Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 23
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2003 23 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I AKTU TAKTU óskar eftir að ráða duglegt, hresst og áreið- anlegt starfsfólk til starfa við afgreiðslu og á grill. Umsækjendur þurfa að vera 20 ára eða eldri og með framtíðarstarf í huga. Umsóknareyðublöð á staðnum. AKTU TAKTU ehf., Skúlagötu 15, 101 Rvík. aktutaktu@simnet.is. RAÐAUGLÝSINGAR NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Bygging nr. 9 á flugþjónustusvæði Keflavíkurflugvallar, þingl. eig. Suðurflug ehf., gerðarbeiðandi Lánasjóður Vestur-Norðurlanda, fimmtudaginn 14. ágúst 2003 kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli. BÁTAR SKIP POLAR- 1150 - nýsmíði - 14,9 brt Lengd 11,5 m, breidd 3,65 m. Upplýsingar í síma 847 9874 og 562 6830. Atvinna í boði Melabúðin - Þín Verslun, Hagamel 39, óskar eftir fólki til afgreiðslustarfa Um er að ræða almenn afgreiðslustörf, vinnu við pökkun, afgreiðslu í kjötdeild, umsjón með mjólkur- og ostakælum og afgreiðslu á köss- um. Einungis 18 ára einstaklingar eða eldri koma til greina. Umsóknareyðublöð og upplýsingar er hægt að fá hjá verslunarstjóra í síma 551 0224 eða í versluninni kl. 10-16. Melabúðin var valin fyrirtæki ársins í flokki minni fyrirtækja í skoðanakönnun Verslunar- mannafélags Reykjavíkur 2003. Laugarneskirkja: Opinn 12 sporafundur í safnaðarheimilinu kl. 18:00. Allt fólk vel- komið. Vinir í bata. Neskirkja: Leikjanámskeið fyrir 6–10 ára börn, Ævintýranámskeið fyrir 10–12 ára börn. Námskeiðin eru frá kl. 13–17, mánudag til föstudags. Upplýsingar í sína 511-1560 eða á nes- kirkja.is. Lágafellskirkja. Bænastund í Lágafells- kirkju kl. 20. Þórdís djákni þjónar og tekur við bænarefnum í síma 691-8041 alla daga frá kl. 9–16. Al-Anon-fundur í Lága- fellskirkju kl. 21. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30– 16.30. Safnaðarstarf LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska-Foreldrahús. TRYGGVI Baldursson flugstjóri hjá Flugleiðum var í hópi fjölmargra gesta sem lögðu leið sína á Múla- kotsflughátíðina í Fljótshlíð um verslunarmannahelgina. Tryggvi mætti ekki tómhentur til leiks, flaug þangað á glæsilegri heimasmíðari vél af gerðinni Aventura II sem er eina vatna- og landflugvél landsins. Vélin sem ber einkennisstafina TF-VOT er þeim óvenjulegu kost- um gædd að hægt er að taka af henni hurðirnar og í henni er að finna hljómflutningstæki með geislaspilara. Flugvélin sem er þriggja og hálfs árs gömul er í eigu Tryggva og flutt hingað til lands frá Bandaríkjunum samsett. Hún hefur þriggja tíma flugþol og nær 120 km hraða á klst. en að sögn eig- anda hennar er helsti kostur vél- arinnar sá að flugtaks- og lending- arvegalengd er bara um eða yfir 100 metrar. Tryggvi hefur lent véliinni á fjölmörgum vötnum á lág- lendi og uppi á heiðum og einnig á sjó. Í góðu veðri eins og var um verslunarmannahelgina brá Tryggvi á það ráð að taka hurð- irnar af og naut þess að fljúga um háloftin með góða tónlist í græj- unum. Fjölmenni var á fjölskylduhátíð Flugmálafélags Íslands í Múlakoti í Fljótshlíð um síðustu verslunar- mannahelgi en þetta var í 21. sinn sem félagið stendur fyrir Múlakots- flughátíðinni. 470 lendingar voru skráðar frá föstudegi til mánudags og litskrúð- ugur hópur fallhlífastökkvara setti mikinn svip á mótshaldið. Alls voru 110 stökk farin í 23 flugferðum. Þá var ýmislegt í boði fyrir fjöl- skyldufólk, efnt var til grillveislu og haldin var brenna. Eina vatna- og landflugvél landsins á Múlakotsflughátíðinni fyrir skömmu Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Fjölmenni var á Múlakotsflughátíðinni sem var haldin í 21. sinn. Tryggvi Baldursson fyrir framan flugvélina. Á hurðarlausri vél með geislaspilarann í gangi FJÖLMARGIR erlendir fyrirles- arar eru væntanlegir hingað til lands á alþjóðlega ráðstefnu um rannsókna- og háskólanet sem haldin verður í Reykjavík dagana 24.–27. ágúst. Meðal þeirra eru Vinton G. Cerf, sem er talinn einn helsti hugmyndasmiður um upp- byggingu Netsins, og dr. Vesselin Bontchev vírussérfræðingur. Vinton G. Cerf hefur verið nefndur einn af feðrum Netsins og árið 1997 veitti Clinton Banda- ríkjaforseti honum og félaga hans, Robert E. Kahn, vísindaorðu Bandaríkjanna fyrir framlag þeirra við stofnun og uppbyggingu Netsins. Dr. Vesselin Bontchev, einn virtasti vírussérfræðingur heims er ættaður frá Búlgaríu og var einn helsti hvatamaður að stofnun rannsóknarstöðvar í tölvuveirum við búlgörsku vísindaakademíuna. Einn af feðr- um Netsins væntanlegur Alþjóðleg netráðstefna í Reykjavík EINN virtasti hagfræðingur heims, dr. Jeffrey D. Sachs, er væntanlegur til landsins til að halda fyrirlestur á ráðstefnu um þróunarmál. Ráð- stefnan fer fram í hátíðarsal Há- skóla Íslands mánudaginn 15. september nk. að frumkvæði Þró- unarsamvinnu- stofnunar Íslands í samráði við Há- skólann, utanrík- isráðuneytið og fleiri aðila. Sachs kemur hér í boði Þróunarsamvinnu- stofnunar og Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Íslands, sem hafði milligöngu um komu hans. Sachs var prófessor í alþjóðavið- skiptum við Harvard-háskólann í Bandaríkjunum og veitti þar for- stöðu Alþjóðaþróunarstofnun skól- ans. Hann stýrir nú nýrri samskonar stofnun við Kólumbíuháskólann, Earth Institute. Sachs hefur einnig starfað fyrir ýmsar ríkisstjórnir, m.a. Rússlands og Póllands, og verið einn helsti ráðgjafi Kofis Annans, framkvæmdastjóra SÞ, við gerð Þúsaldarmarkmiðanna (Millenium Developments). Sighvatur Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri Þróunarsamvinnu- stofnunarinnar, segir gríðarlegan feng að komu Sachs hingað til lands. Stofnunin bað Ólaf Ragnar um að- stoð við að fá Sachs til Íslands en hann er meðal eftirsóttustu fyrirles- ara heims í dag. Hann hefur einu sinni áður flutt fyrirlestur hér á landi, í febrúar 1998 á afmælisráð- stefnu Félags viðskipta- og hagfræð- inga, og tók þátt í ráðstefnu um hag- kerfi smáríkja sem Háskóli Íslands stóð fyrir í Boston í maí árið 2002 í samstarfi við Harvard-háskólann. Auk Sachs flytja ávörp Ólafur Ragnar Grímsson, Gísli Pálsson frá Þróunarsamvinnustofnuninni, Her- mann Ingólfsson frá utanríkisráðu- neytinu og Jónas Haralz hagfræð- ingur, auk fulltrúa Háskóla Íslands og sameiginlegs fulltrúa Hjálpar- starfs kirkjunnar og Rauða kross Ís- lands. Dr. Jeffrey D. Sachs með fyrirlestur hér á landi Jeffrey D. Sachs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.