Morgunblaðið - 08.09.2003, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 31
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
www.regnboginn.is
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Fjölskyldumynd ársins!
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Ísl. tal. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára.
Frá leikstjóra Trainspotting kemur hið magn-
aða meistaraverk 28 Days Later.
Missið ekki af þessum frábæra framtíðartrylli.
SV MBL
HK DV
Kvikmyndir.com
Einn sá allra
besti hryllingur
sem sést hefur í
bíó síðustu
misserin."
Þ.Þ. FBL.
Ein besta
mynd ársins
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14.
MEÐ
ÍSLEN
SKU
TALI
Barnapössun hefur aldrei verið svona fyndin!
Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.
Sýnd kl. 6. Með íslensku tali.Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 10 ára
BRUCE
ALMIGHTY
Fjölskyldumynd ársins!
MEÐ
ÍSLEN
SKU
TALI
Barnapössun hefur aldrei verið svona fyndin!
Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Fullkomið rán.
Svik. Uppgjör.
KVIKMYNDIR.IS
Skemmtilegasta
spennumynd
ársins er komin..
J I M C A R R E Y
Sýnd kl. 8 og 10.15.
HLJÓMPLATAN 22 ferðalög með
Magnúsi Eiríkssyni og Kristjáni
Kristjánssyni hefur selst gríðarvel í
sumar, alls um þrettán þúsund ein-
tökum til þessa og er salan á við það
sem best gerist í poppinu á Íslandi.
Íslenskt ferðafólk hefur fegins
hendi gripið þessa söngplötu með
hógværum útsetningum dúettsins á
íslenskum útileguperlum.
Á plötunni 22 ferðalög má finna
lög eins og Kötukvæði, Ó Jósep Jós-
ep og Viltu með mér vaka í einföld-
um og ómþýðum flutningi meist-
aranna. Þeir Maggi og KK hafa
lengi starfað saman í blús og popp-
tónlist og hafa fyrir löngu síðan
skipað sér sess sem einir ástsælustu
tónlistarmenn þjóðarinnar og eiga
þeir heiðurinn af mörgum fegurstu
dægurperlum íslenskrar tónlistar.
Má þar nefna Vegbúann, Óbyggð-
irnar kalla, Garún og Einhvers
staðar, einhvern tíma aftur.
Langt ferðalag framundan
Drengirnir söngelsku eru nú á
ferðalagi um landið með dæg-
urlagaperlurnar í farteskinu og
komu við í Básum í Þórsmörk um
helgina þar sem þeir héldu hádeg-
istónleika í boði Útivistar og Heklu.
Þessir tónleikar marka upphaf tón-
leikaferðalags drengjanna í sept-
ember og október, þar sem þeir
munu fara hringferð um landið, en
þeir hyggjast meðal annars koma
við á Selfossi, Vestmannaeyjum,
Vík í Mýrdal, Egilsstöðum, Siglu-
firði, Akureyri, Sauðárkrók og
Stykkishólmi svo fátt eitt sé talið.
Ekki var annað að sjá en að gest-
ir Þórsmerkur kynnu vel að meta
flutning þeirra félaga og var þeim
vel fagnað í blíðviðrinu í Básum.
Nú er bara að sjá hvort þeir njóta
viðlíka velgengni á viðkomustöðum
hringvegarins, en þeirra bíður
langt og strangt ferðalag um
byggðir landsins og leika fáir eftir
slíkar hljómleikaferðir.
Íslensk vegalög í hauststemmningu
Þeir kumpánar Maggi og KK léku á als oddi í Básum, gestum til ómældrar ánægju.
Veðrið lék svo sannarlega við útilegumenn í Básum á laugardaginn og var
stemmningin hin ágætasta. Þórsmörk er sívinsæll áfangastaður Íslendinga.
Magnús og KK
trölluðu í Þórsmörk
ÁSGEIR Óskarsson, sem mörgum
er betur kunnur sem trommari Stuð-
manna, hélt útgáfutónleika á Gauki á
stöng síðasta fimmtudag í tilefni af
útkomu geisladisksins Áfram. Tón-
leikarnir fylgja fast í kjölfar útgáfu-
tónleika sem hann hélt í Austurbæ
fyrir tæpum tveimur vikum. Þar
kynnti hann tónlist sem hann hefur
verið að semja og vinna upp á eigin
spýtur og flutti í góðra vina hópi.
Ásgeir vann plötuna í hjáverkum
og hófust upptökur árið 2000. „Ég
hef alltaf samið tónlist, allt síðan ég
lærði fyrsta gripið,“ sagði Ásgeir í
viðtali við Morgunblaðið í liðinni viku
í tilefni af útkomu nýju plötunnar.
„Áður en ég byrjaði að spila á
trommur lék ég á bassa og gítar.
Þetta er bara eitthvað ... það koma
lög og það koma hugmyndir. Þetta
er einhver þörf og svo langar mann
auðvitað til að koma þessu frá sér.“
Tónlist Ásgeirs er framsækið
popp með þéttri og leikandi hrynj-
andi. Naut hann við flutninginn að-
stoðar fjölmargra félaga sinna úr
tónlistargeiranum. Á sviðinu stóðu
með Ásgeiri Sigfús Óttarsson
trommuleikari, Haraldur Þorsteins-
son bassaleikari, Eyþór Gunnarsson
og Karl Olgeirsson hljómborðsleik-
arar, Lárus Grímsson flautuleikari
og Kristján Edelstein gítarleikari,
auk þess sem dóttir Ásgeirs, Mar-
grét Guðrúnardóttir, söng með föður
sínum, en hún syngur eitt lag á plöt-
unni auk þess að syngja bakraddir.
Ásgeir, sem áður hefur sent frá
sér sólóplötuna Veröld stór og smá,
segist afar ánægður með viðtökurn-
ar á tónleikunum. Stemmningin á
báðum tónleikum var mjög góð og
heppnuðust þeir afar vel að sögn við-
staddra, enda reyndir fagmenn að
verki.
Ásgeir Óskars
heldur tvenna
útgáfutónleika
Ásgeir Óskarsson var í essinu sínu með gítar í stað trommukjuða.
Morgunblaðið/Árni Sæberg