Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ All taf ód‡rast á netinu Verð á mann frá 19.500 kr. TRÚAÐUR Á LAUSN Franz Fischler, sem fer með sjáv- arútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, sagði á fundi í Reykjavík í gær, að sæktu Ís- lendingar um aðild, tryði hann því, að unnt væri að finna lausn, sem tæki tillit til lögmætra hagsmuna ís- lensks sjávarútvegs og grundvall- arreglna ESB. Útborgun minnkar Hlutfall útborgunar í íbúða- kaupum fer lækkandi samkvæmt ársskýrslu Fasteignamats ríkisins. Hlutfallið var 40,6% á árinu 2002 og hafði þá lækkað um 2,5% frá árinu á undan, var 43,1%. Sá annmarki er á þessum upplýs- ingum að ekki er vitað að hve miklu leyti kaupandi fær lán til að greiða útborgunina. Aukin átök í Írak Til vopnaviðskipta kom í Basra í Suður-Írak milli breskra hermanna og Íraka, sem komu saman til að mótmæla bensín- og raforkuskorti í borginni. Féllu þá einn Íraki og Gurkhahermaður, sem annaðist öryggisgæslu. Í Bagdad særðust fimm bandarískir hermenn og tíu Írakar í handsprengjuárás. Paul Bremer, ráðsmaður Bandaríkjanna í Írak, sagði í gær, að hundruð ísl- amskra skæruliða streymdu til landsins og varaði hann við stór- árásum þeirra. Stefndu hvor gegn annarri Rannsóknarnefnd flugslysa hefur hafið formlega rannsókn á flugatviki sem varð vestur af Íslandi 1. ágúst sl. þegar flugvél frá færeyska flug- félaginu Atlantik Airways og þota frá Bandaríkjunum stefndu móti hvor annarri í sömu flughæð. Svamlaði 1,7 km í Hvalfirði Þorgeir Sigurðsson rafmagns- verkfræðingur svamlaði úr Geirs- hólma í Hvalfirði til lands, um 1,7 kílómetra leið, á laugardagskvöld. Hann var 54 mínútur á sundinu en leiðin er sú sama og Helga Haralds- dóttir synti með syni sína tvo á 10. öld og sagt er frá í Harðar sögu og Hólmverja. Fasteignablaðið mánudagur 11. ágúst 2003 mbl.is w w w .f rj a ls i. is Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur komið við í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem veitt er til allt að 30 ára gegn veði í fasteign. Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % 6,50% 7,50% 8,50% 9,50% 10,00% 5 ár 19.600 20.000 20.500 21.000 21.200 15 ár 8.700 9.300 9.800 10.400 10.700 30 ár 6.300 7.000 7.700 8.400 8.800 *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta. Frjálsa fjárfestingarbankans Fasteignalán Allt að 80%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar Óendanlegir möguleikar Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu // Endurbyggt hús Grjótagata 11 er endurbyggt hús. Það stóð áður á Tjarnargötu 3c, þar bjó Indriði Ein- arsson og þar var Leikfélag Reykjavíkur stofnað 1897.  2 // Vatnsstígur 10a Jes Ziemsen, Mjólkurfélag Reykjavíkur, Magnús Jónsson trésmiður og MÍR voru með- al þeirra sem áttu og ráku starfsemi á Vatnsstíg 10a.  26 // Plaströr leyfð? Leyfir Tortímandinn, Arnold Schwarzen- egger, plaströr í Kaliforníu? spyr Sigurður Grétar Guðmundsson í pistli sínum Lagnafréttum.  37 // Viðhald svala Svalir á fjöleignarhúsum, viðgerðir á þeim og endurnýjun þeirra er umfjöllunarefni Hrund- ar Kristinsdóttur hdl. hjá Húseigendafélag- inu.  40 NÚ STANDA yfir framkvæmdir við endurnýjun gamla barnaskólans á Ísafirði við Aðalstræti, þær eru liður í byggingu nýs skólakjarna fyrir grunn- skólann sem reistur verður í framhaldi af þessu. „Verið er í fyrsta áfanga að endurnýja ytra byrði gamla barnaskólans. Bárujárn var yfir tvö- faldri gamalli timburklæðningu en nú verður sett ný timburklæðning með tilheyrandi skrauti í upphaflegum stíl,“ sagði Sigurður Mar, bæjar- tæknifræðingur á Ísafirði. „Gamli barnaskólinn var reistur 1901 og hefur Húsafriðunarnefnd lýst yfir vilja til að friða kennslustofur og gang frá fyrstu gerð hússins. Síðar var byggt við húsið en sú viðbót verður fjar- lægð þegar byggðar verða nýjar kennslubygg- ingar rétt við gamla barnaskólann, en hann verð- ur hluti þess byggingakjarna sem áformað er að reisa í framhaldi af hugmyndasamkeppni um framtíðarhúsnæði fyrir grunnskólann á Ísafirði sem fram fór fyrir ári. Það voru arkitektarnir Örn Þór Halldórsson og Einar Ólafsson sem unnu samkeppnina og á grundvelli þeirra hugmynda verður skólakjarn- inn reistur. Fyrsti áfanginn í þessari aðgerð er endurnýjun gamla barnaskólans, í sumar verður framhlið hússins komið í upphaflegt form. Til- tölulega litlar viðgerðir þarf að gera á burðar- virki hússins. Þegar hafa gluggar verið teknir úr húsinu og nýir smíðaðir og verið er að setja þá í. Gamli barnaskólinn var byggður á staðnum af smiðum á Ísafirði og notuð í ytra byrði venjuleg nótuð klæðning. Sex kennslustofur og gangur er svæðið sem friðað verður og er fyrirhugað að hafa þarna kennslustofur áfram í hinum skóla- kjarnanum. Alltaf hefur verið kennslustarf í þessu húsi, fyrst barnakennsla en síðar hóf Menntaskólinn á Ísafirði starfsemi sína þarna. Grunnskóli hefur verið í húsinu undanfarin ár fyrir yngstu árganga.Verktakafyrirtækið Eirík- ur og Einar Valur ehf. annast framkvæmdirnar. Útboðsgögn eru unnin af Teiknistofunni Kol & salt.“ Gamli barnaskólinn á Ísafirði endurnýjaður Hafnar eru framkvæmdir við endurnýjun gamla barnaskólans á Ísafirði.                                                                                            !" #$%&' (  )*' +*!" , *- %%'   ./0112 *./0112 ' 3  ./0112 *./0112      54 1                !!!"  .061 .061 .061 .061  7  7   444 44 444 44 444 44 !# $ %   %#  %#  !%  &   '             15 14 15 1         1.1           (       15 18 14 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 23 Viðskipti 11 Bréf 22 Erlent 12 Dagbók 24/25 Listir 13 Leikhús 30 Umræðan 14/15 Fólk 26/29 Forystugrein 16 Bíó 26/29 Skoðun 20 Ljósvakar 30 Minningar 18/21 Veður 3 * * * VEGAGERÐIN hefur skilað skýrslu um mat á umhverfisáhrif- um Djúpvegar milli Eyrarhlíðar og Hörtnár í Súðavíkurhreppi. Í skýrslunni er fjallað um fjórar leiðir og telur Vegagerðin hag- kvæmast að þvera Reykjarfjörð og Mjóafjörð um Hrútey. Fjórir val- kostir eru við þá leið, m.a. að fara fyrir Reykjarfjörð í stað þess að fara yfir hann og leggja veg norð- an Hrúteyjar, en eigandi eyjarinn- ar hefur mótmælt þessum fram- kvæmdum harðlega. Um nærri 30 km vegarkafla get- ur verið að ræða. Ekki liggur fyrir hvenær framkvæmdir geta hafist en miðað við það frumvarp að sam- gönguáætlun, sem nú liggur fyrir Alþingi, má ætla að verkinu ljúki ekki fyrr en árið 2012. Telur Vegagerðin að umhverfis- áhrif verði ekki umtalsverð af þessum framkvæmdum. Auk þver- unar fyrrnefndra fjarða fjallar Vegagerðin um svonefndan núll- kost, þ.e. óbreytt ástand Djúpveg- ar, að leggja jarðgöng undir Eyr- arfjall eða að leggja veginn yfir fjallið. Í matsskýrslunni segir m.a. að þverun Mjóafjarðar með 100 m langri brú og Reykjarfjarðar með 60 m langri brú muni hafa lítil áhrif á botndýralíf sökum lítillar fjölbreytni. Þverunin muni hafa lítil áhrif, vatnsskipti vera nánast óbreytt, siglingar muni leggjast af inn á Reykjarfjörð en minni bátar muni þó komast inn á Mjóafjörð. Rækjuveiði á firðinum er því talin minnka verulega eða leggjast af. Framkvæmdin í heild sinni er sem fyrr segir ekki talin hafa um- talsverð umhverfisáhrif í för með sér. Minniháttar breytingar eru sagðar verða á gróður- og dýralífi, fornminjum verði ekki raskað, hverfandi áhrif verði á vatns- rennsli en vænta megi umtals- verðra breytinga á landslagi. Vænta má lítilsháttar jákvæðra áhrifa á atvinnustarfsemi og bú- setu á svæðinu. Fjórar leiðir í matsskýrslu vegna nýs Djúpvegar milli Eyrarhlíðar og Hörtnár Þverun Mjóa- og Reykjar- fjarðar hagkvæmasti kostur                      ! "  #$% &' ($  )  (   '*  " + $ , ÁGÚST Benediktsson hélt upp á 103 ára afmæli sitt á Hrafnistu í Hafnarfirði að viðstöddu fjöl- menni í gær en Ágúst er elsti nú- lifandi karlmaðurinn á landinu. Ágúst er fæddur 11. ágúst 1900 á Ströndum, um tuttugu kílómetra frá Hólmavík, en hann bjó á bæn- um Hvalsá í Kirkjubólshreppi í 43 ár. Árið 1972 fluttist hann til Reykjavíkur og vann lengst af við netagerð, gerði bæði silunga- og laxanet. Hann eignaðist sjö drengi og eru fimm þeirra á lífi í dag. Eiginkona Ágústs hét Guðrún Þóra Einarsdóttir. Ágúst er hress og fer ferða sinna innan elliheim- ilisins fótgangandi. Ágúst sagði að það hefði verið gaman að fá allan þennan fjölda af vinum og kunn- ingjum í heimsókn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ágúst Benediktsson hélt upp á 103 ára afmæli sitt í gær. Á myndinni er hann með fjórum sonum sínum. Sitjandi eru f.v. Óskar Ágústsson, Ágúst og Ingi Ágústsson. Frá vinstri í efri röð eru Benedikt Ágústsson og Gísli Ágústs- son. Ágúst heldur á yngstu afkomendum sínum, mánaðargömlum tvíburum. Hélt upp á 103 ára afmælið ÞOTU Atlanta með 430 farþega var flogið of hægt er henni hlekktist á í lendingu á Teesside-flugvelli í Eng- landi 16. október samkvæmt niður- stöðum athugunar bresku flugslysa- rannsóknarnefndarinnar. Stél Boeing 747-þotu Atlanta rakst í flugbrautina í lendingu. Engan sak- aði um borð. Farþegar voru breskir. Í stjórnklefa var þriggja manna áhöfn og var hún bæði íslensk og erlend. Í greinargerð um niðurstöður rann- sóknarinnar segir að flugstjóri þot- unnar hafi flogið sjónflugsaðflug en jafnframt stuðst við aðflugshallamæli blindflugstækja þotunnar. Hafi hraði þotunnar lengst af verið minni en ætl- aður hraði sem skyldi vera 146 hnútar en yfir 141 hnúts lágmarks aðflugs- hraða allt þar til þotan var í 110 feta hæð. Eftir það hafi dregið úr hraða og flugvélin lækkað niður fyrir aðflugs- geislann er flugstjórinn hafi reynt að lenda þotunni sem næst upphafi lend- ingarsvæðis flugbrautarinnar. Flug- maðurinn hafi gert flugstjóranum við- vart um hraðabreytinguna en þá hafi hraði þotunnar lækkað niður í 129 hnúta, eða verið 12 hnútum undir lág- marks aðflugshraða og örstutt í að hún snerti brautina. Fram kemur að breytingar á vindhraða við brautina gefi til kynna að lítilsháttar vinda- hvörf hafi verið við flugvöllinn og átt sinn þátt í að þotan virtist „sogast nið- ur“ á brautina, eins og flugstjórinn sagði rannsóknarnefndinni að sér hefði fundist vera. Breska flugslysarannsóknarnefndin Þotu Atlanta var flogið of hægt SLÖKKVILIÐIÐ á höfuð- borgarsvæðinu fór í óvenju- legt útkall um hádegisbilið á laugardaginn en tilkynning barst um að reykskynjari í mannlausri íbúð væri í gangi. Í ljós kom að hljóðin, sem ná- grannarnir heyrðu, voru ekki úr reykskynjara heldur barnaleikfangi. „Tilkynnt var að reyk- skynjari væri í gangi inni í íbúðinni en það var enginn sjáanlegur eldur eða reykj- arlykt þegar við komum á vettvang,“ segir Þórður Bogason stöðvarstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæð- isins. „Þegar við komumst inn í íbúðina kom í ljós að barna- leikfang, sem fest var með frosklöppum á vegg á baðinu, hafði losnað af veggnum og dottið ofan í baðkerið. Við það fór tækið í gang og hljóð- in eru ekki ólík þeim sem berast frá reykskynjurum. Ofan í baðkarinu magnaðist hljóðið upp svo fólk í næstu íbúðum heyrði það,“ segir Þórður og hrósar íbúunum fyrir að láta vita. „Íbúar í húsinu brugðust hárrétt við með því að láta okkur vita af hljóðunum,“ segir Þórður. Barna- leikfang olli útkalli slökkviliðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.