Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 11 HAGNAÐUR Kaupþings-Búnaðar- banka eftir skatta á fyrstu níu mán- uðum ársins nam 5.079 milljónum króna samanborið við 3.852 milljónir samanlagðan hagnað Búnaðarbanka og Kaupþings á sama tímabili árið 2002. Aukning hagnaðar eftir skatta milli ára nemur því 32%. Arðsemi eigin fjár bankans var 21,2% á tíma- bilinu en meðalarðsemi Kaupþings banka og Búnaðarbankans á sama tíma í fyrra var 25%. Hagnaður Kaupþings-Búnaðar- banka eftir skatta á þriðja ársfjórð- ungi 2003 nam 2.014 m.kr. og var hann 7% meiri en á sama tímabili árið 2002. Tekjur bankans hafa aukist um 9,5% milli annars og þriðja ársfjórð- ungs þessa árs, en á sama tíma hef- ur kostnaður lækkað um 7,6%, eða um 500 milljónir króna. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans, sagði á kynningarfundi í gærmorg- un að kostnaðarlækkunin væri til marks um að samlegðaráhrif við samruna Kaupþings banka og Bún- aðarbankans væru þegar farin að skila sér en bankarnir tveir voru formlega sameinaðir þann 27. maí síðastliðinn. Eiginfjárhlutfall bankans er 11,6% og mun að sögn Hreiðars Más verða um 14% í lok ársins þegar finnski fjárfestingarbankinn Nor- vestia verður kominn inn í sam- stæðuuppgjör bankans, en við það mun eigin fé Kaupþings-Búnaðar- banka aukast um 30% að sögn Hreiðars. Hann sagði á kynningarfundinum að aukning væri á öllum sviðum starfseminnar. „Rekstur bankans gekk vel á þriðja ársfjórðungi. Rekja má nokkurn hluta afkomunn- ar til sérlega góðs árangurs í fjár- festingabankastarfsemi,“ sagði Hreiðar í tilkynningu frá bankanum. Miklar afskriftir vegna kjötfyrirtækja Hreiðar sagði á fundinum að það sem ylli mestum vonbrigðum væri óviðunandi afkoma fyrirtækjasviðs og aukið framlag í afskriftarreikn- ing, einkum vegna kjötfyrirtækja. 1.623 milljónir hafa verið lagðar til hliðar á árinu á þessu afkomusviði bankans í afskriftarreikning, þar af 939 milljónir á þriðja fjórðungi. Framlag í afskriftareikning útlána nam alls 2.722 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins og hækkar um 44% frá sama tímabili ársins á undan. Hreiðar sagði að fyrirtækjaráð- gjöf bankans væri að skila mjög góðri afkomu, og aldrei hefði jafn mikið verið af verkefnum í vinnslu og einmitt nú um stundir. Um við- skiptabankasviðið sagði Hreiðar að tekjur hefðu aukist þar, en jafn- framt hefði fé lagt á afskriftarreikn- ing aukist og næmi nú 980 millj- ónum króna. Hreiðar sagði að sóknarfæri væru fyrir bankann í viðskiptum við stór fyrirtæki á Íslandi en hann sagði að bankinn væri að verða helsti við- skiptabanki velflestra af 100 stærstu fyrirtækjum landsins. Hreiðar sagði að fram undan væri vinna við að straumlínulaga rekstur bankans og koma honum fyrir í nýj- um höfuðstöðvum að Borgartúni 19. Við það myndi starfsstöðvum bank- ans fækka úr sex í tvær. Áfram yrði unnið að vexti utan landsteinanna og nýlega hefði bank- inn keypt lítið eignastýringarfyrir- tæki í Noregi, Tyren Holding As, sem þýddi að bankinn væri nú með starfsemi á öllum Norðurlöndunum. Markmið um 15% ávöxtun Hann sagði spurður um afkomuna í einstökum löndum að víðast hvar myndu afkomumarkmið um 15% ávöxtun eiginfjár nást. Í Svíþjóð myndi það markmið ekki nást vegna mikils kostnaðar vegna uppsagna starfsfólks en 24 mánaða uppsagn- arfrestur er þar í landi að sögn Hreiðars. Starfsemin þar er hins vegar farin að skila hagnaði, að hans sögn. Um nýleg kaup Kaupþings-Bún- aðarbanka á 9,5% hlut í breska bankanum Singer & Friedlander segir Hreiðar að fjárfestingin hefði verið gerð í hagnaðarskyni. Bankinn hefði verið lágt metinn en í góðum rekstri. Hann sagði að Kaupþing-Búnað- arbanki væri búinn að fjárfesta fyrir fimm milljarða í bankanum. Fimm milljarða hagnaður Kaup- þings-Búnaðarbanka Tekjur aukast og kostnaður minnkar ALDRAÐIR Reykvíkingar ætla að rifja upp minningar og segja sögur tengdar gamla Reykjavíkurrúnt- inum svokallaða kl 15. á Hótel Borg á morgun og eru allir velkomnir. „Rúnturinn var fyrirbæri sem var til áður en bílarnir gerðu fólk að ör- yrkjum. Menn og konur voru þarna í makaleit og gengu hring eftir hring,“ segir Pétur Pétursson þulur. „Það var til bæði litli og stóri rúnt- urinn, eftir því hversu langt var gengið. Þetta var alveg reglubundið þótt fjölmennið hafi verið mest um helgar.“ Pétur segir menn vilja halda í heiðri minningum frá þessum tíma. „Hafliði Þ. Jónsson píanóleikari mun rifja upp æskuminningar sínar en hann hefur kynnst ákaflega mörg- um hliðum mannlífsins hér í Reykja- vík í starfi sínu sem hljóðfæraleik- ari. Guðrún J. Straumfjörð, sem kominn er talsvert á tíræðisaldur og bjó í Pósthúsinu, ætlar að segja frá fyrsta kvöldinu á Hótel Borg þegar Gyllti salurinn var opnaður í janúar 1930 en hún var þá á meðal fyrstu gesta. Jónína Vigdís Schram, ekkja Ragnars Árnasonar þular, ætlar að segja frá minningum sínum frá æsku- og unglingsárum. Ég held að menn fái þarna beint í æð minningar gamalla Reykvíkinga þegar menn höfðu enn döngun í sér að fara fót- gangandi,“ segir Pétur. Ljósmynd/Ólafur K. Magnússon Þessar dömur gengu um miðbæ Reykjavíkur eftir miðja síðustu öld, en á morgun verður fjallað um gönguferð á rúntinum á fyrrihluta aldarinnar. Minningar frá gamla rúntinum „ÞAÐ eru ýmsir þættir sem enn eru óljósir, m.a. vegna þess að sýningin er tæknilega mjög flókin og enn þá er óvíst hvernig til tekst með tæknihliðina. Þannig að þetta á bara allt eftir að koma í ljós,“ segir Ólafur Elíasson sem staddur er hér á landi þessa dagana í tengslum við und- irbúning einkasýningar hans í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsinu sem opnuð verður 17. janúar nk. Samkvæmt upplýsingum frá safninu er þetta óumdeilanlega viðamesta og kostnaðarsamasta sýningarverkefni sem Listasafn Reykjavíkur hefur ráðist í. Sýningin, sem verið hefur í und- irbúningi í rúmt ár, tekur yfir allt safnið og verður sýnd í fjórum sölum á tveimur hæðum. Hún mun standa í tvo mánuði og lýkur um líkt leyti og sýningu Ólafs í Tate Modern í Lund- únum. Verkið á að lifa sjálfstæðu lífi Ólafur segir að sýningarrýmið sjálft hafi mik- il áhrif á verkin. „Þau eru algjörlega unnin inn í rýmið hér í Hafnarhúsinu eða sérstaklega valin með það í huga. Þannig verður eitt stórt verk í salnum á neðri hæðinni og annað stórt verk í stóra salnum uppi, auk líklega þriggja minna verka,“ sagði Ólafur þegar hann skoðaði að- stæður í Hafnarhúsinu í gær. Verður eitthvert eitt þema gegnumgangandi í verkunum? „Nei, ekki beinlínis. Ég hef náttúrlega verið að vinna ýmiss konar verkefni að undanförnu og mig langar því til að láta sýninguna hér end- urspegla það, fyrst mér gefst á annað borð tækifæri til að sýna hérna.“ Ólafur segist verða næst á ferðinni strax upp úr áramótum, þá í fylgd með aðstoðarfólki frá Þýskalandi sem setja muni sýninguna upp á tveimur vikum. „Það verður gaman að koma og vinna hérna í svartasta skammdeginu,“ segir Ólafur og brosir. Hvaða gildi hefur það að sýna hérna heima, eða kallar þú kannski ekki Ísland heima? „Jú, ég kalla Ísland alltaf heima, alveg eins og ég vísa líka til bæði Þýskalands og Dan- merkur sem heima. Það er auðvitað mjög gam- an og spennandi að geta komið hingað heim til að sýna. Það er alltaf eitthvað einstakt við það að geta sýnt fyrir fólk sem maður þekkir í stað þess að vera sífellt á slóðum þar sem maður þekkir engan.“ En það er ekki hægt að sleppa þér, Ólafur, án þess að heyra hvernig viðbrögð við Verkefni um veðrið í Tate Modern leggjast í þig. „Auðvitað er ég afar ánægður með hve góðar viðtökurnar hafa verið, en það er nú einu sinni þannig að þegar búið er að opna sýningu með verkum eftir mig þá er ég yfirleitt kominn á kaf í næsta verkefni. Það fylgir því alltaf gríðarlegt álag að undirbúa sýningu, hvort sem það er í Tate Modern eða í Hafnarhúsinu og um leið og búið er að opna sýningu þá verður alltaf ákveðið rof; ég er aðskilinn frá verkinu sem fer í fram- haldinu að lifa sjálfstæðu lífi. Um leið og verkið er fætt þá er ég farinn, því ef ég þyrfti líka að takast á við viðbrögðin eftir opnun þá fengi ég hreinlega taugaáfall. Daginn eftir opnun fer ég því alltaf með fyrstu flugvél burt frá sýning- arstaðnum, því þá á verkið að lifa sjálfstæðu lífi. Og ég reyni eftir fremsta megni að hafa eins lít- ið með þetta líf að gera, því ég get hvort sem er engu breytt. En auðvitað var stórkostlegt að vinna verkefnið í Tate Modern og fá að kynnast þeim faglegu vinnubrögðum sem tíðkast þar.“ En áttir þú von á svona gríðarlega góðum viðtökum? „Nei, alls ekki. En ég hugsa kannski ekki svo mikið um þetta, því maður er ekki að hugsa um viðtökurnar meðan maður vinnur verkið. Til- hugsunin um móttökur hafa ekki áhrif á ákvarðanir manns í sköpunarferlinu sjálfu. Þannig er list annars eðlis en önnur vinna, því þegar fólk er til dæmis að búa til bíl þá ræðst m.a. litavalið á bílnum af því hvað er vænlegt til sölu. En í listsköpun er ekki unnið út frá því hvernig viðtökurnar verða. Aðalatriðið er hvort maður sjálfur er sáttur við verkið og vinnuna. Og finnst mér ég hafa unnið verkið eins vel og hægt var? Var ég búinn að þróa hlutina al- veg 120%? Í tilfelli Verkefnisins um veðrið var ég búinn að því og þótt móttökurnar hefðu verið slæmar þá hefði ég samt verið sáttur við verkið því ég veit að ég gerði mitt besta.“ „Aðalatriðið hvort maður sjálfur er sáttur“ Ólafur Elíasson myndlistarmaður undirbýr einkasýningu í Hafnarhúsinu í Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson „Mig langar að láta sýninguna hér endurspegla það sem ég hef verið að gera að undanförnu,“ segir Ólafur Elíasson, en hann hefur vakið gífurlega athygli fyrir list sína í Tate-safninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.