Morgunblaðið - 08.09.2003, Side 16
LISTIR
16 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
GEISLADISKUR Eddu Erlends-
dóttur píanóleikara þar sem hún leik-
ur tónlist eftir Carl Philipp Emanuel
Bach hefur um nokkurra ára skeið
verið ófáanlegur, en hefur nú verið
endurútgefinn. Það er Edda sjálf sem
gefur diskinn út en hún gaf einnig út
aftur geisladiskinn þar sem hún leik-
ur verk eftir Grieg fyrir nokkrum
misserum. Hann var þá uppseldur.
Þegar Edda er spurð hvers vegna
hún hafi ráðist í endurútgáfu segir
hún þetta spurningu um að diskurinn
sé til á markaðinum – hann sé ekki
bara gleymdur og grafinn.
Bach-diskurinn kom fyrst út 1991.
Hann hefur ekki verið til í nokkur ár,
ekki síðan 1997 í Frakklandi. Upphaf-
lega gaf Skífan hann út en nú hefur
Edda öðlast útgáfuréttinn og er þetta
fjórði diskurinn sem hún gefur út
sjálf. Ástæðuna segir hún að það sé
orðið óöruggt fyrir hljóðfæraleikara
að vera með disk á markaði, að
minnsta kosti í Frakklandi. Hvers
vegna?
„Það er vegna þess að útgáfufyr-
irtækin eru keypt upp af stærri fyr-
irtækjum og þá fýkur kannski einn
þriðji af útgáfulistanum. Þannig var
það með Grieg-diskinn minn. Hann
var uppseldur og það átti ekki að end-
urútgefa hann. Ég keypti réttinn á
honum en í millitíðinni gaf ég sjálf út
Tjækovskí og Haydn, þannig að það
má segja að ég sé komin í æfingu með
svona smáútgáfu. Þetta hefst kannski
helst vegna þess að maðurinn minn
vinnur alla grafíska hönnun á þessum
fjórum diskum. Fyrir mig er persónu-
legur fjársjóður að eiga þetta, vegna
þess að ég legg mikla vinnu í að æfa
verkin og hljóðrita. Ég vinn þetta eins
og tónleikaefni, læri verkin utan að og
vinn þau í nokkra mánuði. Mér finnst
ég öruggari að gefa út sjálf. Þá veit ég
hvar ég stend og get ákveðið allt sem
snertir útgáfuna.“
Er útgáfa af þessu tagi ekki mikið
mál?
„Fyrir þann sem ekki stendur í út-
gáfu daglega er þetta töluvert átak.
Ég segi stundum að ég sé eins og
trillukarl sem stendur einn á báti.“
Hver var ástæða þess að þú hljóð-
ritaðir þessi verk á sínum tíma?
„Á diskinum eru fimm sónötur, eitt
lítið rondó og fantasía. Ég valdi þessi
verk vegna þess að ég hafði spilað þau
á tónleikum. Ég uppgötvaði þau af til-
viljun, þegar ég fékk nótur á nokkrum
heftum sem mér voru gefin. Það er
stundum eins og tilviljanir ráði ferð-
inni.
Ég fór að lesa í gegnum þessi verk
og uppgötvaði tónskáld sem ég þekkti
alls ekki, utan að ég vissi að hann var
næstelsti sonur Bachs. Ég fór að spila
verk eftir hann á tónleikum, smátt og
smátt, og það var eiginlega fyrir
hvatningu kollega minna hér í Frakk-
landi að ég fór að hljóðrita þau. Þeir
voru sammála um að þetta væri tón-
list sem yrði að komast á disk – en það
var mjög lítið til af diskum með tón-
listinni hans. Það var líka dálítil ögrun
að taka þessa tónlist upp á stóran
Steinwayflygil, því fyrir tólf til þrett-
án árum var dálítill púritanismi í
gangi um að maður ætti aðeins að
spila Bach og hans syni annaðhvort á
pianoforte eða sembal.“
Hefurðu leikið verkin sem eru á
diskinum hér heima á tónleikum?
„Já, ég held að ég hafi örugglega
spilað þetta í óperunni 1989. En þetta
er sá diskur sem er mér kærastur.
Þetta var fyrsti diskurinn minn og ég
var að leggja út í eitthvað sem var
mér algerlega framandi og ég man að
ég var bókstaflega í skýjunum allan
tímann. Upptakan tók þrjá daga og
var mjög gaman.“
Eru fleiri hljóðritanir á döfinni hjá
þér?
„Já, ég verð með tónleika hér í
Frakklandi í vetur þar sem ég spila
hluta af verkunum á diskinum og
seinna í vetur mun ég taka upp disk
með Bryndísi Höllu Gylfadóttur selló-
leikara – sem við ætlum að gefa út
sjálf.
Þetta gengur aðeins ef maður hef-
ur góða dreifingaraðila og dreifingar-
aðilarnir segja mér að þetta gangi enn
betur þegar maður er kominn með
fleiri diska heldur en að vera með einn
stakan.
Þetta ævintýri mitt kom upp vegna
þess að maðurinn minn var með fimm
diska sem hann hafði spilað og gefið
út hjá stóru fyrirtæki á nokkrum ár-
um. Síðan var það fyrirtæki keypt af
enn stærra fyrirtæki og þá hurfu
diskarnir hans af markaðinum.
Þetta er bara tíminn í dag og mað-
ur bregst við því. Ég er bara mjög
ánægð með að hafa getað keypt út-
gáfuréttinn á mínum diskum. Það er
ekki alltaf hægt.“
edda.erlendsdottir@club-inter-
net.fr.
Persónulegur fjársjóður fyrir mig
Edda Erlendsdóttir hef-
ur endurútgefið geisla-
disk sinn með tónlist
eftir C.P.E. Bach og er
hann aftur fáanlegur í
hljómplötuverslunum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Eins og trillukarl sem stendur einn á báti,“ segir Edda Erlendsdóttir.
Gallabuxna-
klúbburinn (Sist-
erhood of the
Traveling Pants)
er unglingaskáld-
saga eftir Ann
Brashares. Þýð-
andi er Anna
Heiða Páls-
dóttir. Þar segir
frá fyrsta sumr-
inu sem æskuvinkonurnar Bridget,
Lena, Carmen og Tibby eru að-
skildar. Skömmu fyrir fríið rekur á
fjörur þeirra gallabuxur sem eru
þeim töfrum gæddar að passa
jafn vel á allar stelpurnar. Vinkon-
urnar ákveða samstundis að
stofna Gallabuxnaklúbbinn og
senda buxurnar á milli sín um
sumarið. Allar ætla þær að sigra
heiminn meðan buxurnar standa
við en komast að því að lífið er
bæði súrt og sætt.
Gallabuxnaklúbburinn er fyrsta
skáldsaga Ann Brashares. Hún
fékk afar lofsamlega dóma og
vermdi efstu sæti metsölulista
þegar hún kom út í Bandaríkjunum
haustið 2001 og hefur síðan verið
gefin út á hátt á þriðja tug tungu-
mála víða um heim. Um þessar
mundir er unnið að gerð kvik-
myndar eftir bókinni í leikstjórn
Ken Kwapis (He Said, She Said).
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin er prentuð í Svíþjóð. Út-
lits- og kápuhönnun var í höndum
Marci Senders. Bókin er mán-
aðarbók í september og kotstar þá
1.743 kr.
Skáldsaga
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
2
00
3
IT
M
90
62
Trion
60 S-CN
3 hólf
63x50 sm
Texina
50 B-CN
86x50 sm
Trion 60 B-CN
3 hólf
98x50 sm
Teka MC10 Plus
Bursta› stál
Trion
60 E-CN
88x50 sm
FM Mattson
ÚTSALA ALLT Í ELDHÚSI‹
V. Fellsmúla • S. 588 7332
Opi›: Mán. - föst. 9-18,
Laugardaga 10-14
Uppgefi› ver› mi›ast vi› sta›grei›slu
40%
afsláttu
r
af eldh
ús-
innréttin
gum
35%
afsláttu
r
af gegn
heilum
furuinnr
éttingum
Allt a›
35%
afsláttu
r af
eldhúsv
öskum
Allt a›
30%
afsláttu
r af
blöndu
nartæk
jum
Keramik hellubor›, High Light
og fullkominn antikofn
7 eldunara›ger›ir
forritanleg klukka
Setti› á›ur kr. 107.800,-
Nú kr. 75.500,-
30%
afsláttu
r
Antikofn
og hellubor›
Group
Teka AG
Teka
Arkus
Bursta› stál
NÝLOKIÐ er listasýningu í þinghúsi
Manitoba í Winnipeg í Kanada þar sem
Ríkey Ingimundardóttir myndlist-
armaður sýndi tæplega 70 verk, en þetta
er í fyrsta sinn sem íslenskur listamaður
er með sýningu í þinghúsinu.
,,Það er frábært og algjör toppur að
hafa fengið tækifæri til að sýna í þinghús-
inu og mótttökurnar í Gimli voru líka
ánægjulegar,“ segir Ríkey, sem sýndi ol-
íumálverk, glerverk, skúlptúra og fleira,
alls tæplega 70 verk, en áður var sýningin
sett upp í Gimli í tengslum við Íslend-
ingadagshátíðina. Aldrei hafa fleiri verk
verið sýnd í Listasafninu í Gimli, en Ríkey
hefur meðal annars verið með sýningar í
Noregi, Bandaríkjunum, Lúxemborg og
Færeyjum. Hins vegar var þetta í fyrsta
sinn sem hún sýnir í Kanada, en verk
hennar eru núna í Birchwood-listasafninu
í Winnipeg og verða þar fram í október.
Upphaf sýningarinnar í Manitoba má
rekja til komu opinberrar sendinefndar
frá Manitoba til Íslands í ágúst 2001 en þá
sá sendinefndin sýningu hennar í Perl-
unni. Tim Arnason, forseti Íslend-
ingadagsnefndarinnar undanfarin tvö ár,
kom til Íslands sumarið eftir og ræddi þá
m.a. við listamanninn um að sýna verk
hennar í Gimli. „Þetta var mjög skemmti-
legt, fólkið yndislegt og viðbrögðin meiri-
háttar.“
Ríkey fyrst
til að sýna í
þinghúsinu
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Ríkey Ingimundardóttir á sýningunni í Gimli.