Morgunblaðið - 12.11.2003, Page 24

Morgunblaðið - 12.11.2003, Page 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ A LLNOKKUR orðræða er skarar myndlistarvettvang hefur verið í gangi und- anfarin misseri sem er mikil framför hér á útskerinu. Nú síðast eðlilega helst beinst að ævintýralegum frama Ólafs Elíassonar og innsetningu hans í túrbínu- gímald Tate Modern í London. Upphefð listamannsins má líkja við þráð- beina leið snjóbolta niður bratta brekku í góð- um hnoðsnjó, þ.e. við bestu hugsanleg skilyrði. Það getur líka heitið að hér hafi réttur maður verið á réttum stað á réttum tíma sem er al- gengt orðtak þegar vísað skal til hámarks vel- gengni á listabrautinni. Ólafur valdi að gera innsetningar í rými að aðalvettvangi sínum og sá geiri hefur verið á oddinum undanfarið ár, er þannig „mainstream“-listamaður eins og hann orðaði það sjálfur í viðtali. Það mun næsta auðvelt að rekja orsaka- samhengi ferlisins lið fyrir lið, velgengni sem eins og hefur staðið beint í fangið á Ólafi, og er það ekki alltaf þannig í slíkum tilvikum? Hins vegar ráðast hlutirnir trauðla á þann farsæla hátt ef ytri skilyrði eru viðkomandi óhagstæð, þeir ekki í jarðsambandi né kunna að nýta sér tækifærin sem er vita- skuld mikil list út af fyrir sig. Og ytri að- stæður skipta sköpum sem aldrei fyrr nú á tímum jafnvel þróun heimsmála, þannig má slá föstu að fall Berlínarmúrsins 1989, hafi hér stóru hlutverki að gegna, ekki aðeins um frama Ólafs heldur þó nokkurra annarra myndlist- armanna vestursins, samtímis var það öðrum glataður uppsláttur að hafa flúið ófrelsið aust- an tjalds. Ekki leið langur tími frá þessum sögulegu hvörfum áður en framsæknir listamenn skynj- uðu að miklar hræringar væru í aðsigi í þessari fornu menningarborg, að Berlín yrði er fram liðu stundir líkast til einn af suðupunktum heimslistarinnar. Þessi mikla borg sem hefur verið rústuð oftar en nokkur önnur höfuðborg Evrópu myndi sameinuð rísa enn einu sinni upp úr öskustó, líkast til sterkari en nokkru sinni fyrr. Berlín býr yfir einhverjum yf- irskilvitlegum dularöflum sem enginn hefur getað skilgreint til fulls, til að mynda áttu fæst- ir von á að á þessari miklu og sendnu votlend- isauðn risi höfuðborg Þýskalands og vaxa með þeim ógnarhraða sem raun varð á. Verða svo er fram liðu stundir einn af miðpunktum hámenn- ingar og lista og ein mesta safnaborg heimsins. Annað kom til sem jók á aðdráttaraflborgarinnar eftir fall múrsins, semvar að heilu hverfin stóðu auð og yf-irgefin í austurhlutanum, leiga lág og ódýrt að lifa jafnvel í gamla miðhlutanum, Berlín Mitte, eins og svæðið nefnist. Á því hafði hin illræmda leyniþjónusta Stasi fyrrum aðset- ur og einmitt þar og í grendninni tóku hjólin að snúast með listhúsum er upp risu á víð og dreif. Hér var aftur komið draumaland framsækinna listamanna sem skorti olnbogarými og nú stím- uðu þeir að úr öllum áttum líkt og rússneskir listamenn fyrrum. Ótrúleg gerjun hefur síðan verið í gangi samfara sameiningu og uppbygg- ingu eldri safna, ný hafa risið og ómælt fjár- streymi runnið til lista frá ríki, bönkum og stór- fyrirtækjum, allt lagst á eitt til að auka veg og ris borgarinnar. Ástandið rafmagnað, er frum- skógur risavaxinna hegra áréttuðu sem teygðu fingur sína til himisins víðs vegar um borgina og voru um árabil helstu einkenni hennar, nokkurs konar vegvísar og tákn uppbygging- arinnar. – Ég hef lengi fylgst með Ólafi Elíassyni úr fjarlægð eða allt frá því dönsk vinkona mín með áhuga á öllu sem Íslandi viðkemur benti mér á sýningu hans í Gallerí Stalke á Vesturbrúgötu, sagði mikið látið af þessum unga manni, hún vissi hvar listhúsið var en ekki nákvæmlega húsnúmerið. Gerði mér ferð þangað en fann það ekki í það skiptið, enda dálítið flókið mál og þar sem tími minn í borginni var á þrotum og fleira á dagskrá hélt ég ferð minni áfram. Skondið að nokkrum árum seinna er ég hugðist eiga viðtal við Ólaf í Berlín villtist ég óforva- rendis illa og var að auk lengi að finna tröppu- ganginn upp til hans í stórri húsasamstæðu í tvöföldum bakgarði. Kom heilum tveim tímum of seint og hafði ekki dvalið lengi í vinnustof- unni er hinn kornungi listamaðurinn fékk heimsókn af fallegri róðu frá París og dró ég mig þá í hlé, einnig heilmikið fleira á dagskrá daginn þann, hann hafði þó náð að teikna fyrir mig uppdrátt af því helsta í Mitte. Vinnustofa Ólafs svo rúmgóð að íbúðin sem Guðmundur Erró þurfti í áratugi að láta sér duga á Rue de Buci í París, sem jafnframt var íverustaður hans, hefði komist fyrir í einu horninu að segja má. Þar fyrir utan þurfti hugmyndafræðing- urinn ekki að hafa neinar áhyggjur af mál- verkastöflum eða tilheyrandi dóti. Sem sagt óskastaða. Aðstaðan skiptir þó engan veginn höfuðmáli frekar en til að mynda gæði ljósmyndavélar, ef færni áhugi og listfengi mætir afgangi, en hún er vissulega ekki lakari kosturinn. Ýmsir hafa nefnilega steytt illa á því, að ef allur kraftur fer í að skapa sér aðstöðu vill iðulega minna en skyldi verða afgangs af andgiftinni þá hafist skal handa. Öllu máli skiptir að hafa þá lág- marks aðstöðu að sköpunarþörfin fái eðlilega útrás, njóta um leið uppörvunar, og hér um ævagömul sannindi í listum að ræða. Ólafur Elíasson er vissulega Íslendingur í þráðbeinan ættlegg, en landar hans eiga hreint út sagt ekkert í honum um menntunargrunn og frama, hér er hann sinn eigin gæfu smiður og mesta lán hans að hafa verið rétt staðsettur og kunna öðrum fremur að nýta sér þau tækifæri sem buðust. Og eins og Erró hefur Ólafur feng- ið þá hæfileika í vöggugjöf að vera á einn veg óvenju atorkusamur og á annan félagslyndur, jafnframt eiga auðvelt með að blanda geði við fólk, vekja athygli þess og vinna á sitt mál. Hið síðara eiginleiki sem fáum listamönnum eru gefnir sem oftar en ekki eru ómannblendnir og þverlyndir sérvitringar, hræddir við að of náin kynni verði þeim hindrun á listabrautinni. Báð- ir afar gott dæmi um hæfileikamenn sem ná að vinna sér frama við hagstæð skilyrði, sem þeir hafa sjálfir leitað uppi og haft geð og atorku til að nýta sér til mikilla afreka. Um Erró má segja að hann tilheyri Parísarskólanum, verk hans sýnd sem slík um allan heim, og um þess- ar mundir vinnur Ólafur Elíasson í Berlín og er á samningi við listhús í Þýskalandi en hefur mikið verið haldið fram af Dönum, sbr. þátt- töku hans í Feneyjatvíæringnum. Ég hef aldrei orðið var við að verið sé að leyna uppruna þeirra, ekki frekar en til að mynda að Picasso er og verður spánskur. Bjó þó og starfaði í Frakklandi, og Constantin Brancusi rúmensk- ur, báðum verið reist söfn í París. Árið 1990 voru aðstæðurnar í Þýska-landi, samkvæmt grein tveggjablaðamanna í sunnudagsútgáfuSvenska dagbladet 11. nóvember sama ár; að fleiri notuðu frístundir sínar á vett- vangi menningar en íþrótta. Þar byggðu menn söfn og menningarstofnanir frekar en dóm- kirkjur og borgirnar væru í mikilli innbyrðis samkeppni um bestu söfnin. Í samanburði við aðstæður í Svíþjóð væri þetta risavaxið átak til fremdar menningarlegri ásýnd Þýskalands, með áherslu á samspil milli lista, arkitetúrs og náttúru. Nafnkenndir innlendir sem erlendir arkitektar hefðu fengið það hlutverk að hanna nýjar umgerðir utan um samtímalistir, þar sem menn gætu nálgast alla helstu bóga framsæk- inna myndlista frá stríðslokum. Hugtakið sam- tímalist náði þannig yfir allar tegundir núlista frá stríðslokum og gerir enn, þótt víða hafa menn hnikað því og einangrað. Þannig var sviðið í vesturhlutanum eftir fall múrsins, og með því að hópast til austurhluta Berlínar, staðsettu aðkomnir myndlistarmenn sig í hringiðu þessarar þróunar sem opnaði hugkvæmum og framagjörnum ótal dyr í Þýskalandi. Einn þeirra var Ólafur Elíasson og hámark framsýni hans og velgengi getur um þessar mundir að líta í túrbínusal Tate Modern. Það setti svimi að blaðamönnumSvenska Dagbladet, að bera samanaðstæðurnar í Þýskalandi og Svíþjóð1990, og satt að segja setur að mér enn meiri svima að bera saman aðstæðurnar í Svíþjóð og Íslandi í dag. Vísa til og minni á að margfalt meiri áhersla er lögð á íþróttaiðkanir hér á landi en listir sem að meginhluta til er framtak og ástríða stórhuga einstaklinga. Þá hefur engin listgrein verið jafnafskipt og ut- angarðs og myndlistin líkt og sjónmenntir al- mennt fyrir þráláta og augljósa gloppu í menntakerfinu sem ég hef margoft vísað til og enn skal áréttað. Vegna sérstöðu og einangrun má segja að íslenzk myndlist sé í frysti og hendur listamanna bundnar, þá eru öll söfn rekin sem sýningarsalir enda flest þeirra ófær um að rækta hlutverk sitt um skilvirka miðlun íslenzkrar listar, bæði vegna aðstöðuleysis og nánasarsemi stjórnvalda. Ofan á þetta bætist að menn steinliggja fyrir útlendri list og éta yf- ir sig af einstaka listamönnum fyrst Kjarval, sbr. auðan Austursal Kjarvalsstaða alla daga, síðan Erró og ef svo heldur fram fara aðvör- unarbjöllurnar fyrr en varir að klingja varð- andi Ólaf Elíasson. Óneitanlega kemur þetta niður á öðrum listamönnum og innlendri mynd- list í það heila, hér um að ræða atriði sem menn reyna einmitt að forðast í útlandinu en hér- lendum gengur treglega að draga dám af … (Framhald) Ástand og horfur Ólafur Elíasson: Sól í stað regns, ljósainnsetning, München 2003. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is LANDNÁMABÓK virðist í fljótu bragði ekki vera sérlega bitastæður efniviður í leikrit, frekar en til dæmis símaskráin. Enda kom í ljós að það var sagan af þeim fóstbræðrum Ing- ólfi Arnarsyni og Hjörleifi Hróð- marssyni sem Stoppleikhópurinn ætlaði að segja grunnskólanemum að þessu sinni. Það er vitaskuld ágætis saga, viðburðarík og skemmtileg, og eitthvað sem allir þurfa að kunna einhver skil á. Flest fyrri verka hópsins hafa verið fræðslu- og kennsluverk af ýmsum toga, og hefur hann algera sérstöðu í íslensku leikhúsi hvað þetta varðar. Ég er heldur ekkert frá því að leiklist sé góð viðbót við þær leiðir sem skólakerfið hefur til að miðla og glæða áhuga á menningararfinum. Það er allavega alveg ljóst að nem- endur Foldaskóla fengu á frumsýn- ingunni ágætis yfirlit yfir upphaf Reykjavíkur. Íslendingasögurnar, Tyrkjaránið, sjálfstæðisbaráttan, þorskastríðin, þjóðskáldin. Efniviður fyrir Stoppleikhópinn er ótæmandi. Hópurinn hefur sérhæft sig í far- andsýningum fyrir börn og unglinga, og það var greinilegt að þau Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir voru á heimavelli í Foldaskóla, héldu at- hygli krakkanna vel, flink að bregða sér í ólík hlutverk og ekkert feimin við að vera groddaleg þegar tækifæri gafst sem vitaskuld féll í frjóan jarð- veg. Stíll sýningarinnar er teikni- myndalegur og einfaldur eins og gef- ur að skilja, en leikmynd og búningar sem hópurinn er skrifaður fyrir sem heild var einfalt og snjallt, og fum- leysi einkenndi allar umbreytingar, sem eðli málsins samkvæmt voru all- nokkrar. Handrit Valgeirs Skagfjörð er skemmtilegt, fyrir utan þá ákvörðun hans að ramma frásögnina inn með því að sýningin gerist á æf- ingu leikhópsins. Leikararnir detta því reglulega út úr sögunni og notar Valgeir þessi atriði til að koma upp- lýsingum á framfæri, sem verður nokkuð klunnalegt, auk þess sem samtöl leikaranna eru stirðari en svo að það virki trúverðugt. Það vanda- mál er ekki til staðar í samtölum hins eiginlega leikverks, sem eru skemmtilega fyrnd, en þó (vonandi) skiljanleg markhópnum. Og gaman þótti mér að heyra Harald hárfagra tala norsku, held reyndar að mér hafi þótt það fyndnara en krökkunum. Ónefndur er þáttur Katrínar Þor- valdsdóttur, en fáliðaður leikhópur- inn var dyggilega studdur af þremur haganlega gerðum brúðum sem léku þá Atlasyni; Hólmstein, Hástein og Herstein. Þetta voru skemmtilegir kallar, og leikararnir léðu þeim skýr persónueinkenni með röddum sín- um. Einnig komu við sögu smábrúð- ur, sem mér sýndust vera eintök af hinum ódrepandi „Action-manni“, og fóru þær prýðilega með hlutverk tveggja þræla. Landnáma stendur fyrir sínu sem endursögn frásagnarinnar um Ingólf Arnarson. Vonandi fær Stoppleik- hópurinn tækifæri til að heimsækja sem flesta með þessa fróðlegu skemmtun. Það er leikur að nemaLEIKLISTStoppleikhópurinn Höfundur og leikstjóri: Valgeir Skagfjörð, brúður: Katrín Þorvaldsdóttir, leikendur: Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir. Foldaskóla 4. nóvember 2003. LANDNÁMA Þorgeir Tryggvason Morgunblaðið/Jim Smart Landnáma stendur fyrir sínu sem endursögn frásagnarinnar um Ingólf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.