Morgunblaðið - 08.09.2003, Page 18
18 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Á
MEÐAN samningamenn
ræða ýmis ákvæði um nið-
urgreiðslur og því um líkt í
samningaviðræðunum um
viðskipti með landbúnaðar-
afurðir í Cancun nú í vikunni eiga um
800 milljónir manna út um allan heim
erfitt með verða sér úti um næstu mál-
tíð. Að sögn Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar, WHO, er hungur enn
helsta dánarorsökin í heiminum, alveg
eins og fyrir þúsund árum.
Þetta er kaldhæðnislegt í ljósi þess að
af þeim 300 milljörðum dollara sem ríku
löndin greiða bændum sínum til að nið-
urgreiða afurðir þeirra myndu fjárútlát
aðeins einnar viku duga nokkurn veginn
til að þurrka út þörfina fyrir matvælaað-
stoð í ár og fara langt með að tryggja að
fjöldi þeirra sem svelta í heiminum
minnki um helming fyrir árið 2015.
Jafnvel þótt samkomulag náist loks
um viðskipti með landbúnaðarafurðir
leikur vafi á því hvort áhrifa þess gæti
nógu fljótt meðal sárfátæka og sveltandi
fólksins í heiminum. Efnahagslega
framþróunin nær ekki til allra, þannig
að alltaf eru einhverjir skildir eftir.
Launþegar í auðugu löndunum geta yf-
irleitt reitt sig á styrki eða greiðslur frá
ríkinu sem tryggir grunnheilbrigðisþjón-
ustu, menntun, atvinnuleysisbætur og
aðra þjónus
fátækir bæ
eða Bólivíu
skóla og se
komu ódýra
urgreiddra)
fjárfestinga
til að gera b
starfsbræðu
– vegir, ma
faldlega ek
Ríkisstjó
Ekkert sveltandi fólk
Eftir James T. Morris
’ Þegar fulltrúar iðnríkjanna og þrórökræða afstæða ókosti tilslakana,
og innflutningsgjalda ættu þeir að h
degi hverjum deyja 24.000 manns ú
Þ
EGAR kommúnisminn í Austur-
Evrópu hrundi voru leiðtogar nýju
lýðræðisríkjanna sammála um að
skjót innganga í Evrópusambandið
ætti að vera forgangsverkefni
þeirra. „Aftur til Evrópu!“ voru einkunnarorð
þeirra og þorri íbúanna tók undir þau af miklum
ákafa. Nú, átta mánuðum áður en þessi draumur
rætist formlega, gætir samt vaxandi efasemda í
Austur-Evrópu um ávinninginn af aðild að Evr-
ópusambandinu. Hvað fór úrskeiðis?
Frá sjónarhóli nýju lýðræðisríkjanna í aust-
anverðri Evrópu hefur aðild að Evrópusam-
bandinu fimm meginvíddir: táknræna sögulega
merkingu, öryggistryggingu, hagsæld, póli-
tískan stöðugleika og tryggingu fyrir rétt-
arríki. Hver þessara þátta hefur verið áhrifa-
mestur á ólíkum tímabilum síðustu fjórtán árin
og hverjum þeirra tengjast mismunandi vænt-
ingar í Austur- og Vestur-Evrópu.
Táknræn söguleg merking Evrópusam-
bandsins hefur alltaf snortið Austur-
Evrópuþjóðirnar dýpra en þjóðirnar í vestri.
Austur-Evrópuþjóðirnar líta á aðild að sam-
bandinu sem staðfestingu á sögulegum
tengslum sínum við Vestur-Evrópu og nýtt
skref frá arfleifð sovétstjórnarinnar, en Evr-
ópusambandið virtist ekki telja að mikið lægi á
að koma til móts við þær væntingar.
Þess í stað lagði Evrópusambandið áherslu á
tæknilegar forsendur aðildar. Vestur-
Evrópubúar virtust telja það litlu varða að
skjót stækkun sambandsins til austurs gæti
flýtt fyrir því að lýðræðið næði þar fastri fót-
festu. Með því að líta aðeins á stækkunina sem
tæknilegt úrlausnarefni skriffinna varð hún
nánast gjörsneydd pólitískum siðareglum.
Þýðing aðildar að Evrópusambandinu hvað
varðar öryggismálin minnkaði einnig þegar
Bandaríkin ákváðu að beita sér fyrir skjótri
stækkun Atlantshafsbandalagsins. Sú stað-
reynd að Bandaríkin urðu fljótari til en Evr-
ópusambandið styrkti hollustuna sem margir í
nýju lýðræðisríkjunum telja sig eiga að sýna
Bandaríkjunum.
Evrópusambandið missti hér reyndar af
kjörnu tækifæri til að tengja stækkunina djörf-
um umbótum á innviðum þess sem hefðu gert
það að stórveldi. Þess í stað var stækkunin
gerð að langdregnu hjakki, sem varð til þess að
venjulegt fólk missti sjónar á væntanlegum
ávinningi af aðildinni, þar sem sambandið stóð
fast á þeirri grundvallarreglu að ný aðildarríki
þyrftu að yfirtaka í löggjöf sína acquis
communautaire (allar þær lagareglur og sam-
þykktir sem sambandið hefur áður sett sér).
Margir litu því á Evrópusambandið sem skrif-
finnskubákn og skrímsli.
Að lokum höfðu stuðningsmenn ESB-aðildar
í valdastéttum Austur-Evrópu aðeins eitt ráð
til að glæða áhuga almennings á aðildinni: al-
mennar yfirlýsingar um hvernig Evrópusam-
bandið tryggði frið og stöðugleika í álfunni, auk
fyrirheitanna um hagsæld. Vígorðin um að fara
„aftur til Evrópu“ heyrðust ekki lengur; það
voru Bandaríkin sem komu Austur-Evr-
ópuríkjunum aftur í Evrópu.
Því miður er svo komið að jafnvel efnahags-
legi ávinningurinn af ESB-aðild virðist óljós. Í
aðildarviðræðunum stóð Evrópusambandið
alltaf fast á því að það gæti ekki og ætlaði ekki
að sýna Austur-Evrópuríkjunum sömu efna-
hagslegu samstöðu og það sýndi ríkjum sem
áður höfðu fengið aðild að sambandinu.
Tilvonandi aðildarríki ESB geta auðvitað
notið góðs af fjárfestingum sem spáð er að
streymi til þeirra frá þeim löndum sem eru nú í
sambandinu. Þegar öllu er á botninn hvolft
verður sameiginlega efnahagssvæðið – og á
endanum stækkað myntbandalag – til þess að
auðvelt verður fyrir vestur-evrópsk fyrirtæki
að flytja starfsemi sína til þeirra Evrópulanda
þar sem rekstrarkostnaðurinn er minni en lög-
in að mestu leyti þau sömu. En jafnvel þessi
ávinningur kann að verða minni en talið hefur
verið vegna áframhaldandi efnahags-
samdráttar í mörgum Vestur-Evrópulöndum.
Ekki er hægt að búast við miklum efnahags-
legum bata í Evrópulöndunum nema ráðist
verði í róttækar kerfisbreytingar. Til þessa
hefur þó aðeins verið komið á bráðabirgðaum-
bótum.
Hægari hagvöxtur í nýju aðildarlöndunum
gæti einnig orðið til þess að þau frestuðu upp-
töku e
mörg
festa
vítahr
auknu
því að
Til þe
þarf h
háð er
Nú
samb
fyrir h
verul
meiri
stutt
málið
marg
Áhug
greið
Eld
bands
ingar
meira
ópusa
mikla
festar
Vegn
ingaþ
tilvon
urra a
verið
vegna
því að
irkom
á kost
af tilv
stofna
leiðto
Þes
rofsh
Chira
tilvon
ljósi s
Þann
rætis
fögnu
anver
einke
þetta
reyns
og Ve
fagna
Dragnast í átt að Ev
Eftir Jiri Pehe
Ji
fy
Y
’ Þótt mikill meirihlutiþeirra sem greiddu atkvæði
hefði stutt aðildina í nánast
öllum löndunum þar sem
málið var borið undir þjóð-
aratkvæði ákváðu margir að
neyta ekki atkvæðisrétt-
arins. Áhugaleysi er besta
orðið til að lýsa atkvæða-
greiðslunum sem farið hafa
fram til þessa. ‘
© Project Syndicate.
!"
STEFNAN Í CANCÚN
Halldór Ásgrímsson utanríkis-ráðherra hefur kynnt fyrir rík-isstjórninni stefnu Íslands á
ráðherrafundi Heimsviðskiptastofnun-
arinnar (WTO) í Cancún í Mexíkó, sem
hefst nú í vikunni. Í frétt í Morgun-
blaðinu í gær kom fram að utanríkis-
ráðuneytið teldi ekki útilokað að á fund-
inum næðist samstaða um að skerða
heimildir til framleiðslutengds land-
búnaðar í kringum 60%, sem myndi
þýða að heimildir Íslands lækkuðu úr
um 13,5 milljörðum króna í 5,5 millj-
arða. Vitnað er til minnisblaðs utanrík-
isráðuneytisins, um að nýting Íslands á
þessum heimildum hafi verið 80-90% og
því ljóst að til breytinga verði að koma
til að raunstuðningur rúmist innan
framtíðarheimilda.
Í minnisblaði utanríkisráðherra kem-
ur einnig fram að íslenzk stjórnvöld
leggi áherzlu á að viðhalda möguleikum
til að stunda framleiðslutengdan stuðn-
ing, auk þess að leggja áherzlu á að ekki
sé hreyft við heimildum til að styðja við
byggðir og búsetu, umhverfi og fleiri
þætti eftir leiðum, sem ekki hafi við-
skipta- eða markaðstruflandi áhrif.
Þá telur utanríkisráðuneytið að þótt
engar tölulegar stærðir liggi fyrir um
lækkun tollaheimilda og þak á tollheim-
ildir, sem hugsanlega verði samið um í
Cancún, bendi allt til þess að íslenzkur
landbúnaður muni á komandi árum
standa frammi fyrir auknum markaðs-
aðgangi erlendra búvara og meiri er-
lendri samkeppni en þekkzt hafi til
þessa. Því sé nauðsynlegt fyrir íslenzk-
an landbúnað að halda áfram á hagræð-
ingarbraut og stuðla að lækkuðum
framleiðslukostnaði og verði til neyt-
enda. Hins vegar finnur utanríkisráðu-
neytið hugmyndum um þak á tolla flest
til foráttu.
Það er að sjálfsögðu ekki nema raun-
sætt að gera ráð fyrir að viðræðurnar á
vegum WTO muni leiða til þess að er-
lendar landbúnaðarafurðir eigi greiðari
leið að íslenzka markaðnum en verið
hefur. Það er ánægjuefni að það sé nú
sagt skýrt af hálfu ríkisstjórnarinnar; í
Morgunblaðinu í dag segir Halldór Ás-
grímsson að landbúnaðurinn verði að
mæta auknum innflutningi með hag-
ræðingu og meiri samkeppnishæfni.
Hins vegar þurfa stjórnvöld að tala
skýrar um fleiri atriði í viðræðunum.
Hvað þýðir það til dæmis ef heimildir til
framleiðslutengds stuðnings verða
lækkaðar? Mun það þýða að milljarð-
arnir, sem renna til landbúnaðarins á
ári hverju, verði bara færðir yfir í ann-
ars konar styrki, sem ekki teljist mark-
aðstruflandi? Og hvað þýðir það að erf-
itt sé fyrir Ísland að fallast á þak á
tollaheimildir? Mega neytendur búast
við því að á nýjan leik verði sá erlendi
innflutningur, sem heimilaður verður,
gerður svo dýr með ofurtollum að hann
veiti íslenzkum landbúnaði í raun tak-
markaða samkeppni?
Íslenzk stjórnvöld þurfa að horfast í
augu við að í WTO-viðræðunum verða
þau að vega saman hagsmuni neytenda
og skattgreiðenda annars vegar og
hagsmuni landbúnaðarins hins vegar.
Þau geta ekki leyft sér að einblína á
hagsmuni landbúnaðarins. Þau verða
líka að hafa í huga að samkvæmni sé í
málflutningi þeirra í sjávarútvegsmál-
um annars vegar, þar sem þau vilja sem
mest frjálsræði, og í landbúnaðarmál-
unum hins vegar. Loks verða þau að
gæta þess að samræmi sé í málflutningi
þeirra hvað varðar aðstoð við fátækustu
ríki heims, sem mörg hver eiga mikið
undir því að geta komið afurðum sínum
á markað, og stefnunnar hvað varðar
tolla og aðgang erlendra landbúnaðar-
vara að íslenzkum markaði.
HEIMSÓKN LUOS GANS
Samskipti Íslands og Kína eru mik-ilvæg. Þau hafa lengstum verið góð
og hafa eflst upp á síðkastið. Ber þar
ekki síst að líta til efnahagslegra
tengsla, en einnig má nefna samskipti í
menningarmálum og á sviði ferðaþjón-
ustu, sem fara vaxandi.
Í gær kom hingað til lands með
einkaþotu Luo Gan, einn af leiðtogum
Kínverska alþýðulýðveldisins, í boði ís-
lenskra stjórnvalda. Ísland er fyrsta
landið í heimsókn hans til nokkurra
Evrópuríkja, en hann fer einnig til
Finnlands, Armeníu og Moldavíu.
Luo Gan á sér langan feril, en er tal-
inn einn af hinum nýju valdhöfum í
Kína vegna þess að hann var í hópi
þeirra, sem hlutu sæti í fastanefnd mið-
stjórnar kínverska kommúnistaflokks-
ins í lok síðasta árs. Hann er verkfræð-
ingur og stundaði nám í
Austur-Þýskalandi þar sem hann bjó í
átta ár. Luo komst til metorða undir
verndarvæng Lis Pengs, sem eitt sinn
var einn valdamesti leiðtogi Kína, en
dró sig í hlé úr kínverskum stjórnmál-
um fyrr á þessu ári. Samstarf þeirra
hófst á níunda áratugnum og fóru þeir
með lögreglu- og öryggismál fyrir og
eftir blóðbaðið á Torgi hins himneska
friðar árið 1989. Síðan þá hefur Luo eflt
tök sín á öryggiskerfi Kína og árið 1997
var svo komið að hann réð yfir örygg-
issveitum, dómskerfinu og fangelsum
landsins bæði í gegnum ríkisvaldið og
flokksvaldið og á hann sér engan keppi-
naut í þeim efnum. Hann hefur beitt
völdum sínum til að handtaka mikinn
fjölda andófsmanna, en einnig leitast
við að gera umbætur í þá veru að draga
úr misnotkun og brotum í fangelsis- og
dómskerfinu í landinu, að sögn frétta-
skýrenda. Hann er sagður talsmaður
nútímalegra stjórnunarhátta, en um
leið íhaldssamur í pólitík og aðild hans
að atburðunum á Torgi hins himneska
friðar ásamt tryggð hans við Li Peng
geri að verkum að hann muni beita sér
gegn því að flokkurinn hviki frá því að
rétt hafi verið að beita mótmælendur
hervaldi 4. júní 1989.
Luo Gan mun hitta marga íslenska
ráðamenn. Í heimsókn svo hátt setts
valdamanns fjölmennasta ríkis heims
felast mörg tækifæri. Annars vegar má
gera ráð fyrir að á fundum hans með ís-
lenskum ráðamönnum verði rætt um
hin jákvæðu samskipti Íslands og Kína
og mikilvæga viðskiptahagsmuni. Hins
vegar hefur sjaldan gefist betra tæki-
færi til að koma skoðunum Íslendinga á
skelfilegu ástandi mannréttindamála í
Kína á framfæri beint við mann, sem
ber mikla ábyrgð á því ástandi en ætti
jafnframt að vera í stöðu til að bæta þar
úr. Því hefur verið haldið fram að Luo
muni beita sér gegn því að stjórnarfar
alræðis verði veikt í Kína. Ekki síst
þess vegna er mikilvægt að hann fái að
heyra vestræn sjónarmið.