Morgunblaðið - 12.11.2003, Side 21

Morgunblaðið - 12.11.2003, Side 21
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 21 N Ú á tímum búum við ef til vill við meiri öfgar og and- stæður en áður í verald- arsögunni. Þessu má víða finna stað og vissulega gætir þess í heilbrigðis- og fé- lagsmálum. Annar af tveimur stærstu faröldrum 21. aldarinnar er offita. Þyngd íslenskra barna fer hratt vaxandi; um eitt af hverjum tuttugu íslenskum börn- um er of feitt og um fimmtungur of þungur. Á hinum enda litrófs- ins eru átraskanir, en talið er að um 1% unglinga þjáist af lyst- arstoli og fjórir til átta af hundr- aði hafi einkenni lotugræðgi. Í þessum hópi ber langmest á stúlkum, yfir 90%. Flókið samspil Orsakir þessara vandamála eru flóknar og margþættar og ýmsar óþekktar en má þó rekja að mörgu leyti bæði til erfða og umhverfis. Rík tilhneiging er hjá öllum þorra almennings að telja þetta fyrst og fremst heil- brigðisvandamál sem kallar á nýjar og bættar leiðir til með- ferðar. Þar er oft mjög örð- ugt um vik vegna þess hve orsakir eru flóknar, en þó fyrst og fremst vegna þess að hér er á ferð vandi sem rekja má til tiltekinna breytinga á hegðun og at- ferli. Mikið djúp er milli þess að vita að tiltekin hegðun geti verið óæskileg eða hættuleg og þess að breyta eftir eigin þekkingu. Til dæmis veit öll þjóðin að hættu- legt er að reykja en samt reykir enn rúmlega fimmtungur landsmanna. Samnefnari ofþyngdar og offitu annars vegar og át- raskana hins vegar eru þær sam- félagsbreyt- ingar sem orðið hafa á und- anförn- um áratugum. Vafalítið má rekja vaxandi offitu barna og unglinga til ofáts þar sem skyndifæðisiðn- aðurinn á hlut að máli. Sífellt er verið að tefla fram stærri pítsum með aukaskammti af hinu og þessu fyrir sama verð. Jafnframt hefur Átröskun, lotugræðgi og offita – samfélagsvandi Um fimmtungur íslenskra barna er of þungur og eitt barn af hverjum tuttugu of feitt. Átrúnaður og til- beiðsla: Tísku- iðnaðurinn er ötull við að hampa horuðum og tærðum kroppum. tómstundaiðkun breyst með tilkomu sjónvarps og tölvuleikja. Það virðist vera meira gaman að leika gameboy í herberginu sínu en að spila fótbolta úti á túni. Foreldrar aka börnum sínum í skólann, m.a. af ótta við að umferðaröngþveitið við skólann geti verið börnunum hættulegt, klassískt dæmi um hvernig menn geta bitið í skottið á sér. Á hinn bóginn hefur svo átrúnaður og tilbeiðsla hor- aðra skrokka og tærðra kroppa farið vax- andi. Fyrirmyndir unglinga, einkum stúlkna í skemmtanabransanum, tísku- og snyrti- vöruiðnaðinum, eru allt að því vannærðar. Slík misnotkun á líkama er jafnvel kennd við hreysti og kölluð íþrótt sem keppt er í. Það er engin furða að óharðnaðir ung- lingar setji putta í kok og kasti upp. Er nokkuð kyn þótt keraldið leki? Með réttu kallar samfélagið eftir auknum úrræðum í þessum málum. Þetta sama samfélag verð- ur hins vegar einnig að líta í eigin barm og freista þess að vinna gegn sölumennsku og ímyndarsköpun sem að hluta til veldur börnunum okkar og unglingunum okkar ómældum þjáningum. Það er aðeins sam- félagsvitundin sem getur á þessu tekið. Sigurður Guðmundsson landlæknir Reuters  FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU hluti stærri rann- sóknar sem Manneldisráð framkvæmir. Stóra rannsóknin tekur til 549 kvenna, en í þeirri rannsókn eru ekki mælingar á rauð- um blóðkornum. Ég reikna út úr gögnum frá þess- um 176 konum en Anna Sigríður Ólafsdóttir, dokt- orsnemi í næring- arfræði við raun- vísindadeild Háskóla Íslands, reiknar út úr gögnum frá kon- unum 549. Ég ein- beiti mér hins vegar að ómega-3 fitusýrum, bæði í fæði og blóðinu og hvort megi finna tengsl við útkomu meðgöngu,“ segir Anna Ragna og bætir við að ómega-3 fitusýrur komi úr fiski og lýsi. Tengjast ómega-3 fitusýrur útkomu með- göngu? „Já, niðurstöður beggja rannsóknanna sýna að neysla lýsis á fyrri hluta meðgöngu er marktækt og jákvætt tengd stærð barnanna við fæðingu. Það þýðir að þær kon- ur sem tóku inn lýsi á fyrri hluta meðgöngu, eignuðust stærri börn.“ Borða mikinn fisk og taka lýsi En er æskilegt að börn fæðist stór? „Það er umdeilt. Íslensk börn hafa lengi verið mjög stór við fæðingu, enda hafa ís- lenskar konur öldum saman borðað mikinn fisk og margar hafa tekið lýsi. Bæði íslensk- ar og erlendar rannsóknir sýna að aukin fæð- ingarstærð tengist minni hættu á ýmsum sjúkdómum síðar á ævinni. Börn sem fæðast stór eiga síður á hættu að fá hjarta- og æða- sjúkdóma, of háan blóðþrýsting og sykursýki síðar á ævinni. Aftur á móti eru einhver efri mörk á æskilegri fæðingarstærð, því ef börn fæðast mjög stór, getur það valdið erf- iðleikum í fæðingu, bæði fyrir móður og barn. Okkar ályktun er sú að fyrir heilbrigðar konur geti heilbrigður lífsstíll og neysla lýsis á fyrri hluta meðgöngu, stuðlað að bættri heilsu barnanna síðar á ævinni.“ Langtíma ávinningur af lýsisneyslu  RANNSÓKN Morgunblaðið/Árni Sæberg Anna Ragna Magnúsardóttir: Börn sem fæðast stór eiga síður á hættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma og ýmsa aðra sjúkdóma síðar á ævinni. V IÐ Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands vinnur Anna Ragna Magnúsardóttir að doktorsverk- efni undir stjórn Guðrúnar Skúladóttur, vísindamanns og í samvinnu við Laufeyju Steingrímsdóttur, forstöðumann Manneldisráðs og Arnar Hauksson, yfirlækni á Miðstöð mæðravernd- ar. Titill verkefnisins er „Ómega-3 fitusýrur í rauðum blóðkornum barnshafandi kvenna. Tengsl við neyslu og útkomu meðgöngu.“ Með útkomu með- göngu er átt við með- göngulengd, fæðing- arþyngd, lengd barns, höfuðummál og fylgjuþyngd. Anna Ragna er í rannsóknartengdu framhaldsnámi í heil- brigðisvísindum við læknadeild Háskóla Ís- lands, en í námið koma nemendur úr ýmsum fögum, t.d. lífefna- og líffræði. Sjálf kemur Anna Ragna úr matvælafræði. Rannsókn Önnu Rögnu nær til 176 kvenna, sem svara spurningalistum og gefa blóðsýni tvisvar á meðgöngu. Aflað er upplýsinga um neyslu kvennanna og annan lífsstíl, s.s. reyk- ingar og líkamsrækt, auk upplýsinga um blóðþrýsting og ýmislegt fleira. Úr blóðsýn- unum eru rauðu blóðkornin einangruð og fitusýrur mældar. En hver er niðurstaðan? „Rannsókn mín tekur til 176 kvenna og er Þær konur sem tóku inn lýsi á fyrri hluta meðgöngu, eignuðust stærri börn. #25 NÁTTÚRULAUGIN Á LAUGAVÖLLUM ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.