Morgunblaðið - 05.08.2003, Side 32
ÍÞRÓTTIR
32 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
Þýskaland
Leverkusen - Freiburg ........................... 4:1
Robson Ponte 16., Lucio 28., Silveira Juan
41., Oliver Neuville 61. - Sascha Riether 19.
- 22.500.
Hamburger SV - Hannover .................... 0:3
Jiri Stajner 11., Thomas Brdaric 76.,
Mohammadou Idrissou 79. - 53.224.
Hertha Berlín - Werder Bremen ........... 0:3
Goncalves Ailton 18., 65., Johan Micoud 21.
- 40.125.
Kaiserslautern - 1860 München............. 0:1
Markus Schroth 44. Rautt spjald: Bill
Tchato (Kaiserslautern) 33. - 35.629.
Schalke - Dortmund ................................ 2:2
Hamit Altintop 40., 58. - Flavio Conceicao
66., Marcio Amoroso 90. Rautt spjald: Ger-
ald Asamoah (Schalke) 90. - 61.010.
Wolfsburg - Bochum ............................... 3:2
Pablo Thiam 9., Diego Klimowicz 13., Mart-
in Petrov 75. - Peter Madsen 36., Frank
Fahrenhorst 44. - 15.976.
Mönchengladbach - Köln........................ 1:0
Matthias Scherz 63. (sjálfsm.) Rautt spjald:
Moses Sichone (Köln) 62. - 34.500.
Hansa Rostock - Stuttgart...................... 0:2
Imre Szabics 75., 76. - 56.000.
Frakkland
Lille - Lyon ............................................... 1:0
Mónakó - Bordeaux.................................. 2:0
Auxerre - Nice .......................................... 1:2
Guingamp - Marseille .............................. 0:1
Lens - Le Mans......................................... 0:0
Metz - Ajaccio ........................................... 0:1
Montpellier - Rennes ............................... 1:1
París SG - Bastia ...................................... 0:0
Sochaux - Nantes...................................... 2:1
Toulouse - Strasbourg ............................. 1:1
Noregur
Ålesund - Vålerenga................................. 0:2
Lilleström - Molde.................................... 3:0
Sogndal - Bryne........................................ 4:0
Viking - Tromsö........................................ 4:0
Rosenborg - Brann................................... 2:2
Odd Grenland - Stabæk ........................... 1:1
Staðan:
Rosenborg 15 11 3 1 38:12 36
Sogndal 15 8 3 4 30:21 27
Bodö/Glimt 15 7 4 4 20:16 25
Viking 15 6 6 3 26:15 24
Odd Grenland 15 7 3 5 24:23 24
Stabæk 15 5 6 4 23:20 21
Lilleström 15 5 6 4 17:21 21
Bryne 15 6 1 8 25:26 19
Vålerenga 15 4 5 6 17:17 17
Molde 15 5 2 8 18:25 17
Lyn 15 4 4 7 19:28 16
Brann 15 3 6 6 19:27 15
Ålesund 15 2 6 7 17:26 12
Tromsö 15 3 3 9 18:34 12
Svíþjóð
Elfsborg - Djurgården............................. 0:2
Enköping - Örgryte.................................. 1:3
Sundsvall - Helsingborg .......................... 0:1
Gautaborg - Öster .................................... 1:0
Landskrona - Malmö FF ......................... 1:0
Örebro - Halmstad ................................... 0:2
AIK - Hammarby ..................................... 1:3
Staðan:
Djurgården 16 11 1 4 37:14 34
Hammarby 16 9 4 3 24:16 31
Halmstad 16 9 2 5 28:18 29
Malmö 16 7 5 4 26:16 26
Örgryte 16 8 2 6 26:25 26
AIK 16 7 3 6 24:21 24
Helsingborg 16 7 3 6 16:23 24
Gautaborg 16 6 4 6 22:16 22
Örebro 16 6 4 6 20:23 22
Landskrona 16 5 6 5 17:19 21
Elfsborg 16 4 5 7 16:24 17
Sundsvall 16 2 7 7 15:22 13
Enköping 16 2 4 10 16:33 10
Öster 16 2 4 10 12:29 10
Danmörk
Köbenhavn - OB ....................................... 2:4
AB - AaB ................................................... 0:2
AGF - Nordsjælland ................................ 2:2
Herfölge - Midtjylland............................. 0:1
Viborg - Esbjerg....................................... 1:1
Frem - Bröndby........................................ 0:2
Ítalía
Meistarabikarinn:
Juventus - AC Milan ................................ 1:1
Juventus sigraði í vítaspyrnukeppni.
Austurríki
Salzburg - Grazer AK .............................. 1:2
Opna Norðurlandamótið
Drengjalandslið, undir 17 ára, í Noregi:
1.-2. Danmörk - Skotland........................ 1:0
3.-4. Noregur - Finnland......................... 3:1
5.-6. Svíþjóð - England ............................ 3:1
7.-8. Ísland - Færeyjar............................. 4:0
Gunnar Kristjánsson 63., Rúrik Gíslason
69., Grímur B. Grímsson 79., 80.,
ÚRSLIT
ATLI Sveinn Þórarinsson fékk sitt
fyrsta tækifæri í byrjunarliði
Örgryte í sænsku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu í ár þegar lið hans vann
Enköping á útivelli, 3:1, á sunnudag-
inn. Atli, sem hefur nokkrum sinnum
komið inn á sem varamaður í sumar,
lék sem miðvörður og fékk ágæta
dóma fyrir frammistöðu sína.
AUÐUNN Helgason var að vanda í
liði Landskrona sem sigraði Malmö,
1:0, í nágrannaslag í sænsku úrvals-
deildinni í gærkvöld. Hjálmar Jóns-
son lék allan leikinn með Gautaborg
sem vann Öster, 1:0, en Hjálmar hef-
ur nú fest sig í sessi í Gautaborgarlið-
inu og spilað sex af síðustu sjö leikj-
um liðsins.
ARSENAL sótti Celtic heim til
Skotlands um helgina og liðin skildu
jöfn, 1:1. Liam Miller kom Celtic yfir
en Nwankwo Kanu jafnaði fyrir Ars-
enal. Patrick Vieira lék síðasta hálf-
tímann með Arsenal en þetta var
fyrsti leikur hans í þrjá mánuði eftir
að hann meiddist í vor.
MIKAEL Forssell og Geremi skor-
uðu mörk Chelsea sem vann Crystal
Palace, 2:1, frammi fyrir 22 þúsund
áhorfendum í æfingaleik á Selhurst
Park um helgina. Eiður Smári Guð-
johnsen lék bróðurpart leiksins með
Chelsea.
EIÐUR Smári og Forssell voru í
fremstu víglínu að þessu sinni en
víkja væntanlega fyrir Jimmy Floyd
Hasselbaink og Carlton Cole þegar
Chelsea mætir Heiðari Helgusyni og
félögum í Watford í kvöld.
STOKE City hefur gengið illa á
undirbúningstímabilinu og tapaði nú
fyrir Macclesfield, 1:0. Pétur Mar-
teinsson fékk nú tækifæri í vörn
Stoke og þótti besti leikmaður liðs-
ins.
Í UMFJÖLLUN The Oatcake, vef-
síðu stuðningsmanna Stoke, um leik-
inn segir að ef Pétur Marteinsson,
besti leikmaður Stoke, verði enn einu
sinni úti í kuldanum þegar liðið mætir
Derby í fyrstu umferð 1. deildarinnar
um næstu helgi sé ljóst að stjórnend-
ur Stoke séu ekki með velferð félags-
ins sem sitt helsta markmið.
GUÐJÓN Þórðarson gat loksins
stýrt Barnsley í æfingaleik á laugar-
daginn en lið hans hafði ekki leyfi til
að spila fram að því vegna ófrágeng-
inna fjármála félagsins. Leikurinn
var gegn Bradford og endaði 0:0.
Guðjón tefldi fram nokkrum leik-
mönnum sem hann er með til
reynslu, þar á meðal Peter Handy-
side, fyrrverandi fyrirliða Stoke, og
Sasa Ilic, fyrrverandi leikmanni
Charlton.
NEIL Mellor og Steven Gerrard
voru reknir af velli á lokamínútunum
þegar Liverpool tapaði fyrir Galatas-
aray, 2:1, á Amsterdam-mótinu á
sunnudagskvöldið. Joao Batista og
Cesar Prates skoruðu fyrir Tyrkina
en Emile Heskey skoraði mark Liv-
erpool.
FÓLK
Ola By Rise, aðstoðarþjálfariRosenborg, sagði að Árni hefði
verðskuldað tækifærið. „Hann hefur
lengi verið einn af bestu leikmönnum
Rosenborg en í vetur var hann skor-
inn upp, Espen nýtti tækifærið á
meðan og því hefur Árni verið á
bekknum. En allan tímann hefur
hann verið mjög faglegur og brugð-
ist við þessu á sérlega eftirtektar-
verðan hátt. Hann er algjörlega
tilbúinn, það sýnir hann á hverri æf-
ingu hjá Rosenborg, og það er nauð-
synlegt að hann fái leikæfingu,“
sagði By Rise. Hann sagði jafnframt
að Johnsen yrði í markinu á ný þegar
Rosenborg mætir Bohemians frá Ír-
landi í forkeppni Meistaradeildar
Evrópu annað kvöld.
Árni gat lítið gert við mörkum
Brann, sem kom meisturunum í
opna skjöldu með góðum fyrri hálf-
leik. Rosenborg var hins vegar fljót
að jafna metin eftir hlé en jafnteflið
þýðir að forysta liðsins er nú níu stig
í stað ellefu áður.
Aðeins tveir Íslendingar af sjö í
herbúðum Lilleström og Molde voru
í byrjunarliðunum þegar liðin mætt-
ust á sunnudag. Lilleström vann, 3:0,
og þar var Indriði Sigurðsson á sín-
um stað en Davíð Þór Viðarsson lék
síðustu fjórar mínúturnar. Gylfi Ein-
arsson og Ríkharður Daðason komu
ekki við sögu. Ólafur Stígsson var í
liði Molde en ekki þeir Bjarni Þor-
steinsson og Andri Sigþórsson, sem
eru meiddir.
Hannes Þ. Sigurðsson lék síðustu
10 mínúturnar með Viking sem vann
Tromsö, 4:0.
Tryggvi Guðmundsson lék ekki
með Stabæk vegna meiðsla þegar lið
hans gerði jafntefli, 1:1, við Odd
Grenland í gærkvöld.
Árni Gautur aftur í
marki Rosenborg
ÁRNI Gautur Arason, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, fékk lang-
þráð tækifæri í marki norsku meistaranna Rosenborg á sunnudag-
inn. Árni Gautur hefur mátt verma varamannabekkinn allt tímabilið,
ef frá eru skildir þrír léttir bikarleikir, en hann leysti Espen Johnsen
af hólmi gegn Brann. Liðin skildu jöfn, 2:2, eftir að gestirnir frá
Bergen höfðu óvænt náð tveggja marka forskoti í fyrri hálfleiknum.
MANCHESTER United lauk Bandaríkjaför
sinni með sannfærandi sigri á Barcelona,
3:1, í fyrrinótt og vann því alla fjóra leiki
sína í ferðinni. Patrick Kluivert skoraði
fyrst fyrir Barcelona eftir laglega sendingu
frá Ronaldinho en Diego Forlan svaraði
með tveimur mörkum og Ruud Van
Nistelrooy innsiglaði sigurinn með marki
rétt fyrir leikslok.
Ensku meistararnir þóttu leika vel eins
og í hinum leikjunum en þeir skoruðu 14
mörk í ferðinni. Leikmenn Manchester
United héldu beint til Portúgals þar sem
þeir mæta Sporting Lissabon í æfingaleik.
Þeir höfðu viðkomu á Keflavíkurflugvelli á
leið sinni þangað í gærmorgun.
Forlan með
tvö gegn
Barcelona MARGRÉT Ólafsdóttir, knattspyrnukona úr Breiðabliki, hefurdregið sig út úr landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Rússum í
undankeppni EM sem fram fer í Moskvu á laugardaginn kemur.
Í stað hennar hefur Helena Ólafsdóttir landsliðsþjálfari valið
Laufeyju Jóhannsdóttur úr Val í hópinn.
„Ég ætla að hætta í knattspyrnunni í haust og fannst því ekki
rétt að gefa kost á mér aftur í landsliðið. Auðvitað er alltaf
spennandi að leika fyrir Íslands hönd en ég er ekki tilbúin til
þess og tók því þessa ákvörðun. Reyndar ætlaði ég að hætta fyr-
ir þetta tímabil en síðan ákvað ég að spila með Breiðabliki í sum-
ar þar sem ég átti eitt ár eftir af samningi mínum þar,“ sagði
Margrét við Morgunblaðið í gær.
Margrét var til skamms tíma leikjahæsta landsliðskona Ís-
lands en hún lék sinn 51. A-landsleik gegn Englandi síðasta
haust. Hún æfði ekkert í vetur og gaf ekki kost á sér í landsliðið
þegar það fór til Bandaríkjanna í febrúar. Hún tók skóna fram á
ný með Breiðabliki í upphafi Íslandsmótsins en var ekki valin í
landsliðshópinn í fyrsta leikinn í EM, gegn Ungverjalandi í júní.
Margrét ekki með
í Moskvu
ÍSLANDSMÓT unglinga í golfi fór fram á Korpúlfsstaðavellinum í sl. viku og var keppt í sex flokkum. Alls tóku
190 ungir kylfingar þátt í mótinu og hafa þeir aldrei verið fleiri. Á myndinni hér fyrir ofan eru Íslandsmeistar-
arnir með verðlaun sín – taldir frá vinstri. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG, í flokki 14-16 ára, Pétur Freyr Pét-
ursson, GR, 13 ára og yngri, Magnús Lárusson, GKj, 16-18 ára, Íris Guðmundsdóttir, GA, 12-13 ára, Katrín Sveina
Björnsdóttir, GSS, 14-15 ára og Kristín Rós Kristjánsdóttir, GR, í flokki 16-18 ára. Sigurbjörn Björnsson úr GO fór
holu í höggi á 7. braut á mótinu.
Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson
Íslandsmeistarar í golfi
RÚNAR Kristinsson skoraði bæði
mörk belgíska knattspyrnuliðsins
Lokeren þegar það gerði jafntefli,
2:2, við Breda frá Hollandi í æf-
ingaleik á laugardaginn. Þetta var
þriðji leikur Lokeren á skömmum
tíma, liðið vann 3. deildarlið
Wetteren, 3:0, og þá skoraði Rúnar
einnig tvö mörk. Áður gerði liðið
jafntefli við Genclerbirligi frá
Tyrklandi, 1:1, og þá skoraði Arnar
Grétarsson mark Lokeren. Belg-
íska deildakeppnin hefst um næstu
helgi og Lokeren mætir St.
Truiden í fyrstu umferðinni á
heimavelli.
Tvö mörk frá Rúnari
KNATTSPYRNA
3. deild karla:
Eskifjörður: Fjarðabyggð - Einherji ...... 19
KÖRFUKNATTLEIKUR
Alþjóðlegt stúlknamót:
Ásvellir: Skotland - Andorra .................... 17
Ásvellir: Ísland - Gíbraltar ....................... 19
Í KVÖLD
RAGNHILDUR Sigurðardóttir, ný-
krýndur Íslandsmeistari kvenna í golfi,
bar sigurorð af níu körlum í styrktar-
móti sem Nesklúbburinn hélt á Sel-
tjarnarnesi í gær. Keppt var með út-
sláttarfyrirkomulagi, einn keppandi
féll út á hverri holu, og að lokum stóð
Ragnhildur uppi sem sigurvegari eftir
að hafa sigrað Sigurjón Arnarsson á
síðustu holunni. Aðrir keppendur voru
Björgvin Sigurbergsson, Vilhjálmur
Ingibergsson, Auðunn Einarsson, Örn
Ævar Hjartarson, Ólafur Már Sigurðs-
son, Þórarinn Birgisson, Pétur Freyr
Pétursson og Sigurpáll Geir Sveinsson.
Mótið var haldið til styrktar krabba-
meinssjúkum börnum og söfnuðust 250
þúsund krónur.
Ragnhildur
vann karlana