Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Norræn ráðstefna um viðskiptafræði Um 600 fræð- ingar funda Ráðstefna Félags umviðskiptafræði áNorðurlöndum, Nordisk Företagsekonom- isk Förening (NFF), verð- ur haldin hér á landi dag- ana 14.–16. ágúst. Félagið heldur ráðstefnu annað hvert ár og er þetta í 17. sinn, en í fyrsta skipti sem hún er haldin hér á landi. Dr. Runólfur Smári Stein- þórsson, dósent við Há- skóla Íslands, er formaður ráðstefnunefndarinnar. – Hverjir eiga aðild að NFF? „Aðild að félaginu er í raun tvískipt. Annars veg- ar eru það viðskiptaháskól- ar eða viðskiptadeildir há- skóla sem eiga aðild að félaginu, en hins vegar geta einstaklingar skráð sig í það. Viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands hefur átt aðild að fé- laginu um nokkurt skeið, en við höfum alltaf átt gott samstarf við fræðimenn á hinum Norðurlönd- unum. Hingað til hefur ráðstefnan verið haldin til skiptis í Dan- mörku, Svíþjóð, Noregi og Finn- landi, en nú bætist Ísland í hópinn. Ráðstefnan er vettvangur fyrir fræðimenn á Norðurlöndum, og í raun um heim allan, til að hittast og bera saman bækur sínar.“ – Hvert er efni ráðstefnunnar að þessu sinni? „Í aðdraganda ráðstefnunnar eru ákveðin þau þemu, sem fjalla á um. Það gerist fyrir atbeina þeirra sem halda ráðstefnuna, sem í þessu tilviki er Háskóli Íslands, en að auki óskum við eftir hugmynd- um annarra um efni. Niðurstaðan er sú, að stór hópur mótar efni ráðstefnunnar hverju sinni.“ – Hver eru þemu ráðstefnunnar í Reykjavík? „Þau eru alls 26 talsins og mjög fjölbreytt. Eitt umfangsmesta sviðið tekur fyrir ný sjónarhorn í stefnumótun. Þá verður fjallað töluvert um umbætur í opinberum rekstri, fjallað um frumkvöðla og frumkvöðlafræði í ýmsu samhengi og um ábyrgð fyrirtækja í sam- félaginu, sem komst sérstaklega í hámæli eftir hrun fyrirtækisins Enron í Bandaríkjunum. Þá má nefna fyrirlestra um nýjar leiðir í skipulagi fyrirtækja. Við undirbúning ráðstefnunnar lögðum við sérstaka áherslu á að þemu hennar myndu endurspegla viðskiptafræðina í heild sinni. Þannig yrði ekki einblínt á ein- staka greinar hennar, eins og stjórnun og markaðsfræði, heldur tekið á sem flestum undirgreinum hennar.“ – Hverjir eru aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar? „Þeir eru fjórir, Walter W. Powell, Þráinn Eggertsson, Guje Sevon og Helgi Þorláksson. Pow- ell er prófessor við Stanford-há- skóla í Bandaríkjunum og for- stöðumaður rannsóknarseturs norrænna háskóla við Stanford, en viðskipta- og hagfræðideild er formlegur aðili að því setri. Þráinn Eggerts- son er einn af okkar virtustu fræðimönnum, prófessor við HÍ og sérfræðingur í stofn- anahagfræði. Guje Sevon er pró- fessor við viðskiptaháskólann í Stokkhólmi og hún ætlar að fjalla um rannsóknir á stjórnum og skipulagsheildum á Norðurlönd- um. Helgi Þorláksson er prófessor í sagnfræði við HÍ og ætlar að fjalla um áhættufælna víkinga. Hann hefur því tekið að sér að tengja viðskiptafræðina við for- feður okkar Íslendinga, í tilefni þess að ráðstefnan er haldin hér á Sögueynni. Við höfum líka lagt á það áherslu við kynningu á ráð- stefnunni að við erum enn að semja sögur. Með rannsóknum sínum eru viðskiptafræðingar í raun að búa til frásagnir af fyr- irtækjum.“ – Hversu margir munu sækja þessa ráðstefnu? „Um 600 manns hafa skráð sig á ráðstefnuna, langflestir útlend- ingar, og hún hefur aldrei verið fjölmennari. Ég get ekki sagt til um hvort þessi mikla þátttaka sé vegna þeirrar áherslu sem við lögðum á að hafa efni hennar sem fjölbreyttast, eða af því að hún er nú í fyrsta skipti haldin hér á landi. Þessi þátttaka er auðvitað mikið ánægjuefni.“ – Hvers vegna var ákveðið að halda ráðstefnuna hér á landi að þessu sinni? „Ég sótti fyrstu ráðstefnu NFF árið 1995 og þá var rætt um að Ís- lendingar ættu að slást í hóp skipuleggjenda hennar. Við tók- um þá ákvörðun að halda hana í ár og ég lít á hana sem lið í aukinni áherslu á rannsóknir í viðskipta- fræði innan viðskipta- og hag- fræðideildar. Auðvitað hafa verið stundaðar miklar rannsóknir hér áður, en nú hefur deildin eflst verulega og við höfum sótt inn á kennslu á meistara- stigi. Sú kennsla kallar á öflugri rannsóknir. Meistaranemar eru nú á þriðja hundraðið, bæði til MS-, MA- og MBA-gráðu. Samhliða þessari ráðstefnu höldum við doktorsráðstefnu dag- ana 11.–13. ágúst, í samstarfi við og í húsakynnum Viðskiptahá- skólans á Bifröst. Þar verða 54 doktorsnemendur frá öllum Norð- urlöndunum og 10 leiðbeinendur, íslenskir og útlendir. Allmargir þessara doktorsnema flytja svo erindi á ráðstefnunni sjálfri.“ Dr. Runólfur S. Steinþórsson  Dr. Runólfur Smári Stein- þórsson fæddist 17. apríl 1959 í Hafnarfirði, en uppvaxtarárin var hann á Hellu á Rangár- völlum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laug- arvatni 1978 og cand. oecon- prófi í viðskiptafræði frá Há- skóla Íslands 1986. Lauk MSc- prófi 1990 og Ph.D-prófi 1995 í viðskiptafræði frá Viðskiptahá- skólanum í Kaupmannahöfn. Hann varð lektor í stjórnun og stefnumótun í viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands 1993 og dósent 1996. Runólfur er for- maður ráðstefnunefndar 17. nor- rænu ráðstefnunnar um rann- sóknir í viðskiptafræði. Liður í aukinni áherslu á rannsóknir Og hvað hefur þú nú verið að dunda þér við, meðan ég var hæstvirtur dómsmálaráðherra, elsku karlinn minn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.