Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 13
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2003 13 ÞAÐ er aldarfjórðungur síðan þessi sýning var frumsýnd í Man- hattan Theater Club í New York 1978. Þá voru þrjátíu og fimm ár frá því Thomas „Fats“ Waller lést langt fyrir aldur fram 1943. Hann var ein helsta stjarnan á seinnihluta svo- kallaðrar Harlem-endurreisnar – blómaskeiðs í sögu svartra Banda- ríkjamanna á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Waller söng og lék á píanó af mik- illi snilld og samdi mikinn fjölda laga. Djass var í þá daga álitinn létt og siðspillandi tónlist og Waller var umfram allt skemmtikraftur, þekkt- ur fyrir frábæran húmor sem kom fram í túlkun hans á textunum. Í þeim leyndist oft broddur, þar sem litið var á hinar ýmsu hliðar daglegs lífs og næturlífsins í spaugilegu ljósi. Hann var ekki aðeins frægur fyrir eigin lög heldur gerði hann með píanóleik sínum og túlkun mörg lög samtímamanna sinna vinsæl, enda liggur eftir hann um hálft þús- und hljóðritana. Hér eru ekki ein- ungis flutt lög eftir Waller heldur er tæpur helmingur dagskrárinnar helgaður lögum eftir aðra, lögum sem Waller gjarnan lék og söng í bland við eigið efni. Í raun má ætla að lagavalið hafi að miklu leyti stjórnast af þeim leikrænu mögu- leikum sem felast í þeim og að hægt væri að gefa sem breiðasta mynd af tónlist þessa tíma. Í þessari sýningu er brugðið upp mynd af kvöldi í næturklúbbi í Harlem á millistríðsárunum. Það er álitamál hvort sýningin fellur undir hina mjög svo loðnu skilgreiningu „söngleikur“ enda er bein framvinda í verkinu nær engin og samhengi milli laga oft lítið. Í stað þess tekur hvert lag við af öðru, í allt eru þau þrjátíu talsins, og hinn leikræni þáttur verksins er fólginn í þeim möguleikum sem gefast innan hvers lags. Tengslin byggjast meira á þema en sögu, staðsetningu og þeim lit sem flutningurinn tekur af kring- umstæðunum. Verkið hlaut á sínum tíma Tony-verðlaun sem besti nýi söngleikurinn auk þess sem Richard Maltby Jr. fékk líka verðlaun fyrir leikstjórn og Nell Carter fyrir söng- hlutverk sitt. Að vissu leyti má segja að hér sé á ferðinni tilraun til að minna á hve djass getur verið skemmtilegur. Til- raunakenndur spunadjass er oft óaðgengilegur fyrir byrjendur en það má ekki gleyma því að þessi teg- und tónlistar þróaðist út frá hrein- ræktaðri dægurtónlist síns tíma, fjörugri tónlist sem gaf möguleika á fjölbreytilegri túlkun og skapaði grundvöll fyrir stórkostlegt framlag fjölda listamanna á þessu sviði. Hér er það fjörið sem er í forgrunni og áhorfendum er boðið upp á hvert gæðaatriðið af öðru, þar sem tónlist, hreyfingar og leikur renna saman í eina heild. Það skiptir minnstu máli þó að áhorfendur þekki ekki lögin áður en haldið er á sýninguna, því það er hér sem þeim gefst besti mögulegi kostur á að víkka sjón- deildarhringinn og breikka tónlist- arsmekkinn og fá smánasasjón af aðgengilegustu tegund þessarar tónlistar. Að sjálfsögðu þarf ekki að kynna þessa tónlist fyrir djass- áhugamönnum, hér gefst þeim kost- ur á að hlusta á þekkta standarda í bland við minna þekkta gullmola í frábærum flutningi. Andrea Gylfadóttir hefur löngu sannað að hún hefur mjög víðtæka hæfileika, ekki bara í söng heldur líka í leik. Ógleymanleg frammi- staða hennar í hlutverki Evu Peron í söngleiknum Evitu sumarið 1997 sýndi hvers hún er megnug í hefð- bundnum söngleik. Hér sýnir hún á sér aðra hlið og túlkar djasslög af miklu næmi og tilfinningu. Röddin hefur slípast og þroskast í takt við tilfinningarnar og það er oft ótrú- legt hve hún nær góðum tökum á forminu. Það er ótrúlegt að fylgjast með Kenyatta Herring á sviði. Hún hefur allt til að bera sem getur prýtt eitt svið: stórkostlega rödd og þekkingu til að beita henni, frábæra tilfinn- ingu fyrir tímasetningu og gríni, leikhæfileika, persónutöfra auk þess sem sópar að henni hvar sem hún birtist. Moyo Mbue hefur auk góðrar raddar og skemmtilegra leikrænna takta gott vald á danslistinni. Hún var ásamt Chris Anthony Giles fremst í flokki þegar sporið var tek- ið, oft með frábærum árangri. Giles hefur fallega rödd og kann að sveigja hana að ótal túlkunarmögu- leikum. Seth Sharp stelur senunni í þeim lögum þar sem hægt er að fara út fyrir raunveruleikarammann, hann nýtur sín best einn í sviðsljósinu í stílfærðum töfraljóma eins og í „The Viper’s Drag“ eða á léttari nótum í laginu „Your Feet’s Too Big“. Hann hefur ákaflega gott vald á röddinni og einstaklega skýra framsögn. Sharp er einnig leikstjóri sýningar- innar og hann hefur unnið töluvert afrek við að finna þá leikrænu möguleika sem felast í hverju lagi og þróa þá út fyrir hið augljósa og í átt að hinu óvænta. Það eina sem mátti út á leikstjórn hans setja var hve lítið var um að möguleikar sviðsrýmisins voru fullnýttir og hve sjaldan söngvararnir hreyfðu sig fram á svið í átt til áhorfenda eða til hliðar. Einstaka uppbrotum í þessa átt var því tekið fegins hendi. Fimmmenningarnir fá allir tæki- færi til að láta ljós sitt skína, í söng, leik og dansi. Samhljómur raddanna er oft framúrskarandi og það er aldrei dauður punktur í sýningunni. Hljómsveitin lék létt og skemmti- lega, hrátt og fjörugt, og hvað hljóð- færaleik og söng áhrærir var hvergi veikur hlekkur. Það er töluvert minna lagt upp úr útliti sýningarinnar og greinilegt að hljóðstjórnendur og ljósakeyrendur voru ekki alltaf með á nótunum á frumsýningu. Sviðsmyndin var full- einföld fyrir svo langa sýningu, ljósahönnunin einhæf og búningarn- ir sveifluðust milli þess að vera gott dæmi um stílhreinan glæsileika og að vera formleysa í náttfatastíl. Nótt á næturklúbbi LEIKLIST Hinsegin leikhús Sýningin er sett saman skv. hugmynd Murray Horwitz og Richard Maltby. Höf- undur meirihluta laganna: Thomas „Fats“ Waller. Meðhöfundar eða höf- undar einstaka laga: Fred E. Ahlert, Her- man Autry, Ada Benson, Harry Brooks, Hoagy Carmichael, Nat „King“ Cole, Fred Fisher, Porter Grainger, Charlie Johnson, Harry Link, Billy Mayhew, Jimmy McHugh, Everett Robbins og Roy Turk. Höfundar texta: Fred E. Ahlert, Ada Benson, Dorothy Fields, Fred Fisher, Porter Grainger, Murray Horwitz, J.C. Johnson, Charlie Johnson, Ed Kirkeby, Ted Koehler, Frank Loesser, Richard Maltby Jr., George Marion Jr., Billy May- hew, Andy Razaf, Everett Robbins, Billy Rose, Lester A. Santly, Roy Turk, Clar- ence Williams og Joe Young. Leikstjóri: Seth Sharp. Aðstoðarleikstjóri: Unnar Geir Unnarsson. Búningar: Skaparinn – Rósi og Dúsa. Danshöfundur: Randy Luna. Sviðsmynd: Sviðsmyndir ehf. Ljósa- hönnun: Ólafur Pétur Georgsson. Hljóð- hönnun: Ívar Ragnarsson. Hljómsveit- arstjóri: Agnar Már Magnússon. Hljómsveit: Agnar Már Magnússon (pí- anó), Erik Qvick (trommur), Jóel Pálsson (saxófónn og klarinett) og Valdimar Kol- beinn Sigurjónsson (bassi). Söngur, dans og leikur: Andrea Gylfadóttir, Chris Anth- ony Giles, Kenyatta Herring, Moyo Mbue og Seth Sharp. Föstudagur 8. ágúst. ENGA ÓÞEKKT Sveinn Haraldsson Morgunblaðið/Sverrir Andrea Gylfadóttir sýnir hér á sér aðra hlið og túlkar djasslög af miklu næmi og tilfinningu, segir Sveinn Haraldsson. SMELLIN, einlæg, döpur, öðru- vísi og hreint og beint furðuleg. Eitt orð dugir skammt til að lýsa innihaldi ljóðasafnsins Það er kom- in halastjarna. Ljóðin eru hvert með sínu sniði og mynda reyndar með frábærum myndskreytingum einstæða heild á hverri opnunni á fætur annarri. Eitt markmið eiga þó allir höf- undarnir sameiginlegt, þ.e. að vilja sjá veröldina með augum barnsins. Lottu Olsson Anderberg frá Svíþjóð tekst ætl- unarverk sitt ágætlega í fyrstu ljóðum bókarinn- ar – sérstaklega í Skrímslaljóðinu (bls.13). Hvers lítils mega sín líka máttleysisleg rök eins og aldur gagnvart jafn- hræðilegri vá og ógnvekjandi skrímsli í næturhúmi? Önnur ljóð vekja eftirtekt fyrir að endurspegla ferska sýn barns- ins á umhverfið, t.d. ljóðið Loksins (bls. 36) eftir Kirsten Hammann frá Danmörku með tilheyrandi myndrænni útfærslu Dorte Karre- bæk á heimi á hvolfi. Skemmtilegt samspil ljóðskálda og myndlistar- manna má reyndar sjá víðar í safninu, t.d. í ljóðinu Þú ert hér (bls.68) eftir Alexandur Kristian- sen með myndskreytingu eftir samlanda hans Edward Fugle frá Færeyjum. Ljóðmælandinn horfist í augu við lesandann í gegnum tilbúna glufu í bókinni og hvíslar til hans: Hér ert þú/og það er gott/þar ert þú/og það er gott./Ruglist ég á hér og þar/er sama hvar þú ert/og það er líka gott./Þannig má ég leika með orðin,/þannig má ég sitja og dreyma,/þannig má ég minnast og gleyma./Því ég veit hvar þú átt heima. Sumum ljóðskáldanna eru tiltek- in umfjöllunarefni ofarlega í huga. Barbro Lindgren frá Svíþjóð yrkir aðallega um hundinn Rósu, Titt- amari Marttinen frá Finnlandi yrkir um Skottu í skemmtigarð- inum og Finn Øglænd frá Noregi lítur inn á við í ljóðum eins og Þau segja: Nei/Ekki gera svona/ekki segja svona/ekki vera svona/en svona er ég (bls. 101). Þó svo að í ljóðum Finns sé sleginn einna al- varlegasti hljómurinn í safninu á hann sér þó fleiri hliðar eins og greinilega kemur fram í ljóðinu Maur skreið í hárið á mér: Maur skreið í hárið á mér/Það getur vel verið að hann eigi konu sem hann elskar./Það getur vel verið að hann eigi barn sem hann þarf að sjá fyr- ir./Það getur vel verið að hann sé bjartsýnn./En það sem mig klæj- aði þegar hann gekk um hárið (bls. 106). Þegar gefið er út safn eftir ljóð- skáld af svipuðu menningarsvæði er áhugavert að velta því upp hvort/hvað þau eigi sammerkt í skáldskapnum. Ekki þarf heldur að glugga í mörg ljóð í ljóðasafn- inu til að átta sig á því að norrænu höfundunum er veðrið ofarlega í huga og sérstaklega þeim sem búa á norðlægum slóðum eins og Evu Jensen frá Tromsø í Noregi þar sem sólin lætur sig hverfa í svart- asta skammdeginu. Rétt eins og sumsstaðar á norðanverðu Íslandi. Ljóðið 21. janúar. Gult (bls. 52) lýsir því vel þegar sólin lætur loks- ins sjá sig aftur/… og allt í einu: Gullrönd gægist fram/Mjúkt sólar- ljós flýtur um fjallið,/hylur allt í gyllt og gult./Við böðum okkur í ljósi./Og stöndum kyrr þangað til það hverfur./Svo förum við saman heim./Sólin? Hún var bara að æfa sig fyrir morgundaginn. – Og til hliðar baða kappklædd- ar litlar verur Gry Moursund út öllum öngum í skærgulri birtu sól- arinnar. Myndir hennar eru að öðrum ólöstuðum höfundum mynd- skreytinga í safninu sérstaklega frumlegar og skemmtilegar. Ekki er hægt að skilja svo við Það er komin halastjarna að minn- ast ekki á framlag Íslendinga í safninu. Skemmst er frá því að segja að Þórarinn og Sigrún Eld- járn bregðast ekki lesendum sín- um frekar en fyrri daginn. Þór- arinn þarf ekki mörg orð til að koma á óvart, kalla fram nýja skynjun og kátínu í hugum lesend- anna. Eins og fleiri skáld af norðlæg- um slóðum er honum náttúran og veðráttan ofarlega í huga. Þórar- inn yrkir um fífilinn, skýin og vatnið og systir hans Sigrún fang- ar hugmyndirnar eins og henni einni er lagið. Mesta athygli vekur myndskreytingin við ljóðið um vatnið því að þar sýnir hún á sér nýja hlið í einfaldri og sérstaklega fallegri útfærslu á hringrás vatns- ins. Enda þótt börn hafi yfirleitt gaman af ljóðum virðist hafa geng- ið erfiðlega að halda áhuga þeirra vakandi fram á fullorðinsár. Ljóðin verða hvað eftir annað undir í bar- áttunni um athygli lesenda og sér- staklega í hamaganginum fyrir jól- in. Þess vegna er einmitt alveg gráupplagt að gefa út ljóðabók fyr- ir börn á einhverjum öðrum tíma eins og Mál og menning gerir með myndarlegum hætti með ljóðasafn- inu í vor. Það er komin halastjarna er líka einstaklega vandað ljóðasafn. Ljóðin ná að fanga hugann, mynd- irnar festa minninguna og svo má kalla fram upplifunina hvað eftir annað. Ljóðin höfða til barna frá 3 til 4 ára aldri og eldri börnin ættu að hafa gaman af því að bera saman þau ljóð sem birt eru til sam- anburðar í upprunalegri útgáfu og íslensku þýðinguna og öfugt í til- felli Þórarins Eldjárns. Upplestur skáldanna sjálfra á geisladisk aft- ast í bókinni færir lesandann ennþá nær uppruna ljóðanna. Sem sagt vönduð og skemmtileg bók við allra hæfi sem gaman er að grípa til, lesa og skoða, jafnt á sólríkum sumardegi sem í svart- asta skammdeginu. Hrifist af kaldri veðráttu BÆKUR Barnaljóð Ljóðasafn með barnaljóðum eftir 10 nor- ræna höfunda með myndskreytingum eft- ir jafnmarga norræna listamenn í þýðingu Böðvars Guðmundssonar. Mál og menn- ing. Hönnun Maria Lundén. Prentun Narayana Press, Danmörku. Samtals 108 bls. ÞAÐ ER KOMIN HALASTJARNA Anna G. Ólafsdóttir Þórarinn Eldjárn skáld. Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.