Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 19 490 kr. Skrautseríur 1.990 kr. Jólajárnbrautarlest 690 kr. Heilsársseríur 99 kr. Ís og jólasveinahúfa (aðeins í Sigtúni og á Akureyri) ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 27 26 11 /2 00 3 Ótrúlegt verð Frábær jóla gjöf komdu í jólalandi› #21 LANGISJÓR ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR MICHAEL Portillo, fyrrver- andi varnarmálaráðherra og einn af þeim, sem á sínum tíma sóttust eftir leiðtoga- embættinu í Íhalds- flokknum, ætlar ekki að bjóða sig aftur fram til þings í næstu kosn- ingum. Portillo greindi frá þessu í gær og sagði, að honum hefði hafnað í sæti í skuggaráðuneyti Mich- aels Howards, nýs leiðtoga Íhaldsflokksins. Kvaðst hann ekki vita hvað við tæki en hann hefði áhuga á fjölmiðlum, ýms- um samtökum og listum. Portillo var varnarmálaráð- herra í stjórn John majors 1995–’97 en missti þá þingsæti sitt er Verkamannaflokkurinn vann stórsigur. Hann var kos- inn aftur á þing 1999 og litu þá margir á hann sem hugsanlegt leiðtogaefni. Hann hafði þó ekki erindi sem erfiði í leiðtoga- kjöri innan flokksins eftir að William Hague sagði af sér og varð í þriðja sæti. Tunglmyrkvi í kvöld TUNGLMYRKVI verður upp úr miðnætti í kvöld að íslensk- um tíma en ef veður leyfir mun hann sjást í Evrópu, Afríku, Suður-Ameríku og í austan- verðum Bandaríkjunum. Er um almyrkva að ræða en þá eru sólin, jörðin og tunglið í beinni línu. Annar merkilegur atburð- ur verður 19. nóvember en það er Leoníta-loftsteinastraumur- inn. Þá verður unnt að sjá allt að 100 loftsteina á himni og suma eins og eldhnetti. Lenín í ný jakkaföt VLADÍMIR Lenín, bolsevíka- leiðtoginn sem var fyrsti for- ystumaður Sovétríkjanna, klæðist senn nýjum jakkaföt- um. Frá þessu var greint í gær en lík Leníns er, sem kunnugt er, til sýnis í grafhýsi á Rauða torginu í Moskvu. 86 ár voru í gær liðin frá rússnesku bylting- unni. Uppstokkun í flokki Bondeviks VALGERD Svarstad Haug- land og Einar Steensnes, for- maður og varaformaður flokks kristilegra demókrata í Noregi, tilkynntu í gær afsögn sína. Var ástæða afsagnanna slæmt gengi flokksins í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum fyrr á þessu ári. Fyrrverandi for- maður kristilegra, Kjell Magne Bondevik, er nú forsætisráð- herra Noregs og Svarstad Haugland er menntamálaráð- herra í stjórn hans. „Þetta er mikill léttir,“ sagði Svarstad Haugland er hún tilkynnti um afsögnina. „Til að geta verið formaður þarftu að vita að flokkurinn stendur sameinaður að baki þér.“ STUTT Portillo ekki aftur á þing Michael Portillo FRAKKAR munu brátt missa einn af sínum fjölmörgu frídögum en það er liður í neyðaráætlun um aukna aðstoð við aldraða. Þótti það koma vel í ljós í hitunum á liðnu sumri, að umönnun aldraðra er stórlega áfátt en talið er, að hit- arnir hafi átt stóran þátt í dauða 15.000 manna og aðallega aldr- aðra. Jean-Pierre Raffarin, forsætis- ráðherra Frakklands, tilkynnti á fimmtudag, að frá og með júlí á næsta ári yrði annar í hvítasunnu ekki lengur opinber frídagur og yrði það fé eða sú aukna verð- mætasköpun, sem fengist með því, sett í sérstakan sjóð fyrir aldrað fólk og öryrkja. Talið er, að í þennan sjóð muni því framvegis renna um 150 milljarðar ísl. kr. ár- lega og þá á meðal annars að nota til að fjölga plássum fyrir aldraða á elli- og hjúkrunarheimilum um 10.000 og hjúkrunarfólki um 15.000. Opinberir starfsmenn verða að vinna á öðrum í hvítasunnu en einkafyrirtæki geta valið einhvern annan dag af frídögunum 10 í Frakklandi. Reiknað er með, að þessi aukavinnudagur muni auka landsframleiðsluna í Frakklandi um 0,3% og verður atvinnurek- endum gert að greiða í samræmi við það 0,3% af veltu í umræddan sjóð. Talsmaður atvinnurekenda fagn- aði tilkynningu Raffarins í gær en talsmaður Sósíalistaflokksins, sem er í stjórnarandstöðu, sagði áætl- unina „ónóga og óréttláta“. Frakkar fórna frídegi Verðmætin lögð í sjóð fyrir aldr- aða og öryrkja París. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.