Morgunblaðið - 12.11.2003, Síða 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 23
Skráning í Kauphöll
Söfnunartímabil 11. - 18. nóvember 2003 kl. 18.00
Áskriftartímabil 19. - 20. nóvember 2003
Lágmarksfjárhæð áskriftar 5.000.000 kr. að kaupverði
Greiðsla áskrifta Eigi síðar en 25. nóvember 2003
Útboðs- og skráningarlýsingu má nálgast hjá umsjónaraðila, söluaðila og útgefanda
Útgefandi
Umsjónaraðili
Söluaðili
Stjórn Kauphallar Íslands hf. hefur samþykkt að skrá allt hlutafé Medcare Flögu hf. á Aðallista. Félagið uppfyllir nú þegar skilyrði
skráningar. Dagsetning skráningar verður tilkynnt í fréttakerfi Kauphallar Íslands hf. að loknu fyrirhuguðu útboði, en stefnt er að
skráningu í vikunni eftir að útboði lýkur. ISIN auðkenni bréfanna er IS0000008753. Auðkenni hlutabréfa félagsins verður MED í
viðskiptakerfi Kauphallar Íslands hf.
Söfnunarbók stendur opin (e. book-building period) frá og með þriðjudeginum 11. nóvember 2003 til klukkan 18.00 þriðjudaginn 18.
nóvember 2003. Á þeim tíma er tekið við viljayfirlýsingum fjárfesta um þátttöku í útboðinu.
Form viljayfirlýsinga er ekki staðlað.
Útgefanda er mikilvægt að fá í hlutahafahópinn aðila sem hafa burði og vilja til að styðja við félagið í framtíðinni. Þess vegna áskilur
útgefandi sér rétt til að samþykkja eða hafna þeim viljayfirlýsingum sem fást á söfnunartímabilinu, að öllu eða að hluta, án þess að gefa
sérstaka skýringu þar á, eða tilkynna sérstaklega. Útgefandi mun að öðru leyti leggja til grundvallar gengi og fjárhæð sem fjárfestar eru
reiðubúnir að skrá sig fyrir, hversu tímanlega viljayfirlýsingar berast eftir kynningu, áreiðanleika og gæði fjárfesta og það markmið að ná
fram sterkri og hæfilega dreifðri eignaraðild. Komi fram umframáhugi á söfnunartímabilinu er útgefanda heimilt að hafna hluta fjárhæða í
viljayfirlýsingum eða úthluta með öðrum hætti.
Útgefanda er heimilt að hætta við eða stytta söfnunartímabilið.
Nýtt hlutafé að andvirði 900.000.000 kr. verður boðið á gengisbilinu frá 5,5 til 7 og nemur nafnverð þess á bilinu frá 128.571.428 til
163.636.363 kr. Stjórn félagsins er heimilt að stækka útboðið í allt að 218.181.818 kr. að nafnverði og hækkar fjárhæð útboðsins þá í allt
að 1.200.000.000 kr. að andvirði.
Stjórnin ákvarðar útboðsgengi 18. nóvember eftir að hafa ráðfært sig við umsjónaraðila útboðsins. Ákvörðun verður byggð á niðurstöðu
söfnunarinnar (e. book-building procedure) og mati á markaðsaðstæðum. Tilkynnt verður um útboðsgengi með viðauka útboðs- og
skráningarlýsingar þann 19. nóvember. Viðaukinn verður birtur í fréttakerfi Kauphallar Íslands hf. og mun fylgja útboðs- og
skráningarlýsingunni eftir þann tíma.
Áskriftarfjárhæðum verður úthlutað til aðila sem gefið hafa viljayfirlýsingu um þátttöku í útboðinu og ekki hefur verið hafnað af útgefanda.
Umsjónaraðili mun tilkynna þeim um úthlutunina eftir klukkan 10.00 þann 19. nóvember en eigi síðar en kl. 15.00 þann 20. nóvember.
Áskriftarblöðum skal skila eftir úthlutun áskriftarfjárhæðar og eigi síðar en klukkan 16.00 þann 20. nóvember 2003.
Allar bindandi áskriftir skulu vera á þar til gerðum áskriftarblöðum í viðauka útboðs- og skráningarlýsingar. Útgefandi áskilur sér rétt til að
krefjast tryggingar fyrir greiðslu áskrifta. Samningur um áskrift telst kominn á þegar áskrift hefur verið samþykkt af útgefanda.
Þátttakendum í útboðinu verður tilkynnt með tölvupósti eða símbréfi eigi síðar en kl. 18.00 þann 20. nóvember hvort og þá með hvaða
skilmálum áskrift þeirra hafi verið samþykkt.
Útgefandi áskilur sér rétt til að hafna áskriftum að öllu leyti eða hluta ef fjárfestar skrá sig ekki fyrir þeirri áskriftarfjárhæð sem þeim hefur
verið úthlutað.
Útgefanda er mikilvægt að fá í hlutahafahópinn aðila sem hafa burði og vilja til að styðja við félagið í framtíðinni. Vegna þessa er útboðinu
beint til stofnana- og fagfjárfesta en ekki er um almennt útboð að ræða.
Medcare Flaga hf., Vesturhlíð 7, 105 Reykjavík, sími 510-2000, www.medcare.com
Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings Búnaðarbanka hf.,Austurstræti 5, 155 Reykjavík, sími 525-6060
Markaðsviðskipti Kaupþings Búnaðarbanka hf., Ármúla 13, 108 Reykjavík, sími 515-1500
www.kaupthing.net, www.bi.is
Fjárhæð og gengi
HLUTAFJÁRÚTBOÐ AÐ UNDANGENGNU SÖFNUNARTÍMABILI VILJAYFIRLÝSINGA
OG SKRÁNING Á AÐALLISTA KAUPHALLAR ÍSLANDS HF.
„MITT fólk hefur aldrei átt skíði“ er
yfirskrift dagskrár í tali og tónum
sem haldin er í minningu Einars
Kristjáns Einarssonar gítarleikara,
sem lést 8. maí á síðasta ári. Dagskrá-
in er haldin í Iðnó í kvöld, á fæðing-
ardegi Einars, og hefst kl. 20:30.
„Hugmyndin að minningartónleikun-
um kviknaði með okkur vinum hans,
en síðan Einar lést höfðum við verið
að leita að tilefni til að koma saman og
minnast hans. Í gegnum tíðina höfum
við vinir hans náttúrlega oft komið
saman hinn 12. nóvember til að gleðj-
ast með Einari á æfmælisdegi hans.
Okkur fannst því tilvalið að hittast
þennan dag í ár og hafa þær Ásta og
Harpa Arnardætur verið aðaldrif-
fjaðrirnar í allri skipulagningu dag-
skrárinnar í kvöld. Ég á von á því að
þetta verði skemmtilegt kvöld og
mikið hlegið, enda var hugmyndin að
gera eitthvað skemmtilegt saman,“
segir Örn Magnússon píanóleikari
sem er meðal þeirra sem spila í kvöld.
„Annað tilefni minningartón-
leikanna er að safna fyrir útgáfu
geisladisks með upptökum sem Einar
lét eftir sig. Við vissum af þessum
upptökum, sem er eitt af því síðasta
sem hann gerði áður en hann veiktist
og mér skilst að þetta séu mjög fínar
upptökur. Þetta er sólómúsík sem
hann tók upp í ágústmánuði 2001, þá
nýkominn heim af tónlistarhátíð í
Skotlandi.“
Kom víða við á ferlinum
Að sögn Arnar kom Einar víða við á
listaferli sínum. „Einar var jafnvígur
á ólíkar tónlistar-
stefnur og spilaði
með mjög mörg-
um, enda mun
dagskrá kvöldsins
bera þess merki,
því þar troða upp
menn úr hinum
aðskiljanlegustu
tónlistarstefnum.“
En listafólkið sem
treður upp í kvöld
er úr stórum hópi vina og samstarfs-
manna Einars og má þar nefna hljóm-
sveitina Rússíbana sem skipuð er
Guðna Franzsyni, Kristni H. Árna-
syni, Tatu Kantomaa, Jóni Skugga og
Matthíasi Hemstock, Örn Magnús-
son, Marta G. Halldórsdóttir, Einar
Jóhannesson, Kristín Á. Ólafsdóttir,
Guðrún S. Birgisdóttir, Martial Nar-
deau, Gyrðir Elíasson, Þorsteinn
Gauti Sigurðsson, Sigrún Eðvalds-
dóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir, Hilm-
ar Örn Hilmarsson, Sigursveinn
Magnússon, Guðmundur Pétursson,
Áskell Másson, Lárus Grímsson og
Bráðabanar, þar sem ýmsir lista-
menn stilla saman strengi sína. En
Bráðabanar eru þeir sem kallaðir eru
til að spila með Rússíbönum þegar
einhver þeirra forfallast.
Spurður um yfirskrift tónleikanna
segir Örn hana hafða eftir Einari
barnungum. „Hann hafði verið að
fylgjast með uppsetningu Íslands-
klukkunnar hjá Leikfélagi Akureyrar
þar sem pabbi hans var að leika.
Fljótlega var Einar búinn að læra öll
hlutverkin og hafði á takteinum. Svo
var það einhvern tímann að Einar var
spurður hvort hann ætlaði ekki að
skella sér á skíði í fallegu veðri á Ak-
ureyri og þá svaraði hann: „Mitt fólk
hefur aldrei átt skíði,“ sem er útlegg-
ing á orðum persónu í Íslandsklukk-
unni sem á einum stað segir: „Mitt
fólk hefur aldrei átt tóbak.“ Þessi
setning hefur síðan lifað með fjöl-
skyldu og vinum Einars. Þess má
geta að Einar var alla tíð mikill skáld-
skaparunnandi og mjög minnugur á
allt sem hann las. Hann gat kallað
fram gullnar setningar og farið með
þegar á þurfti að halda.“
Miðaverð dagskrárinnar í kvöld er
1.000 krónur og rennur allur ágóði í
útgáfusjóð fyrrnefnds disks.
Jafnvígur á ólíkar stefnur
Einar Kristján
Einarsson
Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Nor-
ræna húsinu í dag kl. 12.30 leika Guð-
rún Sigríður Birg-
isdóttir og Snorri
Sigfús Birgisson á
flautu og píanó
verk eftir Snorra
Sigfús Birgisson,
Magnús Blöndal
Jóhannsson og
Leif Þórarinsson.
Einnig eru á dag-
skrá þrjú lög sem
varðveitt eru í
segulbandasafni
Stofnunar Árna
Magnússonar í út-
setningum Snorra
Sigfúsar.
Þrjú lög að
austan fyrir flautu
og píanó eru lögin
sem varðveitt eru
í segulbandasafni
Stofnunar Árna
Magnússonar.
Snorri Sigfús út-
setti lögin og tileinkaði þau Guðrúnu
Sigríði en þau Jónas Ingimundarson
frumfluttu þau í Bolungarvík s.l. sum-
ar á tónlistarhátíðinni. „Við Djúpið“,
Divertimento í sól fyrir píanó samdi
Snorri Sigfús árið 1998 og tileinkaði
Þorkeli Sigurbjörnssyni sem átti sex-
tugsafmæli 16. júlí það ár. Verkið er í
þremur stuttum köflum sem allir
byggjast á lögum úr íslenskum hand-
ritum sem varðveitt eru í Landsbóka-
safni Íslands – Háskólabókasafni.
Höfundur frumflutti verkið í Iðnó í
ágúst 1998 á Menningarnótt í Reykja-
vík. Solitude fyrir flautu samdi Magn-
ús Blöndal Jóhannsson fyrir Manuelu
Wiesler í New York um vetur 1982.
Verkið fjallar í einfaldleika sínum að
einhverju leyti um einsemd mann-
eskjunnar en ekki einmanakennd.
Per Voi fyrir flautu og píanó eftir Leif
Þórarinsson. Verkið var samið í des-
ember 1975 í Kaupmannahöfn fyrir
Manuelu Wiesler og Snorra Sigfús
Birgisson sem frumfluttu það
skömmu síðar.
Íslensk verk
á Háskóla-
tónleikum
Guðrún S.
Birgisdóttir
Snorri Sigfús
Birgisson
Árnagarður, stofa 301 kl. 12.05–
13 Gísli Pálsson mannfræðingur
flytur fyrirlesturinn: Lífstykki og
lausaleikur: Vettvangsferðir Vil-
hjálms Stefánssonar á rabbfundi
Rannsóknastofu í
kvenna- og
kynjafræðum.
Gísli mun fjalla
um menningar-
árekstra á
norðurslóðum
snemma á síðustu
öld í kjölfar hval-
veiða vestrænna
manna, samskipti
evrópskra karla og kvenna í hópi
inúíta, flækjurnar sem þau höfðu
stundum í för með sér og meðferð
þeirra bæði heima fyrir og á vett-
vangi. Meðal annars verður fjallað
um einkalíf Vilhjálms Stefánssonar
og ferðalög hans um norðurslóðir.
Á MORGUN
Gísli Pálsson