Morgunblaðið - 12.11.2003, Page 6

Morgunblaðið - 12.11.2003, Page 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks í útvarpsráði, þau Gunnlaugur S. Gunn- laugsson, Páll Magnússon, Andri Óttarsson og Anna K. Jónsdóttir, lögðu í gær fram tillögu á fundi útvarpsráðs á þá leið að allt fréttaefni, frétt- ir, fréttaþættir eða fréttaskýringar, innan Ríkisút- varpsins verði í framtíðinni á ábyrgð fréttasviðs. Kom tillagan fram er umræða fór fram um svar útvarpsstjóra við fyrirspurn fulltrúa Samfylking- arinnar, Svanfríðar Jónasdóttur og Ingvars Sverr- issonar, vegna ummæla hans um útvarpsþáttinn Spegilinn. Fóru þau fram á skriflega útskýringu á því hvað útvarpsstjóri hefði átt við með einkunn- argjöfinni „vinstri slagsíða“ þegar hann fjallaði um einstaka dagskrárþætti RÚV og vísuðu þau til ný- legrar umfjöllunar útvarpsstjóra um Spegilinn. Í svari útvarpsstjóra segir: „Tilefni þessarar bók- unar SJ og IS mun vera tölvupóstur er ég sendi fjórum dagskrárstjórnendum útvarpsins og látinn var leka til Fréttablaðsins. Tilefni hans var út- varpsgagnrýni gamalreynds fjölmiðlamanns, Þrá- ins Bertelssonar, í Fréttablaðinu 3. október sl., þar sem sagði: „Spegillinn er vinstrisinnað fréttaskýr- ingaprógramm, sem yfirleitt er gaman að hlusta á.“ Þar af leiðandi hóf ég tölvupóst minn til um- ræddra ábyrgðarmanna dagskrár útvarpsins með eftirfarandi hætti: „Einhver umræða virðist vera í gangi um „vinstrislagsíðu“ á speglinum.“ Í fram- haldi velti ég upp atriðum er varða faglegt mat á efnistökum í Speglinum, skyldur um óhlutdrægni og ritstjórnarlega ábyrgð á efni sem þar birtist og annars staðar í dagskránni.“ Allt fréttaefni verði unnið af starfsfólki fréttasviðs Í skipulagstillögunni sem lögð var fram á fund- inum í gær segir: „Lagt er til að ráðist verði í skipulagsbreytingar innan Ríkisútvarpsins, sem miði að því að allt fréttaefni verði í framtíðinni á ábyrgð fréttasviðs. Þannig verði allt efni sem kynnt er og borið fram sem fréttir, fréttaþættir eða fréttaskýringar unnið af starfsfólki fréttasviðs og samkvæmt starfsreglum RÚV um fréttaflutn- ing. Gildi þetta jafnt um hljóðvarp sem sjónvarp. Tillögurnar verði unnar af útvarpsstjóra, forstöðu- manni fréttasviðs og framkvæmdastjórum út- varps og sjónvarps. Tillögurnar liggi fyrir sem fyrst og verði kynntar útvarpsráði.“ Gunnlaugur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að komið hefði í ljós að ýmsum þáttum RÚV sem teldust vera með fréttatengt efni væri ekki fréttastýrt. „Það á við þætti eins og Spegilinn og reyndar fleiri. Við teljum rétt að þetta efni falli undir fréttareglur Ríkisútvarpsins og undir frétta- svið og fréttastjórana. Það getur ekki viðgengist í Ríkisútvarpinu frekar en á nokkrum öðrum frétta- miðli að annars vegar séu fréttir og hins vegar séu aðilar með fréttatengt efni sem lúti ekki nokkurri fréttastjórn. Þetta á ekki síst við um Spegilinn,“ segir Gunnlaugur. Afgreiðslu tillögunnar var frestað til næsta fundar og sagðist Svanfríður Jónasdóttir í gær ætla að nota þann tíma til að átta sig betur á hvað þarna væri á ferðinni og hvort í tillögunni fælust raunverulegar breytingar. „Við höfum látið þá skoðun koma fram að mik- ilvægast sé að Ríkisútvarpið sé með skýra stefnu og að það séu skýrar reglur. Síðan eigi að treysta starfsfólkinu til þess að vinna samkvæmt því og ég held að í grófum dráttum hafi það nú verið gert hingað til og gefist ágætlega.“ Svanfríður segir að miðað við efni bréfs útvarps- stjóra sem lekið hafi til fjölmiðla sé svar útvarps- stjóra við fyrirspurn hennar og Ingvars afskap- lega rýrt og stuttort. Allt fréttatengt efni RÚV verði á ábyrgð fréttasviðs Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í útvarpsráði ÞORGEIR Þorgeirson, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður, var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í gær. Séra Sigfinnur Þorleifsson jarðsöng. Organisti var Marteinn H. Friðriks- son, einleikari Arnþór Jónsson, ein- söngvari Sigrún Hjálmtýsdóttir og Viðar Eggertsson las upp. Páll Skúlason fór með minningarorð. Líkmenn voru (frá vinstri) Guðberg- ur Bergsson, Gerard Lemarquis, Ari Halldórsson, Jón Ásgeirsson, Ragn- ar Aðalsteinsson, Viðar Eggertsson, Álfrún Gunnlaugsdóttir og Þor- steinn Jónsson. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Útför Þorgeirs Þorgeirsonar FORSÆTISRÁÐHERRA Namibíu styður framboð Íslands til öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna fyrir tíma- bilið 2009-2010. Þetta tilkynnti Theo- Ben Gurirab á blaðamannafundi með Davíð Oddssyni í Ráðherrabústaðn- um í gær. Sagði hann framlag smárra þjóða eins og Íslands og Namibíu mikilvægt á þessum vett- vangi. Það þekkti hann eftir áralangt starf sem fulltrúi samtaka Suðvest- ur-Afríkuríkja hjá Sameinuðu þjóð- unum og síðar þegar Namibía var í forsæti allsherjarþingsins og sat í öryggisráðinu árin 1999 til 2000. Best ígrunduðu ályktanirnar voru samþykktar eftir frumkvæði og hug- myndavinnu fulltrúa smærri ríkja. Það hafi verið þeirra styrkur. Davíð Oddsson sagðist vera þakklátur fyrir þennan stuðning. Gurirab er í opinberri heimsókn hér á landi í ferð sinni um Norður- lönd. Í gær átti hann fund með for- sætisráðherra og hitti einnig sjávar- útvegsráðherra, borgarstjóra og forseta Alþingis á ferð um borgina. Í gærkvöld var hátíðarkvöldverður honum til heiðurs. Vinnum með Namibíu áfram Frá því að Namibía varð sjálfstætt ríki og losnaði undan stjórn Suður- Afríku árið 1990 hefur verið þróun- arsamvinna milli Namibíu og Ís- lands, aðallega á sviði hafrannsókna og sjávarútvegs. Gurirab segir vin- náttu ríkjanna mikla og samstarfið skipti máli fyrir efnahag landsins. Það hafi stuðlað að virkjun mann- auðsins með kennslu og þjálfun fólks, sem geri íbúum kleift að skapa aukin verðmæti. Slík aðstoð dugi til langs tíma. Davíð sagði íslensk stjórnvöld vilja halda áfram að vinna með Namibíu næstu árin. Auk sjávarútvegs sagði Gurirab ferðamannaiðnaðinn vaxandi at- vinnugrein. Hann vildi hvetja fólk frá Norðurlöndum að koma til Nami- bíu og skoða landið, sem hafi upp á margt að bjóða. Davíð tók undir það enda hafi hann heimsótt landið. Það væri líka sumar þar þegar vetur ríkti á Íslandi. Theo-Ben Gurirab, forsætisráðherra Namibíu, í opinberri heimsókn Morgunblaðið/Þorkell Theo-Ben Gurirab og Davíð Oddsson að loknum fundi í gær. Styður framboð Íslands til öryggisráðs SÞ ÍSLENSK fjölskylda hefur þurft að flytja fyrirtæki sitt um set vegna óþæginda sem hún hefur fundið fyrir frá þriðju kynslóðar far- símamastri í heimabæ sínum, Worcester í Englandi. Eftir að mastrið var tekið í notkun í ágúst sl. hefur fjölskyldan fundið fyrir ógleði, höfuðverkjum og minn- isleysi. Hópur fólks hefur fellt far- símamastur í bænum Sutton Cold- field á Birmingham-svæðinu, rétt hjá heimabæ íslensku fjölskyld- unnar, og hefst við í tjöldum á svæðinu til að koma í veg fyrir að mastrið verði reist aftur. Íbúarnir segjast hafa farið að finna til óþæg- inda eftir að mastrið var tekið í notkun og telja að geislar eða bylgj- ur frá því valdi krabbameini. Eiríkur Pétursson, sem er fædd- ur í Danmörku, íslensk eiginkona hans, Agnes Ingvarsdóttir og Nils Eiríksson sonur þeirra, vinna öll í fyrirtækinu Aces Dust Control, í húsi fjölskyldunnar í Worcester. Hinn 16. júní sl. lét fjarskiptafyr- irtækið Hutchison setja upp þriðju kynslóðar farsímamastur í bænum, um 28 m frá húsi fjölskyldunnar. Mastrið var tekið í notkun 7. ágúst. Ógleði og höfuðverkur Eiríkur segir að mjög fljótlega eftir það hafi þau hjónin farið að finna til óþæginda. Agnes hafi verið með linnulausan höfuðverk, verið heit á eyrum og óglatt. Sjálfur seg- ist Eiríkur hafa fundið fyrir þrýst- ingi á gagnaugum og átt erfitt með að muna hluti. Þá hafi sonur þeirra sem starfar í fyrirtækinu, þjáðst af höfuðverk og ógleði á vinnutíma en batnaði þegar hann fór heim. Eiríkur segir að þau hafi í fyrstu ekki áttað sig á því hvað olli óþæg- indunum. Eiríkur segist hafa tekið eftir því að maður var að vinna við tengibox rétt hjá húsinu og í ljós kom að vegna viðgerða var mastrið ekki í notkun í nokkrar klukku- stundir. Þegar viðgerðinni var lok- ið gerðu óþægindin óðar vart við sig á ný. Eiríkur hefur ritað Hutchison kvörtunarbréf en engin svör fengið og segist hann ætla að höfða mál á hendur Hutchison. Óþægindin eru að hans sögn allt frá klukkan níu á morgnana til átta á kvöldin en þó verst milli fjögur og fimm á daginn þegar farsímanotk- unin er hvað mest. Finna fyrir óþægindum vegna far- símamasturs ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.