Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á HRIF af hugmyndum Ronalds Reagans, fyrrverandi Banda- ríkjaforseta, voru auðheyrð í ræðu Georges W. Bush, núverandi for- seta, sl. fimmtudag, er hann fjallaði um utanríkisstefnu Banda- ríkjamanna og gerði upp við for- tíðina. Bush útskýrði afstöðu sína til Miðausturlanda með samlíkingu við viðhorf Reagans í kalda stríð- inu fyrir 20 árum. Sagði Bush, að ýmsir hefðu gefið lítið fyrir trú Reagans á að frelsi væri besta undirstaðan í samfélagsuppbygg- ingu, auk þess að vera siðferði- lega rétt afstaða. Reagan byggði utanríkisstefnu sína á þeirri sannfæringu, að „frelsið nyti byrs og yrði ekki stöðvað“, eins og Bush komst að orði. Reagan virti að vettugi fólk sem sagði hann „barnalegan ein- feldning, og jafnvel hættulegan“. Bush er sannfærður um að Reagan hafi haft hárrétt fyrir sér, og að það sem dugði gegn Sovétríkjunum á níunda áratugn- um muni einnig duga í Miðaust- urlöndum. „Þeir sem gagnrýndu Reagan beina nú spjótum sínum að mér, en Reagan sýndi fram á að þeir hafa rangt fyrir sér,“ sagði Bush. Í ræðunni sem Bush hélt á fimmtudaginn gerði hann grein fyrir því, hvernig Bandaríkja- menn myndu útbreiða lýðræði í Miðausturlöndum og öðrum heimshlutum, og sagði að allar þjóðir gætu í framtíðinni notið frelsis. Engar áætlanir Útbreiðsla lýðræðis í Miðaust- urlöndum verður að vera „þunga- miðjan í stefnu Bandaríkjanna næstu áratugina“, sagði forsetinn í ræðu sinni, er hann hélt á veg- um National Endowment for Democracy, opinberrar stofnunar sem stuðlar að lýðræðisumbótum erlendis. Bush lagði þó ekki fram neinar áætlanir um hvernig þessi lýð- ræðisútbreiðsla myndi fara fram og greindi heldur ekki í smáat- riðum frá því hvernig Bandaríkja- menn myndu hvetja til „lýðræð- isbyltingar í heiminum“, eins og hann orðaði það. Þetta var þó nákvæmasta út- skýring sem hann hefur gefið á hugmyndum sem fyrst komu fram í aðdraganda Íraksstríðsins og hljóða upp á að „frelsið sem við metum svo mikils er ekki aðeins fyrir okkur, allt mannkynið á rétt á því og hefur möguleika á því“. Bandaríkjamenn hafa löngum stutt einræðisstjórnir í Miðaust- urlöndum, að hluta vegna þess að þeir þurfa á olíu þaðan að halda. Einnig voru ríki þar álitin banda- menn í stórveldakapphlaupinu við Sovétríkin. En Bush gagnrýndi óbeint forvera sína á forsetastóli, og sagði stefnuna hingað til hafa byggst á skammsýni. „Í 60 ár hafa vestræn ríki af- sakað og sætt sig við frelsisleysið í Miðausturlöndum en það hefur ekki orðið til að auka öryggi okk- ar,“ sagði Bush. Hann lagði áherslu á að ekki væri um að kenna íslamskri trú, heldur ein- ræðisherrum sem héldu þegnum sínum í heljargreipum. Forsetinn andmælti þeirri af- stöðu að menning og trú í Mið- austurlöndum komi í veg fyrir að þar geti lýðræði dafnað. Fullyrti Bush, að arabaríki ættu rétt á að þróa hjá sér lýðræði sem sam- ræmdist menningu þeirra og trú. Hugsjónamennirnir ofan á Fréttaskýrendur sögðu að ræða forsetans hefði ekki gefið miklar hugmyndir um hvenær eða hvern- ig þessari framtíðarsýn yrði hrint í framkvæmd – fyrir utan þá framkvæmd sem blasi við í Írak. En það blasi við, að nú hafi hugsjónamennirnir náð undirtök- unum í mótun utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Þetta komi ef til vill á óvart, vegna þess að faðir Bush forseta, Bush eldri, hafi ekki tilheyrt hópi hugsjónamann- anna, heldur andstæðingum þeirra, yfirveguðu raunsæismönn- unum. „Hann er af Reagan-skólanum,“ sagði Vin Weber, fyrrverandi þingmaður, um núverandi forseta. „Bush byggir á þeirri eindregnu sannfæringu sinni, að heimurinn mótist af hugmyndum.“ Þessa sannfæringu hafi hann ekki erft frá föður sínum, heldur Reagan. „Ég settist fyrst á þing árið sem Reagan var kosinn forseti,“ sagði Weber. „Og það sem ég man um Reagan er að hann safn- aði um sig fólki sem trúði á hug- myndir, og hann var algerlega sannfærður um að þessar hug- myndir yrðu ofan á.“ Reagan og Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hafa bæði minnst á það hve dauflega hafi verið tekið í hugmyndir um opinn og frjálsan markað í kjölfar síðari heims- styrjaldar. Bæði Reagan og Thatcher nærðust á skrifum aust- urríska hagfræðingsins Friedrichs von Hayeks, sem hélt því fram, að frelsi – til að eiga eignir, til að hugsa og tala og til að búa við lög og rétt – væri forsenda efnahags- framfara. En þau byggðu stefnu sína á þessum hugmyndum. Sagan segir, að einhverju sinni hafi Thatcher slengt á borðið eintaki af bók Hayeks, Frelsinu, og sagt: „Þetta er það sem við trúum á.“ Þau byggðu utanríkisstefnu sína einn- ig á hugmynd, það er að segja, að unnt væri að vinna sigur í kalda stríðinu og að frelsið væri sterk- asta vopnið í því stríði. En jafnvel innan Repúblík- anaflokksins heyrðust margar efasemdaraddir. „Það var mikil rökræða innan flokksins um hvort hagsýnispólitík eða hug- sjónastefna skyldi ráða ferðinni í utanríkismálum,“ segir Weber. „Richard Nixon var manna dug- legastur við að beita yfirvegaðri herkænsku, og á þessum tíma var ekki langt um liðið frá því hann var forseti.“ Ofbeldi til útflutnings Ræða Bush á fimmtudaginn byggðist á þessari sömu hug- myndafræði. Hann sagði að það væri „merkileg, óumdeilanleg staðreynd“ að „með tíð og tíma styrkjast frjálsar þjóðir og ein- ræðisríki veikjast“. En ef marka má orð Bush standa engar deilur á milli hugsjónamanna og hag- sýnna. Hann lítur svo á, að það sem þurfi að tryggja – öryggi á tímum hryðjuverkastarfsemi – krefjist þess að hugsjónir ráði ferðinni. „Til langframa er ekki hægt að fórna frelsinu fyrir stöðugleika. Svo lengi sem lýðræði fær ekki að þrífast í Miðausturlöndum munu þau einkennast af stöðnun, óánægju og ofbeldi, sem flutt er út til annarra landa,“ sagði Bush. Heimildir: The Washington Post, Los Angeles Times. Stöðugleiki er ekki mik- ilvægari en frelsið AP Bush flytur ávarp sitt á vegum National Endowment for Democracy á fimmtudaginn. Um leið og George W. Bush Bandaríkja- forseti gerði upp við fortíðina í utanrík- isstefnu Bandaríkjanna með ræðu, sem hann hélt í Washington í fyrradag, þykir hann hafa sýnt og sannað að hann er hug- sjónamaður af Reagan-skólanum. ’ Bush er sann-færður um að Reag- an hafi haft hárrétt fyrir sér, og að það sem dugði gegn Sov- étríkjunum á níunda áratugnum muni einnig duga í Mið- austurlöndum. ‘ SÉRFRÆÐINGAR voru margir þeirrar skoðunar að ræða George W. Bush hefði verið uppfull af óhlutbundnum grundvallar- hugmyndum, en minna hafi farið fyrir útlistunum á því hvernig þeim verði hrint í framkvæmd. Joseph S. Nye, deildarstjóri stjórnvísindadeildar Harvardhá- skóla, sagði að orð Bush end- urspegluðu hefðbundin markmið í utanríkismálastefnu og virtust ennfremur til þess ætluð að setja atburðina í Írak í stærra sam- hengi. „Það sem Bush sagði er fyllilega í samræmi við langa hefð í utanríkismálastefnu Bandaríkjanna,“ sagði Nye. „Hann er líka að reyna að sveipa stefnu sína í Írak lýðræðisblæ.“ „Þetta var lýðræðiskennsla fyr- ir byrjendur,“ sagði Dmitri Sim- es, fræðamaður við Nixon- miðstöðina í Washington. „Þetta var eins og eplabaka. Hver færi að andmæla því, að fólk í Mið- austurlöndum eigi skilið lýðræði? Spurningin er aftur á móti sú, hvað menn eru tilbúnir til að leggja á sig til að ná því mark- miði? Hvað eru menn tilbúnir til að fórna lífi margra hermanna?“ Richard Haass, formaður utan- ríkismálaráðs og fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneyt- isins, sagði að með ræðunni hefði Bush komið á framfæri þeirri mikilvægu hugmynd að „íslam geti samræmst lýðræði“. Forset- inn hafi ekki ætlað sér að gera miklar breytingar á svipstundu, „en þetta er til marks um að Bandaríkjamenn muni ekki leng- ur veita íslömskum ríkjum það sem kalla mætti undantekningu frá lýðræðiskröfunni“. Edward Walker, fram- kvæmdastjóri Rannsóknarstofn- unar í Miðausturlandafræðum og fyrrverandi sendiherra Banda- ríkjanna í nokkrum arabaríkjum, kvaðst efast um að ræðu forset- ans yrði vel tekið í Miðaust- urlöndum. Þar sé tortryggni í garð Bandaríkjanna og Bush of djúpstæð. „Þetta verður líklega mistúlkað sem enn eitt dæmið um „lýðræðisheimsvaldastefnu“ Bandaríkjanna,“ sagði Walker. „Það var réttur tónn í ræðunni, en hún mun ekki hafa náð eyrum fólks.“ Arabískir stjórnmálamenn og fréttaskýrendur sögðu, að ef Bush ætlist til þess að mark sé tekið á honum ætti hann að reyna að binda enda á hersetu Ísraela á palestínsku landi. „Það skortir lýðræði, en það er ekki hægt að koma á lýðræði utan frá,“ sagði Mohammed Faeq, formaður Ar- abísku mannréttindasamtakanna, sem hafa aðsetur í Kaíró. „Þetta á sérstaklega við um Bandaríkin, sem ekki er tekið mark á vegna þess að þau styðja Ísraela og her- setu þeirra á landi Palest- ínumanna.“ Maamoun al-Hodeibi, leiðtogi egypsku samtakanna Bræðralag múslíma, sagði að stuðningur Bandaríkjamanna við einræð- isstjórnir í Miðausturlöndum væri ein ástæða óvildar margra músl- íma í garð Bandaríkjamanna. „En meginástæðan fyrir hatri músl- íma á Bandaríkjunum er hversu algerlega þau eru á bandi [Ísr- aels] … og hernaðarofbeldi Bandaríkjamanna í Írak og Afg- anistan. Bush sagði ekkert um þetta.“ „Lýðræðiskennsla fyrir byrjendur“ Sérfræðingar telja fátt áþreifanlegt hafa komið fram í ræðu Bush Washington, Kaíró. Los Angeles Times, AFP. EFRI deild þýzka þingsins, Sam- bandsráðið, þar sem stjórnarand- stöðuflokkar kristilegra og frjáls- lyndra demókrata eru í merihluta, hafnaði í gær kjarnaköflum úr nýrri löggjöf sem ríkisstjórn Gerhards Schröders kanzlara samdi í þeim til- gangi að hleypa nýjum þrótti í þýzkt efnahagslíf. Nýja umbótalöggjöfin gengur aðallega út á breytingar á skattkerfinu og fyrirkomulagi at- vinnuleysisbóta. Schröder hefur lagt pólitíska framtíð sína að veði til að koma þessum og öðrum áformuðum umbótum í framkvæmd. Sakaði kanzlarinn í gær forystumenn íhaldsmanna um að setja flokkshags- muni ofar þjóðarhagsmunum og bauð viðræður um málamiðlun. „Að öðrum kosti munu þeir bera ábyrgð á slakari hagvexti og meira atvinnuleysi,“ sagði Schröder. Hafna umbóta- áformum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.