Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 5
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2003 5 K O R T E R HEYSKAP er víða lokið eða að ljúka. Heyfengur er gríðarlega mikill og muna elstu menn varla aðra eins sprettu eins og verið hefur í sumar. Karl Pálmason, bóndi í Kerlingadal í Mýrdal, var að ljúka heyskap hjá sér fyrir helgi og segist hann sjaldan eða aldrei hafa átt jafn mikinn hey- feng og nú og sömu sögu segja fleiri bændur í Mýrdal.Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Heyfengur er víða með mesta móti Fagradal. Morgunblaðið. FULLTRÚAR frá Byrginu fóru í gær um Reykjavík og sóttu tíu manns og komu þeim fyrir í aðstöðu sem sett var upp í skyndi í Byrginu. Guðmundur Jónsson, forstöðu- maður Byrgisins, segir að lögreglan hafi veitt leyfi til að óska eftir fylgd með þessum einstaklingum ef þörf krefði. Hann segir að ekki hafi komið til þess að óskað hafi verið eftir slíkri fylgd. Guðmundur hefur haldið því fram að hundrað til hundrað og þrjátíu manns séu á vergangi í Reykjavík um þessar mundir. Hann segir lítið mál að komast að þeirri tölu. Hún sé sjáanleg öllum þeim sem til þekki. „Væntanlega sækjum við fleiri á morgun. Svo framarlega sem við verðum ekki stoppaðir af með það,“ segir Guðmundur. Aðspurður segir hann að stjórnvöld væru líkleg til að stöðva Byrgismenn í þeirri viðleitni sinni að sækja útigangsmenn til Reykjavíkur. „Ég gat ekki lengur horft upp á þetta siðleysi að sækja ekki lasið fólk út á götur. Ef spítalarnir eru orðnir of fínir fyrir þetta fólk þá veit ég ekki hvað við erum að gera. Það er kallað út björgunarlið eftir ferðamönnum og sjómönnum ef þeir eru illa stadd- ir, en þetta fólk er líka að deyja,“ segir Guðmundur. Fulltrúar Byrgisins sóttu úti- gangsmenn SLÍK aðsókn var að tónleikum hinnar færeysku Eivarar Páls- dóttur á Listasumri á Súðavík á föstudagskvöldið að þá varð að halda í íþróttahúsi staðarins. Í til- kynningu frá aðstandendum Listasumarsins segir að fólk á staðnum hafi talað um að „aldrei fyrr hafi sést biðröð í líkingu við þá sem myndaðist við miðasöluna á tónleikana í manna minnum“. Hljómsveitin „Þessir þrír“ var Eivöru til aðstoðar en hana skipa þeir Pétur Grétarsson á tromm- ur, Eðvarð Lárusson á gítar og Birgir Bragason á kontrabassa. Listasumar á Súðavík var sett hinn 6. ágúst sl. og lauk í gær. Viðamikil dagskrá var á Súðavík alla dagana. Fyrr að kvöldi föstu- dagsins stýrði Valgeir Guð- jónsson brekkusöng við Lynghól á Langeyri. Fjöldi fólks tók und- ir, jafnt Súðvíkingar og fólk frá nágrannabyggðum sem aðrir gestir Súðavíkur. Á vefnum www.sudavik.is má finna frekari upplýsingar um Listasumar á Súðavík. Eivör fyllti íþróttahúsið á Súðavík Eivör Pálsdóttir sló í gegn á Lista- sumri á Súðavík um helgina. Ísafirði. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.