Morgunblaðið - 05.08.2003, Side 31

Morgunblaðið - 05.08.2003, Side 31
Zilberman (2.440). 32. g4! Dc5 32. ...Bxg4 33. hxg6 og hvítur vinnur. 33. Hde2 Hxd5 34. cxd5 Bxg4 35. Dh4 g5 36. Dxg4 Rxf4 37. Dd7 Hg8 38. Bg7+! Hxg7 39. Dd8+ og svartur gafst upp enda fátt sem gleður augað í stöðu hans eftir 39. ...Hg8 40. Dxf6+ Hg7 41. h6. 1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3 c6 5. Be2 dxe5 6. Rxe5 Rd7 7. Rf3 g6 8. 0–0 Bg7 9. c4 Rc7 10. Rc3 0–0 11. Bf4 c5 12. dxc5 Re6 13. Be3 Bxc3 14. bxc3 Rdxc5 15. Rd4 Bd7 16. Bf3 Hc8 17. He1 b6 18. Bh6 Rg7 19. De2 e6 20. Had1 De7 21. g3 Hfe8 22. h4 e5 23. Bd5 Kh8 24. f4 e4 25. De3 f6 26. Hd2 Rf5 27. Rxf5 Bxf5 28. De2 Hcd8 29. h5 Dd7 30. Dh2 Rd3 31. He3 Dd6 Staðan kom upp í A-flokki skákhátíð- arinnar í Pardubice í Tékklandi. Andrei Kovalev (2.554) hafði hvítt gegn Yaacaov SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 31 DAGBÓK Fitulausa pannan Síon ehf. Smiðjuvegi 11, gul gata, Kóp. símar 568 2770 og 898 2865. Tilvaldar brúðargjafir 20% aflsáttur í nokkra daga Dönsk gæðavara - einstök ending  Glerkeramik húð  Steiking án feiti  Maturinn brennur ekki við  Þolir allt að 260° hita í ofni http://www.micasa.is Spænskt húsgagnaúrval Nýuppgert atvinnuhúsnæði í Auðbrekku 4 í Kópavogi Um er að ræða 250 fm iðnaðarhúsnæði á jarðhæð sem leigist helst undir verslun eða léttan iðnað. Upplýsingar gefur Kjartan Blöndal í síma 588 1569 eða 694 1569. YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 588 5711 og 694 6103 SUMARNÁMSKEIÐ Í YOGA ÁGÚST Líkamsæfingar, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. Sértímar fyrir barnshafandi konur Verð 7.000 – Því ekki að prófa! ÁRNAÐ HEILLA STJÖRNUSPÁ Frances Drake LJÓN Afmælisbörn dagsins: Þú hefur ætíð ráð undir rifi hverju og átt auðvelt með að leysa úr hvers kyns vanda- málum. Þú býrð yfir miklum þokka og kemur ætíð vel fyrir. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sýndu þolinmæði í dag og næstu daga. Þú gætir fundið fyrir aukinni spennu í þínu lífi. Hafðu ekki áhyggur því þetta mun líða hjá. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það gæti legið illa á fjöl- skyldumeðlimum þínum vegna óleystra ágreinings- efna heimafyrir. Reynið að jafna ágreininginn sem allra fyrst. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hafðu varann á við akstur og gang í dag. Þú gætir misst einbeitinguna við minnihátt- ar truflanir. Vertu á verði! Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Staða himintunglanna gerir það að verkum að þú ert eilít- ið utan við þig í dag. Láttu þetta ekki angra þig - þetta líður hjá. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Í dag áttu það til að ýkja og ofgera hlutina. Ekki gera úlf- alda úr mýflugu vegna þess að það þjónar engum til- gangi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú verður að safna kröftum í dag vegna þess að þú þarft á þeim að halda í samskiptum þínum við ættingja. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Forðastu að taka mikilvægar ákvarðanir sem snerta fjár- mál. Þú skalt ennfremur forðast að sýna vini þínum ör- læti. Það borgar sig ekki í dag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú hefur sterka löngun til þess að ræða við yfirmenn þína eða aðrar mikilvægar persónur í dag. Láttu verða af því - það mun ganga vel! Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það freistar þín að gefast upp á einhverju í dag. Þú gætir freistast til þess að sýna fífl- dirfsku. Gættu þín og haltu þínu striki. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú tekur ákvörðun sem snertir sameign eða sameig- inlega hagsmuni. Ekki gera eitthvað sem er þér á móti skapi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ef einhver valdamikil per- sóna lofar þér einhverju í dag skaltu samþykkja það. Búðu þig þó undir vonbrigði - fólk á það til að lofa upp í ermina á sér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér getur orðið mikið úr verki í vinnunni í dag. Þú mátt þó búast við einhverju mótlæti úr óvæntri átt. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. „ÉG sá þetta í beinni út- sendingu á Netinu,“ sagði Ásmundur Pálsson og teiknaði upp eftirfarandi stöðumynd: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 1042 ♥ DG3 ♦ D7 ♣ÁD853 Vestur Austur ♠ Á9853 ♠ D7 ♥ Á1087 ♥ 9642 ♦ K86 ♦ Á102 ♣4 ♣10976 Suður ♠ ÁG6 ♥ K5 ♦ G9543 ♣KG2 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 tígull 1 spaði 2 lauf Pass 3 lauf Pass 3 spaðar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útspil: spaðafimma. Ásmundur var að bíða eftir að mynda borð á OK- vefnum og leit inn á annað borð sem áhorfandi. Þar voru ítalskir meistarar í AV, annar þeirra Dano De- Falco, sem var í austur. Ás- mundur kannaðist ekki við vestur, því miður, því það voru tilþrif vesturs sem Ás- mundi fannst til um. Lítum nú á spilið. Sagn- hafi á í sjálfu sér níu slagi – tvo á spaða, tvo á hjarta og fimm á lauf. En hann hefur ekki svigrúm (tempó) til að sækja slagina í hálitunum, því vörnin verður fyrri til að fría hvort heldur spaðann eða hjartað. Dæmi: Suður tekur spaðadrottninguna með ás og spilar hjarta- kóng. Vestur dúkkar ein- faldlega og ef suður spilar aftur hjarta, fríar vörnin hjartalitinn áður en sagn- hafi nær hinum spaða- slagnum. Hið sama gildir auðvitað um spaðann. Sagnhafi sá þetta fyrir og ákvað því að spila strax laufunum fimm. DeFalco henti hundunum „upp á við“ til að sýna styrk í tígli en ekki hjarta, og vestur henti tveimur hjörtum, einum tígli og einum spaða. Vestur má alls ekki henda þremur hjörtum, því þá nær sagn- hafi öllum hálitaslögum sín- um í hús. En nú fyrst byrjar ballið. Suður spilaði hjartakóng og fékk að eiga slaginn. Aftur kom hjarta, sem vestur fékk á ásinn. Spaðatían í blindum er óþægileg. Ef vestur spilar spaðaás, hend- ir suður gosanum undir og kemst inn á tíuna til að taka níunda slaginn á hjarta. Og lítill spaði gefur blindum auðvitað líka innkomu. Hinn óþekkti vestur fann réttu lausnina – spila litlum tígli undan kóngnum og De- Falco kom með spaða til baka. Þá gat vestur séð til þess að blindur kæmist ekki inn og spilið fór einn niður. Þetta er bíómynd sem vert er að horfa á. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Feigur Fallandason Mér er orðið stirt um stef og stílvopn laust í höndum, í langnættinu lítið sef, ljós í myrkri ekkert hef, kaldur titra, krepptur gigtar böndum. Húmar að mitt hinzta kvöld, horfi ég fram á veginn. Gröfin móti gapir köld, gref ég á minn vonarskjöld rúnir þær, sem ráðast hinum megin. Bólu-Hjálmar LJÓÐABROT 80ÁRA afmæli. í dagþriðjudaginn 5. ágúst er áttræður Aðalsteinn Eyj- ólfur Aðalsteinsson, skipa- smiður frá Hvallátrum á Breiðafirði. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. 90 ÁRA afmæli. Níræðer í dag þriðjudaginn 5. ágúst Magnea Katrín Hannesdóttir frá Stóru- Sandvík, Stóragerði 36, Reykjavík. Hún tekur á móti ætt- ingjum og vinum í veitinga- húsinu Hafinu bláa við Óseyrarbrú, sunnudaginn 10. ágúst kl. 12 á hádegi.              Ljósmynd/Studió Sissa BRÚÐKAUP. Gefin voru saman sunnudaginn 22. júní sl. Svava Skaftadóttir og Abi Giddingo. ÁRNAÐ HEILLA Sumarferð VG á Strandir Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð boðar til sumarferðar á Strandir 16. - 17. ágúst nk. Farið verður með rútu frá Umferðar- miðstöðinni um kl. 13:00 laugar- daginn 16. ágúst og ekið sem leið liggur norður Strandir. Verið er að athuga með rútuferðir frá fleiri stöðum á landinu. Stansað verður á völdum stöðum, en stefnt að því að koma til Evu og Ásbjarnar í Djúpavík um kvöldmatarleytið. Þar verður snætt og drukkið og leikið og sungið eins og Vinstri grænum er lagið. Morguninn eftir skoða ferðalangar sitthvað mark- vert norðan Djúpavíkur þar til lagt verður af stað aftur heim á leið. Nánar á www.vg.is. Fjölskylduferð Útivistar í Bása á Goðalandi Helgina eftir versl- unarmannahelgi verður farin Fjöl- skylduferð Útivistar í Bása á Goðalandi. Þar eru börnin í fyrir- rúmi og fá frítt í ferðina allt að tólf ára aldri. Greitt er hálft far- gjald fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Þannig vill Útivist gera fólki kleift að fara með börnin í frábæra ferð í Bása og njóta bæði skemmtunar og náttúrufegurðar. Í boði er síðdegishressing og pylsuveisla við grillið. Krakkarnir fara í kappleiki s.s. stígvélakast, boðhlaup, plankagöngu og limbó, hópleiki t.d. snúsnú, teygjutvist, hlaupa í skarðið eða það sem börnin og fararstjórar láta sér detta í hug. Alltaf er farið í ratleik með þrautum og spurningum fyrir alla aldurshópa. Á meðan er for- eldrum, ömmum, öfum og öðrum boðið í gönguferð. Æfð eru skemmtiatriði fyrir kvöldvöku þar sem ótrúlegir brandarar og nýstárlegir leikir hafa litið dagsins ljós ásamt klassískum þrautum og leikritum. Dagskránni lýkur með söng og gleði við varðeldinn. Áður en haldið er heim á sunnudegi fá börnin lítinn grip til minningar um ferðina. Skógarblót á Akranesi Skagamenn og fleiri ætla að hittast í Skógræktinni á Akranesi föstudaginn 8. ágúst og blóta sumri, sprettu og gróðri jarðar. Komið verður saman í Skógræktinni klukkan 19:30 og hefst blótið stundvíslega klukkan 20:00. Kjalnesingagoði helgar blótið. Á NÆSTUNNI FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.