Morgunblaðið - 12.11.2003, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 12.11.2003, Qupperneq 18
AKUREYRI 18 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞORSTEINN Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri, hefur verið endurráðinn til næstu fimm ára. Skipunartími Þorsteins í embætti rektors hefði átt að renna út 5. maí 2004, en menntamálaráðherra tók ákvörðun um að auglýsa starfið ekki laust til um- sóknar og því framlengist skipunartími sjálfkrafa um fimm ár, til 6. maí 2009. Þessi ákvörðun mennta- málaráðherra var kynnt á fundi Háskólaráðs þann 7. nóvember sl. Há- skólaráð fagnar einróma þeirri ákvörðun Þorsteins að halda áfram starfi rektors Há- skólans á Akureyri og óskar honum velfarn- aðar á komandi árum, segir í fréttatilkynn- ingu. Þá hefur Þórarinn Sigurðsson, deildarforseti heilbrigðisdeildar jafnframt verið endurráðinn og mun hann gegna emb- ættinu áfram næstu þrjú árin. Þrír umsækj- endur voru um stöðuna. Þorsteinn Gunnarsson endurráðinn rektor „VIÐ gefumst ekki upp, það eru fleiri flug- félög, bæði hér heima og í útlöndum,“ sagði Magnús Ásgeirsson, framkvæmdastjóri At- vinnuþróunarfélags Eyfirðinga, um þá ákvörð- un Grænlandsflugs að hætta að fljúga beint milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Beina fluginu milli áfangastaðanna var m.a. komið á fyrir tilstuðlan félagsins og sagði Magnús ákvörðunina hafa komið gríðarlega á óvart og hún væri mikil vonbrigði. Hann sagði að þau rök að heimamenn hefðu ekki nýtt sér flugið ekki sterk. Um 4.400 manns hefðu flogið utan með félaginu og ef menn skilgreindu heima- markaðinn sem Akureyri hefðu um 30% bæj- arbúa nýtt sér þessa flugleið og um 20% ef litið væri til Eyjafjarðar alls. „Okkur þykir þetta líka svolítið undarleg tímasetning, því hlutirnir voru farnir að ganga vel. Þetta var skiljanlega erfitt fyrst, en það tekur tíma að vinna markað og okkur hefði þótt skynsamlegt að staldra við næsta haust og sjá hvernig sumarið 2004 hefði komið út,“ sagði Magnús. Hann sagði að til- raun Grænlandsflugs hefði þó komið vel út og margt jákvætt komið í ljós, svo sem eins og að allt hefði gengið vel varðandi afgreiðslu vél- anna, ferðaþjónustufólk hefði staðið saman og umferð fólks væri að aukast. Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi segir ákvörðun Grænlandsflugs mikil von- brigði fyrir almenning á Norðurlandi. „Til- raunin hefur engu að síður sannað mikilvægi þess að haldið verði uppi reglubundnu flugi frá Akureyri til áfangastaðar erlendis,“ segir í til- kynningu frá skrifstofunni. Þar segir einnig að meirihluti farþega félagsins hafi komið af Norðurlandi og margt hafi verið jákvætt þó svo að markaðsstarf erlendis hafi verið alltof skammt á veg komið. „Í ljósi þessa er ákveðið að leita allra leiða til að framhald verði á beinu flugi milli Akureyrar og áfangastaðar í Evrópu og mun Markaðsskrifstofa ferðamála á Norð- urlandi í samstarfi við ferðaþjónustu og hags- munaaðila á Norðurlandi ræða við önnur flug- félög um möguleika á áframhaldandi beinu flugi,“ segir í tilkynningunni. „Við gefumst ekki upp“ Allra leiða leitað til að halda áfram beinu flugi frá Akureyri Fyrirlestur | Níels Einarsson, forstöðumað- ur Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, fjallar í erindi á Félagsvísindatorgi Háskólans á Ak- ureyri í dag um tengsl norðurslóðarannasókna við félagsvísindi. Fyrirlesturinn hefst kl. 16.30 í Þingvallastræti 23, stofu 14. Níels Einarsson er mannfræðingur að mennt og stundaði nám við Háskóla Íslands, Uppsala og Oxford. Sér- svið hans er málefni sjálfbærrar þróunar og samfélög á Norðurslóðum, sérstaklega varð- andi nýtingu og vernd sjávarspendýra. Hraðskákmeistari | Rúnar Sigurpálsson sigur úr býtum á Hraðskákmóti Norðlend- inga sem fram fór að nú nýlega. Rúnar hlaut 11 vinninga af 12 mögulegum, hárs- breidd á undan Stefáni Bergssyni sem hlaut 10 1/2 vinning. Þriðji varð svo Þór Valtýsson með 8 1/2 vinning og 8 vinninga hlutu svo þeir Smári Ólafsson og Sigurður Eiríksson. Næsta mót félagsins er 10 mín- útna forgjafarmót á fimmtudag, 13. nóvember kl. 20, en þá fá veikari skákmenn tíma- forgjöf á þá sterkari. Hrein og bein | Fundur verður haldinn hjá hópi foreldra og aðstandenda samkynhneigðra á Akureyri og Norðurlandi á fimmtudagskvöld, 13. nóvember kl. 20 á Sigurhæðum Horft verður á heimilda- myndina Hrein og bein og rætt um efni hennar. Heimildamyndin Hrein og bein var til- nefnd til Edduverðlaunanna síðustu, en hún hefur þegar tvívegis hlotið fyrstu verðlaun í sínum flokki heimildamynda á kvikmynda- hátíðum í Bandaríkjunum. Myndin er eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur kvikmyndagerð- armann og Þorvald Kristinsson bókmennta- fræðing. Hún byggist á viðtölum við unga viðmælendur, homma og lesbíur, sem komið hafa úr felum og fjallar um lífsbaráttu þeirra, skrefið stóra, að koma út úr skápnum, og lífið án fjötra á Íslandi í dag.          „ÞAU hafa lært alveg heilmikið á þessu,“ seg- ir Erla Ingólfsdóttir, samfélagsfræðikennari í Lundarskóla, en um 170 nemendur í 8. til 10. bekk unnu að verkefni sem kallaðist: Bærinn okkar og sýndu svo afraksturinn á glæsilegri sýningu. Lundarskóli hefur það á stefnuskrá sinni að auka útikennslu, þ.e. að færa fleiri kennslu- stundir út fyrir veggi skólans og er stefnt að því að sem flestir bekkir fari úr húsi einn til tvo daga í mánuði að jafnaði. Þannig er íþróttakennsla færð út undir bert loft á haust- dögum og góðum vetrardögum, vettvangs- ferðir af ýmsu tagi eru farnar og kynnisferðir í fyrirtæki auk þess sem sérstakur göngudag- ur er fastur liður í september. Þá er útistærð- fræði þar sem glímt er við viðfangsefni á skólalóðinni og stundum fer smíðakennarinn með bekkinn sinn upp á klappir til að tálga. Nú er nýlokið verkefninu Bærinn okkar sem nemendur á unglingastigi glímdu við. Fékk hver bekkur ákveðið viðfangsefni en þar má nefna samgöngur, verslun, menningu og stjórnsýslu svo eitthvað sé nefnt. „Krakkarnir hafa unnið að þessu í frístundum sínum í þrjár vikur, en svo tókum við þrjá daga, þemadaga til að fullvinna verkefnin. Þá fóru unglingarnir í vettvangsferðir, öfluðu upplýsinga og kynntu sér þau málefni sem þeir unnu að og síðan var unnið úr því og að lokum kynntu þeir afrakst- urinn,“ segir Erla. Hún segir krakkana hafa lært heilmikið og þeir hafi mjög gott af því að fara út í samfélagið til að afla sér þekkingar. Námið þurfi ekki alltaf fara fram inni í skólastofunni, segir hún. „Svo læra þau að skipuleggja sig, þau læra samvinnu og ekki síst læra þau margt um sig sjálf, því að ýmsu þarf að hyggja og upp getur komið ágreiningur um lausn sem reynir á. Þau hafa lagt gífurlega vinnu í þetta,“ segir Erla. Lærðu heilmargt og kynntu afraksturinn Morgunblaðið/Kristján Gaman: Krakkarnir skemmtu sér vel yfir myndbandi sem sýnt var í einni stofunni. Fróðleikur: Nemendur skoða fiska í fiskabúri í stofunni þar sem fram fór kynning á dýrum og dýralæknum. Unglingar í Lundar- skóla unnu að verk- efninu Bærinn okkar Fjölmiðlun: Nokkrir fjölmiðlar voru kynntir á þemadögunum, m.a. starfsemi Ríkisútvarpsins. SJÚKRAHÚSSREKSTUR á Ak- ureyri á 130 ára afmæli í ár. Rekst- ur sjúkrahúss hófst árið 1873 í húsi sem var gjöf Friðriks C.M. Gud- manns og við það festist nafnið Gudmanns Minde. Jafnframt eru liðin 50 ár frá því að nafni sjúkra- hússins var breytt og starfsemi Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri hófst í elsta hluta núverandi hús- næðis. Í tilefni af þessum tímamót- um stendur FSA fyrir sýningu á myndum og munum sem tengjast sögu sjúkrahússins. Sýningin var opnuð á Glerártorgi sl. laugardag og verður opin á sama tíma og verslunarmiðstöðin til sunnudagsins 16. nóvember. Morgunblaðið/Kristján Gestir skoða muni í eigu FSA á sýningu sjúkrahússins sem nú stendur yfir. Sýning á munum og myndum FSA opnuð Í húsnæði Endurvinnslunnar og Sagaplast við Réttarhvamm er tekið á móti flöskum og dósum með skila- gjaldi, pappír, fernum, plasti, spilli- efnum og hjólbörðum. Gunnar sagði að þessi efni væru send víða um heim og að í ár færu frá Akureyri á annað þúsund tonn af efnum, eða meira magn en nokkru sinni fyrr. Hann sagði að flokkun pappírs hefði MÓTTAKA á hjólbörðum er hafin á Akureyri en fyrirtækið Sagaplast, dótturfélag Endurvinnslunnar, hef- ur gert þjónustusamning við Úr- vinnslusjóð þar að lútandi. Um- hverfisgjald hefur verið sett á hjólbarða og í nýlegum tilskipunum er urðun hjólbarða bönnuð, með þeim undantekningum að kurlaða hjólbarða má urða fram á mitt ár 2006. Árlega eru flutt inn 5.000- 7.000 tonn af hjólbörðum til landsins en fram til þessa hefur þeim ekki verið fargað með skipulögðum hætti. Gunnar Garðarsson forstöðu- maður Endurvinnslunnar á Akur- eyri, sagði að einn gámur með hjól- börðum hefði verið sendur frá Akureyri til Furu í Hafnarfirði til tætingar og tveir gámar frá Egils- stöðum. Hann sagði að árlega féllu til um 350-400 tonn af hjólbörðum í Eyjafirði. Gunnar sagði stefnt að því að þjónusta öll þau sveitarfélög sem eftir því leituðu. gengið vel á Akureyri en að flokkun á fernum væri ekki eins góð. Gunn- ar sagði að fernur væru komnar með umhverfisgjald og að í skoðun væri að setja slíkt gjald á landbún- aðarplast og netaúrgang frá sjávar- útveginum. Einnig hefði verið horft til þess að setja umhverfisgjald á bylgju- og umbúðapappír og jafnvel dagblöð. Morgunblaðið/Kristján Urðun bönnuð: Gunnar Garðarsson, forstöðumaður Endurvinnslunnar á Akureyri, við stafla af hjólbörðum, sem fyrirtækið tekur nú á móti. Móttaka á hjólbörð- um hafin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.