Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 19
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2003 19 ✝ Björgvin Dal-mann Jónsson fæddist á Siglufirði 25. maí 1929. Hann lést í Heilbrigðis- stofnuninni á Siglu- firði 4. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Stefanía Guðrún Stefánsdóttir, f. 14.7. 1890, d. 1.5. 1936, og Jón Krist- jánsson, fv. rafveitu- stjóri á Siglufirði, f. 21.4. 1890, d. 27.6. 1969. Alsystkini Björgvins Dalmanns voru Sæ- mundur, látinn, Hulda Regína, Björg Dagmar Bára, látin, Krist- ján Ægir, látinn, Ríkharð Gústaf, látinn, Laufey Alda, lést nokk- urra mánaða, Sigurlaug og Krist- ín Alda, látin. Hálfsystkini Björg- vins Dalmanns, börn Jóns og Önnu Sigmunds- dóttur, eru Páll, lést fimm daga gamall, Erling Þór og Edda Magnea. Björgvin Dal- mann vann ýmis störf, m.a. hjá SR á Siglufirði, var mat- sveinn á Tungufossi, Haferninum og í Sandgerði, kennari við Tónskóla Siglu- fjarðar og stjórnaði um tíma lúðrasveit skólans. Vegna veikinda var Björg- vin Dalmann frá vinnu í nokkur ár en fór síðan að starfa í þvotta- húsi Sjúkrahúss Siglufjarðar um tíma. Einnig vann hann við hann- yrðir meðan heilsa leyfði. Útför Björgvins Dalmanns fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elskulegur vinur minn, Björgvin Dalmann, eða Dalli eins og hann var ætíð kallaður, yfirgaf þennan heim þegar Siglufjörður skartaði sínu fegursta og leyndardómurinn beið handan við fjöllin. Ég var svo gæfusöm að eiga Dalla að frá ungaaldri. Þegar ég var lítil bjó hann inni á heimili mínu og hugsaði um okkur systk- inin þegar foreldrar okkar voru í vinnu. Það var eins og Dalli ætti mig, hann sýndi mér mikla ástúð og umhyggju og var mér svo góð- ur. Hann hafði einstaka hæfileika og var margt til lista lagt. Hann spilaði á píanó og kenndi okkur systkinunum að spila fjórhent, eld- aði veislumat, spáði í bolla, saum- aði myndir sem líktust fegurstu málverkum. Allt sem hann gerði varð fallegt í höndum hans. Dalli var ekki mikið fyrir marg- menni og sérstakur að mörgu leyti. Hins vegar var alltaf stutt í glettn- ina og átti hann til hnyttin tilsvör og ekki vantaði ævintýrablæinn í sögurnar hjá honum. Þegar ég flutti að heiman sá Dalli til þess að ég ætti það nauð- synlegasta í búið og gaf hann mér m.a. 12 manna matarstell sem fyr- irfram brúðargjöf og ég þá aðeins 16 ára gömul. Hann fylgdist vel með öllu því sem ég tók mér fyrir hendur og var alltaf jafnyndislegt að koma til hans þegar ég fór norð- ur. Dalli var sem einn úr fjölskyld- unni og þökkum við Guði fyrir þennan elskulega vin sem var okk- ur svo kær og gaf okkur svo margt. Minningarnar eru dýrmætar og mun Dalli ætíð eiga sinn sérstaka stað í hjarta okkar. Guð geymi þig, elsku vinur. Guðbjörg Jóna. BJÖRGVIN DALMANN JÓNSSON ✝ Sigursteinn Guð-mundsson fædd- ist á Núpi í Fljótshlíð 30. júní 1931. Hann andaðist á heimili sínu, Birkigrund 32 á Selfossi, 2. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Katrín Jónasdóttir, f. 1. febrúar 1896, d. 6. október 1983, og Guðmundur Guð- mundsson, f. 5. októ- ber 1883, d. 11. apríl 1970. Systkini Sigur- steins eru Guð- munda Þuríður, f. 29. apríl 1923, Ragnheiður, f. 15. júní 1924, Matt- hildur, f. 1. nóv. 1925, d. 12. ágúst 2002, Kristín, f. 18. febrúar 1927, Jónas, f. 4. júní 1928, Sigurður, f. 26. maí 1930, Sigríður, f. 14. júní 1935, Auður, f. 25. júlí 1936, og f. 8. ágúst 1978, unnusta Anna Kristín Kristjánsdóttir, f. 20. nóv- ember 1982, og Hildur, f. 15. des- ember 1980, sambýlismaður Guð- mundur Annas Árnason, f. 5. júlí 1969, barn þeirra er Árni Gunnar, f. 9. maí 2003, sonur Guðmundar er Dagur Árni, f. 12. apríl 1996. 2) Katrín, f. 31. ágúst 1958, maki Kristinn Bergsson, f. 21. júní 1961. Börn þeirra eru Atli, f. 4. febrúar 1986, og Lára, f. 11. janúar 1991. Fyrir átti Katrín Ægi Sævarsson, f. 21. nóvember 1977, unnusta María Berg Guðnadóttir, f. 22. júlí 1981. Ægir á einn son, Davíð Örn, f. 9. desember 1999. Árið 1953 fluttist Sigursteinn á Selfoss og hóf störf hjá Mjólkurbúi Flóamanna sem mjólkurbílstjóri. Árið 1966 hóf hann rekstur eigin vörubíls og rak hann um nokkurra ára skeið. Eftir það var Sigur- steinn sláturhússtjóri í Kaupfélag- inu Höfn. Starfsferli sínum lauk hann við afgreiðslustörf, síðast í SG og Húsasmiðjunni. Útför Sigursteins verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Högni, f. 30. júní 1938. Fóstursystir Sigur- steins var Unnur Jón- asdóttir, f. 10. júlí 1935. Hinn 9. nóvember 1957 kvæntist Sigur- steinn eftirlifandi eig- inkonu sinni, Oddnýju Þorkelsdóttur frá Stokkseyri, f. 30. jan- úar 1935. Foreldrar hennar voru Þorkell Guðjónsson, f. 18. des- ember 1902, d. 2. des- ember 1980, og Mar- grét Ólafsdóttir, f. 10. nóvember 1907, d. 24. ágúst 1985. Börn þeirra eru: 1) Margrét, f. 9. desember 1955, maki Sumarliði Guðbjartsson, f. 22. ágúst 1952. Börn þeirra eru Sif, f. 24. febrúar 1975, maki Kristinn Jón Arnarson, f. 15. nóvember 1973, Sigursteinn, Nú þegar við kveðjum elskulegan bróður, Sigurstein, eða Steinar eins og hann var kallaður, setur okkur hljóð. Andlát hans kemur okkur ekki á óvart, eftir þau alvarlegu veikindi sem hann gekk í gegnum. Þrátt fyrir hetjulega baráttu, þrautseigju, æðru- leysi og trú á lífið varð hann að lúta í lægra haldi. Skammt er stórra högga á milli. Á tæpu ári höfum við sem eftir stöndum þurft að kveðja tvö af okkar ástkæru systkinum, svo sárt sem það er og kveðjustundin ótímabær. En við vitum að enginn fær því breytt hve- nær kallið kemur og því kalli verða allir að lúta. Nú er ferðin hafin yfir í annan heim og er ég fullviss um að þar verður honum vel fagnað og kærir ástvinir sem farnir eru munu bíða með opinn faðminn. Margar kærar og ljúfar minningar streyma fram þegar hugsað er til bernskuáranna heima á Núpi. Að alast upp hjá ástríkum foreldrum í stórum systkinahópi þar sem sam- heldni og væntumþykja réð ríkjum, fyrir það fær maður aldrei fullþakkað. Steinar var léttur í lund, stutt í glettnina og húmorinn og hann var mikill æringi á góðum stundum. Hann var traustur og heiðarlegur, bar ekki tilfinningar sínar á torg en stórt og hlýtt hjarta sló undir. Stóra gæfan í lífi Steinars var þegar hann kynntist Oddnýju konu sinni, saman fundu þau hamingjuna og unnu vel úr sínu. Þau settust að á Selfossi og byggðu sér hús í Lyngheiðinni þar sem smekkvísi og snyrtimennska húsráðenda leyndi sér ekki. Þangað var gott að koma. Á þessum tíma fæddust sólargeislarnir, dæturnar tvær, Margrét og Katrín sem hafa verið foreldrum sínum stoð og stytta gegnum árin. Í fyllingu tímans stækkaði fjöl- skyldan, við bættust tengdasynir, barnabörn, barnabarnabarn og núna litli sólargeislinn, lítill langafastrákur. Allt er þetta fólk fjölskyldu sinni til sóma og bundið sterkum fjölskyldu- böndum, vináttu og samheldni, sem kom best í ljós núna í þeirri miklu raun sem fjölskyldan gekk í gegnum þegar ljóst var hvert stefndi. Allt var gert sem í mannlegu valdi stóð til að létta elskulegum eiginmanni og föður síðustu stundirnar og heima fékk hann að dvelja þar til yfir lauk. Nú er komið að leiðarlokum. Við kveðjum ástkæran bróður, þökkum honum allt það sem hann var okkur og biðjum honum guðs blessunar. Elsku Odda mín, Margrét, Katrín og fjölskyldur, góður guð styrki ykk- ur og styðji. Sigríður Guðmundsdóttir. Ég kveð hann afa minn með mikla sorg í hjarta en hann átti um stutt skeið við erfið veikindi að stríða. Það er þó huggun harmi gegn að hann þurfi ekki að berjast við veikindin lengur, þótt við kerlingarnar hans höfum gert allt sem í valdi okkar stóð til að láta honum líða betur. Ég á óteljandi margar góðar minn- ingar um afa sem var svo góður og traustur maður. Ég fór ófáar ferð- irnar einsömul úr Háenginu yfir í Lyngheiðina nokkurra ára gömul til að heimsækja ömmu og afa. Þegar þau voru enn með hestana fórum við afi saman í hesthúsið og drukkum saman kaffibolla eftir á við eldhús- borðið og hlustuðum á fréttirnar. Ég var þó óviss um hvort ég myndi stækka meira vegna kaffidrykkjunn- ar en það skipti ekki máli því ég vildi gera eins og afi. Ég eyddi mörgum helgum með þeim í hjólhýsinu í Þjórs- árdal og síðar í sumarbústaðnum þeirra í Grímsnesinu en við barna- börnin sóttum ávallt mikið í að fara upp eftir með ömmu og afa. Afi var með mikinn og góðan húm- or og hafði gaman af því að segja okk- ur sögur af bernskuárum sínum og samferðamönnum. Undir það síðasta þegar hann var orðinn svona veikur var enn stutt í húmorinn og það gladdi mann alltaf jafnmikið að sjá hann glotta og brosa út í annað að klaufaskap mínum. Elsku afi, ég mun ávallt varðveita minningu þína. Hafðu þökk fyrir allt, þú reyndist okkur öllum ávallt vel og minning þín lifir með okkur. Þín dótturdóttir, Sif Sumarliðadóttir. Elsku afi. Þakka þér fyrir allar góðu minningarnar mínar um þig. Þær eru margar, bæði úr sumarbú- staðnum og Lyngheiðinni, þegar við barnabörnin kepptumst um að sitja við hlið þér á jólunum. Við héldum öll svo mikið upp á þig. Þú varst alveg einstakur afi. Ég mun sakna þín. Guð geymi þig. Þín Hildur. SIGURSTEINN GUÐMUNDSSON Rík var gjöf sú er gaf mér Drottinn: Að gleðjast vorlangan dag við litla týsfjólu, túnin sprottin og tístað sólskríkjulag, en vetrarmorgun með marr á grundum sem magnar sérhverja taug, með hélu á rúðum og svell á sundum og sól á steingeitarbaug. (Guðmundur Kamban.) Þegar sest er niður til að skrifa stutta kveðjugrein um vinnufélaga í hartnær 30 ár leitar hugurinn til gömlu, góðu áranna á geðdeild Borgarspítalans þar sem við Andr- ea kynntumst árið 1969. Geðdeildin var þá á sínum uppvaxtarárum, undir styrkri stjórn Karls Strand yfirlæknis og Lilju Bjarnadóttur yf- irhjúkrunarkonu. Velferð sjúkling- anna var að sjálfsögðu efst í huga okkar og oft var tekið á erfiðum málum. Starfsfólkið var þó flest í blóma lífsins og oft glatt á hjalla og vinnuandi góður. Andrea var hvunndagshetja í orðsins fyllstu merkingu, ekkja og sex barna móðir er hún hóf störf í býtibúri deildar- innar. Nokkrum árum síðar hóf hún sjúkraliðanám sem hún lauk með prýði og starfaði sem sjúkraliði til eftirlaunaaldurs. Andrea var ákaflega aðlaðandi, há og grönn, hnarreist, með þykkt ljóst hár, falleg augu og bros. Það var unun að heyra hana segja frá, hún kunni kynstur af ljóðum, gat farið með heilu ljóðabálkana blað- laust og átti auðvelt með að setja saman stöku þegar þannig stóð á. Árið 1994 gaf hún út lítið kver, „Ljóð og stökur“. Eitt sinn var hún beðin um að lýsa sjálfri sér og stóð ekki á því: Þig langar að vita um lífshlaup mitt, það er ljúft, mér skylt og rétt að sanna. Ég er fædd og skírð, fermd, tvígift, fráskilin ekkja, móðir, amma. Kvöldvökurnar á deildinni voru eftirminnilegar, Andrea las gjarnan upp fyrir sjúklinga og starfsfólk af mikilli tilfinningu, í raun mætti frekar tala um leiklestur. Fyrir mig fór hún blaðlaust með Vikivaka eftir Guðmund Kamban, átta erindi um ástina í sveitinni, og ég grét að sjálf- sögðu! Á seinni árum höfum við gömlu vinnufélagarnir hist reglulega í handavinnu hjá Selmu Jónsdóttur í Hæðargarðinum. Meðan spjallað var um gömlu dagana málaði Andr- ea fjallið sitt, Kaldbak, sem er í botni Haukadals í Dýrafirði, en þar ólst hún upp og átti þaðan dýrmæt- ar æskuminningar. Seinni árin ferð- aðist Andrea oft til útlanda og var síðasta ferðin farin í vor með Guð- mundu, systur hennar. Þegar heim kom var ljóst að hún var orðin veik. Hún var ákaflega trúuð og tók veik- indunum af miklu æðruleysi, viss um að annað og betra tæki við að þessu lífi loknu. Sumarið er sýnilega að baki, sólin lækkar festingunni á. Hljótt er orðið holt af fuglakvaki, hægur niður bærist ánni frá. Kæri vinur, kvöldin fara að lengjast. Það kveður við í lofti stormagnýr. Við hefðum heldur traustar átt að tengjast tryggðinni og vináttunni á ný. (Andrea Helgadóttir.) Gömlu vinnufélagarnir þakka Andreu samfylgdina og votta börn- um hennar og öðrum ættingjum dýpstu samúð. Veri Andrea kært kvödd, Guði á hendur falin, hafi hún þökk fyrir allt og allt. Jónína Björnsdóttir iðjuþjálfi. Kæra vinkona. Þá hefur þú kvatt hið jarðneska líf og ert farin að njóta þess sem tekur við eftir að til- vist okkar lýkur hér. Þú munt án efa fara þar á kostum eins og endra- nær. Sannfæring þín um áfram- haldandi líf eftir dvöl okkar hér duldist engum sem þig þekkti. Í mörg ár unnum við saman og ætíð voru öll mál brotin til mergjar. Þú sættir þig ekki við minna og að öllum öðrum ólöstuðum voru vakt- irnar ávallt litríkar þegar þú varst á staðnum. Þú helgaðir líf þitt mönn- um og málefnum og nutum við ásamt skjólstæðingum okkar góðs af þínu mikla ágæti. Eftirminnilegar eru þær stundir þegar við komum saman vinkonurn- ar heima hver hjá annarri. Þá var ávallt glatt á hjalla, málin rædd fram og til baka. Ekki vorum við alltaf sammála og ósjaldan hrikti í stoðunum, en allar fórum við til okkar heima sáttar og glaðar hverju sinni. Eitt er víst að heiðarleiki þinn, elja þín og þeir mannkostir sem þig hafa prýtt munu ylja okkur sem öðlaðist að fá að kynnast þér og vera þér samferða til margra ára. Víst er þetta löng og erfið leið, og lífið stutt og margt, sem út af ber. En tigið gegnum tál og hverskyns neyð skín takmarkið og bíður eftir þér. (Steinn Steinarr.) Við vottum börnum þínum, systr- um og öðrum ættingjum dýpstu samúð okkar. Elsku Andrea, við þökkum sam- fylgdina og kveðjum að sinni. Sofðu rótt. Þínar vinkonur, Svala, Valdís, Guðbjörg og Sigurbjörg. Það kom mér mjög á óvart þegar ég frétti lát Andreu. Mér finnst svo stutt síðan hún hringdi í mig til að vita hvernig ég hefði það. Við höfð- um ekki hist lengi. Hún var svo hress og ánægð með lífið og allt í kringum sig. Sagði að sér hefði aldrei liðið eins vel – en svo nokkr- um mánuðum síðar er hún látin. Andrea var sjúkraliði hjá okkur á A-2, geðdeild Borgarspítala, og sinnti hún starfinu af alúð og rögg- semi. Við kynntumst fyrst á deild- inni 1972 þegar hún var starfs- stúlka, en síðar lærði hún til sjúkraliða. Hún starfaði lengst af á geðdeildinni og um tíma flutti hún sig á aðrar deildir en kom aftur. Andrea var greind og skemmtileg kona, vel lesin og víða heima og hafði sterkan karakter. Starfsfólkið á A-2 kunni vel að meta störfin hennar. Hún var alltaf reiðubúin að koma og taka aukavaktir og eftir að ég varð framkvæmdastjóri fannst mér gott að vita af henni á deildinni. Hún var örugg í fasi og góð við sjúk- lingana og leiðbeindi yngri sjúkra- liðum. Ég vil með þessum orðum þakka henni samstarfið til margra ára, störf hennar í þágu geðdeildarinnar og vináttuna. Nú er A-2 geðdeild ekki til lengur né heldur Borgar- spítalinn en fólkið og starfið þar gleymist ekki. Ég votta aðstand- endum Andreu mína innilegustu samúð. Steina Scheving, fyrrv. hjúkrunarframkvæmdastjóri geðdeildar Borgarspítalans. Elsku Andrea mín. Smásumar- kveðja frá mér. Við unnum saman í 14 ár á geðdeild Borgarspítalans. Það er margs að minnast á svo löngum tíma. Þú varst há og gjörvu- leg kona með stóra sál, svona komst þú mér fyrir sjónir, skarpgreind, víðlesin, kunnir ógrynni af ljóðum, yndisleg kona. Þú varðst ekkja ung með hóp af börnum, þeim komst þú öllum til manns einsömul. Þú varst stolt af barnahópnum þínum. Það var gott að starfa með þér. Þú varst hvers manns hugljúfi og varst mjög góð við þá sem leið illa. Þú varst mjög trúuð kona og vona ég að það hafi hjálpað þér í veikindum þínum. Það var oft glatt á hjalla á sunnu- dagsmorgnum, þegar við höfðum næði til að njóta súkkulaðisins og rúnnstykkjanna. Um leið og ég kveð stórbrotna ljúfa vinkonu votta ég börnum þín- um og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð. Far þú í friði, elsku Andrea mín. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Þín vinkona, Elín Stefánsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Andreu Helgadóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.