Morgunblaðið - 12.11.2003, Side 14
ERLENT
14 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SPRENGING á vegi í suður-
írösku borginni Basra, þar
sem brezkir herbílar eiga oft
leið um, banaði sex óbreytt-
um íröskum borgurum í gær.
Þá greindi háttsettur hers-
höfðingi í hernámsliði Banda-
ríkjamanna í Írak frá því að
um 20 manns hefðu verið
handsamaðir, grunaðir um
tengsl við al-Qaeda hryðju-
verkasamtökin.
Í Bagdad gerðist það einn-
ig í gær, að íraskir lögreglu-
menn fundu sjúkrabíl sem bú-
ið var að hlaða í 450 kg af
sprengiefni. Sögðu talsmenn
hernámsyfirvalda þetta dæmi
um það gagn sem nýlega
stofnsettar lögreglusveitir
heimamanna gætu gert.
Þrýst á
Bandaríkin
RÁÐAMENN í Evrópu- og
Asíulöndum sneru saman
bökum í gær til að setja
þrýsting á Bandaríkjastjórn
að hlíta úrskurði áfrýjunar-
nefndar Heimsviðskiptastofn-
unarinnar, WTO, sem úr-
skurðað hefur að
verndartollar, sem settir voru
í Bandaríkjunum í marz 2002
á innflutt stál, brjóti í bága
við skuldbindingar Bandaríkj-
anna samkvæmt gildandi
samningum um alþjóðavið-
skipti. Fjöldi ríkja hefur hót-
að því að setja háa refsitolla á
ýmsan útlutningsvarning frá
Bandaríkjunum grípi þarlend
stjórnvöld ekki til ráðstafana
til að hlíta úrskurði WTO.
Gætu þessir refsitollar, hugs-
anlega upp á marga milljarða
Bandaríkjadollara, lagzt á
vörur allt frá appelsínum til
Harley Davidson-mótorhjóla.
Úrskurðurinn sýni að „alþjóð-
legar reglur um viðskipti
virka eins og ætlazt var til og
að lítil ríki eins og Noregur
geta fengið sínu framgengt“,
sagði Jan Petersen, utanrík-
isráðherra Noregs, en Nor-
egur átti ásamt Evrópusam-
bandinu og sjö öðrum löndum
aðild að því að kæra banda-
rísku verndartollana til WTO.
Hohmann
rekinn
ÞÝZKI þingmaðurinn Martin
Hohmann, sem mikill styr
hefur staðið um
í opinberri um-
ræðu í Þýzka-
landi undan-
farna daga
vegna ummæla
sem hann lét
falla sem túlk-
uð eru sem
gyðingafjand-
samleg, á samkvæmt ákvörð-
un flokksstjórnar Kristilega
demókrataflokksins (CDU) að
verða brottrækur ger bæði úr
flokknum og þingflokknum.
Þingflokkurinn á að greiða
atkvæði um brottvísunina á
föstudag og að sögn Wolf-
gangs Bosbach, varaformanns
þingflokksins, eru yfirgnæf-
andi líkur á að fyrir henni ná-
ist tilskildur 2/3 hluta meiri-
hluti. Hann sagði hins vegar í
gær að velji Hohmann að
verjast brottvísuninni fyrir
rétti gæti ferlið jafnvel teygzt
í nokkur ár.
STUTT
Spreng-
ing í
Basra
Martin
Hohmann
JESSICA Lynch skaut ekki á
írösku hermennina, sem handtóku
hana; bandarísku hermennirnir,
sem sóttu hana á íraskt sjúkrahús,
mættu þar engri mótspyrnu og
írösku læknarnir hættu sínu eigin
lífi við að hjálpa henni.
Þetta og margt fleira kemur
fram í bókinni „Ég er líka hermað-
ur: Saga Jessicu Lynch“, sem út
kom í Bandaríkjunum í gær. Þar
vísar hún á bug mörgum þeim sög-
um, sem bandaríska varn-
armálaráðuneytið kom á kreik um
hetjudáðir hennar og félaga henn-
ar þegar ráðist var á bandaríska
bílalest í innrásinni í Írak, 23.
mars sl. Í árásinni féllu 11 banda-
rískir hermenn og sex voru hand-
teknir, þar á meðal Lynch, 19 ára
gamall hermaður í birgðadeild
hersins.
Í sögunni, sem Rick Bragg, fyrr-
verandi blaðamaður við New York
Times, skráði, segist Lynch aldrei
hafa skotið á írösku hermennina
og hún ber íröskum læknum og
hjúkrunarfólki vel söguna. Segir
hún, að það hafi reynt að flytja
hana á sjúkrabíl til bandaríska
herliðsins en hafi neyðst til að
snúa við er bandarísku hermenn-
irnir skutu á bílinn.
Bragg segir, að bandarísk her-
yfirvöld hafi spunnið upp sögur um
hetjudáðir í því skyni að auka
stuðninginn heimafyrir og margar
sögurnar verið svo ævintýralegar,
að jafnvel handritshöfundur í
Hollywood hefði átt fullt í fangi
með þær. Segir hann, að fjölskylda
Jessicu Lynch sé líka ævareið
þeim, sem gefa í skyn, að hún hafi
sjálf tekið þátt í að upphefja sjálfa
sig á kostnað félaga sinna.
„Ég vildi gefa allt til, að þetta
hefði aldrei gerst,“ segir Lynch í
bókinni.
Sögu um nauðgun vísað á bug
Eins og fyrr segir, segist Lynch
ekki hafa skotið á írösku hermenn-
ina enda hefðu M-16-rifflarnir
flestir staðið á sér vegna fíns
sandsins. Í árásinni rakst herbíll
Lynch á annan herbíl með þeim af-
leiðingum, að hún brotnaði á fæti
og víðar en sjálf man hún lítið
hvað gerðist eftir það og þar til
hún vaknaði upp á írösku sjúkra-
húsi þremur klukkustundum síðar.
Í bókinni er vitnað í læknaskýrslur
þar sem greint er frá meiðslum
hennar og einnig sagt, að Lynch
Hafnar hetjudáð-
um og ævintýra-
legri björgun
Í bók um Jessicu
Lynch segir að
íraskir læknar
hafi hætt lífi sínu
við að hjálpa
henni
AP
Jessica Lynch ásamt Shoshana Johnson, sem einnig var fangi Íraka um skeið.
Tímaritið Glamour valdi þær í fyrradag „Konur ársins“ í Bandaríkjunum.
New York. AP.
FANGAR sem reyndu að flýja úr fangelsi í Sao
Paolo í Brasilíu sitja uppi við vegg við fangelsið
eftir að þeir náðust á flóttanum. Á sunnudag
reyndu 87 fangar að flýja í gegn um göng sem
vitorðsmenn höfðu grafið inn undir fangelsis-
múrana. 32 var enn leitað í gær, en átta dóu er
göngin hrundu og þann níunda skaut lögregla til
bana. 48 náðust að sögn Cida Gonsalves, tals-
manns fangelsisins.
AP
Fangaflótti í Brasilíu
Í BANDARÍSKUM fjölmiðlum eru
stóru hetjurnar úr Íraksstríðinu
tvær, Jessica Lynch og íraski lög-
fræðingurinn Mohammed al-
Reheef, sá, sem sagði bandarískum
hermönnum hvar hún væri nið-
urkomin. Fyrir það var honum laun-
að með landvist í Bandaríkjunum og
með samningi um bók, sem NBC
hefur gert sjónvarpsmynd eftir.
Saga þeirra Lynch og Reheefs
stangast þó á í mörgum atriðum.
„Eitt af því, sem fylgir styrj-
öldum, er, að fjölmiðlar reyna að
persónugera þær og láta alla hina
flóknu atburðarás birtast í hetju-
dáðum nokkurra manna,“ segir
Steven Livingston, prófessor við
George Washington-háskólann í
Washington, en hann hefur sér-
staklega skoðað fréttaflutning af
Íraksstríðinu. „Í þessu tilfelli tóku
Hollywood og varnarmálaráðu-
neytið höndum saman.“
Segir að Lynch
hafi verið barin
Bók Reheefs heitir „Sérhvert líf
er dýrmætt: Hvers vegna Íraki
hætti öllu fyrir Jessicu Lynch“. Þar
segist hann hafa ákveðið að hjálpa
Lynch vegna þess, að hún hafi verið
barin á spítalanum en kona hans
starfaði þar sem hjúkrunarkona.
Hætti hann sér því að eigin sögn
Tvær
hetjur –
tvær sögur
Mohammed al-Reheef