Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 49 Yokohamamóti lýkur á sunnudag Svonefndu Yokohamamóti lýkur á sunnudag en þar keppa 12 bridspör um keppnisrétt á bridsmót í Yoko- hama í Japan eftir áramótin. Parið sem vinnur mótið fær þennan keppnisrétt og fær einnig að velja með sér annað par til fararinnar. Bjarni Einarsson og Þröstur Ingi- marsson hafa forustu eftir tvær fyrstu spilahelgarnar. Spila- mennska hefst klukkan 10 á sunnu- dagsmorgun en áætlað er að henni ljúki klukkan 19:30. Spilað er í hús- næði Bridssambands Íslands við Síðumúla og eru áhorfendur vel- komnir. Bridskvöld nýliða Spilað er öll sunnudagskvöld í Síðumúla 37, 3. hæð, og hefst spila- mennska kl. 19:30. Allir sem kunna undirstöðuatriðin í brids eru vel- komnir. Umsjónarmaður er Sigurbjörn Haraldsson og aðstoðar hann við að finna spilafélaga fyrir þá sem mæta stakir. Íslandsmót yngri spilara í tvímenningi Íslandsmót yngri spilara í tví- menningi verður spilað helgina 15.– 16. nóvember. Í flokki yngri spilara eru þátttakendur fæddir 1. janúar 1979 eða síðar. Þátttaka er ókeypis. Íslandsmót heldri spilara Íslandsmót heldri spilara í tví- menningi verður spilað sömu helgi. Lágmarksaldur er 50 ár og sam- anlagður aldur parsins minnst 110 ár. Bæði mótin eru haldin í Síðumúla 37 og hefst spilamennska kl. 11 báða dagana. Keppnisstjóri eru Sigur- björn Haraldsson. Skráning er hafin í s. 587 9360 eða www.bridge.is Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði Þriðjudaginn 28. október var spil- aður Mitchel-tvímenningur. Spilað var á tíu borðum. Meðalskor var 216. Úrslit urðu þessi: Norður/suður Þorvarður S. Guðm. – Árni Bjarnas. 234 Guðmundur Guðm. – Friðrik Hermanns 234 Björn Björnsson – Heiðar Þórðarson 230 Austur/vestur Hermann Valsteinss. – Jón Sævaldss. 254 Jón Gunnarsson – Kristján Þorláksson 251 Þorvaldur Þorgrímss. – Ólafur Gíslas. 228 Föstudaginn 1. nóvember var spilaður Mitchel tvímenningur. Spil- að var á 7 borðum og meðalskor var 168. Úrslit urðu þessi: Norður/suður Jón Pálmason – Kristján Ólafsson 196 Árni Bjarnason – Þorvarður S. Guðm. 175 Árni Guðmundsson –Stefán Ólafsson 172 Sveinn Jensson – Jóna Kristinsdóttir 167 Austur/vestur Einar Sveinsson – Anton Jónsson 194 Hermann Valsteins. – Jón Sævaldsson 185 Guðmundur Árnason –Maddý Guðm. 174 Jón R. Guðmundss. – Kristín Jóhannsd. 171 Bridsfélag Hafnarfjarðar Minningarmóti um Borgþór Óm- ar Pétursson lauk mánudaginn 3. nóvember, en þá var síðasta lota mótsins spiluð. Úrslit urðu þannig: Hafþór Kristjánss. – Óli B. Gunnarss. 77 Páll Hjaltason – Sigurður Sigurjónsson 72 Dröfn Guðmundsd. – Hrund Einarsd. 35 Atli Hjartarson – Sverrir Jónsson 32 Haukur Árnason – Sveinbjörg Harðard. 28 Þegar allar loturnar hafa verið reiknaðar með sömu meðalskor, 252, eru heildarúrslitin þannig: Atli Hjartarson – Sverrir Jónsson 858 Halldór Þórólfsson – Hulda Hjálmarsd. 829 Páll Hjaltason – Sigurður Sigurjónss. 825 Hlöðver Tómass. – Sigurður Tómass. 820 Sigurjón Harðars. – Kristín E. Þórar. 792 Verðlaun í mótinu verða afhent næsta spilakvöld, en mótið var styrkt af Sælgætisverksmiðjunni Góa-Linda. Næsta keppni félagsins verður A.-Hansen mótið, sem hefst mánu- daginn 10. nóvember. Þetta verður þriggja kvölda tvímenningsmót og spilað með Mitchell sniði, þar sem slönguraðað verður eftir hvert kvöld. Mót þetta er styrkt af Veit- ingahúsinu A.-Hansen. Spilað er í Flatahrauni 3 og hefst spilamennska kl. 19:30. Bridsfélag Reykjavíkur Nú er lokið 2 kvöldum af 4 í hrað- sveitakeppni BR og er staða efstu sveita þannig: Sævar Þorbjörnsson 1362 Grant Thornton 1309 Júlíus Sigurjónsson 1287 Þrír Frakkar 1259 Bridsfélag Reykjavíkur spilar eins kvölds tvímenning á föstudags- kvöldum og er aðstoðað við myndun para á staðnum. Á þriðjudögum eru lengri keppnir. Spilað er í húsnæði Bridssambands Íslands í Síðumúla 37. Stefán og Þórólfur leiða fyrir norðan Annarri umferð af fjórum er lokið í Aðaltvímenningi Bridsfélags Ak- ureyrar. Sextán pör taka þátt. Stað- an í mótinu eftir tvær umferðir af fjórum: Stefán G. Stefánsson – Þórólfur Jónass. 66 Björn Þorláksson - Stefán Ragnarsson 46 Haukur Harðarson – Haukur Jónsson 38 Pétur Örn Guðj. – Grettir Frímannss. 31 Gissur Jónasson – Hjalti Bergmann 26 Úrslit úr annarri umferð: Stefán G Stefánsson – Þórólfur Jónass. 44 Haukur Harðarson – Haukur Jónasson 40 Reynir Helgason – Stefán Sveinbjörnss. 20 Pétur Örn Guðj. – Grettir Frímannss. 19 Spilað er á þriðjudags- og sunnu- dagskvöldum í Félagsheimilinu Hamri klukkan 19.30. Á þriðjudags- kvöldum eru forgefin spil og keppn- isstjóri er á staðnum. Félag eldri borgara í Kópavogi Það mættu 18 pör til keppni þriðjudaginn 28. október og úrslitin urðu þessi í N/S: Eysteinn Einarss. – Magnús Halldórss. 257 Jón Stefánsson – Þorsteinn Laufdal 256 Einar Einarsson – Hörður Davíðsson 229 A/V: Guðm. Magnússon – Magnús Guðmsson 258 Garðar Sigurðsson – Haukur Ísaksson 237 Jóhann Lúthersson – Ólafur Ingvarsson 229 Sl. föstudag mættu 22 pör og þá skoruðu eftirtalin pör mest í N/S: Júlíus Guðmsson – Óskar Karlsson 236 Helga Helgadóttir – Sigrún Pálsdóttir 236 Vilhj. Sigurðsson – Þórður Jörundsson 234 A/V: Halla Ólafsdóttir – Jón Lárusson 268 Auðunn Guðmsson – Bragi Björnsson 264 Eysteinn Einarss. – Magnús Halldórss. 247 Meðalskor báða dagana var 216. Guðjón efstur í Gullsmára Tíunda og ellefta umferð í sveita- keppni bridsdeildar FEBK, Gull- smára, vóru spilaðar sl. mánudag. Ellefta og síðasta umferð keppninn- ar verður spiluð fimmtudaginn 6. nóvember kl. 12.45 á hádegi. Eftir tíu umferðir er staðan þessi. Sveit Guðjóns Ottóssonar 185 Sveit Þorgerðar Sigurgeirsdóttur 175 Sveit Einars Markússonar 172 Sveit Sigurðar Björnssonar 162 Sveit Ara Þórðarsonar 159 Tvímenningur verður spilaður mánudaginn 10. nóvember. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson ANNAR sunnudagur í nóvember hefur um árabil verið helgaður kristniboði. Fimmtíu ár eru nú liðin frá því Samband íslenskra kristni- boðsfélaga, SÍK, sendi fyrstu ís- lensku kristniboðana til starfa í Eþíópíu og 25 ár frá því þeir hófu störf í Kenýa. Starf SÍK kostar í ár um 30 milljónir króna og er meiri- hluta fjárins varið í verkefnin ytra en innanlandsstarfið kostar kringum 7 milljónir. Skúli Svavarsson, fram- kvæmdastjóri SÍK, segir starfið að mestu kostað af framlögum vel- unnara og svo hafi verið allt frá upp- hafi. „Fjölmargir einstaklingar um land allt styðja kristniboðið fjár- hagslega og þeir hafa borið starfið uppi gegnum árin. Með því hefur verið unnt að senda kristniboða til starfa og styðja kirkjurnar í Eþíópíu og Kenýa til að byggja upp söfnuði sína. Nú eru þær löngu orðnar sjálf- stæðar kirkjur en við styðjum áfram fjárhagslega einstök verkefni og fyrstu áratugina lögðum við mikla áherslu á að byggja upp skóla enda skiptir það sköpum til að bæta lífs- kjör og aðbúnað fólksins,“ segir Skúli, sem sjálfur starfaði um árabil í báðum löndunum. Hann segir að kostnaður kirkjunnar við starfið í báðum löndunum sé mikill og sívax- andi þar sem útbreiðslan sé hröð og því styðji Íslendingar áfram við þær fjárhagslega. „Aðalverkefni kristniboðsins er samt alltaf að boða fagnaðarerindið og eftir því sem kirkjurnar eflast sækjum við fram á nýja staði og nýir söfnuðir eru stofnaðir,“ segir hann. Í Eþíópíu hófst starfið í Konsó-héraði og eru nú 93 söfnuðir og um 35 þús- und manns í kirkjunni þar. Í landinu öllu tilheyra um fjórar milljónir manna lúthersku kirkjunni. Inn- lendir starfsmenn hafa að mestu tekið við skóla-, hjúkrunar- og þró- unarverkefnum sem kristniboðarnir byrjuðu með og Skúli segir svipað uppi á teningnum í Kenýa. Þar er aðalstarfssvæðið í Pókot-héraði og 150 söfnuðir hafa verið stofnaðir. Sex kristniboðar í Eþíópíu og Kenýu Sex íslenskir kristniboðar eru nú að störfum í Eþíópíu og Kenýa. Skúli segir að þeir sem sinni kristni- boðsstörfum séu ýmist menntaðir í guðfræði, kennslu, iðngreinum og heilbrigðisfögum og að öll menntun á þessum sviðum nýtist vel. Sumir sinni einkum predikun og kirkjulegu starfi, svo sem þjálfun leiðtoga, aðrir heilsugæslu og þróunarverkefnum og enn aðrir séu ráðgjafar í margs konar tæknilegri uppbyggingu sem kirkjulegt starf krefjist. Í tilefni kristniboðsdagsins verður hátíðarsamkoma í húsi KFUM og K við Holtaveg í Reykjavík klukkan 17 á sunnudag. Þá verður kristniboðs- ins minnst við guðsþjónustur í kirkjum landsins og hefur Karl Sig- urbjörnsson biskup hvatt presta til að taka upp málefni hinnar boðandi kirkju. Á samkomunni á morgun mun ungt fólk frá kirkjunni í Kenýa tala, Ómar Ragnarsson fréttamaður segir frá ferð sinni og eiginkonu sinnar, Helgu Jóhannsdóttur, til Eþíópíu og Kangakvartettinn syng- ur. Að samkomu lokinni gefst gest- um tækifæri til að smakka eþíópsk- an mat. Þá verða samkomur í félagsheimili KFUM og K á Ak- ureyri að kvöldi laugardags og sunnudags. Tekið verður við fram- lögum til stuðnings starfinu á sam- komum kristniboðsdagsins. Kristniboðsstarfsins verður minnst í kirkjum og á samkomum á morgun. Árlegur kristniboðsdagur á sunnudag Kostnaður við starfið um 30 milljónir á árinu LJÓSMYNDAKEPPNI Sjómanna- blaðsins Víkings er nú haldin í annað sinn. Fimmtán þeirra mynda sem tóku þátt í keppninni í fyrra voru síð- an sendar í norræna ljósmynda- keppni sjómanna sem Víkingurinn er orðinn aðili að og fram fór í Osló. Ísland hefur ekki tekið þátt í þessari norrænu keppni fyrr en nú og er nor- ræni hluti keppninnar í samstarfi við flugfélagið Iceland Express. Keppnisreglur eru þær að allar myndir þurfa að vera teknar af sjó- mönnum. Myndefnið má vera hvort heldur sem er myndir teknar um borð eða í landi í landlegum. Senda má inn myndir í hvaða formi sem er, á pappír, litskyggnu eða á stafrænu formi. Myndir skulu sendar blaðinu, merktar: Ljósmyndakeppni Sjó- mannablaðsins Víkings, Borgartúni 18, 105 Reykjavík. Skilafrestur er til 20. nóvember. Þá er hægt að senda myndir á tölvutæku formi á iceship- @hn.is merkt Ljósmyndakeppni. Ljósmyndakeppni sjómanna ÚT er komið skákspilið Hrókurinn, tafl með tilbrigðum, í samvinnu Ís- aldar og Skákfélagsins Hróksins. Í Hróknum geta allt að fjórir teflt skák í einu. Í spilinu eru fjórir leikir: Hrókurinn, Skákhrókurinn, Minnis- hrókurinn og hefðbundin skák. Í dag, laugardag kl. 13–17, munu liðs- menn Hróksins kynna spilið í versl- unum Hagkaupa í Smáralind og Kringlunni. Þar verða m.a. Ivan Sokolov og skákdrottningin Regina Pokorna. Gestum og gangandi verð- ur boðið að reyna sig í spilinu. Af hverju seldu spili renna 300 kr. í barnastarfs Hróksins, segir í fréttatilkynningu. Skákspilið Hrókurinn STJÓRN Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur sent frá sér ályktun þar sem því er fagnað að Listahátíð verði haldin í Reykjavík árlega frá árinu 2005, en greint var frá því í vikunni. „Heimdallur harmar hins vegar að sú ákvörðun skuli bitna á skattgreið- endum og útsvarsgreiðendum, en ríkisstjórn og borgarráð hafa sam- þykkt hærri framlög til hátíðarinnar í tengslum við þessa breytingu. Ríki og borg eiga að treysta einstakling- um og fyrirtækjum fyrir því að halda og greiða fyrir listahátíðir sem og aðra menningarviðburði. Heimdall- ur hvetur því ríkisvaldið og Reykja- víkurborg til að sleppa takinu af Listahátíðinni og leyfa henni að blómstra án afskipta hins opinbera.“ Heimdallur Listahátíð bitni ekki á skatt- greiðendum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.