Morgunblaðið - 08.09.2003, Side 21

Morgunblaðið - 08.09.2003, Side 21
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 21 Reiðfatnaður Náttúrulegur lífsstíll FREMSTIR FYRIR GÆÐI ÞAÐ MÁ ljóst vera að Sigurður Sigurðarson mun mæta sterkur til leiks á næsta ári sem er lands- mótsár ef ekkert óvænt kemur upp á. Lengi vel hefur Skuggabaldur frá Litladal sem hann reið til sig- urs í A-flokknum á Andvaravöllum verið talinn líklegur sigurkandídat á LM en síðast var hann meiddur og gat því ekki verið með á LM á Vindheimamelum. En nú virðist hann enn vera að eflast og sigraði næsta auðveldlega með einkunn upp á 8,81 í forkeppni og fyrtsa sæti hjá öllum dómurum í úrslitum. Í B-flokknum var það Bruni frá Hafsteinsstöðum sem Sigurður reið til sigurs með hvorki meira né minna en 9,07 í einkunn í forkeppni en hann lét ekki þar við sitja því hann var með annan klár frá sama stað, Mugg, einnig í úrslitum. Þetta er annað árið í röð sem Sigurður sigrar tvöfalt á þessu móti og nú með öðrum hrossum en hann sigraði á í fyrra. Til gamans má geta þess að í röðun dómara í úrslitum fengu báðir þessir hestar einn á línuna hjá dómurum. Sann- arlega frábær frammistaða hjá þessum mikla keppnismanni. Þá var Sigurbjörn Bárðarson einnig með tvo hesta í úrslitum B- flokks þá Kára frá Búlandi sem hlaut 8,58 og Grun frá Oddhóli sem var fjórum kommum lægri. Þá vakti frammistaða unglingsins, Valdimars Bergstað, einnig verð- skuldaða athygli er hann reið Kólfi frá Stangarholti í úrslit í B-flokki en þeir hlutu 8,48 í einkunn. Að venju voru seld á uppboði sæti í úrslitum beggja flokka og fór A-flokkssætið á 55 þúsund krónur en B-flokkssætið á aðeins 25 þús- und krónur. Ekki náðu uppboðs- knaparnir að skáka þeim sem unnu sér rétt í úrslitum og vermdu því neðsta sætið en vafalaust haft góða skemmtan af þátttöku í úrslitunum og er það vel. Þórður Þorgeirsson var hinn öruggi sigurvegari í töltkeppni mótsins á hinum ört vaxandi hesti Sólon frá Stóra-Hofi. Sigurður V. Matthíasson sigraði í flugskeiðinu sem að venju fór fram í flóðljósum á laugardags- kvöldið. Var hann með nýjan hest, Kaftein frá Kálfhóli, og fóru þeir vegalengdina á 7,54 sek. en tímarn- ir sem náðust í greininni voru sér- lega góðir því sex keppendur voru á tíma undir 8 sekúndum sem verð- ur að teljast afbragðsgóður árang- ur. Þá voru 150 og 250 metrarnir vel heppnaðir að því leyti til að vel gekk að láta vekringana liggja og tímar býsna góðir. Logi Laxdal átti þar góðan dag eins og sjá má í úr- slitaupptalningu. Sjónvarpið var með beina út- sendingu frá úrslitunum á sunnu- dag sem telja má góða uppbót á frekar snautlega frammistöðu sjón- varpsins þetta árið í málefnum hestamanna. Hefur það sjónvarps- efni vafalítið verið vel þegið af mörgum hetsamönnum víða um land. Mótið þótti takast vel eins og venjan hefur verið með meistara- mótin gegnum tíðina enda vel að málum staðið og stendur alltaf vel undir því að heita lokahátið hesta- manna á sviði hestamóta ár hvert. Lokanóta hestamótanna slegin á Meistaramóti Andvara á Andvaravöllum Sigurður Sigurðarson kvaddi keppnis- tímabilið með tvöföldum sigri Sigurður Sigurðarson kvaddi keppnistíma- bil hestamanna með stæl á meistaramóti Andvara um helgina þegar hann reið tveim- ur kunnum gæðingum til sigurs í A- og B- flokki gæðinga á mótinu. Valdimar Krist- insson tínir hér til það helsta sem gerðist á þessu vel heppnaða kveðjumóti sem að venju var haldið með miklum glæsibrag. Morgunblaðið/VakriSigurður Sigurðarson fagnar góðum sigri í A-flokki gæðinga á Skuggabaldri frá Litladal en nafni hans Sæmunds- son virðist ekki síður ánægður með annað sætið á Ými frá Holtsmúla. Morgunblaðið/Vakri Skuggabaldur og Sigurður tryggja sér sigurinn í A-flokki með góðum skeiðsprettum í lok úrslitakeppninnar en skeiðið er alltaf heldur að styrkjast hjá þessum fjölhæfa gæðingi. A-flokkur 1. Skugga Baldur frá Litladal og Sigurður Sigurðarson 2. Ýmir frá Holtsmúla og Sigurður Sæ- mundsson 3. Boði frá Flugumýri og Páll Bjarki Pálsson 4. Börkur frá Stóra Hofi og Logi Þór Laxdal 5. Prins frá Syðra Skörðugili og Sigurður V. Matthíasson 6. Nótt frá Oddstöðum 1 og Jón Gíslason 7. Kolskeggur frá Oddhóli og Sigurbjörn Bárðarson 8. Sveifla frá Brattavöllum og Vignir Sig- geirsson 9. Riddari frá Krossi og Viðar Ingólfsson 10. Flugar frá Hvítárholti og Súsanna Ólafs- dóttir B-flokkur 1. Bruni frá Hafsteinsstöðum og Sigurður Sigurðarson , 9,07 2. Muggur frá Hafsteinsstöðum og Sigurður Sigurðarson/Sigurður V. Ragnarsson, 8,76 3. Þórður Þorgeirsson og Sólon frá Stóra Hofi, 8,48 4. Hringur frá Húsey og Sveinn Ragnarsson, 8,53 5. Kólfur frá Stangarholti og Valdimar Berg- stað, 8,48 6. Víkingur frá Efri-Gegnishólum og Sigurð- ur V. Matthíasson, 8,46 7. Kári frá Búlandi og Sigurbjörn Bárðar- son/Sylvía Sigurbjörnsdóttir, 8,58 8. Grunur frá Oddhóli og Sigurbjörn Bárð- arson, 8,54 9. Máni frá Fremri Hvestu og Smári Adolfs- son Tölt 1. Þórður Þorgeirsson og Sólon frá Stóra- Hofi, 7,03 2. Theódór Ómarsson og Greifi frá Garðs- horni, 6,93 3. Sigurður Sigurðarson og Óliver frá Aust- urkoti, 6,70 4. Hjörtur Bergstað og Djákni frá Votmúla 1, 6,67 5. Bylgja Gauksdóttir og Hnota frá Garða- bæ, 6,50 6. Edda R. Ragnarsdóttir og Þengill frá Kjarri, 6,37 7. Sigurður Ó. Kristinsson og Díana frá Skeiðháholti 3, 6,33 8. Halldór Guðjónsson og Vonandi frá Dall- andi, 6,20 9. Jón Ó. Guðmundsson og Regína frá Flugumýri, 6,20 10. Sigurður Kolbeinsson og Þór frá Þjóð- ólfshaga 3, 6,10 100 metra flugskeið 1. Sigurður V. Matthíasson og Kapteinn frá Kálfhóli á 7,53 sek. 2. Þórður Þorgeirsson og Feykivindur frá Svignaskarði á 7,56 sek. 3. Sigurbjörn Bárðarson og Skvetta frá Krækishólum á 7,65 sek. 4. Logi Laxdal og Þoka frá Hörgslandi á 7,78 sek. 5. Sigurður V. Matthíasson og Hefill frá Sauðafelli á 7,84 sek. 150 metra skeið 1. Logi Laxdal og Stör frá Saltvík á 14,32 sek. 2. Svavar Hreiðarsson og Johnnie be Good frá Hala á 14,52 sek. 3. Sigurbjörn Bárðarson og Neisti frá Miðey á 14,63 sek. 4. Þráinn Ragnarsson og Hrafnar frá Efri Þverá á 14,64 sek. 5. Atli Guðmundsson og Sprettur frá Skarði á 14,89 sek. 250 metra skeið 1. Logi Laxdal og Feykivindur frá Svigna- skarði á 22,29 sek. 2. Sigursteinn Sumarliðason og Hekla frá Vatnsholti á 22,48 sek. 3. Sigurbjörn Bárðarson og Óðinn frá Búð- ardal á 22,52 sek. 4. Bjarni Bjarnason og Kolbeinn frá Þór- oddst. á 22,98 sek. 5. Berglind Ragnarsdóttir og Von frá Stein- nesi á 23,2 sek. Úrslit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.