Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 26
26 C MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir Smiðjuvegi 11a, 200 Kópavogi, sími 544 4422, www.orgus.is Corian® er þrælsterkt og þolið efni, sett saman úr náttúrulegu steinefni og akríl Einföld, sígild og nýtískuleg lausn sem endist Corian® í eldhúsið þitt eða baðið T ALSVERT hefur verið byggt af íbúðarhúsum úr timbri hér á landi á und- anförnum árum, jafnt í þéttbýli sem annars staðar að ógleymdum öllum sumarhúsun- um, sem byggð eru nær eingöngu úr timbri. Efnið í þessi hús hefur komið frá mörgum löndum, stund- um sniðið og tilbúið og sumt er framleitt hér á landi. En það hefur verið lítið um, að ís- lenzk fyrirtæki flytji út timburhús til annarra landa. Nú hyggst fyr- irtækið SG-hús hf. á Selfossi hefja útflutning á slíkum húsum til Græn- lands. „Við höfum áður reynt fyrir okkur með útflutning á slíkum hús- um til Grænlands,“ segja þeir Óskar G. Jónsson og Kári Helgason hjá SG-húsum. „Sú reynsla gaf ekki góða raun vegna flutningserfiðleika. Nú eru aðstæður allt aðrar, þar sem hafnar eru beinar siglingar milli Ís- lands og Grænlands. Áhugi Kanadamanna á húsum okkar er ekki minni en Grænlend- inga og í þessari viku kemur í heim- sókn til okkar hópur Kanadamanna til þess að kynna sér framleiðslu SG-húsa.“ Gróið fyrirtæki SG-hús hf. á Selfossi eru í röð stærstu fyrirtækja hér á landi í timburhúsaframleiðslu og eiga að baki sér langa hefð. Fyrirtækið var stofnað af Sigurði Guðmundssyni húsasmíðameistara 1965 og hann var framkvæmdastjóri þess og aðal- eigandi um langt skeið, en hefur nú dregið sig út úr fyrirtækjarekstri. Húsasmiðjan keypti verzlunar- rekstur SG-húsa, en Óskar G. Jóns- son húsasmiður og fleiri keyptu tré- smiðjuna og héldu starfseminni áfram undir nafni fyrirtækisins. Nú eru þeir Óskar og Kári Helgason húsasmiður aðaleigendur fyrirtæk- isins. Hjá SG-húsum vinna að jafnaði 35–40 manns. Í fyrra var veltan um 350 millj. kr. og reksturinn réttum megin við strikið. Fyrirtækið flutti nýlega í 1.400 ferm. iðnaðarhúsnæði á Austurvegi 69 á Selfossi. „Gamla húsnæðið við Gagnheiði var orðið of lítið og mikil þörf fyrir stærra hús- næði,“ segja þeir félagar Óskar og Kári. „Verkefnastaða fyrirtækisins nú er mjög góð. Það er mikið að gera þessa dagana og horfur góð- ar.“ SG-hús framleiða fyrst og fremst timbureiningar í hús og þar eru íbúðarhús langstærsti þátturinn, en sumarhús, leikskólar, skólastofur og minni hús fyrir ýmsa aðila eru líka snar þáttur í starfseminni. „Efnið er flutt á grunninn og síð- an er það ýmist að við reisum húsið eða fólk fær aðra til þess að setja það saman, þegar grunnurinn er kominn,“ segja þeir félagar. „Það er hins vegar mjög lítið um, að við út- vegum fólki lóðir til þess að byggja á. Yfirleitt byrjar fólk á því að finna sér sjálft lóð og leitar síðan til okkar og við finnum teikningu, sem hentar og byggjum húsið samkvæmt ósk- um kaupenda. Þeir geta nánast ráð- ið því sjálfir, hvernig húsið lítur út að lokum.“ En heldur timbrið velli sem bygg- ingarefni? „Á því leikur enginn vafi,“ svara þeir félagar. „Timbrið er í sókn, ef eitthvað er, enda hefur það marga kosti sem byggingarefni. Timburhúsin hlýlegri Mörgum finnst timburhúsin hlý- legri en steinhús. Það er sagt að þau andi betur og loftið þar sé heilnæm- ara en í steinhúsum. Þá eru þau öruggari í jarðskjálftum. Síðast en ekki sízt eru timburhús hagkvæm og byggingarkostnaður þeirra yfir- leitt lægri en nýrra steinhúsa. Til viðbótar kemur, að það hefur átt sér stað mjög mikil og jákvæð þróun á þessu sviði. Sjálfir erum við á góðri leið með að fá gæðavottun hjá Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins fyrir framleiðslu okkar og það er að skila okkur mjög góð- um húsum. Þróunin hefur verið mest í fram- leiðslu á hurðum, gluggum og kraft- sperrum, sem við seljum sér. Sala í Þessi mynd sýnir húsið á fimmta degi. Búið er að fullklára húsið að utanverðu. Þakstálið er komið á, vindskeiðar, rennur og klæðning undir þakskegg. Íbúðarhús frá SG-húsum á Grænlandi. Með betri samgöngum kann að opnast mikill markaður fyrir framleiðslu fyrirtækisins þar. Styrkur nýrra timburhúsa meiri og betri en nokkru sinni áður Timburhús hafa ávallt notið mikilla vinsælda hér á landi. Magnús Sigurðs- son kynnti sér starfsemi SG-húsa hf. á Selfossi, sem sérhæfa sig í smíði timburhúsa. 78 ferm. skólastofur frá SG-húsum í Garðabæ. SG-hús hafa smíðað fjöldann allan af færanlegum skólastofum fyrir sveit- arfélög, bæði á höfuðborgarsvæðinu og út um allt land. Mjög stuttan tíma tekur að reisa timburhús. Þessi mynd er tekin á öðrum degi við reisingu timburhúss frá SG-húsum. Allar sperrur eru komnar á sinn stað. Ljósmynd/Sigurður Jónsson Hjá SG-húsum vinna að jafnaði 35—40 manns, en fyrirtækið flutti nýlega í 1.400 ferm. iðnaðarhúsnæði á Austurvegi 69. Íbúðarhús við bakka Ölfusár. Húsið sýnir fjölbreytileika húsa frá SG-húsum. Húsið er með bogagluggum, hárri lofthæð, valmaþaki, þaki yfir verönd og múr- steinsklæðningu, svo að fátt eitt sé nefnt. Óskar G. Jónsson og Kári Helgason, framkvæmdastjórar og aðaleigendur SG-húsa hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.