Morgunblaðið - 05.08.2003, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 05.08.2003, Qupperneq 33
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 33 Reykjavíkurmarþon er fyrir alla aldurshópa. Sjáumst 16. ágúst nk. Skráning og upplýsingar á  ÞÓREY Edda Elísdóttir varð í öðru til þriðja sæti í stangarstökki á móti í Leverkusen í Þýskalandi á laugar- daginn. Þórey Edda stökk 4,40 m, eins og Caroline Hingst frá Þýska- landi. Yvonne Buschbaum var sigur- vegari, stökk 4,50 m.  FANNAR Gíslason fékk brons- verðlaun í tugþraut 18–19 ára á Norð- urlandamóti unglinga í fjölþrautum, sem fór fram á Laugardalsvellinum um helgina. Hann fékk 5.980 stig.  KRISTÍN Birna Ólafsdóttir fékk bronsverðlaun í sjöþraut kvenna 18– 19 ára. Hún fékk 4.753 stig, en sig- urvegari var sænska stúlkan Maria Berenbeck með 4.965 stig og Elsa Kirvesniemi, Finnlandi, varð önnur með 4.956 stig.  ÞÓRA Guðfinnsdóttir var í fimmta sæti í flokki 17 ára og yngri með 4.307 stig, Elfa Berglind Jónsdóttir varð sjötta með 4.200 stig og Þóra Kristín Pálsdóttir í sjöunda sæti með 4.180 stig.  ALFREÐ Gíslason stýrði Magde- burg til sigurs í keppni um Meistara- bikarinn í handknattleik í Dresden. Magdeburg vann FCK Håndbold frá Danmörku í úrslitaleik, 34:26, og skoraði Sigfús Sigurðsson 4 mörk fyrir Magdeburg í leiknum. Drott vann Eisenach í leik um þriðja sætið, 29:22.  MAGDEBURG vann Drott frá Sví- þjóð, 35:28, og Linz frá Austurríki, 36:20, í riðlakeppni mótsins í Dresden. Alfreð Gíslason sagðist mjög ánægður með frammistöðu sinna manna sem hefðu komið beint í mótið úr mjög erfiðri æfingalotu.  RÓBERT Sighvatsson og Gunnar Berg Viktorsson léku með Wetzlar, sem varð í þriðja sæti í æfingamóti í Þýskalandi, Krombacher Cup. Gummersbach varð sigurvegari er liðið vann Kiel, 30:24. Wetzlar tapaði fyrir Gummersbach 31:24, vann pólska liðið Viva Kielce 25:23 og tap- aði fyrir Kiel 32:20. Róbert og Gunn- ar Berg skoruðu sín þrjú mörkin hvor í leiknum.  GUÐMUNDUR Hrafnkelsson lék í markinu hjá Kronau/Östringen á öðru æfingamóti í Þýskalandi. Liðið tapaði úrslitaleik fyrir Pfullingen, 24:22.  BRYNJAR Björn Gunnarsson lék síðustu 25 mínúturnar með sínu nýja liði í ensku knattspyrnunni, Notting- ham Forest, sem burstaði 3. deildar- meistara síðasta vetrar, Rushden & Diamonds, 6:1, á laugardaginn.  BAYERN München tilkynnti í gær- kvöld að félagið hefði náð samkomu- lagi við Deportivo La Coruna á Spáni um kaup á hollenska knattspyrnu- manninum Roy Makaay, sem var markakóngur spænsku 1. deildarinn- ar í fyrra með 29 mörk. FÓLK AUÐUR Skúladóttir er tekin við þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu á ný en Ásbjörn Svein- björnsson, sem hefur stjórnað lið- inu í ár, sagði upp starfi sínu fyrir skömmu. Auður þekkir starfið vel því hún þjálfaði Stjörnuna, jafn- framt því að leika með liðinu, í fimm ár, þar til Ásbjörn tók við lið- inu síðasta vetur. Stjarnan er í fimmta sæti úrvalsdeildar með 7 stig eftir 9 leiki en er ennþá í nokk- urri fallhættu. Auður tekin við á ný ÍSLAND sigraði Færeyjar, 4:0, í leik um 7. sætið á opnu Norð- urlandamóti drengjalandsliða í Noregi á sunnudaginn. Grímur Björn Grímsson skoraði tvö mark- anna og þeir Rúrik Gíslason og Gunnar Kristjánsson eitt mark hvor. Íslenska liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum í riðla- keppninni, gegn Englendingum, Norðmönnum og Dönum. Liðið átti sinn besta leik gegn Dönum á föstudag en tapaði þó, 1:0. Danir urðu Norðurlandameistarar en þeir sigruðu Skota, 1:0, í úrslita- leik mótsins. Fjögur mörk í loka- leiknum Það var mikil spenna í nágranna-rimmu Schalke og Dortmund, þar sem nýliðinn Hamit Altintop skorað tvö mörk fyrir Schalke, en leikmenn Dortmund gáfust ekki upp og Brasilíumaðurinn Marcio Amor- oso náði að jafna á lokamín. leiksins, 2:2. Það má segja að leikurinn hafi verið ævintýri fyrir hinn 20 ára tyrkneska miðjumann, Altintop, sem var að leika sinn fyrsta leik í þýsku 1. deildarkeppninni, en hann kom til Schalke frá áhugamannaliðinu Watt- enscheid. Jupp Heynckes, nýi þjálf- arinn hjá Schalke, var strax mjög hrifinn af Altintop, sem þakkaði fyrir sig með stórgóðum leik og tveimur mörkum. Hann var óheppinn að hafa ekki verið búinn að skora mörk áður en hann skoraði fyrra mark sitt á 39. mín. með þrumuskoti af 25 m færi og síðan bætti hann öðru marki við á 58. mín. eftir frábæran einleik. „Altintop er mjög leikinn með knöttinn og minnir mig óneitanlega á Lothar Matthäus,“ sagði Heynckes eftir leikinn. Altintop var mjög ánægður, en sagði þó að hann hefði orðið ánægð- ari með sigur. „Ég hefði viljað skipta á mörkunum og á sigri,“ sagði Alt- intop, sem er tvíburabróðir Halil, sem leikur með Kaiserslautern. Varamaður hetja Stuttgart Ungverski sóknarleikmaðurinn Imre Szabics, sem kom inná sem varamaður hjá Stuttgart tryggði lið- inu sigur á Hansa Rostock með tveimur mörkum, 2:0. Hann skoraði fyrra markið með skalla á 75 mín. og aðeins mín. síðar var hann búinn að koma knettinum aftur í netið, eftir einleik. Martin Petrov tryggði Wolfsburg Wolfsburg sigur á Bochum, 3:2. Þórður Guðjónsson kom inná sem varamaður hjá Bochum sex mínútum fyrir leikslok, en Bjarni bróðir hans var ekki í hópnum. Kaiserslautern varð að sætta sig við tap á heimavelli fyrir 1860 München, 1:0. Heimamenn fengu gott tækifæri til að skora, þegar þeir fengu vítaspyrnu á 26. mín. Þýski landsliðsmaðurinn Miroslav Klose tók spyrnuna – knötturinn hafnaði á stöng. Þá urðu heimamenn fyrir fyrir blóðtöku á 33. mín. er Kamerúnmað- urinn Bill Tchato var rekinn af velli. Markus Schroth skoraði sigurmark Münchenarliðsins rétt fyrir leikhlé. Hertha Berlín fékk heldur betur skell á heimavelli, þar sem leikmenn Werder Bremen fögnuðu sigri, 3:0. Brasilíumaðurinn Ailton skoraði tvö af mörkum Bremen og Frakkinn Johan Micoud eitt. Leverkusen vann stórsigur á Freiburg, 4:1. Þrír Brasilíumenn skoruðu fyrir Leverkusen – Robson Ponte, Lucio og Juan. Þýski lands- liðsmaðurinn Oliver Neuville skoraði einnig. Hamburger SV tapaði heima fyrir Hannover, 3:0. Tékkinn Jiri Stajner skoraði eitt mark og lagði upp hin tvö. AP Hamit Altintop fagnar hér seinna marki sínu fyrir Schalke gegn Borussia Dortmund. Skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik „ÞETTA er líklega besta byrjunin hér í Þýskalandi í fjörutíu ár,“ sagði Franz Beckenbauer, forseti Bayern München, eftir að fyrsta umferðin í 1. deildarkeppninni hafði verið leikin. Áhorfendur fjöl- menntu á leikvellina og þeir fengu að sjá mikið af mörkum, spenn- andi augnablik og fjöruga leiki. Stórleikurinn var viðureign Schalke og Borussia Dortmund, sem lauk með jafntefli, 2:2. Rúmlega 350 þúsund áhorfendur sáu leikina og voru alls skoruð 28 mörk í leikjunum níu. RONALDINHO, hinn snjalli bras- ilíski knattspyrnumaður, sagði að Manchester United hefði alltaf verið sinn fyrsti valkostur í sumar og sér þætti leitt að hafa ekki náð því að verða fyrsti Brasilíumaðurinn til að leika fyrir félagið. „Þetta urðu mér gífurleg vonbrigði en ég hitti gott fólk í Manchester og vona að ég fái tækifæri til þess síðar að fara þang- að. Forráðamenn Manchester Unit- ed voru of fjarlægir á meðan samn- ingaviðræður stóðu yfir en þá kom Barcelona inn í myndina og sýndi mér mun meiri áhuga. Ég heyrði ekkert frá United og varð að taka ákvörðun, málið mátti ekki dragast lengi því ég varð að halda mér í góðri æfingu,“ sagði Ronaldinho áð- ur en liðin tvö mættust í Bandaríkj- unum í fyrrinótt. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hafði aðra sögu að segja. „Eina vandamálið var bróðir hans og umboðsmaður, Roberto Assis. Hann gaf okkur aldrei færi á að setjast niður með Ronaldinho til að ræða málin. En við höfum áður orðið fyrir því að leikmenn hafi hafnað okkur, og samt haldið okkar striki og unnið titla,“ sagði Ferguson. „Barcelona sýndi mér meiri áhuga“ DRENGJALANDSLIÐIÐ í körfu- knattleik fer í dag til Ítalíu þar sem það tekur þátt í undankeppni Evr- ópumótsins. Þar mætir það Ítalíu, Skotlandi, Grikklandi, Slóveníu og Hollandi. Benedikt Guðmundsson, þjálfari, valdi eftirtalda 12 leik- menn til fararinnar: Jóhann Árni Ólafsson, Njarðvík, Brynjar Þór Björnsson, KR, Jakob Egilsson, ÍR, Brynjar Þór Kristó- fersson, Fjölni, Kristján Sigurðs- son, Njarðvík, Baldur Ólafsson, ÍR, Alexander Dungal, Val, Tryggvi Pálsson, Fjölni, Bjarki Oddsson, Þór Ak., Jón Gauti Jónsson, Kefla- vík, Ólafur Torfason, Þór Ak., Pavel Ermolinski, ÍR. Sigmundur Már Herbertsson, ný- útskrifaður FIBA-dómari, verður á meðal dómara á mótinu. Fara til Ítalíu JUAN Pablo Montoya frá Kólumb- íu, sem ekur fyrir Williams, fagnaði sigri í Formúlu-1 kappakstrinum á Hockenheimbrautinni í Þýskalandi á sunnudaginn. Skotinn David Coulthard, McLaren, varð annar og Ítalinn Jarno Trulli, Renault, þriðji. Aðeins tólf bílar af 20 komust í mark. Sex bílar féllu úr leik þegar í upphafi vegna árekstra. Kimi Räikkönen, ökumaður McLaren, og Rubens Barrichello, ökumaður Ferrari, lentu fyrst í árekstri og bíll Barricellos lenti síðan á Willi- amsbíl Ralfs Schumachers. Montoya kom í mark 65,4 sek. á undan Coulthard. Undir lokin var Michael Schumacher kominn í ann- að sæti en þá sprakk á afturhjóli og hafnaði hann í sjöunda sæti. Þegar fjórum keppnum er ólokið á keppnistímabilinu hefur Schu- macher 71 stig, Montoya 65, Kimi Räikkönen, sem féll úr keppni á sunnudaginn, er með 62 stig. Það er ljóst að hörð keppni er fram- undan. Montoya fagnaði sigri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.