Morgunblaðið - 08.09.2003, Page 25

Morgunblaðið - 08.09.2003, Page 25
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 25 Hlutafjárútboð Seljandi Heildarnafnverð hlutafjár Útboðsgengi Útboðstímabil Sölufyrirkomulag Greiðsluskilmálar Umsjón með útboði Skráning -Tilkynning um sölu hlutafjár- Og fjarskipti hf. (Og Vodafone), kt. 600898-2059, Síðumúli 28, 108 Reykjavík, vefsíða www.ogvodafone.is, sími 599 9000, bréfsími 599 9001. Hlutafé Og Vodafone verður hækkað um allt að 384.615.385 krónur að nafnverði. Nafnverð útgefinna hlutabréfa félagsins er 3.081.493.942 krónur fyrir útboð þetta og verður allt að 3.466.109.327 krónur eftir að útboðinu lýkur. Útboðsgengi nýrra hluta i aukningunni er ákveðið af stjórn félagsins samkvæmt heimild í samþykktum félagsins, sbr. gr. 2.01.5. Útboðsgengið verður 2,60 fyrir hverja krónu nafnverðs. Sölutímabil til forgangsréttarhafa: Frá kl. 10:00 17. september til kl. 16:00 19. september 2003. Sölutímabil til fagfjárfesta: Frá kl. 10:00 22. september til kl. 16:00 23. september 2003. Sala til forgangsréttarhafa: Hluthafar í Og Vodafone, samkvæmt hlutaskrá félagsins í lok dags þann 3. september 2003, eiga rétt á að taka þátt í útboði þessu. • Hluthafar geta nýtt sér forgangsrétt sinn að hluta eða öllu leyti. Forgangsréttur hvers og eins er hlutfallslegur og tekur mið af eign hluthafa í félaginu í lok dags 3. september 2003, samkvæmt rafrænni hlutaskrá Verðbréfaskráningar Íslands hf. • Nýti hluthafi sér ekki forgangsrétt sinn eða framselji áskriftarrétt sinn að fullu öðlast aðrir hluthafar aukinn rétt til áskriftar sem þeir geta ekki framselt öðrum. Forgangsréttarhöfum er heimilt að framselja forgangsrétt sinn til nafngreinds aðila í heild eða að hluta í samræmi við ákvæði laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Þeir hlutir sem ekki fæst áskrift að hjá forgangsréttarhöfum verða boðnir fagfjárfestum, eins og lýst er hér á eftir. Hægt verður að skrá sig fyrir hlut í útboðinu með rafrænum hætti á heimasíðu Landsbanka Íslands hf. www.landsbanki.is. Forgangsréttarhöfum verður sent lykilorð ásamt upplýsingum um forgangsrétt sinn í félaginu. Áskrifandi fær rafræna staðfestingu um innsenda áskrift og er slík staðfesting forsenda þess að áskriftin sé tekin gild. Hluthafar sem þess óska geta fengið sent til sín viðaukann við skráningarlýsinguna frá 4. apríl 2003 með áföstu áskriftareyðublaði og skráningarlýsinguna sjálfa frá 4. apríl 2003, og skilað áskrift sinni til Landsbanka Íslands hf., Fyrirtækjaráðgjafar, Laugavegi 77, 155 Reykjavík, á þar til gerðum áskriftarblöðum. Áskriftin, hvort sem hún er rafræn eða á þar til gerðum áskriftarblöðum, þarf að berast í síðasta lagi kl. 16:00 föstudaginn 19. september 2003. Ekki verður tekið á móti áskriftum með öðrum hætti en þeim sem hér hefur verið lýst. Sala til fagfjárfesta: Þeir hlutir sem forgangsréttarhafar skrá sig ekki fyrir verða boðnir fagfjárfestum til kaups á tímabilinu 22. - 23. september 2003 á genginu 2,60. Sölutímabilið til fagfjárfesta getur orðið styttra ef allt hlutafé selst fyrir lok þess. Þegar endanleg niðurstaða útboðsins liggur fyrir verða sendir greiðsluseðlar til allra sem hafa skráð sig fyrir hlut í útboðinu. Gjalddagi greiðsluseðla er 1. október 2003. Berist greiðsla ekki tímanlega má innheimta skuldina með lögleyfðum úrræðum. Og Vodafone hefur þó jafnan í stað innheimtuaðgerða heimild til að fella ógreiddar áskriftir úr gildi og ráðstafa hlutnum til þriðja aðila í samræmi við ákvæði laga um hlutafélög. Landsbanki Íslands hf., kt. 540291–2259, Laugavegi 77, 155 Reykjavík, hefur umsjón með útboði þessu og skráningu hlutafjárhækkunar Og Vodafone í Kauphöll Íslands hf. Öll áður útgefin hlutabréf Og Vodafone eru skráð á Aðallista Kauphallar Íslands hf. VEGNA umfjöllunar um séreignalíf- eyrissparnað í laugardagsblaði Morgunblaðsins vill Már Wolfgang Mixa, sérfræðingur hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar taka fram að þær leið- ir til viðbótarsparnaðar í hlutabréf- um og skuldabréfum sem hérlendar fjármálastofnanir bjóða upp á og greint er frá í fréttinni eru ekki tæm- andi. „SPH býður uppá tvær leiðir til viðbótar við innlánsreikning spari- sjóðanna, Lífsval. Þær leiðir eru Hlutabréfaáhersla og Skuldabréfa- áhersla. Það sem meira er, þær hafa veitt betri 12 mánaða ávöxtun en all- ar hinar leiðirnar sem birtar eru í blaðinu, að undanskildnum ávöxtun- arleiðum sem fjárfesta einungis í bréfum Úrvalsvísitölunnar.“ Hægt er að nálgast frekari upp- lýsingar um þessar leiðir, m.a. sam- setningu þeirra, á www.sph.is, á síð- unni Lífeyrir. SPH með fleiri ávöxtunarleiðir Hátíðardagskrá eftir viku Í frétt í Morgunblaðinu sl. laug- ardag er sagt frá hátíðardagskrá í Hafnarborg sem Hafnarfjarðarbær og vinabæjarfélagið Cuxhaven– Hafnarfjörður ætla að efna til þann sama dag. Hið rétta er að dagskráin fer fram eftir viku, laugardaginn 13. september. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Landsskrifstofa Leonardó stendur fyrir námskeiði í dag mánudaginn 8. september í gerð umsókna í Leon- ardo da Vinci starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins, en eftir miklu fjármagni er að slægjast fyrir ís- lenska þátttakendur. Á námskeiðinu verður farið í gegnum markmið og forgangsatriði áætlunar- innar, bæði fyrir mannaskipti og til- raunaverkefni og rætt um helstu at- riði í umsóknagerð. Garðar Vilhjálmsson, fræðslustjóri Eflingar stéttafélags, mun einnig segja frá reynslu sinni af þátttöku í áætluninni. Ísland á aðild að Leonardo da Vinci starfsmenntaáætluninni ásamt 29 öðrum Evrópulöndum. Markmið áætlunarinnar er að styðja við að- gerðir aðildarlandanna í starfs- menntamálum með það að markmiði að bæta fagkunnáttu og færni fólks, auka gæði og aðgang að símenntun og stuðla að því að starfsmenntun leiði til nýsköpunar. Áætlunin skiptist í tvo hluta, annars vegar í manna- skipti sem er samheiti fyrir starfs- þjálfun og mannaskipti í Evrópu, og tilraunaverkefni sem eru verkefni sem hafa það að markmiði að þróa nýjungar í starfsmenntun, nýja að- ferðafræði í kennslu eða yfirfærslu á námsefni til að koma til móts við breytingar á tækni eða markaði. Allir þeir sem koma að starfs- menntun á einn eða annan hátt geta sótt um styrki úr Leonardó starfs- menntaáætluninni. Hér er átt við starfsmenntun í víðasta skilningi þess orðs, en ekki einungis verk- og iðn- menntun eins og gjarnan er talið. Einungis lögaðilar, stofnanir eða fyr- irtæki, geta sótt um styrki úr áætl- uninni. Námskeiðið hefst kl. 15 og verður haldið í húsakynnum Landsskrifstof- unnar í Tæknigarði, Dunhaga 5. Næsti umsóknarfrestur um Leon- ardó styrki er 3. október 2003. Nánari upplýsingar um áætlunina er að finna á heimasíðu Landsskrifstofunnar www.leonardo.hi.is Í DAG Skyndihjálparnámskeið hjá RKÍ Rauði kross Íslands, Reykjavík- urdeild, heldur námskeið í almennri skyndihjálp. Kennt verður dagana 9., 10., 11. og 12. september í húsnæði deildarinnar Fákafeni 11, 2 hæð. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Meðal þess sem kennt verður á námskeiðinu er: Aðgerðir á vett- vangi, endurlífgun með hjartahnoði, blástursaðferðin, hjálp við bruna, beinbrotum, um blæðingar og sár, umbúðir og sárabindi, eitranir, bit og stungur og fleira. Einnig verður fjallað um helstu heimaslys, þar með talin slys á börnum og almennar for- varnir. Námskeiðið er 16 kennslu- stundir og að því loknu fá þátttak- endur skírteini sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum. Leiðbeinandi er Birgir Freyr Birgisson. Skráning og nánari upplýsingar hjá Rauða krossi Íslands, Reykjavík- urdeild. Jóga sem lífstíll á 21. öldinni Guð- jón Bergmann heldur kynningarfyr- irlestur um námskeið sitt Jóga sem lífstíll á 21. öldinni í þingsal 8 á Hótel Loftleiðum, þriðjudaginn 9. sept- ember kl.20.20. Námskeiðið sam- anstendur af sjö fyrirlestrum um gagnsemi jóga fyrir nútímafólk og er haldið á fjórtán vikna tímabili. Sam- hliða námskeiðinu er hægt að kaupa 14 vikna aðgangskort í jóga hjá Guð- jóni í Ármúla 38, 3. hæð. Nánari upplýsingar veitir Guðjón Bergmann. Auðlindir og stjórnun – Fyr- irlestraröð Mannfræðifélags Ís- lands Félagið mun standa fyrir fyr- irlestrum einu sinni í mánuði – annað þriðjudagskvöld hvers mánaðar. Fyrirlestraröðin ber yfirskriftina Auðlindir og stjórnun, þar munu mannfræðingar tala um efni sem tengist þessu þema. Á morgun, þriðjudaginn 9. sept- ember fjallar Gunnar Þór Jóhann- esson MA um samfélagslegar breyt- ingar og bjargráð fólks á landbúnaðarsvæðum. 14. október fjallar Sveinn Eggertsson Ph.D. um menningarauðlind Páskaeyju. 11. nóvember fjallar Níels Einarsson Fil.Lic um lífskjör, samfélagsbreyt- ingar og auðlindir á norðurslóðum. Fyrirlestrarnir eru haldnir í Reykja- víkurAkademíunni, Hringbraut 121 4. hæð og hefjast kl.20. Allir eru vel- komnir. Auk þessara fyrirlestra verður Mannfræðifélagið með aðra fyr- irlestra m.a. mun Gísli Pálssson pró- fessor í Háskóla Íslands tala um „Mannfræði Vilhjálms Stefánssonar“ 25. nóvember, kl. 20. Hverfafundur Samfylkingarinnar í Breiðholti Hverfafélag Samfylking- arinnar í Breiðholti heldur opinn fund á morgun, þriðjudaginn 9. sept- ember kl. 20, í Miðbergi (við hliðina á Gerðubergi). Fjallað verður um hlut- verk félagsins í hverfinu, um ýmis málefni íbúanna og um borgarmál al- mennt. Frummælendur verða borg- arfulltrúarnir Stefán Jón Hafstein og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Á MORGUN Vefjagigtarnámskeið – að lifa með vefjagigt Tvö vefjagigtarnámskeið verða hjá Gigtarfélagi Íslands í hús- næði félagsins að Ármúla 5, annarri hæð. Um er að ræða þriggja kvölda námskeið og byrja bæði mið- vikudagskvöldið 17. september. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á þætti sem tengjast því að lifa með vefjagigt. Fjallað verður um sjúk- dóminn, einkenni hans og áhrif á dag- legt líf, mikilvægi þjálfunar, slökun, aðlögun að breyttum aðstæðum í tengslum við iðju, tilfinningalega, fé- lagslega og samfélagslega þætti. Leiðbeinendur á námskeiðunum verða Arnór Víkingsson og Árni Jón Geirsson, gigtarsérfræðingar, Sól- veig Hlöðvesdóttir og Hulda Jeppe- sen sjúkraþjálfarar, Unnur Stefanía Alfreðsdóttir, iðjuþjálfi, Jónína Björg Guðmundsdóttir og Svala Björgvins- dóttir, félagsráðgjafar. Þátttakendur skrá sig á skrifstofu Gigtarfélags Íslands, þar er einnig hægt að fá frekari upplýsingar um námskeiðin. Á NÆSTUNNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.