Morgunblaðið - 08.09.2003, Síða 8

Morgunblaðið - 08.09.2003, Síða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Banka ketið kemur, banka ketið kemur. Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða Erum skammt á veg komin EVRÓPSK málstofasem ber yfir-skriftina Europ- ean Perspectives of Gen- der Mainstreaming – Male and Female Aspects, verður haldin þriðjudaginn nk í Korn- húsinu, Árbæjarsafni. Málstofan er haldin í tengslum við vinnufund í ESB verkefni um sam- þættingu, sem fram fer hér á landi, en í verkefn- inu eru samstarfsaðilar frá Grikklandi, Þýska- landi, Möltu, Danmörku, Austurríki, Eistlandi og Íslandi. Af Íslands hálfu tekur jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar þátt í verkefninu. Morgunblað- ið ræddi við Hildi Jóns- dóttur jafnréttisráðgjafa Reykjavíkurborgar. – Segðu okkur fyrst, hvað er samþætting kynja- og jafnrétt- issjónarmiða? „Samþætting kynja- og jafn- réttissjónarmiða er þýðing á enska heitinu Gender-main- streaming. Á ensku lýsir hug- takið því að kyn og allt sem því fylgir í félagslegum, sögulegum og pólitískum skilningi sé tekið með inn í meginstraum stjórn- málanna, sé eitt af þeim grund- vallaratriðum sem taka þurfi mið af við hvers konar stefnu- mótun og ákvarðanatöku. Með þessu er verið að hafna því að jafnréttismál séu jaðarmálefni sem aðeins sé unnið að í ein- angruðum afkimum. Með því að viðurkenna og skoða mismun- andi aðstæður og þarfir kynjanna og taka tillit til þess við ákvarðanatöku, sé því hægt að finna lýðræðislegri lausnir sem mæti betur þörfum fólks.“ – Hvert er tilefni málstofunn- ar og hver er tilgangur hennar? „Reykjavíkurborg tekur þátt í Evrópuverkefni sem snýst um aðferðir til að fræða fólk og þjálfa í innleiðingu á samþætt- ingu. Núna var komið að því að halda vinnufund hér á landi með samstarfsaðilunum. Okkur fannst upplagt að biðja sam- starfsaðilana um að standa með okkur að þessari málstofu til að gefa fleirum tækifæri til að kynnast umræðunni innan ESB um samþættingu og einstaka verkefnum. Ísland hefur á vett- vangi EES, Evrópuráðsins og Norðurlandasamstarfsins skuld- bundið sig til að vinna að sam- þættingu, en við erum afskap- lega skammt á veg komin í því að tileinka okkur þekkingu og aðferðafræði sem nauðsynleg er til að þetta séu ekki bara inn- antóm orð. Við erum alls ekki ein á báti þar, en ég held að það sé mikilvægt að taka þátt í sam- ræðunni sem fram fer alþjóð- lega og reyna að læra hvert af öðru.“ – Hvernig fer málstofan fram og hvað er helst um þátttak- endur að segja? „Í málstofunni skiptast á fyrirlestr- ar og umræður. Dr. Heidemarie Wunsche-Piétzka, lögfræðingur og sérfræðingur um samþættingu innan ESB mun fjalla um grundvallarskil- greiningar. Hún fjallar um sam- þættingarferli og hönnun þeirra, og tengir þetta kenningum um breytingastjórnun og lærdóms- ferla innan skipulagsheilda. Christiana Weidel frá Austur- ríki mun ásamt Helgu Grafschafter fjalla um samþætt- ingarverkefni þar í landi sem unnin eru í samvinnu frjálsra fé- lagasamtaka og stjórnvalda. Christiana er stofnandi samtak- anna The World of NGO’s og hefur aðstoðað frjáls félagasam- tök kvenna víða um heim í að nýta upplýsingatæknina. Svo er sérstaklega áhugavert að hlusta á Renée Laiviera, sem stýrir jafnréttisskrifstofu félags- málaráðuneytis Möltu. Stjórn- sýslan þar hefur um árabil verið á bólakafi við undirbúning undir inngönguna í ESB, og það fól m.a. í sér viðamikið samþætting- arverkefni sem náði til megin- hluta stjórnsýslunnar. Renée stýrir þessari vinnu og ég veit að hún mun gefa okkur innsýn í þetta magnaða verkefni. Samþætting á að nýtast körl- um jafnvel og konum, eins og Peter Ussing frá hinni dönsku jafnréttisstofu, sem nú er innan Hróarskelduháskóla, mun fjalla um. Peter hefur verið kallaður til af ríkjum sem eru í aðlög- unarferli að ESB til að veita ráðgjöf um samþættingu. Fleiri koma að dagskrá málstofunnar, en allt er þetta fólk með mikla reynslu.“ – Hverjar verða helstu áhersl- urnar? „Í umræðunum munum við reyna að greina hvar við erum stödd hér á landi með tilliti til samþættingar og Evrópu. Við viljum auðvitað ná til þeirra sem starfa að jafnréttismálum, svo og allra sem hafa áhuga á fram- gangi þeirra. Okkur langar mik- ið að koma á nánari tengslum annars vegar milli fólks sem hefur hlutverki að gegna hér á Ís- landi við að fram- fylgja stefnumörkun stjórnvalda um samþættingu og hins vegar við fólk úti í Evrópu sem vinnur við það sama frá degi til dags, hvort sem það eru ráðgjafar, fólk úr háskólasamfélagi, eða innan úr stjórnsýslu mismun- andi landa. Með því vonumst við til að opna umræðuna og efla starf og samþættingu hér á landi.“ Hildur Jónsdóttir  Hildur Jónsdóttir er fædd 2. desember 1955. Lauk prófi frá Blaðamannaháskólanum í Dan- mörku 1988 en hefur lengst af starfað að jafnréttismálum, bæði sem verkefnisstjóri Norræna jafnlaunaverkefnisins og sem jafnréttisráðgjafi Reykjavík- urborgar frá 1996. Sambýlis- maður er Hjörtur O. Að- alsteinsson héraðsdómari. Samanlagt eiga þau þrjár upp- komnar dætur, tvo syni og fjögur barnabörn. Samþætting á að nýtast körlum jafnvel og konum STEFÁN Ólafsson, prófessor við Há- skóla Íslands, fékk greiddar tæpar 2,5 milljónir króna fyrir skýrslugerð við undirbúning kosninga um framtíð Reykjavíkurflugvallar árið 2001. „Ég verð að segja að mér finnst það ansi vel í lagt fyrir skýrslu sem er alls 130 blaðsíður. Ef maður tekur frá efni frá öðrum, sérfræðiálit og sérálit, þá er skýrslan vel innan við 100 síður,“ sagði Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í borgar- stjórn á fimmtudag. Kjartan sagðist hafa beðið eftir svari við fyrirspurn sinni um greiðslur til Stefáns Ólafssonar frá 1. mars 2001. Þá hafi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri, lofað í tvígang að svara. Síðast hafi hann ítrekað fyrirspurnina í bréfi til borgarráðs í apríl og nú sé svarið loksins komið. Kjartan segir það vekja athygli að þegar spurningum um menn sem tengjast Samfylking- unni er beint til borgarstjóra, þá gangi illa að fá svör. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg- arfulltrúi R-listans, sagði Reykjavík- urborg greiða 1,5 milljarða í sérfræði- aðstoð af ýmsu tagi á ári. Spurði hún hvað ræki Kjartan Magnússon til að spyrja sérstaklega út í Stefán Ólafs- son en ekki einhvern annan. „Eftir hverju er borgarfulltrúinn að leita? Hvaða svar vill hann fá?“ spurði Ingi- björg. „Svarið sem borgarfulltrúinn fær er svar sem búið er að gefa tvisvar sinnum áður,“ sagði Ingibjörg. „Enn er spurt og enn er sama svarið. Borg- arfulltrúinn ætti að kynna sér þau gögn sem fyrir liggja í þessum efn- um.“ Hún sagði þetta mál ekkert hafa með eftirlitshlutverk Kjartans að gera. „Borgarfulltrúinn er einfaldlega að misnota pólitíska stöðu til að kasta rýrð á tvo tiltekna einstaklinga, á vinnu þeirra og fagmennsku, og gera greiðslur til þeirra tortryggilegar. Hann er að misnota pólitíska stöðu sína til þessara hluta. Það verður ekk- ert sagt öðruvísi,“ sagði Ingibjörg. Kjartan hafði fyrr á þessu ári spurt um greiðslu til Hákons Gunnarssonar fyrir Alþjóðahúsið, en hann var kosn- ingastjóri Samfylkingarinnar árið 1999. Hákon fékk greiddar 310 þús- und krónur fyrir þá sérfræðivinnu. Sagði Kjartan hælbít „Í sjálfu sér skiptir engu máli þó að þessi borgarfulltrúi bíti í hælana á okkur sem sitjum hér í borgarstjórn,“ sagði Ingibjörg og borgarfulltrúar R- listans væri fólk til að svara því. „En þegar borgarfulltrúinn fer í hælana á einhverjum einstaklingum sem hafa tekið að sér tiltekna vinnu fyrir borg- ina þá horfir málið svolítið öðruvísi við. Þá er ástæða til þess að grípa til svara. Það sem er hérna á ferðinni er einfaldlega það að tilgangurinn er lát- inn helga meðalið.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði bú- ið að ræða allt milli himins og jarðar á borgarstjórnarfundinum, sem snerti fyrrverandi borgarstjóra, Ingibjörgu Sólrúnu, en hún hafi ekki haft fyrir því að blanda sér í umræðuna fyrr en Kjartan Magnússon vogaði sér að spyrja um kostnað vegna ákveðinna einstaklinga. „Er það svo að þeir að- ilar misnoti sína pólitíska stöðu sem spyrja um hluti sem þessa?“ spurði Guðlaugur. Kjartan Magnússon sagði ræðu Ingibjargar harorða og hann hafi upplifað sig sem sökudólg bara fyrir það eitt að spyrja spurninga um kostnað til ákveðinna manna. Hann sagðist spyrja margra spurninga inn- an borgarkerfisins. „Ég hef aldrei verið sakaður um það fyrr en nú að vera að misnota stöðu mína sem borg- arfulltrúi,“ sagði Kjartan og minntist þess að fulltrúar flokkanna sem nú standa að meirihlutasamstarfi R- listans voru iðnir við að spyrja slíkra spurninga þegar þeir voru í minni- hluta. „Ég held að það sé aldrei óeðlilegt að það sé spurt um kostnað í borg- arkerfinu, ekki síst til einstaklinga sem tengjast stjórnmálaflokkum,“ sagði Kjartan. Fyrirspurn um greiðslur til Stefáns Ólafssonar Kjartan Magnússon sakaður um að misnota pólitíska stöðu sína Leit í kjölfar neyðarblysa BJÖRGUNARSVEITIN Hérað frá Egilsstöðum og Hjálparsveit skáta á Fjöllum úr Jökulsdal voru kallaðar út á laugardagskvöld eftir að tilkynning barst lögreglunni á Egilsstöðum um að tvö neyðarblys hefðu sést með stuttu millibili yfir Fljótdalsheiði. Aðilar sem voru staddir við norðurbrún Jökulsár- dals sáu á tíunda tímanum um kvöldið tvö neyðarblys, að þeir töldu, koma upp yfir Fljótsdals- heiði. Gátu þeir gefið það nákvæma lýsingu á staðsetningu blysanna að lögregla og björgunarsveitir fundu út að staðsetningin væri líklega á Klausturselsvegi á Fljótsdalsheiði. Sendir voru tveir björgunar- sveitarjeppar til leitar á veginum og keyrðu þeir um svæðið alla nótt- ina í blíðskapar veðri án árangurs. Hugað var að því í gær að senda flugvél til leitar, en sökum lélegs skyggnis var það ekki hægt. Björg- unarsveitarmenn hafa engar skýr- ingar á ljósaganginum. Ekki hafa borist tilkynningar um fólk í vand- ræðum á þessum slóðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.