Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FRAMSÓKNARFLOKKURINN og
auglýsingastofan Hér&Nú hlutu í
gær fyrstu verðlaun í Effie-
verðlaunasamkeppninni í flokki
þjónustu, fyrir auglýsingaherferð
flokksins fyrir Alþingiskosning-
arnar síðastliðið vor. P. Sam-
úelsson og Íslenska auglýs-
ingastofan hlutu fyrstu verðlaun í
flokki vöru fyrir auglýsinga-
herferðina Yaris Mobile.
Íslenska auglýsingastofan hlaut
einnig önnur og þriðju verðlaun í
flokki þjónustu. Hlaut stofan önn-
ur verðlaun ásamt Flugfélagi Ís-
lands fyrir herferðina Taktu flug-
ið, og þriðju verðlaun ásamt
Rekstrarfélagi Kringlunnar fyrir
herferðina Kringlan er. Engar
herferðir hlutu önnur eða þriðju
verðlaun í flokki vöru, því ein-
ungis ein herferð náði lágmarks-
fjölda stiga í þessum flokki frá
dómnefnd.
Fyrstu Effie-verðlaunin
hér á landi
Effie-verðlaunin voru í fyrsta
skipti veitt hér á landi í gær en
þau eru upprunnin í Bandaríkj-
unum þar sem þau hafa verið veitt
frá árinu 1968. Verðlaunin eru
veitt í 23 löndum í fjórum heims-
álfum fyrir auglýsinga- og kynn-
ingarefni, sem skara þykir fram
úr. Effie-verðlaunin skera sig úr
öðrum viðurkenningum sem veitt-
ar hafa verið á þessu sviði hér á
landi, þar sem til grundvallar úr-
skurði dómnefndar keppninnar
liggur greinargerð um markmið,
leiðir og framvindu, ásamt stað-
festum tölulegum upplýsingum um
árangur.
Samband íslenskra auglýs-
ingastofa (SÍA) hefur ásamt Ímark
haft forgöngu um að efna til Eff-
ie-verðlauna hér á landi og notið
til þess stuðnings frá iðnaðar- og
viðskiptaráðuneyti, Gallup, Ís-
lands-pósti og Morgunblaðinu.
Alls bárust 29 innsendingar í þá
fjóra flokka sem ætlunin var að
dæma í. Einungis voru þó veitt
verðlaun í tveimur flokkum því
fjöldi herferða í öðrum flokkum
var ekki nægjanlegur. Í dómnefnd
voru 25 manns, stjórnendur fyr-
irtækja og markaðsfólk.
Djúpt hugsuð
tilfærsla á ímynd
Bogi Pálsson, formaður Versl-
unarráðs Íslands og formaður
dómnefndarinnar, tilkynnti verð-
launahafana á hádegisfundi í gær.
Fram kom í máli hans að í inn-
sendum gögnum til keppninnar
varðandi herferð Framsókn-
arflokksins, hafi verið eftirfarandi
samantekt: „Framsókn vann stór-
kostlegan varnarsigur í síðustu
kosningum við erfiðar aðstæður.
Með djúpt hugsaðri tilfærslu á
ímynd flokksins skilaði markaðs-
samskiptaherferð hans tilætluðum
árangri, auknu fylgi meðal kvenna
og yngra fólks, ásamt góðri samn-
ingsstöðu og Halldóri Ásgrímssyni
forsætisráðherrastólinn.“
Í samantekt í innsendum gögn-
um P. Samúelssonar og Íslensku
auglýsingastofunnar til keppn-
innar vegna fyrstu verðlauna í
flokki vöru fyrir auglýsinga-
herferðina Yaris Mobile sagði:
„Strax á fyrsta ári sínu var Yaris
söluhæsti bíllinn í sínum flokki og
í lok árs 2001 var hlutdeildin orð-
in 39,2%. Erfitt var að halda þess-
ari hlutdeild vegna mikillar sam-
keppni frá öðrum smábílum, auk
þess að útlit bílsins var orðið
þriggja ára gamalt og hlutdeild
Yaris á árinu 2002 var því komin
niður í 36%. Gripið var til sér-
stakra aðgerða sem miðuðu að því
að koma hlutdeildinni aftur í 39%,
ekki með því að lækka verðið
heldur með því að bjóða virðisauk-
andi pakka, handfrjálsan búnað,
álfelgur og vindskeið, auk þess
sem nafni bílsins var breytt í Yar-
is Mobile. Að herferðinni lokinni
var hlutdeild Yaris komin í 50%
innan mánaðar og 42% innan árs-
ins sem var framar björtustu von-
um.“
Effie-verðlaunin fyrir áhrifaríkustu auglýsingaherferðirnar veitt í fyrsta sinn
! "# $ ! "
%
&
!% '
Framsóknar-
flokkurinn
verðlaunaður
Morgunblaðið/Kristinn
Verðlaunahafar Effie-verðlaunanna ásamt Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem afhenti
verðlaunin, og Boga Pálssyni, formanni dómnefndar, sem er annar frá hægri.
Á HEILBRIGÐISÞINGI í gær var
veitt viðurkenning fyrir öflugt fram-
lag til reykingavarna. Hlaut hana
Þorvarður Örnólfsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Krabbameins-
félags Reykjavíkur, sem átti frum-
kvæði að því árið 1975 að hafin var
herferð gegn reykingum ungs fólks.
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra afhenti viðurkenninguna og
sagði við það tækifæri að um miðja
síðustu öld hefði mönnum verið orðin
ljós tengsl heilsubrests og reykinga.
Í könnun á reykingum meðal grunn-
skólanema í Reykjavík árið 1974
hefði komið fram að um 30% 12–16
ára reyktu. Í framhaldi af því hefði
Þorvarður kynnt stjórn Krabba-
meinsfélags Reykjavíkur hugmynd
að umræddri herferð og var hann
fljótlega ráðinn framkvæmdastjóri
félagsins. Fór starfið af stað í sam-
vinnu við Krabbameinsfélag Íslands
og náði til skóla á höfuðborgarsvæð-
inu og landsbyggðinni. Ráðherra
sagði herferðina hafa vakið mikla at-
hygli og borið árangur. Í könnun
1978 hefði hlutfall 12–16 ára nem-
enda sem reykti fallið í um 20% og
hefði sú þróun haldið áfram; nú
reyktu 6,8% nemenda á aldrinum
12–16 ára.
Árangur af verki margra
Heilbrigðisráðherra sagði að lok-
um að árangurinn væri verk margra
manna en á engan væri hallað þótt
fullyrt væri að hlutur Þorvarðar
Örnólfssonar væri mikill; eldmóður
hans væri einstakur og fyrir það
bæri að þakka.
Í þakkarávarpi sínu sagði Þor-
varður að það snerti sig notalega
þegar aðrir teldu hann hafa unnið
gott verk og ekki spillti að heyra það
frá ráðherra á svo virðulegri sam-
komu sem heilbrigðisþingi. Hann
sagði tóbaksvarnir hafa skilað ár-
angri fyrir verk margra manna og að
stuðningur yfirvalda væri mikilvæg-
ur. Enn væri verk að vinna, tóbak
væri selt á hundruðum sölustaða,
tugþúsundir væru háðar því og
hundruð manna lægju í valnum á ári
hverju af völdum þess. Hvatti hann
ráðherra til þess m.a. að fylgja eftir
þeirri stefnu sem fram kæmi í tób-
aksvarnalögum að vernda fólk fyrir
óbeinum reykingum. Þorvarður
kvaðst að lokum líta á viðurkenn-
inguna í sinn garð sem staðfestingu á
gildi tóbaksvarna fyrir heilsuvernd
þjóðarinnar.
Morgunblaðið/Þorkell
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra (t.v.) afhenti Þorvarði Örnólfssyni
viðurkenningu fyrir frumkvæði að forvarnarstarfi á heilbrigðisþingi í gær.
Heiðraður fyrir störf
að tóbaksvörnum
Hóf forvarnar-
starf árið 1975
BOSNÍUMENNIRNIR Ivan Sok-
olov og Predrag Nikolic sigruðu í
Meistaraflokki Mjólkurskákmótsins
á Selfossi. Sokolov, sem nú teflir fyr-
ir Holland, og Nikolic voru efstir og
jafnir fyrir lokaumferðina með 6,5
vinninga. Þeir gerðu jafntefli í
hreinni úrslitaskák sín á milli í loka-
umferðinni í gær og hlutu því báðir
sjö vinninga. Rússinn Vladimir
Malakhov varð þriðji með 6,5 vinn-
inga. Hannes Hlífar Stefánsson varð
í 8. sæti með 2,5 vinninga og Þröstur
Þórhallsson í 9.–10. sæti með tvo
vinninga.
Sokolov kominn yfir
2.700 stiga múrinn
Ivan Sokolov sagðist mjög ánægð-
ur með niðurstöðuna. „Þetta er einn
besti árangur sem ég hef náð á skák-
ferlinum hingað til og ég næ að fara
yfir 2.700 skákstig sem er afar gott
enda skilur við þau mörk á milli
þeirra allra bestu í heiminum og
mjög góðra skákmanna. Ég er mjög
ánægður með að þetta skuli hafa
gerst hér á Íslandi, á móti sem tafl-
félag mitt, Hrókurinn, stendur að,“
sagði Sokolov.
„Ég er afar ánægður með frammi-
stöðu mína,“ sagði Predrag Nikolic.
„Af og til koma svona mót þar sem
allt gengur vel. Ég vann nokkrar
skákir og gerði einnig jafntefli á
mótinu en tapaði ekki neinni skák og
var raunar aldrei nálægt því.
Ég tefldi í fyrsta sinn á Íslandi
1986 og þá gekk mér vel og raunar
hefur mér nær alltaf gengið vel þeg-
ar ég tefli hér. Mér líður mjög vel
hérna og það er líklega ástæðan fyrir
því að ég tefli eiginlega alltaf mjög
vel á mótum hérna.“
Morgunblaðið/Sverrir
Ivan Sokolov skoðar stöðuna á mótinu með Bent Larsen. Sokolov og Nik-
olic urðu efstir og jafnir en með sigrinum komst Sokolov yfir 2.700 stig.
Sokolov og
Nikolic unnu
Mjólkurskákmótið