Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 C 27Fasteignir Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fast.sali. Gsm 898 8545 Gísli Sigurbjörnsson sölumaður FAX 568 3231 HÆÐIR 4RA HERBERGJA ÁLFTAMÝRI Falleg 4ra herbergja íbúð á 1. hæð, 100,3 fm, suðursvalir. Góður 23 fm bílskúr fylgir. Laus fljótlega. Verð 14,8 millj. GNOÐARVOGUR Fjögurra herbergja íbúð, 80 fm á jarðhæð með sérinngangi. Skiptist í stofu, 3 svefn- herbergi, eldhús og baðherbergi. Gott gler. Parket á gólfum. Verð 12,8 millj. LAUTASMÁRI Góð 4ra herb. endaíbúð á 2. hæð. Stofa, eldhús, flísalagt bað, 3 svefnherb. Þvotta- herb. í íbúð. Suðursvalir. Verð 14,4 millj. BARMAHLÍÐ Fjögurra herb. íbúð, 103,2 fm á 2. hæð í fjórbýli. Skiptist í 2 samliggjandi stof- ur, 2 svefnherb., eldhús og bað. Parket á stofum, holi og hjónaherb. Áhvílandi 6,1 millj. 3JA HERB. REYKÁS - M. BÍLSKÚR Falleg 3ja herb. íbúð, 95,2 fm á 2. hæð í góðu fjölbýli. Skiptist í stofu með rúmgóð- um svölum og fallegu útsýni, tvö svefnh. með skápum, svalir frá hjónaherb. Flísa- lagt baðherb. Eldhús og þvottaherb. Bíl- skúr 23,6 fm. Verð kr. 15,0 millj. 2JA HERB. LEIFSGATA Falleg 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu steinhúsi. Áhvílandi húsbr. 4,5 millj. EINSTAKLINGSÍBÚÐIR KARLAGATA Ósamþ. íbúðarherb. í kjallara ásamt baði og 2 sérgeymslum, alls 23,4 fm. Þarfnast algjörrar endurnýj- unar og fylgir talsvert efni s.s. parket, lítil eldhúsinnrétting o.fl. Verð 3,5 millj. SUMARHÚS OG LÓÐIR SUMARHÚSALÓÐIR - GRÍMS- NESi Svínavatn - Grímsnesi. Eigum til þrjár lóðir á góðu verði undir sumarhús. FLÉTTURIMI Góð 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli ásamt stæði í bílageymslu. Parket á holi og stofu, sérþvottaherb. í íbúð. Rúmgóðar svalir með fallegu út- sýni. ÍSLENSKIR stjórnmálamennhafa löngum viljað vera gjaf-arar hinna góðu gjafa þjóð-inni til handa, sem hún – ef að er gáð – borgar yfirleitt sjálf gegnum Gjaldheimtuna. Húsnæðis- málin eru sá málaflokkur sem einna oftast hefur orðið farvegur fyrir slíka góðvild stjórnmálamanna okkar. Nýjasti gjafapakki hinnar póli- tísku stéttar inniheldur loforð ann- ars stjórnarflokksins þess efnis að hækka almenn húsbréfalán upp í 90% af kaupverði eða að hámarki 18 milljónir króna. Sú tala er 90% af 20 milljónum, sem svarar til verðs á nettu einbýlishúsi. Þegar áform nýskipaðs félags- málaráðherra verða að veruleika mun ungum húsbyggjendum gefast kostur á að byrja húsnæðisferil með stökki beint út í djúpu laugina og kaupum á draumahúsinu í þann mund sem skólakerfi ríkisins slepp- ir af þeim hendinni og húsnæðis- lánakerfi ríkisins tekur við þeim opnum örmum. Ráðherrar taka til höndum Að mati þess sem þetta ritar er líklegt að almennur 90% lánsréttur verði til þess að ný kollsteypa hefj- ist í húsnæðismálum Íslendinga af svipuðu tagi og fyrri stórfeldar uppstokkanir kerfisins hafa æ ofan í æ kallað fram. Nýir félagsmálaráðherrar undan- farinna áratuga hafa nær undan- tekningarlaust hafið ráðherraferil sinn með víðtækri endurskoðun húsnæðislöggjaf- arinnar og eftir nokkurn tíma hafa óvæntir hlutir farið að gerast á húsnæð- ismarkaðnum: Svavar Gestsson kom sem félags- málaráðherra árið 1980 í höfn nýrri húsnæðislöggjöf sem undirbúin hafði verið í ráðherratíð forvera hans, Magnúsar H. Magnússonar, 1978–1979. Áhersla var lögð á byggingu verkamannabústaða en þess ekki gætt að styrkja almenna lánakerfið, sem án efa ýtti undir þá kreppu í lánamálum sem skall á ár- ið 1983 og mótmælt var á fjölda- fundi húsbyggjenda í Sigtúni 24. ágúst 1983. 1. september árið 1986 kom Al- exander Stefánsson, með virkum stuðningi og fulltingi aðila vinnu- markaðarins, á nýju – og á þess tíma mælikvarða – afar örlátu hús- næðislánakerfi, sem byggðist á samstarfi Húsnæðisstofnunar og lífeyrissjóða launafólks. Boðin voru allt að 70% lán með niðurgreiddum vöxtum. Gífurleg uppsveifla varð á fasteignamarkaði, 20.000 láns- umsækjendur skráðu sig í biðröð eftir lánum og biðtími eftir af- greiðslu komst í þrjú ár. Næsti félagsmálaráðherra, Jó- hanna Sigurðardóttir, neyddist til þess að varpa „86-kerfi“ Alexand- ers Stefánssonar fyrir róða, sem komið var í miklar ógöngur. Í stað þess var komið á algerlega nýju lánakerfi, húsbréfakerfinu. Það hef- ur reyndar – ólíkt öðrum „nýjum lánakerfum“ – reynst það vel að það er í grundvallaratriðum enn við lýði 14 árum eftir að því var komið á. Einnig stokkaði Jóhanna árið 1990 upp félagslega kerfið og var upp úr því farið allgeyst í lánveit- ingar, m.a. veitt á níunda hundrað félagsleg lán á einu ári, þ.e. 1992. Var þar þó við ramman reip að draga, því sveitarstjórnir víða um land sóttu fast í slík lán og sitja sum hver í dag uppi með fleiri íbúðir en þörf er á í byggðum sem eiga undir högg að sækja í atvinnu- og húsnæðismálum. Arftaki Jóhönnu, Páll Pétursson, tók sér lengri tíma í gagngera end- urskoðun lánakerfis hins opinbera, en var að sama skapi enn stórtæk- ari og lagði m.a. niður hina grónu Húsnæðisstofnun ríkisins og fé- lagslega íbúðalánakerfið. Umsvif arftakans, Íbúðalána- sjóðs, urðu hins vegar strax frá byrjun enn meiri en nokkru sinni hafði verið hjá Húsnæðisstofnun og fyrstu ár sjóðsins einkenndust af meiri óróa á íslenskum fast- eignamarkaði en oftast áður hafði sést. Met í lánveitingum framundan Ljóst er að áform núverandi fé- lagsmálaráðherra, Árna Magn- ússonar, munu hafa í för með sér umfangsmestu opnberar lánveit- ingar til húsnæð- ismála sem sést hafa hér á landi. Nú þegar nema lánveitingar Íbúða- lánasjóðs 30–40 milljörðum króna á ári. Þar munar mikið um vaxandi hlut viðbótarlána, auk þess sem hafnar eru nú þegar meiri lánveit- ingar til byggingar leiguhúsnæðis en nokkru sinni fyrr, sem vissulega er í sjálfu sér fagnaðarefni. Umfang lána Íbúðalánsjóðs er því nú þegar í sögulegu hámarki og að hálfu félagsmálaráðuneytisins hefur verið bent á að svigrúm til aukinna lánveitinga er e.t.v. minna en margir halda þegar heild- arstærðir hagkerfis húsnæðismál- anna eru skoðaðar. Einnig muni aukin útlán Íbúða- lánasjóðs draga úr lánum annarra aðila, t.d. lánum lífeyrissjóðanna til sjóðfélaga sinna. Að mínu mati verður í þessu sambandi einmitt að setja stórt spurningarmerki við að færa allt fjármagnsstreymi til hús- næðismála í einn farveg sem þar að auki á sér stað undir formerkjum jafn úrelts rekstrarforms og rík- isrekinn húsnæðisbanki óneitanlega er. Engum þarf að blandast hugur um að 90% lánsréttur er mikið búsílag fyrir ungt fólk sem er að kaupa sitt fyrsta húsnæði, þó ekk- ert ætti í sjálfu sér að hindra að al- menna bankakerfið geti ráðið við það verkefni jafn vel eða betur en ríkisvaldið. Með 90% lánsrétti getur fólk stytt þann tröppugang sem oft byrjar í lítilli blokkaríbúð og tekið strax stökkið í sæmilega rúma íbúð. Lánsrétturinn er hins vegar almennur og veitir hátekjufólki sama lánsrétt og öllum öðrum. Minna má á, að einmitt það hve lánsrétturinn var almennur reynd- ist vera helsti Akkilesarhæll lána- kerfisins sem komið var á fót árið 1986. Fólki sem nú þegar býr við góð húsnæðiskjör mun nú bjóðast sá möguleiki að stækka við sig og kaupa húsnæði að verðmæti um og yfir 20 milljónir króna. Í mörgum tilvikum mun kostn- aðaraukningin bætast að stórum hluta upp af auknum vaxtabótum. Slíkt samspil eykur hættuna á að fólk festi kaup á stóru húsnæði fyrst og fremst í fjárfestingarskyni, auk þess sem auknir lánamögu- leikar munu gera lántakendum mögulegt að losa um fjármuni til annarrar neyslu en húsnæðisöfl- unar. Hættan á þensluhvetjandi áhrifum er því veruleg og eru slík áhrif líkleg til þess að ná hámarki einmitt á sama tíma og virkjunar- og álversframkvæmdir austanlands munu verða í hámarki. 90% lánin – kollsteypa eða kjarabót? Morgunblaðið/Arnaldur Íbúðalán eftir Jón Rúnar Sveinsson, félags- fræðing hjá Borgarfræðasetri / jonrunar@hi.is tilbúnum einingum í hús hefur einn- ig verið að aukast. Þessi þróun hefur átt sér stað í samráði við verkfræðinga og arki- tekta en ekki síður fyrir atbeina starfsmanna fyrirtækisins, sem hafa verið óþreytandi í að koma með nýj- ar lausnir. Styrkur og gæði timburhúsa okk- ar er því enn meiri og betri en var fyrir nokkrum árum. Þetta er samt endalaus þróun og það er stöðugt unnið að því að gera betur og leysa þau spursmál, sem koma upp.“ Þeir Óskar og Kári segja það ennfremur mikinn kost við timbur- hús, hve byggingartími þeirra er skammur. „Eftir að efnið er komið á byggingarstað, tekur ekki nema 8– 10 vinnudaga að reisa 150–160 ferm. hús þannig að búið sé að setja í það einangrun og húsið tilbúið undir raf- lagnir og til innréttinga. Það er þarna sem hagræðið við timburhús kemur fram. Það sparast tími og fjármagnskostnaður.“ Þeir félagar segja áhuga fólks á timburhúsum ekki bundinn við ákveðna aldurshópa, stéttir eða landshluta. „Kaupendur að húsum okka koma úr öllum stéttum og eru á mismunandi aldri,“ segja þeir. „Það má segja, að þeir séu þver- skurður af íslenzka þjóðfélaginu. Þetta fólk er alls staðar að af land- inu. Það hefur verið mikil eftirspurn eftir húsum okkar á Suðurlandi, þar sem sumarhúsum hefur fjölgað mik- ið. Fólk gerir nú allt aðrar og meiri kröfur til sumarhúsa en eitt sinn var og húsin eru því dýrari en áður, enda meiri og betri hús. Fólk lítur á þau sem sitt annað heimili og vill geta dvalizt í þeim jafnt vetur sem sumar. Heitið sumarhús er því ekki réttnefni lengur. Orlofshús eða frí- stundahús væri betra heiti. En það má finna hús frá okkur um allt land og á þessu ári höfum við byggt hús á höfuðborgarsvæð- inu, í Húnavatnssýslu, Borgarfirði, á Suðurnesjum og víðar. Nú fram- leiðum við 50–55 hús á ári, það er um eitt hús að meðaltali á viku.“ Landnám í Grænlandi Í fyrra komu hingað til lands sitt í hvoru lagi tveir hópar manna frá Grænlandi og Kanada til þess að kynna sér framleiðslu SG-húsa. „Þessir aðilar sýndu húsum okkar mikinn áhuga,“ segja þeir Óskar og Kári. „Við höfðum áður reist eitt hús á Grænlandi og komizt að raun um, að það er engum erfiðleikum bundið að byggja þar. Samgöngu- erfiðleikar við Grænland settu okk- ur hins vegar stólinn fyrir dyrnar. Nú þegar beinar siglingar eru hafnar á milli Grænlands og Íslands eru aðstæður allt aðrar og það kann að opnast verulegur markaður fyrir framleiðslu okkar í Grænlandi. Kanadamenn hafa einnig sýnt starfsemi okkar mikinn áhuga. Þeir vilja koma á samstarfsverkefni milli Íslends og Nýfundnalands í fram- leiðslu á timburhúsum hér á landi með útflutning til Evrópu í huga, en Kanada stendur utan við EES. Enn er ekkert hægt að fullyrða um framhaldið. En það er ljóst, að þessum mönnum er alvara, því að í þessari viku kemur hingað til lands hópur Kanadamanna gagngert í því skyni að kynna sér starfsemi okkar og framleiðslu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.