Morgunblaðið - 05.08.2003, Page 35

Morgunblaðið - 05.08.2003, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 35 tekið undir í brekkunni og greini- legt að mér mætti vinsemd. Fólk vissi að þetta var erfitt hlutverk að stíga inn í og maður fann það vel á brekkunni að fólk var tilbúið að taka vel á móti þessum nýja náunga.“ Athygli vakti að Róbert tók meira af nýjum lögum en venja er í brekkusöng og var ekki annað að greina á gestum en það félli vel í kramið. Á Neistaflugi á Neskaupstað voru fjögur þúsund manns þegar mest lét sem er nýtt met. Hiti varð mestur yfir 18 stig og var boðið upp á tón- leika með hljómsveitum á borð við Stuðmenn og Í svörtum fötum en það var Brján-félagið sem stóð að hátíðinni. Húsfyllir var öll kvöld helgar- innar í Nýja Bíói á Síldarævintýri á Siglufirði. Ekki var laust við að for- tíðarþrá lægi í loftinu þar á bæ en hljómsveitin Hljómar kom og sýndi að hún hefur engu gleymt frá því hljómsveitin var fyrst stofnuð í bæn- um 1963. Sömuleiðis var Ung- mennalandsmótið á Ísafirði vel sótt og gekk áfallalítið fyrir sig. Dorrit Mousaieff forsetafrú var meðal gesta og lá ekki á liði sínu heldur reyndi fyrir sér í íslenskri glímu. Útihátíðirnar á Galtalæk og Ak- ureyri voru ákaflega vel sóttar. Fastir liðir voru á sínum stað og gátu börnin leikið sér í leiktækjum og í boði voru tónleikar fyrir allar kynslóðir. Írafár og Í svörtum fötum spiluðu á báðum stöðum auk fjölda annarra skemmtikrafta. Flugelda- sýningar voru á flestum hátíðunum og fjöldasöngur langt fram á milda nóttina við logandi varðelda. Í Reykjavík komu innipúkar sam- an í Iðnó þar sem boðið var upp á tónlistardagskrá allan seinni part dags og fram á nótt. móti um helgina og glatt á hjalla á öllum útihátíðum lunarmannahelgi Morgunblaðið/Kristinn Á móti Hvítasunnusafnaðarins: Eftir að hafa setið í aftursætinu á leið á áfangastað er ágætt að fá að sitja við stjórnvölin á kassabílnum. Morgunblaðið/Sigurgeir Sólgleraugun voru ómissandi í útilegum helgarinnar en sólin skein sínu skærasta og kunni þessi brosmilda fjölskylda í Eyjum vel að meta. Morgunblaðið/Kristján Mikill fjöldi fólks fylgdist með dagskrárliðum á Ráðhústorgi og í göngu- götunni á Akureyri um helgina og voru sumir afslappaðri en aðrir. Róbert Marshall setti upp hattinn og þótti enginn eftirbátur Árna. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Meðal viðburða á Flúðum var árleg furðubátakeppni þar sem keppendur reyndu að stýra sem frumlegustum fleyjum. Morgunblaðið/Kristinn Í Galtalæk var, eins og á flestum stöðum, nóg af leiktækjum fyrir börnin. Það er alltaf jafnvinsælt að taka sér ærlega salíbunu. Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára. www.regnboginn.is Tortímandinn er kominn aftur. Fyrsta flokks spennumynd.  Kvikmyndir.com SV. MBL HK. DV YFIR 18000 GESTIR! Sýnd kl. 6 og 8. B.i. 14 Sýnd kl. 6, 8 og 10. Búðu þig undir versta brúðkaup sumarsins þar sem allt getur gerst! Ein besta gamanmynd sumarsins með stórleikaranum Michael Douglas. NICHOLSON SANDLER Framhaldið af hinni frábæru Legally Blond sem sló í gegn! Resee Witherspoon er mætt aftur sem enn meiri ljóska í enn meira fjöri. Sýnd kl. 5.30 og 10. Stríðið er hafið! Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 14 ára. www.laugarasbio.is Búðu þig undir versta brúðkaup sumarsins þar sem allt getur gerst! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. MICHAEL DOUGLAS ALBERT BROOKS Stríðið er hafið! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Ein besta gamanmynd sumarsins með stórleikaranum Michael Douglas. Framhaldið af hinni frábæru Legally Blond sem sló í gegn! Resee Witherspoon er mætt aftur sem enn meiri ljóska í enn meira fjöri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.