Morgunblaðið - 08.09.2003, Page 26

Morgunblaðið - 08.09.2003, Page 26
26 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SÍÐUSTU dagana í ágúst og fyrstu dagana í september komu góðir gestir hingað til Finnlands. Í fyrri heimsókn- inni voru það Karl Gústav Svíakonungur, Silvía drottning og Viktoría prinsessa. En í seinni heimsókn- inni var það Gradualekór Langholtskirkju undir farsælli stjórn Jóns Stefánssonar. Gesta- hóparnir áttu það sameiginlegt að ferðast á milli borga í landinu, og báðir hóparnir tóku m.a. stefnuna til borgarinnar Hamina á suðaust- urströndinni. En áður en vikið er nánar að hinum íslensku gestum skal fyrst getið stuttlega um hina hákonunglegu gesti: Karl Gústav Svíakonungur var hér ásamt fríðu föruneyti í 4. skiptið í Finnlandi. Og það mátti öllum vera ljóst sem fylgdust með heimsókninni í fjöl- miðlum, að mótttökurnar voru geysihlýlegar á meðal Finna, hvar sem kóngafólkið steig niður fæti. Kannski undirstrikar það hin góðu samskipti Finnlands og Svíþjóðar, sem minna á hin góðu samskipti Íslendinga og Dana. Finnland var lengi undir stjórn Svíþjóðar, tíma- bilið 1150 – 1809. En það spillir ekki jákvæðum samskiptum land- anna nú á dögum, heldur þvert á móti styrkir samskiptin. Það er gamall sögulegur og sameiginlegur bakgrunnur. Í vetrarstríðinu 1939 – 1940 er Finnland barðist á móti Sovétríkjunum, komu 8000 sjálf- boðaliðar frá Svíþjóð til Lapp- lands, til að rétta þar Finnum hjálparhönd á móti risaveldinu, sem segir sína sögu um velvild Svía. Þjóðirnar hafa oft fylgt hvor annarri í mikilvægum málum, og t.d. vilja mjög margir Svíar fylgja fordæmi Finna og taka upp evr- una. Í Finnlandi búa um 5 millj- ónir manna, og þar af eru 10% Finnlands-Svíar, sem tala sænsku sem aðalmál. Enda eru tvö opinber tungumál í Finnlandi, finnska og finnsk-sænska. Í skólunum hér í landi læra nemendur sænsku, en ekki dönsku eins og á Íslandi. Á næstunni hefst heilmikið frjálsíþróttamót, sem er landsmót landanna, og árviss viðburður haldinn til skiptis í löndunum. Það er með Svía og Finna alveg eins og Íslendinga, að þegar kemur að íþróttasviðinu, þá er ekkert mik- ilvægara en að vinna vinaþjóðina, og fögnuðurinn var mikill þegar Finnland vann Svíþjóð í úrslita- leiknum í heimsmeistarakeppninni í íshokkí 1995 í Stokkhólmi. Og víst þykist ég vita að Íslendingar fagna einnig mikið er Danir eru lagðir að velli á íþróttasviðinu. Í heimsókn konungsfjölskyld- unnar hér í Finnlandi vakti athygli mína velvildin í þeirra garð. Og mér var minnistætt er ég sá sjón- varpsmynd af Karli Gústav í Porvoo (Borgå), að heilsa gamalli konu í hjólastól, að sú gamla sagði þá hátt og skýrt: „Er þetta sjálfur konungurinn?“ Það hefur stundum verið sagt að allir séu konungar á Íslandi. Í það minnsta mjög margir komast langt í hinu fámenna íslenska samfélagi með þrautseigjuna að vopni. Grad- ualekór Langholtskirkju sem var stofnaður fyrir 12 árum síðan hef- ur náð langt í söngstarfinu, og sungið í mörgum löndum við mjög góðar undirtektir. Líklega þekkja flestir Íslendingar glæsilegan feril kórsins, en þess skal þó getið að fyrir tveimur árum tók kórinn þátt í hinni virðulegu kórasamkeppni í borginni Tampere hér í Finnlandi og hlaut þar önnur verðlaun. Og koma kórsins nú til Finnlands er í tengslum við alþjóðlega barna- og unglingakóramótið Samúð, sem er skipulagt í fimmta skiptið, og nú með 20 finnskum kórum og 6 er- lendum kórum. Hinn íslenski kór samanstendur af 39 meðlimum á aldrinum 12 – 18 ára, og sumir þeirra eru einnig langt komnir í tónlistarnámi, jafnhliða kórstarf- inu. Undirritaður hlustaði á tón- leika Gradualekórs Langholts- kirkju í Miðkirkjunni (Keskuskirkko) hér í Kouvola í Suður-Finnlandi. Kórinn söng við frábærar undirtektir finnskra áheyrenda, íslensk þjóðlög, kirkju- tónlist sem og finnska tónlist. Að mínu mati var þetta mjög góður söngur hjá kórnum, og reyndar al- veg einstakur hjá svo ungum krökkum, og tel ég mig eitthvað hafa vit á söngmálum. Ég stofnaði sjálfur söng- og skemmtifélagið Samstillingu í Reykjavík 1982, sem starfaði í 10 ár, en það er nú önnur saga. Á leiðinni út úr kirkjunni í Kouvola spjallaði ég við Jón Stef- ánsson, hinn eldhressa stjórnanda kórsins, og í ljós kom m.a., að í Langholtskirkju starfa hvorki meira né minna en 7 kórar. Að loknum tónleikunum í Kouvola fengu íslensku krakkarnir að kynnast hinum sjálfsagða finnska sið að fara í sauna, og skella sér til sunds í tengslum við saunabaðið, sem þau svo sannarlega gerðu á eldhressan hátt við strönd nær- liggjandi vatns í bæjarfélaginu Valkela. BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON, myndlistarkennari, Suður-Finnlandi. Kóngurinn og Langholts- kirkjukórinn Frá Björgvini Björgvinssyni í Suður-Finnlandi: Björgvin Björgvinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.