Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.11.2003, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 19 Bárðardalur | Að vinna með ull, búa til skyr og smjör ásamt því að jurtalita var mikil upp- lifun fyrir yngri nemendur Litlulaugaskóla sem dvöldust í skólabúðunum að Kiðagili í Bárðardal á dögunum. Þetta var annar hópurinn sem dvaldist í þessum nýstofnuðu skólabúðum, en eftir að Barnaskóli Bárðdæla var lagður niður var ákveðið að finna húsnæðinu nýjan farveg og lofar byrjunin góðu. Það er Guðrún Tryggvadóttir kennari frá Svartárkoti sem er forstöðumaður skólabúð- anna en samstarfsmaður hennar er Magnús Skarphéðinsson tölvuviðgerðartæknir frá Úlfsbæ. Í sameiningu hafa þau lagt upp með mismunandi „pakka“ allt eftir óskum þeirra nemenda sem til dvalarinnar koma. Að sögn Guðrúnar er um að ræða m.a. sveitapakka þar sem boðið er upp á kynningu á landbúnaði, en í framtíðinni verður samstarf við nokkra bæi þar sem hægt verður að koma í útihús og taka þátt í því sem er verið að gera. Meginmarkmið skólabúðanna verður að leyfa börnum að fást við eitthvað, virkja sköpunar- gáfu þeirra, leiða þau til lausnar í verkefnum sínum og leyfa þeim að vinna með sig sjálf og umhverfi sitt. Smíðuð rafstöð Þá verður handverk þar sem börn vinna með ull, þvo og kemba, vinna úr flóka, gera hatta og mýs, bolta, myndir og blóm. Þá er unnið með mjólk, notuð skilvinda, búið til smjör og skyr m.a. auk þess sem unnið er með jurtaliti undir leiðsögn Kristlaugar Pálsdóttur frá Engidal. Fyrsti hópurinn, sem var skipaður krökkum úr 6.–7. bekk Litlulaugaskóla, fékk að fást við það hvernig íslensk orka er beisluð og fengu krakkarnir að smíða rafstöð undir handleiðslu Eiðs Jónssonar frá Árteigi og er rafstöðin nú til sýnis í skólanum þeirra. Þá gerðu þau sér- staka verklýsingu á því hvernig rafstöð vinn- ur. Þriðji hópurinn, sem var væntanlegur vik- una eftir að fréttaritara bar að garði, átti að fá að fara í Réttarkot sem er fjallakofi á Réttar- torfu undir Hafursstaðahlíð (13 km suður af Svartárkoti) og gista þar og fást við allt það sem lýtur að útivist og fjallaferðum auk þess að vinna verkefni í skólabúðunum sem tengj- ast þemanu. Þá er í gangi undirbúningur að stutt- myndagerð sem gerir nemendum kleift að fást við það hvernig mynd verður til og gera sjálf eina stuttmynd. Þau munu þá skrifa handrit, leika og leikstýra, taka upp og klippa, finna tónlist við myndina og enda á því að sýna hana. Það er því allt ferlið tekið fyrir sem þarf til þess að gera mynd. Að sögn Guðrúnar er þetta tilraunastarf- semi nú á haustdögum, en verkefnið var kynnt á þingi Bandalags kennara á Norðurlandi eystra nýlega svo hún vonast til að smám sam- an komi fleiri skólar til skjalanna og starfsem- in muni aukast þegar tímar líða. Í Kiðagili er pláss fyrir 30–40 krakka og möguleiki er að taka hópa frá fleiri en einum skóla á sama tíma. Guðrún segir að ætlunin sé að skólar víða að af landinu geti komið í heim- sókn í Bárðardal og notið þess sem skólabúð- irnar hafa upp á að bjóða. Sköpunargáfan virkjuð í skólabúðum Ánægja: Nemendur Litlulaugaskóla voru ánægðir með ullarvinnuna eins og sjá má á myndinni. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Fjölbreytt: Krakkarnir fást við ýmislegt. Hér skála þau í mysu eftir að hafa skilið mjólkina. Vinna til sveita, útivist og smíði rafstöðvar meðal verkefna að Kiðagili í Bárðardal LANDIÐ Garður | „Mér líst mjög vel á íbúðina. Þetta er þægilegra þegar maður er orðinn einn og þarf ekki eins mikið húspláss og áður,“ sagði Ármann Eydal Albertsson sem fengið hefur afhenta eina af tíu íbúðum fyrir aldraða sem Gerðahreppur hefur látið byggja í nágrenni hjúkrunarheimilisins Garðvangs í Garði. Hann er ekki fluttur inn en fór í kaffi með blaðamanni til nágranna síns, Bergþóru Ólafsdóttur, sem flutt er í sína íbúð. Bergþóra og Ármann hafa í áratugi búið í húsum sínum í nágrenni Garðvangs. Þau voru meðal þeirra sem fyrst sýndu áhuga á að kaupa búseturétt í íbúðum aldraðra sem Gerðahreppur hefur nú byggt á lóð Garð- vangs og voru þau fengin til að taka fyrstu skóflustunguna að byggingunum. Ármann er vélstjóri frá Skagaströnd en hefur búið í Garði í rúm fimmtíu ár, lengst af þeim tíma í húsinu Vegamótum sem hann byggði 1953. Hann sagðist ánægður með nýju íbúðina og fjölskyldan kemur um næstu helgi til að hjálpa honum við að flytja. „Frágangur hér er allur til fyrirmyndar og smiðunum til sóma,“ sagði hann. Vakti hann athygli á því að unnt væri að komast um alla íbúðina í hjólastól og lét þess um leið getið að menn vissu ekki hvenær að því kæmi hjá þeim. „Ég var ekki orðinn maður til að halda við húsinu. Á orðið erfitt með að príla upp á þak eins og ég gerði. Það er dýrt að kaupa þessa vinnu og óþarfi að borga fasteignaskatta af stóru húsi,“ sagði Ármann um ástæðu þess að hann flytur í íbúðir aldraðra. Bergþóra er ekki síður ánægð með þá ákvörðun að flytja sig milli húsa. Hún hefur í nógu að snúast þessa dagana, eins og ná- grannar hennar. Hún flutti á laugardaginn og hjálpuðu börnin til við það. Þótt tekið sé við íbúðinni tilbúinni þarf ýmislegt að gera eftir að húsgögnin eru komin, hengja upp gluggatjöld og ljós, fá sorptunnu og láta bera Morgunblaðið út á nýjan stað. „Þetta er heil- mikið mál, ég tala nú ekki um hjá fólki eins og mér sem hefur búið á sama staðnum í 63 ár,“ sagði hún. Bergþóra er fædd og alin upp í Garði og hefur lengst af búið í húsinu Háteigi sem hún byggði með manni sínum fyrir 63 árum. Son- ur hennar er að kaupa Háteig og raunar ger- ist það sama hjá Ármanni, sonur hans keypti Vegamót. Bergþóra sagði að vissulega hefði mikið safnast að henni í öll þessi ár en húsgögnin hefðu flest komist inn í nýju íbúðina en eitt- hvað væri eftir af drasli sem þyrfti að henda. Hún ákvað að kaupa sér búseturétt í minni íbúðunum, eins og Ármann. Sagði að það væri alveg nóg fyrir sig eina. Í íbúðinni væri alveg nóg geymslupláss. Raunar innréttaði hún geymsluna sem lítið forstofuherbergi þannig að þar geta gestir sofið. Hún er dug- leg að föndra, tekur þátt í félagsstarfi aldr- aðra en hyggst koma sér upp aðstöðu til þess í þvottahúsinu. „Það er nú ekki mikið notað þvottahús hjá einni mannensku,“ sagði hún. Ármann sagði að uppbygging á íbúðum aldraðra væri mikið framfaraspor í Garð- inum. Nú þyrfti bara að halda áfram og lagði áherslu á mikilvægi þess að byggja þjónustu- kjarna. „Vonandi rætist úr því. Maður getur fengið heimilishjálp hjá Gerðahreppi og mér skilst að það sé hægt að fá matarbakka send- an heim frá Garðvangi. Það væri gott ef mað- ur gæti fengið alla þjónustu á einum stað hér í nágrenninu og öryggisþjónustu hjá hjúkr- unarheimilinu því það segir fátt af einum,“ sagði Ármann. Bergþóra sagðist enn ekki þurfa á þjónustu að halda. Hún væri sjálfri sér nóg um flest, sæi um sig sjálf og eldaði mat fyrir sig og gesti. „Svo eru börnin mín svo góð við mig og nærgætin og eru alltaf að bjóðast til að hjálpa til,“ sagði Bergþóra. Mikið mál að flytja eftir að hafa búið í 63 ár á sama stað Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Nágrannar í hálfa öld: Ármann í kaffi hjá Bergþóru, nágranna sínum í gamla og nýja húsinu. Garður | „Við ætlum að halda áfram að byggja upp þjónustu fyrir aldraða,“ segir Sigurður Jónsson, sveitarstjóri í Garði. Um helgina voru afhentar sex íbúðir sem hreppurinn hefur byggt á lóð hjúkrunarheimilisins Garðvangs. Fjórar íbúðir til viðbótar eru tilbúnar. Íbúðirnar eru í tveimur raðhúsum og af tveimur stærðum, sex tveggja herbergja og þær runnu allar út og fjórar þriggja herbergja sem enn eru lausar. Sigurður segist viss um að þær fari fljótlega. Húsagerðin ehf. byggði íbúðirnar í alútboði og skilaði af sér verkinu um helgina. Sigurður segir að framkvæmdin hafi gengið vel og menn séu ánægðir með húsin. Gerðahreppur hefur sótt um lán til að byggja níu íbúðir til viðbótar og Sigurður segir að mikill áhugi sé á að byggja þjónustukjarna í tengslum við hjúkrunarheimilið. Til þess að það geti orðið að veruleika þarf að ná sam- komulagi við eigendur Garðvangs sem eru fjögur sveitarfélög en heimilið á umrætt land. Fulltrúar þeirra lögðust gegn upphaflegum hugmyndum Gerðahrepps um uppbyggingu á svæðinu, töldu að það myndi skerða um of at- hafnarými Garðvangs. Um helgina voru kynntar tillögur VA-arki- tekta að skipulagi Garðvangssvæðisins. Þar er eingöngu gert ráð fyrir starfsemi fyrir aldraða. Hugmyndir eru um byggingu 60 til 70 íbúða, aðallega í þriggja hæða fjölbýlishúsi, en einnig þjónusturými og annarri aðstöðu og stækkun- armöguleikum fyrir hjúkrunarheimilið. „Við munum áfram reyna að ná samstöðu meðal sveitarfélaganna um frekari uppbygg- ingu. Mér hefur fundist eðlilegast að þau stæðu saman að þessu verkefni, með sama hætti og við uppbyggingu til dæmis fjölbrautaskóla í Reykjanesbæ. Hér er fyrir hjúkrunarheimili og þar liggur okkar sérstaða og tækifæri til að fjölga atvinnutækifærum,“ segir Sigurður og bendir á að mikil atvinna skapist við þjónustu við aldraða, ekki síst fyrir konur. Þá segir hann óumdeilt að þörfin sé brýn, nú séu liðlega 40 á biðlista eftir plássi á öldrunarstofnun. Ef ekki næst samstaða um sameiginlega uppbyggingu er Gerðahreppur reiðubúinn að stofna félag um byggingu kjarna sem hýsa myndi þjónustu fyrir heimilisfólk á hjúkrunar- heimilinu og í húsunum í kring og raunar fyrir alla eldri íbúa í Gerðahreppi. Höldum áfram að byggja upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.