Morgunblaðið - 12.11.2003, Síða 15
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 15
hafi verið nauðgað á þessum þrem-
ur klukkustundum, sem hún man
ekki eftir sér.
Þessu neita læknarnir á íraska
sjúkrahúsinu algerlega í viðtölum
við fréttamenn. Segjast þeir hafa
rannsakað hana vel og ekki hafi
verið um neitt slíkt að ræða.
Í bókinni segir líka, að Lynch
hafi neitað að láta taka af sér ann-
an fótinn eins og írösku læknarnir
hafi viljað.
Björgunin sviðsett
Lynch var níu daga á sjúkrahús-
inu en þá lét íraskur lögfræðingur
Bandaríkjamenn vita hvar hún
væri niðurkomin og var hún þá
sótt. Gekk mikið á við „björgun“
hennar, sem var mynduð í bak og
fyrir, en það var bara sviðsetning
enda engir íraskir hermenn á
staðnum.
Í bókinni segir Lynch við Bragg,
að hún vildi, að Íraksstríðið hefði
aldrei átt sér stað því að þá hefðu
aðrir hermenn ekki fallið.
„Við gerðum það, sem til var
ætlast af okkur og fórum í stríð en
ég vildi, að ég hefði ekki gert það,“
segir Lynch.
’ Gekk mikið á við„björgun“ hennar en
það var bara svið-
setning. ‘
KÍNVERSKIR sérfræðingar í bar-
áttunni gegn alnæmi og mannrétt-
indahreyfingin Human Rights
Watch skoruðu í gær á stjórn Kína
að gera grein fyrir raunverulegu
umfangi alnæmisfaraldursins í land-
inu og gera þegar í stað ráðstafanir
til að stemma stigu við útbreiðslu
sjúkdómsins. Kínversk stjórnvöld
hafa verið sökuð um að hafa van-
metið fjölda þeirra er smitast hafa
af HIV-veirunni sem veldur alnæmi.
Sérfræðingarnir kröfðust þess að
beitt yrði svipuðum aðferðum og
þegar barist var gegn bráðu
lungnabólgunni, eða heilkenni al-
varlegrar og bráðrar lungnabólgu
(HABL), með góðum árangri fyrr á
árinu.
Zeng Yi, sérfræðingur í alnæm-
isfaraldrinum við Sjúkdómavarna-
stofnun Kína, sagði að stjórnin
þyrfti að koma upp höfuðstöðvum
„með raunveruleg völd“ til að
stjórna baráttunni gegn útbreiðslu
alnæmis í landinu. „Við ættum að
segja fólki frá því hvernig ástandið
er í raun og veru og gera ráðstaf-
anir sem bera árangur,“ sagði hann.
„Við þurfum að gera allt sem við
getum til að finna alla HIV-smitber-
ana og alnæmissjúklingana og veita
þeim læknisþjónustu og stuðning.“
Ummæli Zengs endurspegla þá
skoðun margra sérfræðinga að op-
inberu tölurnar um alnæmisfarald-
urinn í Kína séu alltof lágar.
Óttast refsingu
Stjórnskipuð nefnd á að stjórna
baráttunni gegn alnæmi en hana
skortir völd til að grípa til nauðsyn-
legra aðgerða. Embættismenn heil-
brigðisráðuneytisins viðurkenna að
þeir hafi ekki getað komið á nægu
samstarfi við héraðsstjórnirnar þar
sem sumar þeirra vildu frekar leyna
vandamálinu til að komast hjá refs-
ingu eða af ótta við að fæla fjárfesta
frá héruðum þeirra.
Human Rights Watch hvatti
stjórnina til að vernda réttindi
þeirra sem smitast hafa af HIV-
veirunni. Samkvæmt nýlegri
skýrslu mannréttindahreyfingarinn-
ar hafa mörg sjúkrahús neitað að
taka við HIV-smituðum sjúklingum
og hermt er að fátækir bændur,
sem smituðust við blóðgjöf í Henan-
héraði, hafi verið barðir og fangels-
aðir fyrir að óska eftir aðstoð
stjórnvalda.
Stjórnvöld í Kína sökuð um að
vanmeta fjölda HIV-smitaðra
!
"#! $%
%%&'()*+,,&
-./01
23
."4..51"67.8-9::/-
2
% % ; <
#=
%
>
$? @
$?
$
#
% % ;
$
!
$ &
&'()*((
+
&'('*'A
A
&''B*
!"# $
%
$ &
'
()*
*+,-./0
)(11/,2
3 0 ,
",2/,2
456
4766457666 57664467666 8467666
54466 464566 56447666
<
49666
:9666
;9666
<9666
=9666
59666
>9666
?9666
@9666
49666
6
4:;5 4:;< 4:;: 4::4 4::? 4::5 4::< 4::: @664
3
&
;>676663
!"#;67666
1
4495 & 3
' 77
746 &
@646
%A,,,
Greint verði satt
og rétt frá út-
breiðslu alnæmis
Peking. AFP.
TYRKNESK kona læsti eigin-
mann sinn nakinn inni í baðher-
bergi í þrjú ár og bar það fyrir
sig að hann væri geðbilaður, að
sögn tyrkneskra fjölmiðla.
Eiginmaðurinn, 41 árs auðug-
ur iðnrekandi, fannst nakinn og
í losti á flísalögðu gólfi við
sturtu baðherbergisins. Á gólf-
inu var skál fyrir matinn hans.
Hyggst skilja
Eiginkonan sagði að enginn
vafi léki á því að maðurinn væri
genginn af göflunum vegna þess
að hann færi þrisvar sinnum í
sturtu á hverjum degi. Hún
kvaðst nú ætla að skilja við
hann eftir 15 ára hjónaband.
„Markmið hennar var að gera
mig veikan, þannig að ég myndi
deyja og hún erfa allar eign-
irnar mínar,“ sagði eiginmað-
urinn. Hann bætti við að hún
hefði skemmt sér með öðrum
karlmönnum meðan hann var
læstur inni í baðherberginu.
Maðurinn fannst eftir að ná-
grannar gerðu móður hans við-
vart og hún hringdi í lögregl-
una.
Eiginkonan verður ákærð og
maðurinn fær nú geðlæknis-
hjálp vegna sálræna áfallsins.
Læsti eigin-
manninn inni á
baði í þrjú ár
Istanbúl. AFP.
ÁHORF á bandarískt sjónvarp hef-
ur minnkað að undanförnu og er
það hið versta mál fyrir sjónvarps-
stöðvarnar. Bíða þær nú í ofvæni
eftir útkomunni í þessum mánuði
en áhorfið í nóvember og tveimur
öðrum mánuðum ræður mestu um
auglýsingaverðið.
„Undanfarnir mánuðir hafa verið
ein versta sjónvarpsvertíð í manna
minnum,“ segir sjónvarpsrýnirinn
Ed Martin og aðrir taka svo djúpt í
árinni að segja, að það sé eins og
sjónvarpið sé eitthvað, sem hafi til-
heyrt síðustu öld. Sagði frá þessu í
Berlingske Tidende í gær.
Áhorf hefur minnkað mikið hjá
fimm af sex stærstu stöðvunum og
aðeins er um nokkra aukningu að
ræða hjá þeirri sjöttu, Fox-stöðinni.
Er hún öll rakin til þess, að hún er
með einkarétt á sýningum frá
hafnaboltanum.
Mestur er samdrátturinn í áhorfi
ungra karlmanna, til jafnaðar 8%
en á sumum tímum allt að 30%.
Hjá sjónvarpsstöðvunum var tal-
ið, að svokallað raunveruleika-
sjónvarp væri öruggt til vinsælda
en þegar Fox reyndi að fylgja eftir
smelli síðasta árs, „Joe Millionaire“,
mistókst það algerlega. Af ein-
stökum þáttum má nefna, að áhorf
á „Vini“ hefur minnkað um 23%, á
„New York Blues“ um 23% einnig, á
„Allir elska Raymond“ um 9% og
um 16% á „Bráðavaktina“.
Nóg kom-
ið af sjón-
varpi?
gegn sprengjuhríð Bandaríkja-
manna, sem varð til þess, að hann
blindaðist á öðru auga, og tókst að
snúa á útsendara Baath-flokksins,
sem hefðu verið á hælunum á hon-
um.
Reheef segist ekki hafa neinar
áhyggjur af því þótt þeim beri ekki
alveg saman, Jessicu og honum. „Ég
veit, að hún þjáðist mikið,“ segir
hann.
Ýmsir hafa gagnrýnt það, að ver-
ið sé að upphefja hlut einstakra her-
manna vegna þess, að það sé yf-
irleitt á kostnað annarra og sumir
segja, að ekkert hafi verið gert með
Shoshana Johnson, sem var fangi
Íraka um skeið, vegna þess, að hún
er svört og innflytjandi frá Panama.
Lynch aftur á móti er bandaríska
ímyndin holdi klædd, ljóshærð
stúlka frá Vestur-Virginíu.
ÞAÐ var 56 stiga frost fyrir utan en skilaboðin í
tölvu Vísindamiðstöðvar suðurheimskautsins
vöktu vísindamönnunum annars konar hroll. „Ég
hef brotist inn í netþjóninn ykkar. Borgið mér, ann-
ars sel ég gögn stöðvarinnar og segi öllum heim-
inum hversu berskjaldaðir þið eruð,“ sagði í tölvu-
póstinum. Til að sanna að þetta væri ekki gabb
fylgdu skilaboðunum vísindaleg gögn sem sýndu að
fjárkúgarinn hafði komist inn í tölvukerfi vísinda-
miðstöðvarinnar.
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rakti tölvu-
póstinn til netkaffihúss í Búkarest og aðstoðaði
rúmensku lögregluna við að handtaka tvo Rúmena.
Þetta mál er nýjasta vísbendingin um að ungir
Rúmenar með mikla tölvuþekkingu séu orðnir
mjög umsvifamiklir á sviði tölvuglæpa.
„Þar sem þeir eru mjög óánægðir með hversu fá
störf eru í boði í Rúmeníu hafa nokkrir af hæfi-
leikaríkustu tölvunemum heims tekið að nýta hæfi-
leika sína á netinu,“ sagði í nýlegri skýrslu IFCC,
bandarískrar stofnunar sem tekur við kvörtunum
fólks sem verður fyrir barðinu á netglæpamönnum.
Tölvuþrjótum óx ásmegin í Rúmeníu vegna þess
að þar voru ekki sett lög gegn tölvuglæpum fyrr en
í ár, en þau eru reyndar á meðal þeirra hörðustu í
heiminum. Samkvæmt nýju lögunum varða tölvu-
glæpir allt að fimmtán ára fangelsi, sem er meira
en helmingi þyngri dómur en hámarksrefsingin
fyrir nauðgun. Verulega dró úr tölvuglæpunum
fyrstu þrjá mánuðina eftir að lögin tóku gildi.
Yfir 50 Rúmenar handteknir
Yfir 50 Rúmenar hafa verið handteknir á síðustu
mánuðum með aðstoð FBI og eftirlitsstofnana í
Bandaríkjunum, lögreglunnar í Bretlandi og yfir-
valda í fleiri Evrópulöndum. Á meðal þeirra eru
tveir Rúmenar sem grunaðir eru um að hafa reynt
að kúga fé af farsímafyrirtæki í Alabama í Banda-
ríkjunum eftir að hafa stolið upplýsingum um
30.000 kreditkortareikninga.
Þótt Rússar séu þekktari fyrir fjárkúganir á net-
inu eru Rúmenar orðnir mjög umsvifamiklir í slíkri
starfsemi og hún hefur einnig aukist í Búlgaríu,
Póllandi og Slóveníu. Rúmenar voru fljótir að til-
einka sér upplýsingatæknina þar sem rúmenskir
ráðamenn hafa lagt mikið upp úr tölvukennslu allt
frá valdatíma Nicolae Ceausescus einræðisherra
sem leit á tölvur sem mikilvægt vopn í hugmynda-
fræðilegri baráttu kommúnista. Þar sem Rúmenar
voru of fátækir til að geta keypt forrit frá Vest-
urlöndum stóð ólögleg útgáfa með miklum blóma í
landinu.
Rúmenar byrja að læra á tölvur í leikskóla.
Rúmenskir háskólar þykja standa framarlega á
sviði upplýsingatækni og margir sem þeir braut-
skrá fá störf í vestrænum fyrirtækjum.Þessi mikla
tölvukunnátta Rúmena hefur einnig getið af sér
netvampírur sem herja á fólk í fjarlægum löndum.
Rúmensku netglæpamennirnir bjóða oft rafeinda-
tæki og annan varning á netinu, taka við pöntun-
um, staðfesta „vörusendinguna“ og hverfa síðan
um leið og greiðslan berst þeim.
Bandarískum yfirvöldum berast hundruð kvart-
ana á dag vegna slíkra svika og mörg tilvikanna eru
rakin til Rúmeníu þar sem glæpamennirnir nota
netkaffihúsin til að komast hjá handtöku. Nokkrir
þeirra hafa hannað vefsíður sem líkjast vefsetrum
fyrirtækja á borð við eBay. Kaupendurnir telja sig
hafa keypt vörur af eBay en glæpamenn fá pen-
ingana og vörurnar eru aldrei sendar.
Tölvuþrjótar í Rúmeníu
Búkarest. AP.
’ Tölvukunnátta Rúmenahefur einnig getið af sér net-
vampírur sem herja á fólk í
fjarlægum löndum. ‘