Morgunblaðið - 12.11.2003, Side 25

Morgunblaðið - 12.11.2003, Side 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 25 Á UNDANFÖRNUM árum hef- ur orðið stóraukning í aðsókn að háskólanámi sem hefur leitt til sí- fellt marg- breytilegri nem- endahóps með margvíslegar þarfir. Háskólanemendur eru á ýmsum aldri með fjölbreyttan bakgrunn, bæði í menntun og starfsreynslu, og hafa ýmsum skyldum að gegna gagnvart fjölskyldu og vinnu. Þessi breiði nemendahópur gerir meiri kröfur um sveigjanleika í námi, vill stunda nám á mismunandi hraða, á mis- munandi tíma og á mismunandi stöðum. Til að koma til móts við þennan fjölbreytta nemendahóp hafa há- skólar boðið upp á fjarnám sem byggist á því að nemendur og kennarar hittast lítið sem ekkert en nýta upplýsinga- og sam- skiptatækni til náms, kennslu og samskipta. Einnig hafa háskólar boðið svokallað dreifnám þar sem verið er að samnýta möguleika hefðbundins náms (staðbundins náms) og fjarnáms með því að draga úr bindingu við stað og stund en þó er áfram gert ráð fyrir því að nemendur og kennarar hitt- ist reglubundið, vikulega eða oftar. Við Háskólann í Reykjavík hefur undanfarin ár verið boðið upp á námsfyrirkomulag í tölvunar- og viðskiptadeild sem má flokka sem dreifnám. Skólinn kýs að kalla námið Háskólanám með vinnu (HMV) og er námið ætlað nem- endum sem vilja ekki binda sig við skólasókn á hefðbundnum vinnu- tíma en vilja samt fá að hitta kenn- ara og samnemendur reglubundið. Ný námsform stuðla að því að fleiri nemendur geta sótt sér há- skólamenntun og stundað nám hve- nær sem er ævinnar. Nemandi sem ætlar að stunda háskólanám með vinnu og fjölskyldulífi þarf að skipuleggja tíma sinn vel og vera ósmeykur við að nota nýja tækni við námið. Hann þarf að hafa brennandi áhuga á náminu og oft að sýna mikla sjálfsstjórn til að halda sér við efnið. Mörgum hentar þetta form vel þar sem þeir geta unnið sjálfstætt og hafa ekki þörf fyrir að hitta kennara og samnem- endur daglega. HMV í kerfisfræði við Háskólann í Reykjavík Við Háskólann í Reykjavík (HR) býður tölvunarfræðideildin upp á kerfisfræðinám (60 einingar) á forminu Háskólanám með vinnu (HMV) og er um að ræða námsefni af kjörsviði notendahugbúnaðar. Nem-endur geta síðan ákveðið að ljúka BS gráðu (90 einingar) með því að bæta við sig einu ári í hefð- bundnu staðar-námi. HMV í kerf- isfræði er tekið á rúmlega hálfum hraða miðað við hefðbundið nám í skólanum og tekur námið þrjú ár (átta annir). Háskólanám með vinnu við HR byggist á markvissri netnotkun og eru allir fyrirlestrar á formi sem kallast hljóðglærur, þar sem fyr- irlestrar kennara eru teknir upp með viðeigandi glærum og því sem kennari skrifar á töfluna. Nemand- inn sækir síðan glærurnar og spilar á sinni tölvu eins oft og hann vill og þegar hann vill. Boðið er upp á vikulega dæma- eða umræðutíma í hverju námskeiði á tímanum frá kl. 16:15 til 19:30. Í kennslukerfið á innri vef skólans er settur upp vef- ur fyrir hvert námskeið með frétt- um, pósti, fyrirlestrum, umræðu- þráðum, verkefnum og margskonar efni frá kennurum og nemendum. Námsárinu er skipt í þrjár annir og eru tekin tvö námskeið á vor- önn, eitt til tvö á sumarönn (maí- júní) og tvö á haustönn, ásamt þremur verklegum námskeiðum sem eru ýmist á vorönn, sumarönn eða á haustönn. Í verklegum nám- skeiðum er gert ráð fyrir að nem- endur vinni verkefni í skólanum í þrjár vikur. Námsefni og náms- kröfur í HMV eru þær sömu og í hefðbundnu námi í HR, allir vinna sömu verkefnin og taka sömu loka- próf. Þriðji hópurinn í HMV í kerf- isfræði verður tekinn inn nú um áramót og hefst kennsla í byrjun janúar. Kerfisfræðinám við HR er bæði fjölbreytilegt og hagnýtt enda er tölvunarfræðin fjölbreytileg og víð- tæk grein, sem býður upp á marga möguleika. Eftir nám í kerfisfræði geta nemendur valið um marg- vísleg störf. Ef þú hefur áhuga á hugbúnaðargerð bjóðast ýmis störf á sviði greiningar, hönnunar, forrit- unar og prófana. Ef þig langar að verða stjórnandi bjóðast marg- vísleg tækifæri til þess fyrir tækni- menntað fólk. Ef þú hefur mikinn áhuga á að vinna með fólki bjóðast ýmis störf við ráðgjöf, þjónustu og kennslu. Ef vísindastörf heilla þig eru ótal tækifæri til rannsókna á sviði tölvunarfræðinnar. Eins og sjá má af þessari upptalningu snýst starf kerfisfræðinga alls ekki um að sitja fyrir framan tölvuskjáinn klukkustundum saman á hverjum degi. Kerfisfræði er hagnýtt nám sem gefur möguleika á fjöl- breyttum störfum sem að henta ekki síður konum en körlum. Því er spáð að 21. öldin verði upplýs- ingaöld og mikil eftirspurn verði eftir fólki sem menntað er í tölv- unarfræði. Ekki spillir fyrir að laun í greininni eru almennt góð. Ef þú hefur áhuga á Há- skólanámi með vinnu við Háskól- ann í Reykjavík skaltu skoða vef skólans www.ru.is en þar er einnig hægt að sækja um skólavist. Eins er hægt að hringja í síma 510 6200 til að fá nánari upplýsingar. Nám í tölvunarfræði með vinnu Eftir Ásrúnu Matthíasdóttur Höfundur er lektor og verk- efnastjóri fjarnáms/HMV við tölvunarfræðideild HR. ÞAÐ VAR margt í síðasta Neyt- endablaði sem vakti mikla athygli og umræðu. Þar á meðal var grein um bankana undir fyr- irsögninni: „Hagn- aðarsprenging bank- anna – á kostnað viðskiptavina.“ Með- al annars sendu Samtök banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) frá sér fréttatilkynningu sem ekki verður komist hjá að gera at- hugasemd við vegna ýmissa rang- færslna og útúrsnúninga sem þar komu fram. Vaxtatekjur og þjónustutekjur Sú fullyrðing Neytendasamtak- anna (NS) stendur óhögguð að hagn- aðaraukning viðskiptabankanna þriggja á fyrri hluta þessa árs megi rekja að stærstum hluta til aukn- ingar í hreinum vaxtatekjum og þjónustutekjum eða alls 55 prósent af hagnaðaraukningunni. Þá er það einnig staðreynd að þrír fjórðu af hreinum rekstrartekjum eiga rót sína að rekja til hreinna vaxtatekna og þjónustutekna. Þegar SBV segja að 77 prósent af hagnaði bankanna sé vegna geng- ishagnaðar þá er um algera van- þekkingu á reikningsskilum fyr- irtækja að ræða eða hreinar rangfærslur. Gengishagnaður nam 6,2 milljörðum króna á fyrri helm- ingi þessa árs, en hreinar rekstr- artekjur (en gengishagnaður er einn af undirþáttum rekstrartekna) námu alls rúmlega 30 milljörðum á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Þannig nam gengismunur rétt rúm- lega fimmtungi af rekstrartekjum. Það er einfaldlega rangt að reikna hlutfall milli tekna af gengismun og hagnaðar eins og SBV gera og fá út 77 prósent. Því er sú fullyrðing NS rétt að hagnaðarauki bankanna á þessu ári skýrist að stærstum hluta af auknum vaxtamun og hærri þjón- ustutekjum. Því er við að bæta að 75 prósent af rekstrartekjum bankanna koma af vaxtamun og þjónustu- tekjum. Vaxtamunur eykst fremur en hitt SBV fullyrða að íslenskir bankar hafi náð góðum árangri í að lækka vaxtamun á síðustu árum. Hið rétta er að vaxtamunur hefur ekkert lækkað á undanförnum árum. Óþarfi er að deila um slíkar staðreyndir. Undanfarin sex ár (að þessu ári meðtöldu skv. áætlaðri afkomu við- skiptabankanna) hefur vaxtamunur bankanna verið rétt um 3,1 prósent að meðaltali, lægstur árið 2000 og 2002 eða 2,9 prósent og hæstur 3,3 prósent árið 2001. Vaxtamunur hef- ur ekkert lækkað á síðustu árum eins og SBV fullyrða. Þvert á móti, tölur frá þessu ári benda til að vaxta- munur fari frekar hækkandi en lækkandi. SBV draga í efa fullyrðingu NS um að alger sprenging hafi orðið í þjónustutekjum á þessu ári. Á fyrri hluta þessa árs jukust þjónustu- tekjur bankanna um 34 af hundraði meðan umsvif bankanna jukust um 11 af hundraði. Því er ljóst að þókn- unartekjur hafa vaxið langt umfram veltu bankanna á þessu ári. Rétt- nefni á slíku er tekjusprenging. Þá er vert að huga að því að þjón- ustutekjur aukast mjög mismunandi milli banka. Þannig aukast þessar tekjur aðeins um 7 prósent hjá Ís- landsbanka, 51 prósent hjá Kaup- þingi-Búnaðarbanka og 32 prósent hjá Landsbankanum. Þetta er þeim mun athyglisverðara þar sem ætla má að starfsemi bankanna þriggja sé mjög keimlík. Vert væri að fá svar við þessu mikla misræmi í aukningu þjónustutekna. Þá leitast SBV við að breiða yfir þá staðreynd að viðskiptabankarnir voru að skila eigendum sínum mun hærri ávöxtun eigin fjár en önnur stór íslensk atvinnufyrirtæki. Í op- inberum uppgjörum skráðra at- vinnufyrirtækja fyrir fyrri helming þessa árs (fyrirtækja annarra en banka, fjármálafyrirtækja og trygg- ingafyrirtækja) kemur fram að arð- semi eigin fjár var að meðaltali 12 prósent en rúmlega 17 prósent hjá bönkunum þremur. Því stendur sú fullyrðing óhögguð að arðsemi bank- anna hafi verið mun meiri en ann- arra skráðra atvinnufyrirtækja á þessu ári. Óhagstæður samanburður við Norðurlönd Þá er fullyrt í fréttatilkynningu SBV að íslenskir bankar standist fyllilega verðsamanburð við banka á öðrum Norðurlöndum. Þessi fullyrð- ing er gjörsamlega út í hött og er vandséð hvaðan SBV hafa slík „vís- indi“. Það rétta er að íslenskir bank- ar eru til muna dýrari en bankar á öðrum Norðurlöndum og víðast hvar í okkar nágrannalöndum. Í skýrslu frá verðbréfa- og fjár- málafyrirtækinu Moodýs Investors Service frá því maí 2002 um norræna banka kemur fram að vaxtamunur og kostnaður íslenskra banka sé miklum mun hærri en á hinum Norðurlöndunum. Þannig var meðalvaxtamunur íslenskra banka árin 1998-2001 um 3 prósent en 1,2 prósent í Danmörku, 1,4 í Svíþjóð, 2,3 í Noregi og 1,9 prósent í Finn- landi. Munurinn milli Íslands og hinna Norðurlandanna eykst til muna þeg- ar þjónustutekjum er bætt við vaxtamuninn. Þá er meðaltalið hjá viðskiptabönkunum þremur hér á landi um 4,3 prósent en 1,7 í Dan- mörku, 2,1 í Svíþjóð, 2,9 í Noregi og 2,7 prósent í Finnlandi. Þá skal bent á að bæði stjórnarformaður Íslands- banka og forstjóri bankans hafa nú nýverið einmitt bent á hvað íslenska bankakerfið sé dýrt og mun dýrara en í nágrannalöndunum. Í því ljósi er fullyrðing SBV um að íslenskir bankar séu samkeppnishæfir í verði vægast sagt stórfurðuleg. Hagnaðarsprenging bankanna er staðreynd Eftir Jóhannes Gunnarsson Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Frönsk undirföt Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3 ÓDÝRT HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 en gott Við bjóðum 14 34 / T A K T ÍK n r. 4 0 B Stærð: D: 100 cm B: 290 cm H: 250 cm Tekur 9 bretti Brettahillur kr. 17.480,- Næsta bil kr. 13.446,- lifun Frítt til áskrifenda! tímarit um heimili og lífsstíl Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 26. nóvember

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.