Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin til Mallorca þann 25. ágúst á einstökum kjörum. Þú bókar núna og 3 dögum fyrir brottför tilkynnum við þér hvað þú gistir. Hér nýtur þú sumarsins til hins ítrasta við frábæran aðbúnað í sólinni og að sjálfsögðu þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Mallorca 25. ágúst frá kr. 29.962 Verð kr. 29.962 M.v. hjón með 2 börn, vikuferð. Stökktutilboð, flug, gisting, skattar. 25. ágúst. Almennt verð kr. 31.460. Síðustu sætin Verð kr. 45.950 M.v. 2 í íbúð, vikuferð. Stökktutilboð, flug, gisting, skattar. 25. ágúst. Almennt verð kr. 48.250. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. FLUGMÓDELFÉLAG Akureyrar hélt síðastliðinn laugardaginn sína árlegu flugkomu á Melgerðismelum í Eyjafirði. Flugkoma þessi hefur verið haldin svo til árlega síðan 1981, en þessi sýning er stærsta flug- módelsýning sem haldin hefur verið á landinu, bæði hvað varðar fjölda módela sem voru til sýnis og einnig stærð þeirra. Voru 74 keppendur skráðir til leiks. Einnig komu tveir Bretar, en þeir voru samtals með tíu módel með sér og var annar þeirra, Steve Holland, heiðursgestur mótsins. Hann er frægur módelflugmaður í sínu heimalandi og þá sérstaklega fyrir það hversu stór módel hans eru. Með Steve kom vinur hans, Richard Rawle. Björn Sigmundsson, formaður Flugmódelfélags Akureyrar, sagði við Morgunblaðið að það hefði verið frábært að fá Bretana hingað til að sýna listir sínar. 1.200 til 1.500 gestir „Við erum búnir að halda módel- sýningu á Akureyri í 21 skipti og hún hefur jafnframt verið stærsta sýning á landinu. Það var einn Reyk- víkingur, sem er áhangandi okkar, erlendis á sýningu í fyrra og hitti Steve Holland. Hann sagði þeim frá mótinu okkar og Steve ákvað á staðnum að mæta. Við tókum nú ekki mikið mark á því í byrjun, en niðurstaðan varð sú að hann mætti og tók jafnframt vin sinn með sér. Þeir eru á sérútbúnum bílum, enda koma þeir með 10 módel með sér. Að sjá þá fljúga var alveg ótrúlegt og hreint með ólíkindum hvað þeir geta látið vélarnar gera. Yfirleitt hafa verið að koma á bilinu 150 til 200 á sýningar hjá okkur, en nú mættu á milli 1.200 til 1.500 sem er alveg frá- bært,“ sagði Björn. Steve Holland sagði við Morgun- blaðið að sér litist mjög vel á aðstæð- urnar sem í boði eru hér á landi. „Ég ferðast um heiminn á milli sýning- arsvæða og sýni vélarnar mínar og sé aðrar. Um næstu helgi verðum við í Reykjavík á flughátíð á Reykjavík- urflugvelli,“ sagði Steve. „Þristurinn“ á Akureyri Flugvél Landgræðslunnar, Páll Sveinsson eða „Þristurinn“ eins og hún er oft nefnd, kom til Akureyrar í gær. Vélin verður einnig til sýnis á Akureyrarflugvelli í dag, mánudag, á milli kl. 14 og 19:30, en flugsafnið verður jafnframt opið á sama tíma. Fjöldi manns hafði lagt leið sína inn á flugvöll til að skoða gripinn og margir nýttu tækifærið og fengu að setjast í flugklefann. Flugvélin er nú á hringferð um landið, en það er liður í flughátíð sem verður haldin í Reykjavík næst- komandi laugardag. Þar verður ein- mitt þess minnst að flugvélin sem er af gerðinni Douglas C-47A verður sextug á þessu ári. Fjöldi manna skoðaði Pál Sveinsson þegar hún var sýnd á Akureyri og margir fóru líka í flugstjórnarklefann. Stórar og litlar flug- vélar í Eyjafirði Morgunblaðið/Ásgrímur Örn Steve Holland er hér með stærsta módelið sem flogið var á sýningunni og jafnframt það stærsta sem hefur flogið á Íslandi. STEFÁN Jón Hafstein borgar- fulltrúi telur að Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra sé á villigötum þegar hann heldur því fram að Reykjavíkurborg hafi ekki lagastoð fyrir því að neita að greiða fyrir tón- listarnám þeirra nemenda sem hafa heimilisfesti utan Reykjavíkur. „Við höfum baktryggt okkur lagalega með áliti borgarlögmanns um ákvörðun okkar um að hætta að greiða með nemendum utan Reykjavíkur í tón- listarskóla. Það liggur skýrt fyrir af hálfu borgarlögmanns að til þess hef- ur borgin fullan lagalegan rétt. Í sama streng tekur Samband ís- lenskra sveitarfélaga,“ segir Stefán Jón. Sveitarfélög hafa náð samkomulagi um grunnnám Tómas Ingi heldur því fram í Morgunblaðinu á laugardag að sann- girnisrök liggi fyrir því að sveitar- félögin skipti með sér kostnaði við tónlistarnámið. Stefán Jón segir að nú þegar hafi sveitarfélögin komist að samkomulagi um þetta atriði og að engin lagalegur ágreiningur sé um úrlausn þess. „Ég hef orðið var við að þetta mæti miklum skilningi. Hvers vegna ættum við að borga fyrir börn úr Kópavogi á meðan börn úr Graf- arvogi eru á biðlista? Menn hafa skilning á þessu,“ segir hann. Fundur um stöðu framhaldsmenntunar Í dag eiga fulltrúar sveitarfélaga fund með fulltrúum menntamála- ráðuneytis þar sem farið verður yfir kröfur sveitarfélaga um að ríkið taki að sér að standa straum af fram- haldsnámi í tónlist. „Það má alveg túlka núgildandi lög um tónlistarnám í landinu þannig að framhaldsnám í tónlist sé á höndum sveitarfélaganna. En það skyldar ekki Reykjavík til að sjá um það fyrir alla. Þess vegna eru að hefjast viðræður milli sveitarfé- laga og menntamálaráðuneytisins á morgun [í dag],“ segir Stefán Jón. Staða æðra tónlistarnáms hefur breyst Hann segir eindregna ósk hafa komið fram frá tónlistarkennurum og sveitarstjórnum um að ríkið axli ábyrgð á framhaldsmenntun í tónlist. Hann segir að frá því samið var um það árið 1989 að sveitarfélögin tækju þennan málaflokk yfir hafi orðið miklar breytingar á stöðu æðra tón- listarnáms, m.a. hafi staða þess innan framhaldsskólanna breyst. Í ljósi þessa telur hann að eðlilegt sé að far- ið sé yfir þessi mál að nýju. Hann seg- ir að meðal þess sem ræða þurfi sé tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga, enda hafi samningar um tekjuskipt- ingu grundvallast á því að sveitar- félögin bæru þennan kostnað. Nefnd um stöðu framhaldsnáms í tónlist hittist í dag Sátt um greiðslu fyrir grunnnám Á SJÖTTA hundrað manns hefur ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem skorað er á borgaryfirvöld að hætta við lokun gæsluvallarins við Frostaskjól í Vesturbæ Reykjavík- ur. Mikil andstaða er meðal foreldra í hverfinu gegn fyrirhugaðri lokun vallarins sem er sá eini sem er eftir í Vesturbæ. Þorsteinn Siglaugsson, íbúi í hverfinu, segir að stefnt sé að því að safna 1.000 undirskriftum áð- ur en listarnir verða afhentir borg- aryfirvöldum síðar í vikunni. Meiri eftirspurn en gert var ráð fyrir Á föstudag samþykkti hverfisráð Vesturbæjar einróma tillögu borg- arfulltrúa D-lista um að hvetja leik- skólaráð til að endurskoða þá ákvörðun ráðsins að loka vellinum frá og með 15. ágúst nk. Telur hverfisráðið nauðsynlegt að Vest- urbæingar eigi áfram kost á þeirri þjónustu sem felst í starfsemi gæsluvallar í hverfinu. Borgarráð hafði hins vegar áður greitt atkvæði með því að hætta rekstri gæsluvalla í núverandi mynd. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar og formaður hverf- isráðs Vesturbæjar, segir að komið hafi í ljós að eftirspurnin eftir þjón- ustu gæsluvalla í Vesturbæ sé meiri en menn gerðu sér grein fyrir. „Mér finnst fyrst og fremst í ljósi þess að menn eru að leggja fram undir- skriftarlista að það eigi að fara yfir málið á nýjan leik og við höfum hvatt leikskólaráð til að gera það,“ segir hann. Gæsluvöllum fækkað úr 10 í 5 haustið 2004 Tólf gæsluvellir voru í Reykjavík í vor en gert er ráð fyrir að tíu vellir verði starfandi fram á haustið 2004 þegar þeim verður fækkað niður í fimm. Árið 1990 voru 27 starfandi gæsluvellir í Reykjavík. Á sama tíma hefur heimsóknum fækkað um nær 100 þúsund með auknu fram- boði af leikskólaplássum. Heimsókn- ir á gæsluvelli voru 163 þúsund árið 1990 en 63.500 árið 2002. Samkvæmt hverfaskiptingu borg- arinnar þyrftu a.m.k. átta gæsluvell- ir að vera starfræktir í borginni til að einn gæsluvöllur væri í hverju hverfa borgarinnar. Þess má geta að kostnaður borgarinnar vegna rekst- urs gæsluleikvalla á síðasta ári nam rúmum 76 milljónum króna eða lið- lega 1.200 krónum á hverja heim- sókn. Mikil óánægja með lokun gæsluvallar Hverfisráð hvetur leikskólaráð til að fara yfir málið á nýjan leik ÖKUFERÐ manns, sem grunaður er um ölvunarakstur á stolnum bíl, lauk í fjöru í botni Eyjafjarðar í gær- morgun eftir bíltúr um sveitir innst í firðinum. Lögregla kom að manninum um klukkan 5:15 þar sem hann hafði ekið þvert yfir hringveginn er hann kom inn á hann austan við Leirubrúna af Eyjafjarðarbraut eystri og niður í fjöru. Manninn sakaði ekki og bíllinn er ekki talinn hafa skemmst en hann hélst á réttum kili allan tímann uns hann staðnæmdist úti í sjó. Maðurinn er talinn hafa tekið bíl- inn ófrjálsri hendi á Akureyri í fyrri- nótt. Auk hans var annar maður stöðvaður við almennt umferðareft- irlit í bænum upp úr klukkan eitt í nótt. Grunur féll á hann og tekið var úr honum blóð til rannsóknar vegna meints ölvunarakstursbrots. Ók ölvaður á stolnum bíl niður í fjöru BÍLL valt í Kollafirði á Ströndum eftir hádegi á laugardag. Slysið bar þannig til að ökumaður missti bílinn út í lausamöl með þeim afleiðingum að hann valt, að sögn lögreglunnar á Hólmavík. Engin meiðsl urðu á þeim þremur farþegum sem voru í bílnum, en þeir voru allir með bílbelti og talið er að það hafi forðað þeim frá meiðslum. Bifreiðin er hins vegar gjörónýt. Bílvelta í Kollafirði ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.