Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 16
16 C MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir Dvergholt - 2ja herb. 51,2 m2 ósamþykkt íbúð á neðri hæð í 3-býlishúsi með fallegu útsýni. Íbúðin skiptist í góða stofu með fal- legu útsýni, eldhúskrók, borðkrók, svefnherbergi og baðherbergi m/sturtu. Stutt í þjónustu, skóla og hesthúsahverfið. Verð kr. 6,2 m - áhv. 3,4 m. Skipti möguleg á bíl. Klapparhlíð - 3ja herb. Glæsileg 75 m2, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í nýju 3ja hæða fjölbýli með sérinngangi. 2 góð svefnher- bergi með mahony skápum, stórt baðherbergi og þvottahús, góð geymsla/vinnuherbergi, stofa og sérlega fallegt eldhús úr mahony. Pergo parket á íbúðinni, en flísar á baði, þvottahúsi og for- stofu.Verð 12,9 m - áhv. 7,7 m. Laus strax. Urðarholt - 3ja herb. 91 m2 íbúð á jarðhæð í 3ja hæða fjölbýli á mjög góð- um stað í Mosfellsbæ. Íbúðin skiptist í stóra stofu, eldhús með borðkrók, stórt hjónaher- bergi og gott barnaherbergi, baðherbergi með baðkari og sturtuklefa. Sér geymsla og sam- eiginleg þvottahús á sömu hæð. Stór timbur- verönd með skjólgirðingu er við íbúðina. Mjög stutt í alla þjónustu og verslanir. Verð kr. 12,9 - áhv. 7,5 m. Þverholt - 2ja herbergja. 56,1 m2 íbúð á efstu hæð í 3ja hæða fjölbýli í miðbæ Mos- fellsbæjar. Íbúðin er á 2 hæðum, stofa, eldhús með góðri innréttingu, baðherbergi m/sturtu og geymsla á neðri hæðinni, en svefnherbergi á efri hæðinni sem er opin. Mikil lofthæð er í íbúðinni sem gefur henni sjarma. Verð kr. 8,9 m. - Áhv. 4,9 m. Arnarhöfði - endaraðhús + bílskúr Erum með sérlega vandað endarað- hús á 2 hæðum með bílskúr. Á jarðhæð er stofa, borðstofa, glæsilegt eldhús, gestasalerni, forstofa og forstofuherbergi. Á 2. hæð eru 3 svefnher- bergi, sjónvarpsstofa, baðherbergi og þvottahús. Fallegt eikarparket er á gólfum, en flísar á baði, forstofu og þvottahúsi. Timburverönd er út frá eldhúsi og stofu, og svalir út frá sjónvarpsstofu með miklu útsýni.**Verð kr. 23,9 m - áhv. 13,2 m** Klapparhlíð 12 - tilbúið til inn- réttinga Fallegt 168,5 m2 raðhús á 2 hæð- um með bílskúr við Klapparhlíð. Húsið afhendist tilbúið til innréttinga, lóð verður þökulögð og grús í bílaplani. Á jarðhæð er forstofa, gestasalerni, stofa, borðstofa og eldhús. Á 2. hæðinni eru 3 svefnherbergi, stórt hjónaherbergi og baðher- bergi. Í bílskúr er gert ráð fyrir geymslu. Verð kr. 17,8 m. Esjugrund - einbýli - Kjalar- nesi 142 m2 einbýlishús á einni hæð auk 58 m2 bílskúrs, með miklu útsýni. 5 svefnherbergi er í húsinu, 2 baðherbergi, stórt eldhús með borð- krók, þvottahús með sérútgangi, sjónvarpshol og stofa. Innangengt í tvöfaldan bílskúr. Timburver- önd og leiktæki í snyrtilegum garði með miklu út- sýni til hafs. Verð kr. 18,6 m. Hlíðarás - einbýli/tvíbýli Stórt og mikið 407 fm einbýlishús á tveimur hæðum með tvöföldum bílskúr. Fallegt einbýli í botnlanga við óbyggt svæði með gríðarmiklu útsýni yfir Mos- fellsbæ. Hugmyndir eru um að skipta húsinu í tvær 150 m2 íbúðir auk 44 m2 bílskúrs og kjallara undir bílskúr. Verð 29,5 m. Hlíð - Eilífsdal Fallegur 50 m2 sumarbú- staður með ca 65 m2 verönd á fallegum stað í Ei- lífsdal. Bústaðurinn stendur á mjög fallegri 4.000 m2 leigulóð með miklum trjágróðri og lítilli tjörn og leiktækjum. Kalt vatn er í bústaðnum og gashitað vatn. Verð 5,0 m. Bugðutangi - raðh. m/bíl- skúr Gott 205 m2 endaraðhús á tveimur hæðum með bílskúr. Björt og opin efri hæð með stórri stofu, eldhúsi, baðherbergi, og tveimur svefnherbergjum. Á jarðhæð eru tvö- þrjú svefnherbergi, hol og þvottahús, ásamt bílskúr. Þetta er íbúð með möguleika á út- leigu. Verð kr. 18,9 m - áhv. 11,7 m Blikahöfði - 4ra herb. - bílskúr *NÝTT Á SKRÁ* Mjög falleg 100 m2, 4ra herbergja íbúð á jarðhæð með sérgarði ásamt 27 m2 bílskúr. Íbúðin skiptist í 2 barnaherbergi og stórt hjónaherbergi með plastparketi á gólfi, flísalagt bað- herbergi með sturtu, sér þvottahús, stór flísalögð stofa og eldhús, með fallegri kirsuberjainnréttingu. Verð kr. 15,9 m - áhv. 7,2 m. Dalatangi - stórt einbýli m/aukaíb. *NÝTT Á SKRÁ* 361 m2 einbýlishús á 2 hæðum ásamt 52,5 m2 bílskúr, með möguleika á aukaíbúð. Aðalhæðin er 155 m2 og skiptist í eldhús, stofu, sjón- vhol, 4-5 svefnherb., baðherb., gesta- salerni og þvottahús ásamt bílskúr. Kjallarinn er 207 m2 með sérinngangi og 4 herb., baðherb. m/sturtu, eldhúsaðst., stofu og stórri geymslu. Steypt bílaplan og verönd með heitum potti. Verð kr. 33,5 m. Jörfagrund - endaraðh. m/bílskúr *NÝTT Á SKRÁ* 145 m2 endaraðhús ásamt 31 m2 innbyggðum bílskúr á stórri hornlóð með miklu útsýni. Í íbúð- inni eru 3 mjög stór svherb., baðherb. m/kari, sér þvottahús, stór og björt stofa og gott eldhús með borðkrók. Stór og mikil lóð er afgirt með góðri girðingu, timburverönd er við stofu og eldhús. Verð kr. 17,2 m - áhv. 8,5 m. í húsbr. Hjallahlíð - 2ja herb. *NÝTT Á SKRÁ* Rúmgóð 64 m2, 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í 2ja hæða fjölb. með sérinng. Íb. skiptist í forstofu, stórt svherb. með góðum skáp, baðher- b. m/sturtu, sér þvottahús og góða geymslu, nú notuð sem barnaherb, stofu og eldh. með fallegri innréttingu og borðkrók. Íbúðin getur verið laus fljótlega. Verð kr. 10,0 m. - áhv. 5,0 m. Urðarholt - 3ja herb. *NÝTT Á SKRÁ* 91 m2, 3ja herbergja íbúð á efstu hæð í 3ja hæða fjölbýli við miðbæ Mosfellsbæjar. Í íbúðinni eru 2 stórt svefnherbergi, baðherbergi með kari og tengi fyrir þvottavél, stór stofa og eldhús með eikarinnréttingu. Geymsla er í kjallara auk sameiginl. þvottahúss. Frábær staðs. - stutt í alla þjónustu. Verð kr. 12,5 m. - áhv. 7,2 m. SEL T www.fastmos.is HAUSTLÆGÐIRNARhellast yfir, viðbrigðineru firnamikil. Heitastasumar í manna minn- um er að baki, en þar með er ekki sagt að allt góða veðrið sé horfið, haustin eru oft ágætur tími. Svo fer sláturtíðin að hefjast eða svo hefði verið sagt fyrir hálfri öld á þessari árstíð. Slát- urtíðin er reyndar ekki eins árs- tíðaviss og þá, það er unnið við slátrun allt árið núorðið. Svolítil aukasláturtíð stendur nú yfir, loksins mönnuðu menn sig upp í að slátra nokkrum hvölum og var tími til kominn. Á þriðja tug ríkja hafa sent mótmæli gegn þessari „villi- mennsku“ þar á meðal lönd eins og Austurríki, þar sem íbúar hafa fæstir svo mikið sem séð sjó hvað þá í hann migið. Meðal þeirra ríkja sem telja sig vera þess umkomin að vanda um við okkur út af slátrun á nokkrum hrefnum eru Svíar og Spánverjar, tvær sérdeilis hreinlífar þjóðir. Ekki væri úr vegi að Svíar upp- lýstu okkur um hvað marga elgi þeir skjóta á ári. Spyrja má Svía hvers vegna elgirnir séu ekki frið- helgir og teknir í skurðgoðatölu eins og hvalirnir í höfunum. Spánverjar eru eflaust óðir og uppvægir að upplýsa okkur um, þessa voðalegu þjóð norður í höf- um, hversu mörg naut eru árlega murkuð til dauða á nautaatsvöllum þar í landi við mikinn fögnuð lýðs- ins. Enginn hefur komið fram með kröfu um að þar séu notaðir sprengiskutlar sem tryggja skjót- an dauðdaga dýrsins, þvert á móti skal dauðastríð þess dregið á langinn eins og hægt er. Og ekki má gleyma „greyinu honum Katli“, grænfriðungar eru komnir til að mótmæla með friði. Síðan sest allt þetta hreinlífa fólk inn á McDonalds og fær sér ham- borgara, emjandi yfir því hvað mikið sé um fréttir, jafnvel með myndum, frá sláturhúsum lands- ins. Það gæti jafnvel orðið til þess að löngu gleymd tengsl hamborg- arans við sláturhús mundu rifjast upp, þvílíkt og annað eins. Of heitt á Íslandi Hvernig getur nokkrum manni dottið í hug að það geti orðið of heitt á okkar ágæta kalda landi? Þetta hafa þó margir fundið harkalega fyrir á liðnu sumri og þar eru raunveruleg vandamál á ferðinni. Ekki svo að það hafi orð- ið of heitt á Lækjartorgi eða í Landmannalaugum, þar hefur öll- um liðið vel í veðurblíðunni. Á undanförnum árum höfum við stært okkur af því að lagnakerfi okkar séu orðin betri, fullkomnari og sérdeilis séu hitakerfin með betri stýringum, sem tryggi að hæfilegur hiti sé innandyra og orkunýting góð. Talsvert er til í þessu. En þetta heita sumar hefur sýnt okkur hina hliðina á myntinni, of heita vinnustaði, svo sem skrif- stofur. Yfirhitinn kemur frá fólki og vélbúnaði, en ekki síst frá sólinni. Víða hefur verið gripið til ým- issa ráða til að varna ofhitun og þar eru þeir vel settir sem eru með góð loftræsikerfi í skrif- stofum sínum. Slík kerfi má bæði nota til hitunar og kælingar, en þurfa þá að vera vel og rétt stillt. Mjög færist í aukana að skrif- stofuhúsnæði sé byggt sem gler- hús að hluta og ef ekki hefur verið gert ráð fyrir loftræsikerfi frá byrjun er erfitt að koma því fyrir eftirá. Sumir hafa gripið til þess ráðs að líma plastfilmu á glugga, en því miður með takmörkuðum árangri. Því hefur einnig fylgt sá böggull skammrifi að rúður undir filmu hafa átt það til að springa. Þá er eftir eitt ráð sem lítt hef- ur verið notað hérlendis, kælitæki sem hefur fengið á íslensku það skemmtilega heiti „kæliraftur“, Þetta er vatnskerfi sem er byggt upp með vatnelementum í loftum, það eru kæliraftarnir, og að sjálf- sögðu lagnakerfi. Um þetta rennur aðeins kalt vatn og á vegferð sinni um kæliraftinn kólnar loftið umhverfis hann og sígur niður, það er nátt- úrulögmál. Ekki er víst að næstu sumur verði jafn heit og þetta sem er að líða, en sólin mun skína og margir munu eiga í erfiðleikum vegna yf- irhitunar á skrifstofum landsins næstu sumur. Nema gripið verði til viðeigandi ráðstafana í tíma. Að liðnu heitu sumri Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is Sólarorka kemst greiðlega inn í glerhöll sem þessa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.