Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 214. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Postuli einka- væðingar Eamonn Butler telur heilbrigðis- og menntakerfið næsta verkefnið 16 Sannkallað sigurmark Veigar Páll skoraði fyrir KR eftir venjulegan leiktíma Íþróttir 4 Furðulegar flugvélar Sýning á flugmódelum á Mel- gerðismelum 4 FRANZ Fischler, sem fer með sjáv- arútvegs- og landbúnaðarmál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), segir að komi til þess að Ís- lendingar semji um aðild að sam- bandinu yrði að finna lausn þar sem tillit væri tekið til lögmætra hags- muna íslenzks sjávarútvegs en jafn- framt til grundvallarreglna ESB, en til þeirra heyrir meðal annars að lög- sagan milli 12 mílna landhelgi og 200 mílna efnahagslögsögumarkanna sé skilgreind sem lögsaga ESB. Fischler hitti í gær Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra og opnaði nýja Miðstöð Evrópuupplýs- inga við Háskólann í Reykjavík. Sagðist hann sannfærður um að hægt væri að finna lausn á sjávarút- vegsmálunum, ákvæðu Íslendingar að sækja um aðild að ESB. Spurður hvort hann útilokaði að hægt yrði í aðildarsamningum að semja um sérskilgreiningu á ís- lenzku fiskveiðilögsögunni innan sameiginlegu sjávarútvegsstefnunn- ar, þannig að Íslendingar gætu gerzt aðilar en haldið samt yfirráðunum yfir fiskimiðunum óhögguðum, sagði Fischler að Evrópusambandið væri eins og klúbbur með sínar reglur, og sá sem vildi ganga í klúbbinn gengi að gildandi reglum hans. „Þetta er grundvallaratriðið. Því snúast aðild- arviðræður í aðalatriðum um það að ræða hvar umsóknarríkið á í erfið- leikum með að ganga að hinum gild- andi reglum og hvernig hægt er að leysa úr þessum erfiðleikum í formi aðlögunarfrests eða sérlausna, en í samræmi við grundvallarreglur ESB-réttar.“ Alla jafna væri svæðið milli 12 mílna landhelgi og 200 mílna efna- hagslögsögumarkanna skilgreint sem sameiginleg fiskveiðilögsaga ESB. Ýmsar leiðir væru þó hugsan- legar til að tryggja lítt breytta hög- un veiða. Skilgreina yrði efnahagslög- söguna sem lögsögu ESB ALDREI hefur lofthiti mælzt meiri í Bretlandi en í gær er mælar veðurstof- unnar við Heathrow-flugvöll stigu í 37,9 gráður á Celcius. Við það fór hitinn sömuleiðis yfir 100 gráður á Fahrenheit í fyrsta sinn, eða í 100,2°F. Var heitara í Bretlandi í dag en á mörgum helstu áfangastöðum sólbaðs- dýrkenda. Þannig voru 28,9°C á sama tíma á Barbados í Karíbahafi og 17,8°C í Rio de Janeiro í Brasilíu. Gamla hitametið var 37,1 gráða en sá hiti mældist í ágústmánuði 1990 í mið- enska bænum Cheltenham. Þá stefndi í að hitinn í Skotlandi jafn- aði fyrra met frá 1908, 32,8 gráður. Veðmálastofur þurfa nú að punga út stórfé eftir að metið féll. Þannig þarf veðmálastofan William Hill nú að borga þeim sem veðjuðu rétt um fjórðung millj- ónar punda, eða yfir 30 milljónir króna. AP Svitakirtlalausir ferfætlingar sunnar í álf- unni hafa ekki átt sjö dagana sæla að und- anförnu. Þessi hundur í Clerkenwell í London reyndi hvað hann gat að kæla sig þegar brezka hitametið var slegið í gær. Hitamet sleg- ið í Bretlandi Lundúnum. AP, AFP. NEPALSKUR gurkhahermaður og einn Íraki féllu og nokkrir særð- ust er til átaka kom með Írökum og breskum hermönnum í Basra í Suð- ur-Írak í gær. Voru upptökin mikill eldsneytis- og rafmagnsskortur í borginni en auk þess var ráðist á breska hermenn í tveimur öðrum bæjum í Suður-Írak. Í Bagdad særðust fimm bandarískir hermenn og tíu Írakar í átökum þar. Mótmælin í Basra hófust á laug- ardag og þá og í gær var kveikt í bíldekkjum og grjóti kastað að breskum hermönnum. Voru upp- þotin í gær á fjórum stöðum í borg- inni og var þá skotið á bresku her- árásir. Nefndi hann einkum sam- tökin Ansar al-Islam, sem höfðu áður bækistöð í Norður-Írak en Bandaríkjamenn töldu sig hafa upprætt. Sagði Bremer, að liðs- menn þeirra væru nú að koma frá Íran og varaði við nýju hryðjuverki á borð við sprenginguna við jórd- anska sendiráðið. Al-Jazeera-sjónvarpsstöðin sýndi í gær myndir af mönnum, sem hótuðu hertum árásum á Bandaríkjamenn en neituðu um leið öllum tengslum við Saddam Hussein og stuðningsmenn hans. Hafa þá alls fern samtök haft uppi sams konar hótanir um helgina. Bandarískir hermenn handtóku í fyrrinótt háttsettan sjíta-klerk, Ali Abdul Karim al-Madani, en hann var einnig í haldi Bandaríkja- manna í tvo daga snemma í júlí. Kom þá til mikilla mótmæla meðal sjíta. Bremer, ráðsmaður Bandaríkj- anna í Írak, sagði í viðtali við New York Times í gær, að hundruð ísl- amskra skæruliða, sem hefðu flúið Írak í stríðinu, hefðu snúið aftur og væru að leggja á ráðin um miklar mennina, sem svöruðu skothríð- inni. Féllu gurkhahermaður og einn Íraki í átökunum og átta manns særðust. Gurhkahermenn voru áður í þjónustu breska hers- ins en voru nú fengnir sérstaklega til að sinna öryggisgæslu. Við háskólann í Bagdad var handsprengju kastað að banda- rískum hermönnum og særðust þá fimm þeirra og tíu Írakar. Þá var einnig skotið á bandarískan her- jeppa vestur af Bagdad. Vaxandi átök í Írak Bremer segir hundruð íslamskra skæruliða streyma til landsins Reuters Íraskur maður ber burt annan, sem varð fyrir skoti í uppþotunum í Basra í gær. Undirrót mótmælanna var mikill bensín- og rafmagnsskortur í borginni en í gær var þar um 50 stiga hiti á Celsius. Bagdad. AP, AFP. ALLS gengu 155 menn í gær frá framboðspappírum vegna ríkisstjórakosninganna í Kali- forníu í október. Er það mjög mislitur hópur en skoðana- kannanir sýna, að kvikmynda- leikarinn Arnold Schwarzen- egger muni sigra örugglega. Meðal frambjóðenda verða klámkóngurinn Larry Flynt og repúblikaninn og auðkýf- ingurinn Bill Simon en hann skoraði í gær á flokksbróður sinn Schwarzenegger að upp- lýsa fólk um skoðanir sínar á hinum ýmsu málum því að enn vissi enginn hverjar þær væru. Ýmsir furðufiskar eru í hópi frambjóðenda, m.a. þær stöll- urnar Mary Carey, sem vill láta klámmyndir koma í stað skotvopna til að draga úr of- beldi, og Angelyne en sérstakt áhugamál hennar er að bæta vegina til að bleiki sportbíllinn hennar verði ekki fyrir hnjaski. 155 fram- bjóðendur Los Angeles. AFP. ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir erindi Franz Fischlers, sjávarútvegsstjóra Evr- ópusambandsins, í Háskólanum í Reykjavík í gær hafa verið gott og gagnlegt. Hann segist sérlega ánægður með hugmyndir hans um afstöðu ESB um niður- greiðslur og fríverslun á fisk- vörum í samningum Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar (WTO). Hugmyndir Evrópusambandsins og Íslands fari þar vel saman. Þá segir hann að margt jákvætt hafi komið fram varðandi stækkun EES í erindi Fischlers. Ánægður með fríverslunaráherslur  Ekki bara/12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.