Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 20
20 C MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir Einar Guðmundsson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Skipholti 29a 105 Reykjavík sími 530 6500 fax 30 6505 heimili@heimili.is opið mánudaga til föstudaga 9-17 Magnús Einarsson sölumaður Hafdís Hrönn Björnsdóttir ritari Félag Fasteignasala Vantar allar gerðir eigna á skrá www.heimili.is HRYGGJARSEL - SÉRLEGA GOTT EINBÝLI MEÐ AUKA- ÍBÚÐ OG TVÖFÖLDUM BÍL- SKÚR Vorum að fá í sölu ca 220 fm ein- býli með stúdíó-íbúð í kj. og ca 55 fm tvö- földum bílskúr á þessum eftirsótta stað í Seljahverfi. Þetta er sérlega gott fjölskyldu- hús með fjórum góðum svefnherbergjum og mjög góðri stúdíóíbúð í kjallara sem hentar vel til útleigu. Óskráð rými í kjallara. Stór tvöfaldur bílskúr með geymslu, geymslulofti. Verð 26,9 millj. Skipti mögu- leg á minni íbúð ÁSHOLT - GOTT RAÐHÚS MIÐSVÆÐIS Í RVK. Stórglæsilegt 144 fm raðhús á tveimur hæðum. Þrjú rúm- góð svefnherbergi og stórar sofur. Inn- gangur úr lokuðum verðlaunagarði. Hús- vörður - góðir nágrannar. Tvö stæði í bíla- geymslu fylgja. Verð aðeins 21,9 millj. EINARSNES ca 95 fm sérbýli á þess- um vinsæla stað í Skerjafirðinum. Húsið sem er klætt timburhús skiptist í hæð ris og kjallara, það hefur verið talsvert endurnýjað m.a. eldhúsinnrétting, baðherbergi og gólf- efni. Mjög stór og fallegur gróinn suður- garður. Áhv. ca 6,4 millj. Verð 13,9 millj. MELABRAUT SELTJARNAR- NES Fallegt parhús á tveimur hæðum ásamt ca 40 fm bílskúr á góðum stað á Nesinu. Nýlegur og vandaður sólskáli liggur við stofu og tengir vel saman garð og hús. Húsið afhendist með nýju járni á þaki. Laust við kaupsamning. Áhv. ca 6,0 millj. rað- og parhús einbýli VESTURBÆR - DUNHAGI - VEL SKIPULÖGÐ Nýkomin í sölu um 100 fm, góð, 4ra herbergja íbúð á 3. hæð. Tvö rúmg. herbergi og tvær stofur. Bjartar suðursvalir. Góð íbúð í góðu húsi. Frábær staðsetning. Verð 13,9 millj. MIKLABRAUT- TÆKIFÆRI - FÍN ÍBÚÐ - GÓÐAR LEIGU- TEKJUR AF AUKAÍBÚÐ Í BÍL- SKÚR Leigutekjur eru í dag 62.000 kr. á mánuði og greiðir það upp afborganir af fullum húsbréfum og meira til - þessi eign hefur því mikla möguleika. Eignin er sam- tals um 150 fm og skiptist í stóra og rúm- góða íbúðarhæð, leiguherbergi í kjallara og bílskúr sem er innréttaður sem stúdíóíbúð. Upplýsingar veitir Magnús hjá Heimili. Ósk- að er eftir verðtilboðum. LEIRUBAKKI - STÓR 4RA ÁSAMT AUKAHERB. Stór og björt um 110 fm íbúð á 1. hæð ásamt aukaher- bergi í kjallara. Þrjú herbergi, stofa og borð- stofa ásamt þvottahúsi innan íbúðar. Stórar suðursvalir. Húsið er allt klætt að utan og er í mjög góðu ástandi. Verð 12,2 millj. FÍFUSEL Fjölskylduvæn og vel skipu- lögð, 4ra herb., ásamt stæði í bílageymslu. Björt stofa með útgengi út á stórar svalir. Nýlegt parket á stofu og sjónvarpsholi. Þvottahús innan íbúðar. Verð 12,9 millj. 4ja - 7 herbergja GLÆSILEG ÍBÚÐ Í SMÍÐUM Í HJARTA BORGARINNAR Vorum að fá í einkasölu íbúð í smíðum á Ægisgötu. Íbúðinni verður skilað fullfrágenginni með vönduðum innréttingum og gólfefnum. Skipulag íbúðarinnar er mjög gott og er út- gengi í skjólsælan bakgarð. Hér er tækifæri til að eignast nýja eign í grónu hverfi. Íbúð- in er 93 fm að stærð - Verð aðeins 13,8 millj. Fáið teikningar á skrifstofu okkar - nánari uppl. veitir Magnús. VEGGHAMRAR Björt og vel skipu- lögð ca 92 fm íbúð á efri hæð með sérinn- gangi. Tvö mjög stór herbergi og björt góð parketlögð stofa. Rúmgott eldhús með ljósri innréttingu. Gott hús í grónu hverfi þar sem stutt er í alla þjónustu og skóla. Verð 12,9 millj. HLÍÐARHJALLI - KÓPV. Vorum að fá í sölu fallega ca 83 fm íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi á þessum vinsæla stað í suður- hlíðum Kópavogs. Björt og góð stofa og rúmgóð herberbergi. Verð 11,9 millj. NÝBÝLAVEGUR Glæsileg um 86 fm íbúð á 1. hæð þar sem gengið er beint út á lóð. Tvö rúmgóð herbergi og stór björt stofa. Glæsilegt flísalagt baðherbergi. Íbúð- in hefur verið töluvert mikið endurnýjuð og lítur sérlega vel út. Hús nýviðgert og málað. Verð 12,1 millj. 3ja herbergja MÁNAGATA - GÓÐ 2JA-3JA Á 2. HÆÐ Töluvert endurnýjuð um 57 fm tveggja til þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í fallegu húsi í Norðurmýrinni. Allt nýtt á baði. Vatnslagnir endurnýjaðar o.fl. Áhv. húsbr. ca 5,5 millj. GRÝTUBAKKI Vel skipulögð ca 90 fm íbúð á 1. hæð. Tvö rúmgóð herb., stofa og borðstofa. Fallegt flísalagt endurnýjað bað- herb. Uppgert eldhús. Góð staðsetning í grónu hverfi. Áhv. ca 6,6 millj. FROSTAFOLD Mjög falleg 64 fm íbúð á grónum stað í Grafarvogi. Þvotthús og geymsla innan íbúðar. Fallegt eldhús með hvítri innréttingu. Parket á gólfum. Rúmgóðar svalir. Þetta er mjög falleg, vel skipulögð og rúmgóð eign. Sjón er sögu ríkari. Nánari uppl. veitir Magnús á Heimili. 2ja herbergja GARÐAVEGUR GAMLI BÆR- INN Í HFJ. Mjög snotur ca 51 fm, 2ja herbergja íbúð með sérinngangi á neðri hæð í 2ja hæða húsi. Þetta er skemmtileg lítil íbúð á rólegum stað. Góð fyrsta íbúð. Verð 7,9 millj. SÓLTÚN Vorum að fá í sölu stórglæsi- lega 2ja herb. íbúð á jarðhæð með sérver- önd. Glæsileg innrétting í eldhús og vand- að parket á gólfum. Stórt hjónaherbergi, Fallegt flísalagt baðherbergi. Mjög góð staðsetning. Einbýli í Vesturbænum Húsið er um 135 fm á tveimur hæðum ásamt óskráðu rislofti og stendur við Suðurgötu. Einnig er um 25 fm bílskúr. Húsið er mjög mikið endurnýjað, m.a. lagnir, gólfefni, inn- réttingar, klæðning að utan, einangrun, þak o.fl. o.fl. Á efri hæðinni er glæsilegt eldhús, snyrting og stofur. Í kjallara eru þrjú herbergi, sjónvarpstofa og baðherbergi. Mjög gott hús á frábærum stað í vesturbænum. Verð 26,7 millj. Mánagata - glæsileg „ný“ 2ja Glæsileg „ný“ 2ja herbergja íbúð í kjallara. Íbúðin var útbúin á árinu 2003 og er því allt í henni síðan þá. Íbúðin skiptist í stofu, herbergi, eldhús og bað. Parket og flísar á gólf- um. Góð staðsetning. Áhv. húsbr. ca 5,2 millj. Verð 8,7 millj. Á RIÐ 1958 sótti bæjarsjóð- ur Reykjavíkur um að fá að byggja þrílyft hús úr steini á þessum stað, að grunnfleti 340,60 ferm. Húsið átti að taka við af Verkamannaskýlinu sem var byggt á fyrstu árum þriðja ára- tugarins. Verkamannaskýlið stóð sjávarmegin við Tryggvagötuna á þeim slóðum sem þá mættust Kalk- ofnsvegur og Tryggvagata. Það var byggt úr timbri og í því var aðstaða fyrir verkamenn og sjó- menn. Þar var einnig eins konar ráðningarskrifstofa því að þangað þyrptust verkamenn sem ekki höfðu fasta vinnu og biðu eftir því að ein- hver verkstjórinn á kajanum veitti þeim starf, þótt ekki væri nema við eina uppskipun. Verkamannaskýlið var rifið fljótlega eftir að húsið Hafn- arbúðir var byggt, en það var tekið í notkun 1962. Hinn 10. október 1861 var húsið brunavirt. Þar segir að húsið sé þrjár hæðir og kjallari, byggt úr steinsteypu, einangrað með vikri og múrhúðað að utan. Þak er úr timbri, pappa og áli. Á fyrstu hæð er anddyri, ráðning- arstofa, fjögur herbergi og biðstofa fyrir verkamenn, böð, búningsklefar, fjórar snyrtingar og tveir stigagang- ar. Á annarri hæð eru vinnsluher- bergi, eldhús, veitingasalur með af- greiðsluborði, fjórir klósettklefar og tveir stigagangar. Á þriðju hæð er sjómannastofa, níu gistiherbergi, skrifstofa og vakt- herbergi. Þar eru einnig tveir bað- klefar, þrjú klósett og tveir gangar. Í kjallara er geymslurými, bún- ings- og snyrtiherbergi starfsfólks, geymslur og eldhús. Allir gluggar hússins eru með tvö- földu gleri. Skilrúm á milli herbergja eru annaðhvort úr vikri eða forskal- aðar trégrindur. Innihurðir eru úr harðviði og einnig hurðakarmar. Gólf í herbergjum er með dúk, en plast terrasso eða marmari á gólfum í anddyrum. Veggir og loft eru máluð og loftin hljóðeinangruð. Veggir á böðum eru lagðir flísum, einnig veggir í eldhúsi og í vinnsluherbergi. Gólfið í eldhúsinu er flísalagt. Hluti af lofti í sal er úr timbri og tvö- faldur. Sólbekkir eru með álímdu plasti beggja megin. Ein matarlyfta er í húsinu og göng fyrir fólkslyftu. Þeir sem sáu um að teikna húsið voru Einar Sveinsson og Aðalsteinn Richter. Margvísleg starfsemi Í Hafnarbúðum var aðstaða fyrir verkamenn og sjómenn og einnig gistiaðstaða. Í húsinu var einnig Ráðningarstofa Reykjavíkur. Þar voru skrifstofur bæjarstjórnar og fógeta Vestmannaeyja eftir að gosið hófst. Þar var einnig aðstaða fyrir fé- lagsstarf eyjaskeggja í veitingasal hússins. Umtalsverðar endurbætur voru gerðar á húsinu árið 1977, þá var húsið tekið undir deild fyrir lang- legusjúklinga frá Borgarspítalanum í Fossvogi. Einnig var þar dagvistun fyrir aldraða. Eftir breytingarnar var á fyrstu hæð anddyri, afgreiðsla, upplýsing- ar, læknaherbergi og biðstofa, end- urhæfingaraðstaða ásamt rúmgóðri snyrtiaðstöðu og sérinngangi, bað og búningsaðstaða fyrir dagvistunina. Á annarri hæð eru þrjár sjúkra- stofur, borð- og setustofa, búnings- herbergi, skol, ræsti- og snyrtiher- bergi og geymsla. Á þriðju hæð eru átta sjúkrastofur, borð- og setustofa, aðalvakt, bítibúr, skol, snyrtiher- bergi, bað og geymslur. Í kjallara er matarmóttaka, fryst- ir, kælir, geymslur, búr og snyrtiað- staða fyrir starfsfólk, einnig tvö her- bergi fyrir dagheimili aldraðra. Þegar þessi virðing var gerð hefur eldhúsið verið lagt niður og var mat- urinn sendur þangað frá eldhúsi Borgarspítalans í Fossvogi. Starfsemi Hafnarbúða fór undir stjórn St. Jósefsspítala árið 1986 og var með svipuðu sniði og á meðan Borgarspítalinn sá um reksturinn. Árið 1998 verða miklar breytingar á rekstri hússins. Hafnarbúðir voru þá í eigu ríkisins sem ákvað að selja. Reykjavíkurborg nýtti sér ekki for- kaupsrétt og varð Kaldidalur ehf. eigandi Hafnarbúða. Nýju eigendurnir létu gera húsið upp að utan sem innan án þess að um miklar breytingar væru að ræða og heldur húsið að mestu sínu uppruna- lega útliti að utan sem innan. Mat- arlyftan er enn á sínum stað þó að ekki sé hún notuð lengur. Í kjallara eru enn innréttingar frá þeim tíma er hann var notaður sem verbúð. Hafnarbúðir á horni Tryggva- götu og Geirsgötu Í Hafnarbúðum var aðstaða fyrir verkamenn og sjó- menn og einnig gistiaðstaða. Freyja Jónsdóttir rekur hér sögu hússins, en þar var einnig Ráðningarstofa Reykjavíkur. Eftir að búið var að gera húsið upp leigði Kaldidalur ehf. það ýmsum aðilum. Um tíma var þar lyfjafyrirtæki. Núna er á fyrstu hæðinni veitingahúsið Tveir fiskar sem hefur verið þar frá árinu 2000. Fasteignasalan RE/MAX Þingholt er á annarri hæð og Momentum-innheimtufyrirtæki á þriðju hæð. Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.