Morgunblaðið - 08.09.2003, Síða 28
DAGBÓK
28 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Poseidon og Dettifoss
koma í dag. Rainbow
Warrior og Eykon fara
í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Brúarfoss kemur í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Vinnu-
stofa og leikfimi kl. 9,
boccia kl. 10. Félagsvist
í dag kl. 14.
Árskógar 4. Kl. 11
boccia. Handa-
vinnustofan er opin. Kl.
13.30 félagsvist, kl. 16
myndlist. Púttvöllur
opinn mánudag til
föstudags kl. 9-16.30.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–
16 handavinna, kl. 9–12
bútasaumur, kl. 9–17
fótaaðgerð, kl. 10–11,
samverustund, kl.
13.30–14. 30 söngur við
píanóið Kristjana H. kl.
13–16 bútasaumur.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Kynning-
ardagur um fé-
lagsstarfið á haustönn
er í dag 8. september
kl. 15 í Garðabergi.
Innritað verður í hóp-
astarf og á námskeið
eftir kynningu. Leik-
fimishópar kvenna eru
á mánudögum og á mið-
vikudögum kl. 9.30 kl.
10,20 og 11. 15. Full-
bókað er í tímann kl.
10.20.
Leikfimi karla er á
þriðjudag kl. 12.50
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 kl. 20.30.
Fótaaðgerð frá kl. 10.
Skrifstofa félags eldri
borgara í Kópavogi er
opin í dag frá kl. 10–
11.30.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9
fótaaðgerð, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 13
föndur og handavinna.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 10 leikfimi,
kl. 13 brids, kl. 9–16.30
púttvöllurinn opinn.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 9–16 opin handa-
vinnustofan, kl. 9–12
myndlist, kl. 13–16
körfugerð, kl. 11–11.30
leikfimi, kl. 13–16 spil-
að, kl. 10–13 verslunin
opin.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Bað kl. 9–
12, opin vinnustofa, kl.
9–16.30, félagsvist kl.
13.30, kl. 9–12 hár-
greiðsla.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Fé-
lagsvist kl. 13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Brids í dag
kl. 13.
S. 588 2111.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan op-
in, leiðbeinandi á staðn-
um kl. frá kl. 9–17.
Gullsmári, Gullsmára
13. Félagsþjónustan er
opin frá kl. 9–17 virka
daga, heitt á könnunni.
Hraunbær 105. Kl. 9
postulínsmálun, perlu-
saumur og kortagerð
og fótaaðgerð, kl. 10
bænastund, kl. 13.30
sögustund og spjall, kl.
13 hárgreiðsla.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9–15 handmennt, kl. 9–
10 jóga, kl. 10–11 jóga,
kl. 13–16 frjáls spila-
mennska. Fótaaðgerð-
ir.
Norðurbrún 1. kl. 9–16
fótaaðgerð, kl. 10–11
ganga, kl. 13–16.45 opin
vinnustofa.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–15.30
handavinna, kl. 9.30–
10.30 boccia, kl.11–12
leikfimi, kl. 13–16 kór-
æfing.
Vitatorg. Kl. kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 9.30 hand-
mennt og morg-
unstund, kl. 10
fótaaðgerð og boccia,
kl. 13 frjáls spil.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, félagsheim-
ilið, Hátúni 12. Kl. 19.
brids.
Minningarkort
FAAS, Félag aðstand-
enda alzheim-
ersjúklinga. Minning-
arkort eru afgreidd alla
daga í s. 533-1088 eða í
bréfs. 533-1086.
Heilavernd. Minning-
arkort fást á eft-
irtöldum stöðum: í síma
588- 9220 (gíró) Holts-
apóteki, Vesturbæj-
arapóteki, Hafnarfjarð-
arapóteki,
Keflavíkurapóteki og
hjá Gunnhildi Elías-
dóttur, Ísafirði.
Minningarkort Park-
insonsamtakanna á Ís-
landi eru afgreidd á
skrifstofutími í síma
552-4440 frá kl 11-15.
Kortin má einnig panta
á vefslóðinni: http://
www.parkinson.is/
sam_minning-
arkort.asp
Minningarkort Sam-
taka sykursjúkra fást á
skrifstofu samtakanna
Tryggvagötu 26,
Reykjavík. Opið virka
daga frá kl. 9–13, s.
562-5605, bréfsími 562-
5715.
Minningarkort
Krabbameinsfélags
Hafnarfjarðar fást í
Bókabúð Böðvars,
Reykjavíkurvegi 64,
220 Hafnarfirði s. 565-
1630 og á skrifstofu
K.H., Suðurgötu 44,II.
hæð, sími á skrifstofu
544-5959.
Í dag er mánudagur 8. sept-
ember, 251. dagur ársins 2003,
Maríumessa hin s. Orð dagsins:
Því hungraður var ég, en þér gáfuð
mér ekki að eta, þyrstur var ég, en
þér gáfuð mér ekki að drekka.
(Mt. 25, 42.)
Ásta R. Jóhannesdóttirfjallar á heimasíðu
sinni um úrskurð um að
ríkinu beri að inna af
hendi greiðslur vegna
frestunar framkvæmda
við Héðinsfjarðargöng.
„Samgönguyfirvöld
standa frammi fyrir þess-
um greiðslum til lægst-
bjóðanda, Íslenskra að-
alverktaka, fyrir
útboðskostnað fyrirtæk-
isins. Slíkur kostnaður
hleypur á tugum milljóna
króna og hefur farið yfir
hundrað milljónir króna í
ákveðnum tilvikum. Það
er algjört ábyrgðarleysi
hjá samgönguráðherra
að stofna til útgjalda sem
þessara í efnahagsástandi
eins og nú ríkir og vitað
var um fyrir kosningar.
Ráðherrann hefði aðminnsta kosti getað
sett fyrirvara í útboðið til
að firra ríkissjóð þessum
kostnaði. Segja má að
með þessu sé almenn-
ingur látinn greiða millj-
ónatugi fyrir kosninga-
baráttu stjórnarflokk-
anna, sem lofuðu verkinu
þótt ljóst væri að ekki
yrði staðið við það loforð
og rökuðu þannig inn
fylgi á Norðurlandi á
fölskum forsendum.“
Helgi Hjörvar, flokks-bróðir Ástu, fjallar
um íslenskan landbúnað á
síðu sinni. „Sjónvarpið
sagði frá því í gærkvöldi
að í yfirreið Guðna
Ágústssonar, landbún-
aðarráðherra, um sveitir
hefði kusa nokkur spark-
að í hann. Það er lýsandi
fyrir ástandið í landbún-
aðinum. Jafnvel kýrnar,
sem sýndu ráðherranum
ekkert nema elsku og
„kysstu“ hann meira að
segja, sjá ekki lengur
ástæðu til annars en að
sparka í hann. Bragð er
að þá beljan finnur.
Fréttir af stöðu sauð-fjárbænda í vikunni
eru enn ein staðfestingin
á vanmætti kerfisins til að
fást við vandann. Heil
stétt vinnandi fólks, þ.e.
sauðfjárbændur, hafa
lægri tekjur en lágmarks-
framfærsla þrátt fyrir að
við séum að dæla pen-
ingum í landbún-
aðarkerfið og hér sé ekki
beinlínis lægsta mat-
vöruverð á byggðu bóli.
Það virðist þannig vera
að nýting og stýring
þeirra miklu fjármuna
sem við verjum til land-
búnaðar sé hvorki með
hagsmuni verst settu
bændanna að leiðarljósi,
né hagsmuni neytenda.
Fyrirgreiðslu- og fram-
leiðslustyrkjakerfi Fram-
sóknar og Sjálfstæð-
isflokks hefur augljóslega
gengið sér til húðar. Það
er t.d. með öllu óskilj-
anlegt að við höfum enn
framleiðslustyrki fyrir
vörur sem offramleiðsla
er á í stað þess að leita ár-
angursríkari leiða við að
styrkja þá sem styrkja
þarf. Og kannski það sýni
sig nú að menn hefðu bet-
ur fyrr hlustað á skilaboð
frjálslyndra jafn-
aðarmanna um að bænda
vegna og neytenda sé
nauðsynlegt að draga úr
miðstýringu og höftum í
landbúnaði.“
STAKSTEINAR
Loforð og landbúnaður
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI veltir því stundumfyrir sér hvort þeir sem ekki
hafa veruleg kynni af því að eiga
íbúð í fjölbýlishúsi viti hvað það
merki. Þar sem eigendurnir eru 20,
30 eða jafnvel enn fleiri reynir mikið
á lipurð og viljann til málamiðlana.
Á að mála blokkina ljósgræna
með bleiku rósamunstri? Á að fella
gamla tréð sem er farið að teygja
ræturnar inn í undirstöður hússins
og getur á endanum valdið stór-
tjóni? En það er svo fallegt og hefur
staðið svo lengi, segja sumir. Og
hlusta ekki á rök varganna sem
segja að tré verði stundum að víkja
fyrir steypunni.
x x x
ENN vandast málið þegar farið erí stórframkvæmdir. Þá getur
fólk, sem fyrir slysni hefur valist í
hússtjórn, þurft að kynna sér jafn
dularfull mál og skolplagnir, gæta
þess að nákvæmlega sé fylgt öllum
reglum um fundarboð og það sem
kemur mest á óvart: Fá eigendurna
til að mæta á fundi og skipta sér af
því hvað gert sé við húsgjöldin.
Það getur verið snúið, ekki síst
þegar sumar íbúðirnar eru leigðar
út. Leigjandinn telur málið sér óvið-
komandi og eigandinn fjarstaddi er
á því að þar sem hann búi ekki á
staðnum geti „hinir“ séð um þetta.
Og líka þrifið stigaganginn.
Væri ekki ráð að sjónvarp allra
landsmanna gerði stuttan þátt um
lífið í stórri blokk? Það gæti fækkað
eitthvað þeim hatrömmu deilu-
málum sem stöðugt spretta upp.
Jafnframt væri hægt að rifja upp
dramatískar sögur af því hvernig
innanhússdeilur hafa hrakið suma á
eyðieyju þar sem þeir strengdu þess
heit að reyna aldrei, aldrei að semja
við annan en sjálfan sig.
NÚ FER berjatíminn að komast íalgleyming og Víkverji, sem er
sælkeri, hugsar sér gott til glóð-
arinnar. Á tímum þegar ábyrgir
borgarar þora ekki lengur að borða
neitt gott og mishollt nema í laumi
má benda á að úti í Guðs grænni
náttúrunni er hægt að standa á
blístri af bláberjaáti án þess að
nokkur viti af því – nema Guð. Ís-
lensk bláber eru líka mun bragð-
betri en útlend og undarleg ber.
x x x
REYKVÍKINGAR, sem þurfa aðleggja bílnum sínum í miðborg-
inni, geta nýtt sér bílastæðahús við
Hverfisgötu. En Víkverji á svolítið
grófan bíl sem á ekki jafn auðvelt
með að taka beygjur og kyrki-
slanga. Eftir að hafa þurft í örvænt-
ingu sinni að bakka í þrengslunum í
sveigðum ranghölum bílastæða-
hússins (og naumlega sloppið við
árekstur) fór Víkverji að óska þess
að notaðir hefðu verið amerískir
staðlar við byggingu hússins. Bíla-
stæðahúsin þeirra hljóta að vera
rýmilegri en húsið við Hverfisgöt-
una.
Morgunblaðið/Golli
Þegar blokkin er máluð er stundum
erfitt að ná samkomulagi um litinn.
ÉG vil senda þakkarkveðju
til starfsfólks í Árnes apó-
teki á Selfossi. Ég keypti
þar nýlega naglaherði en
uppgötvaði þegar heim var
komið að glasið var tómt.
Þegar ég hringdi til að
kvarta fékk ég annað sent
strax til Reykjavíkur, þar
sem ég bý. Finnst þetta
rosalega góð þjónusta.
Ragnhildur Pálsdóttir.
Skemmtilegt
sjónvarpsefni
ÉG vil lýsa ánægju með út-
sendingar Sjónvarpsins frá
nýafstöðnu heimsmeistara-
móti í frjálsum íþróttum í
París.
Þetta var einstaklega
skemmtilegt sjónvarpsefni,
vel skipulagt og þeir sem
lýstu keppninni gerðu það
með miklum ágætum. Þó
tel ég að ekki sé á neinn
hallað þótt getið sé sérstak-
lega frammistöðu Norðan-
mannsins Sigurbjarnar
Árna Arngrímssonar en
lýsingar hans frá hinum
ýmsu keppnisgreinum voru
frábærar og sýndu að ekk-
ert kemur í stað þekkingar
– þar var „réttur maður á
réttum stað“.
Ánægður
sjónvarpsáhorfandi.
Kötturinn á Popp Tíví
ÉG las í Velvakanda pistil
um misþyrmingu á ketti í
sjónvarpsþætti á Popp Tíví.
Ætla ég að vona að þetta
mál komi fyrir dómstóla og
að Kattavinafélagið gangist
fyrir því. Þáttastjórnendur
eiga ekki að komast upp
með svona framferði og á
að láta þá svara til saka. Og
svo vildi ég gjarnan vilja fá
að vita hvað varð um dýrið.
Dýravinur.
Ill meðferð
ÉG vil taka undir með fyrr-
verandi áhorfanda sem
skrifar í Velvakanda og
kvartar undan illri meðferð
á ketti í þættinum á Popp
Tíví. Undrar það okkur að
fullorðið fólk skuli fara
svona með dýr og langar að
vita hver urðu afdrif þessa
kattar. Það á ekki að nota
lifandi dýr til að leika sér
að.
Ábj.
Þræddar upp perlur
MIG langar til að vita hvar
væri hægt að fá þræddar
upp perlufestar. Þeir sem
gætu liðsinnt mér hafi sam-
band í síma 553 1067.
Varað við erlendum
sölumönnum
EINN morgun um átta-
leytið var hringt í mig frá
og var erindið einhver sölu-
mennska, þ.e. að bjóða ein-
hvern verðbréfapakka. Ég
stytti samtalið snarlega og
ráðlagði sölumanni að
hætta að hringja til Íslands.
Vil ég vara fólk við þess-
um sölumönnum.
Eldri borgari.
Tapað/fundið
Gleraugu í óskilum
LÍTIL gleraugu fundust á
þriðjudag í blómabeði við
endastöð strætisvagns nr 7
við Kalkofnsveg/Lækjar-
götu. Eigandi hafi samband
í síma 893 5885.
Lyklar í óskilum
LYKLAR í leðurhulstri og
áföst sólgleraugu fundust 3.
ágúst sl. á Seltjarnarnesi.
Upplýsingar í síma
562 2437.
Flískragi týndist
LJÓS flískragi hnepptur
með 3 tölum týndist sl.
helgi á Seltjarnarnesi. Skil-
vís finnandi hafi samband í
síma 695 4050.
Dýrahald
Newton er týndur
NEWTON er 3ja ára fress-
köttur sem hvarf frá heimili
sínu á Grundartanga í Mos-
fellsbæ 12. ágúst sl. Hann
er gulbröndóttur og hvítur,
frá haus aftur á skott, hvít-
ur á maga með hvíta fætur.
Hann er frekar þéttur.
Hann var með ól, brúna og
svarta með tígrismunstri
og merktur, og er einnig
eyrnarmerktur. Hans er
sárt saknað og þeir sem
gætu gefið upplýsingar hafi
samband í síma 863-9339,
566-6921 eða 659-3939.
Fundarlaun.
Birta er týnd
LÆÐAN Birta tapaðist frá
Fellasmára í Kópavogi,
laugardaginn 5. júlí sl.
Birta er 10 ára gömul, mjög
mannelsk og góð. Hún er
með brotna vígtönn. Fólk
er vinsamlegast beðið að
líta í bílskúra og geymslur.
Þeir sem hafa orðið varir
við Birtu eru vinsamlegast
beðnir að hafa samband í
síma 564 2001 eða 690 3920.
Fundarlaun.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Góð þjónusta
LÁRÉTT
1 rusl, 4 kústur, 7 ræðu-
stóls, 8 léleg skepna, 9
dugur, 11 vitlaus, 18
stífni, 14 þora, 15 knippi,
17 þref, 20 málmur, 22
veslingur, 23 árnar, 24
langloka, 25 nytjalönd.
LÓÐRÉTT
1 drekkur, 2 meðvit-
undin, 3 boli, 4 úrgangur,
5 hænur, 6 sefaði, 10 ávít-
ur, 12 gætni, 13 á húsi, 15
beitir tönnum, 16 brúk-
um, 18 ílát, 19 ávextir, 20
baun, 21 skott.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 reimleiki, 8 hugað, 9 dótið, 10 una, 11 faðir, 13
reisa, 15 úrann, 18 skapa, 21 átt, 22 skafl, 23 augað, 24
fangelsið.
Lóðrétt: 2 ergið, 3 móður, 4 endar, 5 kætti, 6 óhæf, 7
eðla, 12 inn, 14 eik, 15 únsa, 16 apana, 17 nálæg, 18 stall,
19 angri, 20 auða.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16