Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 32
32 C MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir OKKAR METNAÐUR – ÞINN ÁRANGUR NÝTT ÖFLUGT SÖLUKERFI - BETRI ÞJÓNUSTA - SKOÐUM EIGNIR SAMDÆGURS - EKKERT SKOÐUNARGJALD Sölustjóri Eðvarð Matthíasson. Sölumenn: Karl Jónsson, Valþór Ólason, Linda Urbancic, Elín Guðjónsdóttir. Bergur Hauksson hdl. lögg. fastsali BERGSTAÐASTRÆTI - REYKJAVÍK Falleg íbúð 98,5 fm á annarri h. í hornhúsi á fráb. stað. Sameiginlegar suðursvalir. Eikarparket á stofu og stór horngluggi. Eld- hús með innréttingu frá 1940. Sameign í góðu standi. Ásett verð 13,2 m. BALDURSGATA - REYKJAVÍK Mjög fal- leg 3ja herb. rishæð 64,2 fm. Parket og flís- ar á gólfum. Fallegur arinn í stofu, svalir út frá stofu. Mjög snyrtileg eign. Ásett verð 12,2 m. 2JA HERB. SÆVIÐARSUND - REYKJAVÍK Mjög vel skipulögð 2-3ja herb. íb. með sérinng. Er verið að taka hús allt í gegn að utan. Falleg- ur garður. Sérgeymsla og þvottaherb. Laus 1. nóv. 2003. Ásett verð 11,6 m. SEILUGRANDI - VESTURBÆR Mjög falleg og snyrtileg 2ja herb. 66 fm íbúð á 2. hæð í fjölbýli við sjávarsíðuna ásamt 30 fm stæði í lokaðri bílageymslu. Sérinngangur af svölum. Parket og flísar á gólfum. Fal- legt útsýni út á fjörðinn. Ásett verð 10,9 m. FRAKKASTÍGUR - SÓLAVÖRÐUHOLT Mjög krúttleg 2ja herb. 45 fm íbúð á 1. hæð í járnklæddu timburhúsi. Gegnheilt stafaparket á gólfum. Ásett verð 7,3 m. FRAKKASTÍGUR - MIÐBÆR Mjög góð 2ja til 3ja herb. 51 fm risíbúð í járnklæddu timburhúsi, gólfflötur er stærri. Gegnheilt stafaparket á gólfi. Risloft yfir íbúð. Ásett verð 8,9 m. 3JA - 4RA HERB. HRAUNBÆR - REYKJAVÍK 109,2 fm 3- 4 herbergja íbúð á stað þar sem öll þjón- usta er við hendina. Stórar svalir, flísar og parket á gólfum, hátt til lofts og þrifaleg sameign. Góð íbúð á góðum stað. Ásett verð 13,5 m. EINBÝLI GRÆNAMÝRI - SELTJARNARNES 258,7 fm 8 herbergja þ.a. 5 svefnherbergja einbýlishús í frábæru ástandi með bílskúr og upphituðu bílaplani á yndislegum stað, með nærliggjandi útivistarsvæði fyrir börn og fallegum og skjólgóðum garði. Miðja hússins er opin upp í mæni og flæðir birta um allt húsið sem skartar fyrsta flokks inn- réttingum og gólfefnum. STÓRGLÆSILEG EIGN. TILBOÐ ÓSKAST. HJALLAHLÍÐ - MOSFELLSBÆR Ein- stakt hús á einni hæð í góðu hverfi, sam- tals 220 fm með bílskúr. Sundlaug, heitur pottur, arinn og stórir gluggar. Eignin býður uppá ýmsa möguleika þ.e.a.s. byggingar- rétti á aukaíbúð og öðrum bílskúr. Eign sem vert er að skoða. Stærð lóðar er 2670 fm. Ásett verð 27,5 m. SUÐURHLÍÐAR KÓPAVOGS 319 fm fal- legt einbýlishús á 3 hæðum ásamt óskráð- um fm, tveimur 77 fm bílskúrum samtals um 470 fm. Fallegar innréttingar. Húsið stendur á góðum útsýnisstað í suðurhlíðum Kóp. Skipti koma til greina á minni eign. Áhv. ca 12 m. þ.a. ca 5 m. í húsbr. Ásett verð 33 m. DRANGAGATA - HAFNARFIRÐI - EIN- STÖK STAÐSETNING Vorum að fá í einkasölu mjög vandað og tignarlegt 366 fm einbýlishús, einstök lóð og friðað hraun allt í kring og fallegt sjávarútsýni. 8 svefn- herb. 3 stofur með arni, 3 baðherb. rúmgott eldhús, þvottahús, tvöfaldur bílskúr. Vand- aðar innréttingar og gólfefni eru marmari, parket og flísar. Allt fyrsta flokks. Sjón er sögu ríkari. TILBOÐ ÓSKAST. HÆÐIR ESKIHLÍÐ - REYKJAVÍK Mjög falleg, björt og rúmgóð 122 fm 4ra herb. íbúð á 1. hæð í fallegu og góðu húsi. Húsið stendur innst í botnlanga, sérbílastæði, fallegur garður. Íbúðin er í fyrsta flokks ástandi, eign sem vert er að kynna sér. Áhv. húsbr. 6,8 m. Ásett verð 17,6 m. 5 TIL 7 HERB. HVASSALEITI - RVÍK - M. BÍLSKÚR Til sölu björt og falleg 169 fm 5-6 herb. íb. í góðu fjölbýli. Innifalið í fm er 20 fm bílskúr. Herb. í kjallara hentugt til útleigu. Utanhús- viðgerðir langt komnar. TILBOÐ ÓSKAST. VALLARGERÐI - VESTURBÆR KÓPA- VOGS Stórglæsileg 5 herbergja íbúð með suðursvölum og mikilli lofthæð. Íbúðin er vel skipulögð og frábærlega innréttuð. Þetta er vinsælt gróið svæði og hér er um að ræða ákveðna sölu. Komið og skoðið sem fyrst. Ásett verð 17,5 m. 4RA - 5 HERB. KRÍUHÓLAR - BREIÐHOLT 4ra til 5 her- bergja 121,4 fm íbúð á 7. hæð í lyftublokk með svölum og frábæru útsýni ti austurs og vesturs. Blokkin hefur verið klædd að utan og er sameign í mjög góðu ásigkomu- lagi. Eignin er laus. Ákveðin sala. ÁSETT VERÐ 13,5 M. GULLSMÁRI - KÓPAVOGUR Vorum að fá í einkasölu fallega 95 fm vel staðsetta 4ra herb. íbúð á 2. hæð. Hol með innb. fataskáp, stórt hjónaberb., ásamt 2 rúm- góðum svefnherb., stór geymsla er í íbúð- inni sem nýta mætti sem fjórða herb. Eign- inni fylgir 20 fm geymsla í risi. Góð stað- setning, stutt í alla þjónustu. Fyrsta flokks íbúð. Áhv. 10,8 m. Verð 13,9 m. 4RA HERB. LJÓSHEIMAR - REYKJAVÍK Mikið end- urnýjuð 4ra herb. 91 fm íbúð á 2. hæð í 10 hæða lyftuhúsi. Parket, dúkur og filltteppi á gólfum. Suð-vestursvalir. Sérgeymsla, þvotta- og þurrkherb. á 1. hæð. Söluverð 12,9 m. HRAFNHÓLAR - REYKJAVÍK Þetta er 4ra herb. 126 fm íbúð með 24,6 fm bílskúr að auki. Eignin er á 1. hæð með yfirbyggða verönd/svalir og gegnheilt parket að mestu. Möguleiki að bæta við herb. Búið er að klæða blokkina og er sameign fyrsta flokks. Ásett verð 13,5 m. REYNIMELUR - VESTURBÆR Mjög fal- leg 75,8 fm mikið endurnýjuð 3ja-4ra herb. íbúð á jarðhæð. Ný eldhúsinnrétting og flís- ar, vönduð tæki frá Blomberg. Fjótandi eik- arparket í stofu. Baðherb. flísalagt í hólf og gólf. Ásett verð 11,1 m. LANGHOLTSVEGUR - REYKJAVÍK Fal- leg og björt 76,9 fm íbúð í kjallara með sér- inngangi, sérbílastæði og fallegum garði. Húsið er í botnlanga og í góðu standi. Íbúðin getur losnað fljótlega. ÁKVEÐIN SALA. Ásett verð 11,4 m. VIÐ BJÓÐUM EINFALDLEGA BETRI KJÖR EFSTASUND - REYKJAVÍK. Þetta er virkilega snotur risíbúð sem er ca 67 fm að gólffleti. Fallegir loftbitar og loftgluggar í stofu. Eignin er nýuppgerð og einnig hefur verið gert við þakið á húsinu. Íbúðin er laus strax. Ásett verð 7,9 m. ATVINNUHÚSNÆÐI GRETTISGATA - MIÐBÆR 68 fm at- vinnuhúsnæði á 1. hæð á frábærum stað í miðbænum, falleg gólfefni, hátt til lofts, möguleiki á að breyta í íbúðarhúsnæði. ÁSETT VERÐ 8,9 M. NÝBYGGINGAR INGÓLFSSTRÆTI 16 - 101 RVÍK Þetta hús var byggt af Medúsalem Jóhannssyni útgerðarmanni og stórkaupmanni árið 1928. Húsið var síðast í eigu Blindravinafé- lags Ísland en hefur nú verið gert upp í heild sinni og eignin lánshæf sem nýbygg- ing. Lagt hefur verið áherslu á að halda út- liti upprunalegu og verða eignir seldar til- búnar til innréttinga. Kaupendum er gefinn kostur á innréttingum að eigin vali. Um er að ræða 5 sjálfstæðar íbúðir þ.a. tvær með stórum svölum. Íbúðirnar eru frá 45,8 fm uppí 143,2 fm. Nánari upplýsingar og upp- lýsingar um ásett verð eru gefnar á staðn- um. KOMIÐ OG SKOÐIÐ EINSTAKAR ÍBÚÐIR Á FRÁBÆRUM STAÐ. EINBÝLI M.AUKAÍBÚÐ LANGHOLTSVEGUR - TVÆR ÍBÚÐIR Mjög snyrtilegar íbúðir, rishæð skráð 73,3 fm, gólfflötur um 100 fm. Átta kvistar eru í íbúðinni ásamt 30 fm verönd með heitum nuddpotti og grillaðstöðu, einnig 26,7 fm stúdíó-íbúð sem er í útleigu. Allt nýstand- sett. Gólfefni eru parket og flísar. Áhv. 8,5 m. Ásett verð 14,9 m. Í SLENZK iðnfyrirtæki hafa sannað það, að þau geta fram- leitt úrvals byggingarvörur, sem eru oft betri en þær inn- fluttu. Íslenzk fyrirtæki eru hins vegar oft ekki nándar nærri eins lag- in við að kynna og selja vörur sínar. Þetta var ein meginástæðan fyrir því að Iðnverk ehf. í Reykjavík var stofnað á sínum tíma. Tilgangurinn var að kynna og selja vörur íslenzkra iðnfyrirtækja, sem framleiða bygg- ingarvörur. Þannig komst Finnbogi Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Iðn- verks, að orði í viðtali við Morgun- blaðið, en fyrirtækið hefur aðsetur í Fönixhúsinu í Hátúni 6a. „Iðnverk var stofnað árið 1971 af nokkrum ís- lenzkum iðnfyrirtækjum gagngert í því skyni að selja vörur þeirra, sem áttu í mikilli samkeppni við innflutt- ar byggingarvörur og það má segja, að starfsemi Iðnverks byggist á þessum sama grundvelli enn í dag,“ segir Finnbogi. Mikil kynning á erlendum vörum „Að sumu leyti er þetta skiljan- legt. Það eru fyrst og fremst stóru byggingarvöruverzlanirnar, sem eru með umboð fyrir erlendu vörurnar og kynning á þessum vörum er oft mikil en samt einungis einn þáttur- inn í sölustarfsemi þessara fyrir- tækja. Verzlanir með umboð fyrir stóra erlenda aðila fá gjarnan kynn- ingarefni beint frá þeim, sem oft má nota óbreytt eða lítið breytt fyrir ís- lenzkan markað. Kynningar- og sölustarfsemi ís- lenzku fyrirtækjanna er gjarnan miklu minni. Þetta stafar oft af smæð þeirra, en íslenzku fyrirtækin eru stundum mjög lítil, jafnvel rekin af einyrkjum, sem bæði hafa lítið fjármagn fyrir sölustarfsemi eða kunna blátt áfram lítt til verka. Ég vil taka það fram, að hér er ekki verið að amast við innfluttum vörum. Samkeppni er af hinu góða og ef ekki væri hér innflutningur á erlendum byggingarvörum, er hætt við að íslenzkur byggingariðnaður myndi staðna og nýjar erlendar vörur og aðferðir fengju ekki að ryðja sér til rúms hér á landi.“ Að sögn Finnboga er sala á vörum þriggja fyrirtækja kjarninn í starf- semi Iðnverks nú, en þau eru Ofna- smiðja Suðurnesja hf. í Keflavík, Trésmiðjan Börkur hf. og Íspan hf., bæði á Akureyri. Markmið Iðnverks að koma íslenzk- um byggingarvörum á framfæri Morgunblaðið/Þorkell Gísli Eyjólfsson sölustjóri stendur hér fyrir framan glugga frá Berki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.