðum svo ofboðslega vel saman. Svo fórum við hvor í sína átt- ina, og við hittumst ekkert í nokkur ár. Ég flutti úr Keflavík en þú í Kefla- vík. En þegar ég kom til baka kom svo í ljós að báðar vorum við að vinna á skyndibitastað og fórum að hittast aftur, þú að koma í pylsu til mín og ég að koma í langloku til þín. Þá vorum við líka báðar komnar með hund, svo það var mjög margt sem við áttum sameiginlegt. Þetta eru góðar minningar sem ég á. Ég er líka nokkuð viss um að þú ert búin að finna einhvern flottan gæðing núna og þeysist um grundirnar í himnaríki. Elsku Tinna, ég kveð þig þá í þessu lífi en ætla að hitta þig aftur í því næsta. Þín vinkona, Oddný. Laugardaginn 12. júlí síðastliðinn andaðist mín góða vinkona, Kristín Einarsson í Sól- túni. Þegar ég og fjöl- skylda mín fluttum á Tjarnarstíg 7 kom Kristín fljótt og bauð okkur velkomin, en þau bjuggu á Tjarnarstíg 9. Þetta virkaði vel á mig og mér þótti vænt um þessar góðu móttökur. Það varð líka mikill sam- KRISTÍN EINARSSON ✝ Kristín Einarssonfæddist í Reykja- vík 4. ágúst 1914. Hún lést í Sóltúni 12. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 24. júlí. gangur milli okkar alla tíð. Eldhúsgluggarnir sneru báðir út í garðinn og það voru oft kallaðar á milli setningar eins og: „Viltu koma í morg- unkaffi?“ Þá var oft mikið spjallað og höfð- um við alltaf nóg að tala um. Einnig fórum við saman í Vesturbæjar- laugina fimm morgna í viku, hvernig sem viðr- aði. Krisín og Erlendur fóru mikið um landið á sumrin með tjald og all- an útbúnað. Þá var nú ekki verið að fara í búðirnar og kaupa tilbúinn mat. Kristín gerði allan mat- inn sem þau tóku með sér í ferðina og bakaði kleinur sem þóttu nú aldeilis góðar. Ég gleymi því aldrei að þegar við hjónin komum heim úr okkar ferðalögum þá stóð oftar en ekki kaka á borðinu frá Kristínu. Svona var hún alltaf hugsunarsöm og vildi alltaf vera að gefa öðrum. Hún var mikil prjóna- kona og prjónaði á öll börnin sex. Ég fór oft til hennar og fékk leiðsögn ef ég var í vandræðum og hún gaf sér alltaf tíma til að hjálpa. Elsku Kristín, ég sakna þín mikið. Það var sárt að horfa upp á þig liggja svona lengi veika og að þú gætir ekki tjáð þig síðustu árin. Erlendur minn, þú áttir góða konu og þið voruð svo samrýnd og gerðuð alla hluti saman. Ég veit þú saknar hennar mjög. Ég kveð þig hinstu kveðju, elsku vinkona, og geymi allar góðu minn- ingarnar um þig. Ó, faðir, gjör mig blómstur blítt, sem brosir öllum mót og kvíðalaust við kalt og hlýtt er kyrrt á sinni rót. (Matt. Joch.) Guðbjörg Guðjónsdóttir. LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRAHÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut s. 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT fyrir heilsugæsluumdæmin í Rvk, Sel- tj.nesi, Kóp., Garðabæ og Hfj., í Smáratorgi 1, Kóp. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og a. sólarhr. um helgar og frídaga. Uppl. í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin læknisþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8–24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Lækna- sími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 08 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af depurð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum sím- um. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, s. 5 800 430 tekur við tilkynn. um bilanir og liðsinnir utan skrifstofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 KENNSLANEFND ríkislögreglu- stjóra hefur að beiðni lögreglustjór- ans í Reykjavík lokið athugunum á þremur mannabeinum sem fundust undir þakklæðningu íbúðarhúss við Vitastíg í Reykjavík þegar unnið var að endurbótum þess í maí á þessu ári. Ekki hefur tekist að upplýsa um ald- ur beinanna með vissu en líklegt er að þau séu úr fornum kirkjugarði og teljist til fornminja. Beinin sem um ræðir eru hægri sköflungur, vinstri lærleggur og hægri upparmleggur af tveimur, jafnvel þremur fullvöxnum einstak- lingum. Í tilkynningu frá ríkislögreglu- stjóra segir að mælingar á armlegg þyki benda til þess að beinið sé af konu sem var um 150 cm á hæð en lærleggurinn af konu sem var um 162 cm á hæð. Mælingar á sköflungi bendi til þess að líkamshæð hafi verið 155–60 cm en þar verði kyn ekki greint. Mismunur á lengd armleggs og lærleggs þyki styðja þá ályktun að þau geti verið úr sitt hvorum einstak- lingnum. Byggir nefndin niðurstöður sínar á skýrslu Hildar Gestsdóttur beinafræðings sem rannsakaði beinin á vegum Þjóðminjasafns Íslands. Á öllum beinunum eru merki um bruna- eða sótskemmdir en án þess að séð verði að reynt hafi verið að kveikja í þeim. Virðist sem vökva hafi verið skvett á beinin til að slökkva eld. Í umfjöllun fjölmiðla fyrr í sumar komu fram tilgátur um að beinin gætu verið úr kirkjugarðinum í Haf- fjarðarey í Haffirði. Í tilkynningu lög- reglustjóra segir að beinin hafi af þessu tilefni verið borin saman við nokkur bein sem grafin voru upp í kirkjugarðinum árið 1947, af Jóni Steffensen og Kristjáni Eldjárn, og varðveitt eru í Þjóðminjasafninu. Mjög ólíklegt að beinin komi úr Haffjarðarey „Niðurstöður af þessum saman- burði benda til þess að mjög ólíklegt sé að beinin sem fundust á Vitastíg komi úr kirkjugarðinum í Haffjarð- arey, en þar voru grafir teknar í sand. Á samanburðarbeinum eru ekki för eftir rætur eða leifar róta eins og sjást á beinunum þremur.“ Ekki hefur verið upplýst með vissu um aldur beinanna sem fundust á Vitastíg „en líklegt þykir að þau séu úr fornum kirkjugarði og teljist til fornminja“. Samkvæmt þjóðminjalögum eru forngripir lausar fornminjar, einstak- ir hlutir, 100 ára og eldri. Munir sem falla undir 18. gr. laganna, þar á með- al leifar af líkömum manna, skulu varðveittar í Þjóðminjasafni Íslands eða hlutaðeigandi byggða- eða minja- safni. Mannabein sem fundust á Vitastíg Líklega úr forn- um kirkjugarði FJÖLDI Íslendinga í læknanámi í Danmörku hefur þrefaldast frá því fyrir tveimur árum, en í ár fengu 39 nýir nemendur inngöngu í grunn- nám í læknisfræði við danska há- skóla. Umræða hefur verið í Dan- mörku um að fjöldi útlendinga, aðallega Norðmanna og Svía, í læknanámi sé orðinn svo mikill að Danir eigi erfitt með að komast að. Ásókn Íslendinga í nám í læknis- fræði í Danmörku hefur aukist hratt á undanförnum árum. Árið 1994 sóttu 14 um, en einungis einn komst að. Árið 1998 sóttu 23 um og 11 kom- ust að. Í fyrra voru umsóknirnar 62 og 31 fékk inngöngu. Enn fjölgaði svo í ár þegar 89 sóttu um og 39 kom- ust að. Fjöldatakmarkanir í HÍ Þeir sem fara utan til náms eru gjarnan þeir sem ekki komust í gegnum fjöldatakmarkanir í lækna- deild Háskóla Íslands (HÍ), segir Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands. „Ekki endi- lega fólk sem hefur fallið á prófinu heldur fólk sem hefur náð lágmarks- einkunn en ekki komist í þennan af- markaða hóp.“ Það er erfitt að átta sig á því hvort framhald verður á fjölgun Íslend- inga í þessu námi í Danmörku, að sögn Sigurbjörns. „Núna hefur verið fjölgað í læknadeildinni [í HÍ] og verða teknir inn 48 nemendur í haust.“ Hann segir að vafalítið reyni einhverjir af þeim sem þreyttu próf- ið en komust ekki inn fyrir sér er- lendis, hafi þeir brennandi áhuga á læknisfræði. Miðað við reynsluna af þeim sem hafa farið til Danmerkur í gegnum tíðina, bæði í grunn- og framhalds- nám, má reikna með að margir af þeim sem fara utan til náms komi til Íslands til að vinna að námi loknu. „Sumir hafa valið að vera áfram [er- lendis], en aðrir hafa skilað sér heim. Meirihluti þeirra sem fara í sérnám skilar sér heim, svo ég geri ráð fyrir því að meirihlutinn af þessu fólki skili sér heim,“ segir Sigurbjörn. Sigurbjörn segir það gamla hefð að fara til háskólanáms í Danmörk. „Ég held það sé ekkert land í veröld- inni sem er með eins marga Íslend- inga í háskólanámi en Danmörk, fyr- ir utan að sjálfsögðu Ísland.“ Hann segir þó að einnig sé mikið af Íslend- ingum sem fari í ákveðinn skóla í Ungverjalandi, þar sem kennslan fer fram á ensku. Fyrir fáeinum dögum tilkynnti ráðherra vísinda, rannsókna og þró- unar í dönsku ríkisstjórninni að ráð- gert væri að herða kröfur um dönskukunnáttu námsmanna frá Norðurlöndum sem sæktu um nám í læknisfræði og láta þá þreyta próf í dönsku. Alls hefja 1.100 nýir nem- endur nám í læknisfræði í þremur háskólum í Danmörku á hverju ári. Metfjöldi Íslend- inga í læknanámi í Danmörku BJÖRGUN Guðrúnar Gísladóttur tefst um nokkra daga í kjölfar þess að vírar í einn af tönkunum sem nota á til að rétta skipið við á hafs- botni slitnuðu um miðjan dag á sunnudag. Haukur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Íshúss Njarðvíkur og eigandi skipsins, segir að óhappið tefji björgunaraðgerðir um nokkra daga en panta þurfti nýja víra frá Noregi og þess sé beðið að þeir komi á björgunarstað með skipi frá selj- anda. Aðgerðum hafði miðað vel áfram fram að því að óhappið varð. Haukur segist búast við því að aðgerðir geti hafist aftur í dag ef allt gangi eftir og að frekari frétta af björgunar- aðgerðum sé að vænta næstu daga. Björgun tefst enn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.