Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 22
Morgunblaðinu í dag fylgir blað frá Betra bak Höfuðborgin | Akureyri | Árborg | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Ungur á vélsleða | Lögregla á Akureyri stöðvaði ökumann vélsleða í Glerárhverfi á fimmtudagskvöld. Í ljós kom að hann var fjórtán ára gamall og því með öllu réttindalaus. Vill lögregla brýna fyrir umráðamönnum vélsleða að sjá til þess að rétt- indalaus ungmenni aki ekki sleðum þeirra. Vélsleðamenn virðast hafa verið fljótir að koma sleðum sínum í gang um leið og snjórinn kom en nokkuð hefur borið á kvörtunum undan akstri þeirra í bænum, einkum í efri byggðum Glerárhverfis og einnig í Kjarnaskógi. Þar voru skíðagöngumenn ekki alls kostar ánægðir með vélsleðaaksturinn, sem hafði truflandi áhrif á heilsubótargöngu þeirra. Þegar lögregla kom á staðinn eftir að skíða- menn höfðu kvartað voru ökumenn hins vegar á bak og burt. Allur akstur vélsleða í bænum er bannaður. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Stórleikur „á Akureyri“ | Í tengslum við leik Liverpool og Manchester United á morgun, sunnudag, efnir Liverpool- klúbburinn á Íslandi til „fánadags“ í Nýja bíói á Akureyri. Á fánadögum Liverpool- klúbbsins eru stuðningsmenn Liverpool hvattir til að mæta í búningum og reynt er að skapa góða Anfield- stemningu meðan á leiknum stendur. Í fyrra var sams konar dagur haldinn og þurfti þá að loka bíóinu 15 mínútum áður en leikur hófst því þá höfðu um 300 manns mætt og yfirfyllt bíóið. Dagskráin á morgun hefst með upphitun kl. 12.30 og verða þá sýnd brot út gömlum leikj- um Liverpool. Einnig verða í gangi getraun- ir og leikir þar sem glæsileg verðlaun verða í boði. Allar konur sem mæta í Liverpool- búningi fá verðlaun og sá sem mætir í flott- asta búningnum fær einnig verðlaun. Leik- urinn hefst svo kl. 13.45. Liverpool-klúbburinn hvetur alla stuðn- ingsmenn Liverpool á Norðurlandi til að mæta á þennan stórleik ársins og hvetja okk- ar menn til sigurs. Foreldrar eru hvattir til að taka börnin með. Ókeypis aðgangur. Úrkoma áhöfuðborgar-svæðinu í október var langt und- ir meðallagi eða aðeins helmingur þess sem vant er. Úrkoma mældist 37,7 mm og hefur ekki verið minni síðan árið 1993 en svo þarf að fara aftur til ársins 1960 til að finna minni úrkomu. Á Ak- ureyri var úrkoma einnig um helmingi minni en venjulega, eða 33,1 mm. Hitafarið var mjög kaflaskipt í október en meðalhiti í Reykjavík var rúmri gráðu yfir meðallagi, eða 5,6°C. Á Akureyri var meðalhit- inn 3,6°C en það er 0,6°C meira en vana- lega. Sólskinsstundir voru fleiri en oft áður en í Reykjavík voru þær tæplega 94 og á Akureyri rúmlega 58. Lítil úrkoma Fagradal | Í norðanátt og roki er oft mikill öldugangur á söndunum í Mýrdalnum og geta öldurnar orðið verulega háar og tignarlegar, eins og sést á myndinni sem er tekin sunnan við Víkurkauptún með Reynisfjall í baksýn dag einn í síðustu viku. Þar gekk mikið á þegar öldurnar börðu ströndina. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Stórar öldur í Víkurfjöru Smári Geirsson hættií lok sumars semformaður Sam- bands sveitarfélaga á Austurlandi og var kvaddur með kveðskap og söng á aðalfundinum. Af því tilefni orti Andrés Björnsson vísur sem birt- ust í Austurglugganum: Hann barðist fyrir samein- ingu sveita og svöngum hreppum lifa kenndi að nýju, að súru áli síðan fór að leita og sameinaði Frón og Ítalíu. Með dýrðlingunum heima eflaust ætti aðallega fyrir hugsjón þessa. Eftir honum páfinn muna mætti er Móður Theresu hann fer að blessa. Það hafa allir skoðanir á stjórnmálamönnum. Líkt er farið um þennan hagyrðing, sem kýs að láta ekki nafns síns get- ið: Stjórnin vinnur afrek ýmiskonar að því máttu gleðjast sála mín það er hlutverk Halldórs Ásgrímssonar að hlynna þeim sem betur mega sín. Blessun páfans Kárahnjúkum | Félagarnir Hreinn Halldórsson og Snorri Sturluson, starfsmenn Arn- arfells, voru þegar sól stóð í hádegisstað að hreinsa ís- hröngl og óhreinindi innan úr steypuhrærivél á hjólum. Sú er notuð í svokölluðum graut- unargöngum vegna vænt- anlegrar stífluþéttingar og vinnugöngum við hjáveitugöng þau sem Jökla verður leidd gegnum meðan á stíflugerð stendur við Fremri-Kára- hnjúk. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Mörg viðvikin í virkjuninni Kárahnjúkar Sandgerði | Fulltrúar Sandgerðisbæjar kröfðust þess á fundi með fjármálaráðherra að ríkið bæri ábyrgð á mistökum við mat á húseignum Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og bættu bæjarfélaginu það tjón sem það hefur orðið fyrir vegna þeirra. Bæjarstjór- inn segir að ef því verði ekki sinnt verði ekki hjá því komist að höfða mál á hendur ríkinu. Flugstöðin er innan bæjarmarka Sand- gerðisbæjar og leggur bærinn fasteignamat á húseignir hennar samkvæmt fasteigna- mati. Við endurmat kom í ljós að Fasteigna- mat ríkisins hafði ofmetið eignirnar við út- reikning á fasteignamati áranna 1998 til 2000. Flugstöðin krafðist endurgreiðslu úr hendi Sandgerðisbæjar og féll nýlega sá dómur í Hæstarétti að bænum bæri að end- urgreiða fyrirtækinu liðlega 37 milljónir króna. Með dráttarvöxtum og málskostnaði er þessi upphæð rúmar 82 milljónir og hef- ur bærinn innt hana af hendi. Þar fyrir utan er lögfræðikostnaður og annar kostnaður sem Sandgerðisbær hefur lagt í til að verja sig gegn þessum kröfum á undanförnum ár- um. Leggja fram greinargerð Sandgerðisbær telur að Fasteignamat ríkisins beri ábyrgð á mistökunum og þeim afleiðingum sem þær hafa haft á fjárhag bæjarsjóðs og hefur rætt við stjórnendur stofnunarinnar. Í fyrradag var málið kynnt Geir H. Haarde fjármálaráðherra en Fast- eignamatið heyrir undir ráðuneyti hans. Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri segir að mistök í opinberri stjórnsýslu, hjá Fasteignamati ríkisins, hafi valdið bæjar- félaginu þessum skaða. Ef eignirnar hefðu verið rétt metnar á sínum tíma hefði bæj- arstjórn nýtt sér betur tekjastofna sína til álagningar gjalda til að ná endum saman. Í þessu tilviki hafi það ekki verið unnt vegna mistaka Fasteignamats ríkisins. Fulltrúar ráðuneytisins óskuðu eftir því að Sandgerðisbær skilaði inn formlegri greinargerð um málið og segir Sigurður Valur að nú sé unnið að henni. Aðspurður segir hann að ef ríkið viður- kenni ekki ábyrgð sína á málinu sé ekki um annað að ræða en að halda áfram og höfða mál á hendur ríkinu. Krefjast bóta vegna mistaka Fasteigna- mats    pebl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.