Morgunblaðið - 08.09.2003, Qupperneq 30
30 MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 5.50. B.i.12.
Sýnd kl. 6. með íslensku tali.
Sýnd kl. 8 og 10 með ensku tali
Barnapössun hefur aldrei verið svona fyndin!
Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
MEÐ
ÍSLEN
SKU
OG EN
SKU
TALI
Mestu illmenni
kvikmynda-
sögunnar
mætast í
bardaga
upp á líf og
dauða.
TVÆR VIKUR Á TOPPNUM Í USA
Sýnd kl. 6, 8 og 10.15. B.i. 16.
Skonrokk FM 90.9
HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
kl. 5.30, 8 og 10.20.
Miðasala opnar kl. 15.30
Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal.
Mestu illmenni
kvikmynda-
sögunnar
mætast í
bardaga
upp á líf og
dauða.
TVÆR VIKUR Á TOPPNUM Í USA
Miðaverð 500 kr.
ATH. Eingöngu Sýnd í Lúxussal
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16.
Skonrokk FM 90.9
Fjölskyldumynd ársins!
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 með íslensku tali.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 með ensku tali
MEÐ
ÍSLENS
KU
OG EN
SKU
TALI
Barnapössun
hefur aldrei
verið svona
fyndin!
Frábær
skemmtun
fyrir alla
fjölskylduna.
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12 ára.
J I M C A R R E Y
Stóra svið
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Aðalæfing fö 12/9 kl 13 - kr. 1.000
Forsýning lau 13/9 kl 14 - UPPSELT
FRUMSÝNING su 14/9 kl 14 - UPPSELT
Lau 20/9 kl 14 - UPPSELT,
Su 21/9 kl 14.
Lau 27/9 kl 14,
Su 28/9 kl 14,
Lau 4/10 kl 14,
Su 5/10 kl 14.
ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield
Lau 13/9 kl 20,
Lau 20/9 kl 20.
Nýja sviðið
KVETCH e. Steven Berkoff
Í samstarfi við Á SENUNNI
Mi 10/9 kl 20 - UPPSELT,
Fi 11/9 kl 20 - UPPSELT,
Fö 12/9 kl 20 - UPPSELT.
Síðustu sýningar
NÚTÍMADANSHÁTÍÐ - Sex danshöfundar
frumflytja sex sólódansa
Lau 13/9 kl 20,
Su 14/9 kl 20.
Aðeins þessar sýningar
Litla sviðið
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Sala áskriftarkorta og afsláttarkorta stendur yfir
Sex sýningar: Þrjár á Stóra sviði, og þrjár aðrar að eigin vali. kr. 9.900
Tíumiðakort: Notkun að eigin vali kr. 16.900
Komið á kortið: Fjórir miðar á Nýja svið/Litla svið. Kr. 6.400
VERTU MEÐ Í VETUR
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare
í samstarfi við VESTURPORT og ÍD
Lau 13/9 kl 20.
Allra síðasta sýning
IÐNÓ
fim, 18. sept kl. 21,
sun, 21. sept kl. 21,
fim, 25. sept kl. 21.
föst, 26. sept kl. 21.
Gríman 2003
„BESTA LEIKSÝNING ÁRSINS,“
að mati áhorfenda
Félagsheimilið Hnífsdal,Ísafirði
lau 13. sept kl. 21. Örfá sæti
Miðasölusími í IÐNÓ 562 9700
og sellofon@mmedia.is
Breski leikarinn og athafnaskáldið
Ian McKellen er vandur að virðingu
sinni. Eftir stjörnuleik sinn sem níð-
ingurinn Magn-
eto í kvikmynd-
unum X-men og
X2 og frábæra
frammistöðu sem
Gandalfur í kvik-
myndun nýsjá-
lenska leikstjór-
ans Peter
Jackson á
Hringadrótt-
inssögu, ákvað hann að bæta fyrir
„kassastykkin“ með því að leika aðal-
hlutverk í Emile, sjálfstætt fram-
leiddri, kanadískri kvikmynd, sem
fjallar um roskinn mann sem svikið
hefur fjölskyldu sína og reynir að
taka upp þráðinn löngu seinna.
Leikstjórinn Carl Bessai var hepp-
inn, þar sem McKellen hafði nógan
tíma á meðan á tökum X2 stóð. Hann
þurfti einungis að vera viðstaddur
tökur fimmtán daga af þeim tæpum
fjóru mánuðum sem tökur mynd-
arinnar tóku í héraðinu Bresku Kól-
umbíu í Kanada og gat því gefið sér
nægan tíma til að hjálpa sjálfstæðu
kvikmyndagerðarmönnunum. Segir
McKellen mikilvægast fyrir leikara
að gleyma ekki að vera ungir innra
með sér, því það að leika sé helst á
færi barna og leikarar verði að við-
halda sér í kring um fjórtán ára ald-
urinn hið innra. Einfalt mál fyrir
Gandalf gamla ...
Fleiri leikarar hugsa sér dulítið til
hreyfings þessa dagana og sagði
kempan góðkunna Harrison Ford
blaðamönnum í Berlín á dögunum að
hann vildi óska að
hann fengi tæki-
færi til þess að
leika illmenni á
hvíta tjaldinu.
Hann sagði það
vera erfitt í Holly-
wood, því illmenni
hefðu þar yfirleitt
það eina hlutverk
að vera andstæð-
ingar hetjunnar og lúffa fyrir henni í
endann. Harrison hefur einmitt einu
sinni leikið illmenni í myndinni „What
lies beneath“ og lenti þar í miklum
hremmingum á móti Michelle
Pfeiffer, sem tók á honum stóra sín-
um í enda myndarinnar eins og til
siðs er í Heilagaskógi. Segir Ford
helstu kosti þess að leika rummunga
og illmenni þá, að í þeim hlutverkum
geta menn farið mun víðar í túlkun
sinni og látið öllum illum látum á
skjánum, en hetjan verður alltaf að
halda stillingu sinni og vera dönnuð.
Ford gaf einnig í skyn að nýjasta In-
diana Jones myndin færi í tökur á
næsta ári, handritið væri í skrifum og
allir í góðum gír. Leikstjórinn Stev-
en Spielberg ætlar að leikstýra
myndinni eins og honum einum er
lagið og þá er bara að sjá hvort Spiel-
berg hefur tapað einhverju af sum-
arsmellatöktunum sem einkenndu
hann í upphafi ferilsins og gerðu
hann frægan, þegar hann leikstýrði
myndum eins og Jaws, Poltergeist og
E.T.
Gleðipinninn og klæðskiptingurinn
litríki „Boy George“ O’Dowd, sem
gerði garðinn frægan á níunda ára-
tugnum með
poppsveitinni
Culture Club, er
nú í óða önn að
færa upp söngleik
sinn, „Taboo“ sem
fjallar um hann
sjálfan. Söngleik-
urinn verður
sýndur í Mekka
söngleikjamenn-
ingarinnar, á Broadway í New York.
Í hlutverki stráksins Gogga verður
ungur og snoppufríður leikari og
söngvari, Euan Morton. Boy George
samdi sjálfur tónlistina og söngtext-
ana í „Taboo“ og leikur Leigh Bow-
ery, stjórnlausan listamann og hönn-
uð, í sögu sem fjallar um öfgar og
úrkynjun skemmtanalífsins í London
á níunda áratugnum. Munu áhuga-
samir aðdáendur fá smá forsmekk að
söngleiknum á sérstökum Broadway
tónleikum, þar sem eitt lag úr söng-
leiknum verður flutt.
Söngleikurinn var áður sýndur í
London og gekk í fimmtán mánuði.
Nú er verið að endurskrifa handritið
fyrir bandarískan markað og segir
framleiðandi söngleiksins, Rosie
O’Donnell, sem einnig er frægur
spjallþáttastjórnandi að söngleik-
urinn eigi örugglega eftir að vinna til
Tony verðlauna, þar sem útkoman
verði öll hin glæsilegasta.
Boy George segir að boðskapur söng-
leiksins sé að ekki megi dæma fólk af
yfirborðinu ...
Athyglissýki bandaríska sjónhverf-
ingamannsins David Blaine eru fá
takmörk sett. Nýjasta framtak hans
er að hanga yfir ánni Thames í plast-
búri án matar í fjörutíu og fjóra daga.
Hann gekk inn í búrið klukkan níu á
föstudagskvöld og hyggst ekki koma
út fyrr en seint í október. Blaine er
frægur fyrir fáránleg uppátæki sín og
hefur meðal annars dvalið í ísblokk í
tæpa þrjá sólarhringa og stokkið ofan
af tuttugu og átta metra hárri súlu.
Blaine mun fá vatn um slöngu, en
engan mat, og mun því hungrið
ganga á líkama
hans. Reiknað er
með því að Blaine
muni tapa tutt-
ugu kílóum af
vöðvamassa við
uppátækið og
hafa heilbrigð-
isyfirvöld mót-
mælt slíkri léttúð
frá hendi Blaine.
Líklegt er að ýmis starfsemi líffæra
hans fari illa út úr þessu og getur
þetta bitnað illilega á nýrum og æða-
kerfi.
Breskir veðmangarar eru í miklum
vafa um hvort þeir taki við veðmálum
um þetta uppátæki og heimsmetabók
Guinnes hefur neitað að taka við
þessu væntanlega „heimsmeti“
Blaine, því þeir taki ekki við heims-
metum í svelti. Ken Livingstone,
borgarstjóri Lundúna, hefur einnig
lýst yfir vanþóknun sinni á þessu
uppátæki og sagt ekki við hæfi að
setja líf sitt í hættu. Aðrir hafa gagn-
rýnt hann fyrir að sýna raunveruleg-
um fórnarlömbum hungurs og ein-
angrunar vanvirðingu auk þess sem
þetta snerti einnig fólk sem þjáist af
átröskunarsjúkdómum illa.
Sky One sjónvarpsstöðin mun sýna
„bestu senurnar“ á hverjum degi, þó
ýmsir bendi á að það sé óskaplega lít-
ið spennandi við mann sem situr og
húkir í plastbúri í fjörutíu og fjóra
daga ...
FÓLK Ífréttum
Moggabúðin
Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
ÆRINGINN Marilyn Manson bíður
nú úrskurðar kviðdóms í máli sem
öryggisvörður höfðaði gegn hon-
um. Öryggisvörðurinn kærir Man-
son fyrir að hafa hringsnúist í
kringum sig og þreifað á sér á
tónleikum árið 2000 þegar hann
var við gæslu á sviðinu.
Lögfræðingar Manson segja að
öryggisvörðurinn, David M. Diaz
að nafni, hafi ekki hlotið neinn
skaða af athæfi Mansons, en Diaz
krefur Manson um andvirði um
fimm milljóna króna fyrir tilfinn-
ingalegt tjón
sem hann varð
fyrir vegna ósið-
samlegs athæfis
Mansons. Lög-
fræðingur Diaz
hefur sagt að
Diaz hafi orðið
fyrir mikilli nið-
urlægingu
vegna atviksins, en lögfræðingar
Mansons andmæla þessu og segja
niðurlæginguna fyrst og fremst
mega rekja til málaferlanna, enda
hafi umfjöllun um málið þá fyrst
hafist.
Manson hefur ekki mótmælt
ásökununum enda segir hann
þetta hluta af sviðslátum sínum.
Hins vegar hefur hann ekki játað
sök, þar sem hann telur að ekki
hafi verið um saknæmt athæfi að
ræða.
Manson hefur áður verið kærð-
ur fyrir svipaða hluti og hafa
menn jafnvel kært hann fyrir að
veifa gervilim úr gúmi í andlitið á
sér.
Kviðdómur rýnir í mál Mansons