Morgunblaðið - 05.08.2003, Síða 30
DAGBÓK
30 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Maxim Gorkiy kemur
og fer í dag. Atlantic
Peace, Professor
Logachev koma í dag.
Margrét fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Ocean Tiger og Polar
Timmiarmiut koma í
dag.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Fannborg
5. Lokað vegna
sumarleyfa frá 1. júlí
til 12. ágúst.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
bað, vinnustofa, kl. 13
vinnustofa. Versl-
unarferð í Hagkaup
farið frá Aflagranda
kl. 10, kaffi í boði
Hagkaupa.
Árskógar 4. Kl. 9–12
bað. Smíðastofan er
lokuð til 11. ágúst.
Handavinnustofan er
lokuð vegna sumar-
leyfa. Kl. 9.30 dans,
kl. 10.30 leikfimi, Kl.
13.30 létt ganga. Pútt-
völlur opinn mánudag
til föstudags kl. 9–
16.30.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–13 hárgreiðsla, kl.
8.30–14.30 bað, kl. 9–
16 handavinna, kl. 9–
17 fótaaðgerð.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 9 að-
stoð við böðun, hár-
greiðslustofan opin,
kl. 10 samverustund.
Félagsstarfið Dal-
braut 27. Kl. 8–16 op-
in handavinnustofan,
kl. 9–16 vefnaður, kl.
10–13 opin verslunin,
kl. 13.30 myndband.
Félagsstarfið, Hæðar-
garði 31. Kl. 9–16 opin
vinnustofa, leikfimi
byrjar aftur 2. sept.,
kl. 12.40 verslunarferð
í Bónus, kl. 12 hár-
greiðsla. Bókabíllinn
er í fríi til 9. sept.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10
hárgreiðsla, kl. 11
leikfimi, kl. 13 föndur
og handavinna.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraun-
seli, Flatahrauni 3.
Púttæfingar á Hrafn-
istuvelli kl. 14–16.
Gerðuberg, félags-
starf. Lokað vegna
sumarleyfa til 12.
ágúst.
Gjábakki, Fannborg
8. Handavinnustofan
opin, leiðbeinandi á
staðnum kl. 9.30–12,
kl. 14 ganga.
Gullsmári, Gullsmára
13. Lokað vegna sum-
arleyfa til 5. ágúst.
Hárgreiðuslustofan og
fótaaðgerðarstofan
verða opnar.
Hraunbær 105. Kl. 9
kaffi, spjall, dagblöð-
in,kl. 10 boccia, kl.
12.15 verslunarferð,
kl. 13 hárgreiðsla.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9 boccia, kl. 9.45
bankaþjónusta, fóta-
aðgerðir, hársnyrting.
Norðurbrún 1. Vinnu-
stofa og tréskurður
lokað frá 3. júlí til 5.
ágúst. Kl. 10–11
boccia. Fótaaðgerða-
stofan er lokuð frá 21
júlí til 5 ágúst. Hár-
greiðslustofan er lok-
uð frá 15. júlí til 12.
ágúst.
Vesturgata 7. Kl. 9–
16 fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–15.30
handavinna, kl. 13–16
frjáls spil.
Vitatorg. Kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 9.30
morgunstund, kl. 10
fótaaðgerð, kl. 14 fé-
lagsvist.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði, á mið-
vikudögum kl. 20,
svarað í s. 552 6644 á
fundartíma.
Minningarkort
Minningarkort MS-
félags Íslands eru
seld á skrifstofu fé-
lagsins, Sléttuvegi 5,
103 Rvk. Skrifstofan
er opin mán.–fim. kl.
10–15. Sími 568-8620.
Bréfs. 568-8621.
Tölvupóstur
ms@msfelag.is.
FAAS, Félag aðstand-
enda alzheimer-
sjúklinga. Minningar-
kort eru afgreidd alla
daga í s. 533-1088 eða
í bréfs. 533-1086.
Heilavernd. Minning-
arkort fást á eftir-
töldum stöðum: í síma
588- 9220 (gíró) Holts-
apóteki, Vesturbæjar-
apóteki, Hafnarfjarð-
arapóteki, Keflavíkur-
apóteki og hjá Gunn-
hildi Elíasdóttur,
Ísafirði.
Minningarkort Park-
insonsamtakanna á
Íslandi eru afgreidd á
skrifstofutíma í síma
552-4440 frá kl 11–15.
Kortin má einnig
panta á vefslóðinni:
http://www.parkin-
son.is/sam_minningar-
kort.asp.
Minningarkort
Krabbameinsfélags
Hafnarfjarðar (KH)
er hægt að fá í Bóka-
búð Böðvars, Reykja-
víkurvegi 64, 220
Hafnarfirði s. 565-
1630 og á skrifstofu
KH, Suðurgötu 44, II.
hæð, sími á skrifstofu
544-5959.
Minningarkort
Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna.
Minningarkort eru af-
greidd í síma 588-7555
og 588-7559 á skrif-
stofutíma.
Í dag er þriðjudagur 5. ágúst,
217. dagur ársins 2003. Orð dags-
ins: Því hvar sem fjársjóður yðar
er, þar mun og hjarta yðar vera.
(Lúk. 12, 34.)
Alls eru 27 þingmenn, af63, með heimasíðu.
Sjálfsagt er það frekar
hátt hlutfall á alþjóðlegan
mælikvarða, en þeir eru
hins vegar misduglegir
við að uppfæra síðurnar
sínar og margir hverjir
frekar latir. Sennilega er
ekki á neinn hallað þegar
sagt er að Ögmundur
Jónasson, þingmaður
vinstri grænna, og Björn
Bjarnason dóms-
málaráðherra séu dug-
legastir við að uppfæra
vefi sína með pistlum.
Fjölmennastir eru þing-menn Samfylkingar,
tólf talsins. Sl. föstudag
hafði Ágúst Ólafur
Ágústsson, agustolaf-
ur.is, síðast uppfært síð-
una sína 23. júlí. Ásta R.
Jóhannesdóttir, alt-
hingi.is/arj, 11. júlí.
Björgvin G. Sigurðsson,
bjorgvin.is, 29. júlí. Bryn-
dís Hlöðversdóttir,
bryndis.is, 7. maí. Guð-
mundur Stefánsson,
mmedia.is/gas/, 11. apríl.
Guðrún Ögmundsdóttir,
althingi.is/go/, 4. febr-
úar. Helgi Hjörvar, helgi-
.is, 28. maí. Jóhanna Sig-
urðardóttir,
althingi.is/johanna/, 25.
júlí. Katrín Júlíusdóttir,
katrin.co.is, ódagsett.
Lúðvík Bergvinsson,
bergmal.is, 24. október
2002. Rannveig Guð-
mundsdóttir, althingi.is/
rannveig/, 6. desember
2002. Þórunn Sveinbjarn-
ardóttir, althingi.is/tsv/,
31. mars.
Sjö sjálfstæðismenn erumeð heimasíðu. Árni
R. Árnason, althingi.is/
ara/, uppfærði síðuna
sína síðast 8. október
2002. Björn Bjarnason,
bjorn.is, 26. júlí. Einar K.
Guðfinnsson, ekg.is, 19.
júlí. Einar Oddur Kristj-
ánsson, einaroddur.is, er
ekki með pistil. Guð-
mundur Hallvarðsson,
ghallvards.is, 25. nóv-
ember 2002. Pétur H.
Blöndal, blondal.is,
ódagsett. Sturla Böðv-
arsson, sturla.is, 31. júlí.
Fimm framsóknarmenneru með heimasíður,
samkvæmt heimasíðu Al-
þingis. Dagný Jónsdóttir
uppfærði síðuna sína,
xb.is/dagny, 27. júlí. Hall-
dór Ásgrímsson, fram-
sokn.is/halldor, uppfærir
ekki. Jón Kristjánsson,
framsokn.is/jonkr, upp-
færir ekki. Siv Friðleifs-
dóttir, siv.is, 30. júlí. Val-
gerður Sverrisdóttir,
valgerdur.is, 9. júlí.
Tveir vinstri grænirþingmenn eru með
síður. Kolbrún Halldórs-
dóttir, althingi.is/
kolbrunh, uppfærði síð-
una sína 25. júlí. Ög-
mundur Jónasson,
ogmundur.is, 27. júlí.
Guðjón A. Kristjánsson,althingi.is/gak, er
eini þingmaður Frjáls-
lynda flokksins með
heimasíðu. Síðasta grein
hans birtist sjómanna-
daginn 2002.
STAKSTEINAR
Misduglegir við skriftir
á heimasíðurnar
MIKIÐ er leiðinlegt að
fólk finni alltaf þörf fyrir
að koma á framfæri því
sem miður er, en sjaldnar
því sem vel er gert, góðu
og skemmtilegu. Ég veit
um fjölmarga sem hafa
fengið fallega, heilbrigða
og vel hirta hvolpa frá
Dalsmynni. Dóttir mín
fékk einn árið 2001 og ann-
an í fyrra og hún fylgdist
með báðum frá nokkurra
vikna aldri. Hún var ætíð
velkomin að heimsækja
hvolpana þar til þeir voru
tilbúnir að fara frá
mömmu sinni. Ég fór oft
með henni og sá marga
hvolpa af ýmsum teg-
undum. Allir áttu það sam-
eiginlegt að vera kátir og
yndislegir og greinilega
vanir mannanna með-
höndlun. Ég hef einnig
heyrt frá starfsfólki Dýra-
spítalans í Víðidal að skoð-
anir og sprautur séu í pott-
þéttu lagi af hálfu
Dalsmynnis. Góður siður
hjá Ástu er hvolpaveislan
sem haldin er á hverju
sumri. Þá koma saman, ár
eftir ár, eigendur með
hunda sína sem allir hafa
komið frá Dalsmynni. Allt
glatt og hamingjusamt fólk
með dýrin sín fallegu.
Vissulega er gott og gilt að
hafa skýrar reglur um
hundaræktun og ég er viss
um að Ásta í Dalsmynni
mun fara eftir þeim. En nú
er mál að linni makalaus-
um árásum á viðkomandi.
Með kveðju og þakklæti
til Ástu og áfram Dals-
mynni.
Sigríður Ketilsdóttir.
Raddir neytenda
ÞVÍ MIÐUR er það svo
hér á landi að ýmis þjón-
usta er ekki nógu góð. Ég
þurfti að ná sambandi við
innheimtu Símans, reyndi
ég í tvo daga að hringja en
aldrei var svarað. Ég fór á
staðinn þar sem mér var
sagt að svo mikið hafi verið
að gera að ekki hafi verið
hægt að svara símanum.
Ég spurði hvort skiptiborð
Símans hefði verið látið
vita af þessu en svo var
ekki. Þetta er ekki í fyrsta
skipti sem ég hef þurft að
fara á staðinn vegna þess
að ekki hefur verið svarað.
Það er víðar sem erfitt er
að ná sambandi, t.d. hjá
Tollstjóra hefur oft verið
mjög erfitt að ná sam-
bandi. Svo er það líka að
þjónustan er ákaflega stirð
hjá mörgum fyrirtækjum
og það er ömurlegt að
þurfa að eiga viðskipti við
skapvont fólk. Ég er ekki
aldeilis ein um að segja
þetta því margir hafa
kvartað yfir því sama. En
það eru ýmis fyrirtæki sem
sýna góða þjónustu. Ég fór
út að borða á veitinga-
staðnum Asíu við Lauga-
veg. Maturinn var frábær
og þjónustan mjög góð.
Einnig hef ég stundum
verslað við Litaver á
Grensásvegi og þar hef ég
fengið frábæra þjónustu.
Það er nauðsynlegt að
neytendur láti í sér heyra
um það hvað þeim finnst
því við eigum ekki að láta
bjóða okkur lélega þjón-
ustu.
Sigrún Reynisdóttir.
Tapað/fundið
Karlmannsúr tapaðist
ORIENT karlmannsúr
tapaðist í Heiðmörk, á
vinnudegi vinnuskólans nú
í júlí. Skilvís finnandi vin-
samlegast hafi samband í
síma 553 7514 eða
893 5357.
Reiðhjól í óskilum
FJÓLUBLÁTT og appels-
ínugult reiðhjól fannst í
Gerðunum. Upplýsingar í
síma 869 3281.
Dýrahald
Fressköttur með
langt skott fæst
gefins
ÁRSGAMALL fress fæst
gefins. Hann er grábrönd-
óttur að lit og frekar lítill.
Matur og kassi fylgir. Upp-
lýsingar í síma 568 8165,
695 1138 eða 869 7663.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Áfram
Dalsmynni
Morgunblaðið/Árni Torfason
Þessar stúlkur vinkuðu ljósmyndaranum þar sem
þær syntu nærri Nauthólsvíkinni
LÁRÉTT
1 afdrep, 4 blaðra, 7
milda, 8 fangbrögð, 9
þegar, 11 holdlítið, 13
heiðurinn,
14 mannsnafn, 15 görn,
17 súrefni, 20 stór geym-
ir, 22 lítið herbergi, 23
sett,
24 bik, 25 fífl.
LÓÐRÉTT
1 er viðeigandi, 2 ís-
stykki, 3 fuglinn, 4 út-
flenntur, 5 kjánar, 6
skynfærin,
10 heldur, 12 líkams-
hlutum, 13 hlass, 15
kunn, 16 magurt dýr, 18
dáin, 19 halda
vel áfram, 20 sjávargróð-
urs, 21 æsingur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 handaskol, 8 veini, 9 æskan, 10 lár, 11 rudda,
13 tunna, 15 hlaði,
18 ögrar, 21 nit, 22 sárin, 23 urmul, 24 hringlaði.
Lóðrétt: 2 aðild, 3 deila, 4 skært, 5 orkan, 6 sver, 7 snúa,
12 dáð, 14 ugg,
15 hass, 16 aurar, 17 innan, 18 ötull, 19 rómað, 20 rola.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI getur varla beðið eftirþví að nýtt leiðakerfi Strætó bs.,
sannkölluð umbylting í almanna-
samgöngum, líti dagsins ljós. For-
stjóri Strætó bs. lýsti því í viðtali í
Morgunblaðinu á dögunum hvernig
nýja kerfið mun auðvelda allar sam-
göngur og verða vonandi til þess að
strætisvagnarnir keyra fullir um göt-
urnar en ekki hálftómir eins og í dag.
x x x
VÍKVERJI á ekki bíl og ferðast þvímikið með strætó. Hann er samt
einn af fáum sem hefur ekki mikið út
á leiðakerfið að setja í dag annað en
það að ferðirnar mættu vera tíðari.
Annars finnst Víkverja leið 111 t.d.
sem fer upp í Breiðholt, fljót í ferðum.
Það er bara svo hundleiðinlegt að
bíða eftir henni. Þá finnst Víkverja nú
ekki dýrt í strætó eins og margir tala
um. Víkverji bjó nefnilega einu sinni í
Noregi og þar er dýrara að taka
strætó. Þar eru ferðirnar reyndar tíð-
ari og því réttætanlegra að verðið sé
hærra.
Í eina tíð þurfti Víkverji að fara til
vinnu í Kópavogi með strætó. Sonur
hans var á leikskóla vestur í bæ en
Víkverji bjó hins vegar í Breiðholti.
Það verður að viðurkennast að
strætókerfinu var þá bölvað daglega
enda þurfti Víkverji fyrst að fara með
barnið á leikskóla, með 111 neðan úr
Breiðholti niður á Lækjartorg, leið 5 í
Skerjafjörðinn og sömu leið til baka á
Lækjartorg. Víkverji þurfti svo að
taka annan vagn í Hamraborg og svo
enn einn þaðan í hverfið þar sem
hann vann. Þetta þýddi að Víkverji
var rúma tvo tíma í strætó (eða bíða
eftir honum) á dag og kom inn í tíu
vagna hvorki meira né minna dag-
lega.
VÍKVERJI er sammála forstjóraStrætó bs. um að forgangur
vagnanna í umferðinni sé lykilatriði
því eins og forstjórinn sagði þá verða
farþegar að finna fyrir því að það taki
skemmri tíma að fara með strætó en
á einkabílnum.
x x x
VÍKVERJI má til með að kvartaundan skyndibitastaðnum Pizza
Hut. Á dögunum fór hann ásamt vin-
konunum á veitingastaðinn að
Sprengisandi. Krakkarnir sem þjón-
uðu til borðs voru alveg frábærir, en
þeir voru alltof fáir og því gekk allt
mjög hægt. Helmingur hópsins fékk
sinn mat löngu á undan hinum og
þegar þeir voru búnir að borða höfðu
hinir ekki enn fengið sitt! Víkverji
vildi nú ekki alveg afskrifa Pizza Hut
enda pitsurnar þar einstaklega ljúf-
fengar. Hann fór því í félagi við fjöl-
skyldufólk á Pizza Hut í Smáralind og
ekki tók betra við. Börn og foreldrar
þurftu að bíða í 50 mínútur eftir að fá
pitsurnar sínar sem er algjörlega
óviðunandi að mati Víkverja. Hóp-
urinn fékk þó 25% afslátt af matnum
en hópurinn mun ekki í bráð sækja
þennan stað eða þann á Sprengisandi.
Morgunblaðið/Kristinn
Bráðum kemur betri tíð og nýtt
leiðakerfi Strætó bs.