Morgunblaðið - 12.11.2003, Page 29
þeim færari í heiminum á þessum tíma.
Samt hafi framganga Holgeirs verið mikið
gagnrýnd af Íslendingum.
Þorsteinn vitnar í Skarðsárannál, en þar
segir Björn Jónsson á Skarðsá: „Ámæli
stórt feingu Danir af því, að þeir lögðu
ekki að víkingunum, meðan Tyrkjaskipið
stóð á skerinu.“
„Þessar hnútur út í Dani má lesa sem
eitt einkenni á varnarstefnu Íslendinga,
sem sé að gagnrýna verndara sína,“ segir
Þorsteinn.
Vopnlaus þjóð
Niðurstaða Þorsteins er að hægt sé að
skilgreina varnarstefnu Íslands sl. 500 ár í
fimm þáttum. Í fyrsta lagi hafi þjóðin í öll-
um meginatriðum verið vopnlaus. Þó að
stundum hafi verið léttar fallbyssur á
Bessastöðum, í Vestmannaeyjum og
kannski víðar, ennfremur byssur og lag-
vopn hér og þar, hafi Íslendingar skil-
greint sig vopnlausa í aldaraðir. Þorsteinn
bendir á að þetta hafi verið sá grundvöllur
sem Bjarni Benediktsson, fyrrverandi ut-
anríkis- og forsætisráðherra, hafi gengið
út frá þegar hann var að smíða varn-
arstefnu Íslands eftir seinni heimsstyrjöld,
en Bjarni sagði árið 1949: „Vopnleysi Ís-
lendinga og friðsemi hefur úrslita þýðingu,
þegar íhugað er, hvernig þeir geti náð ut-
anríkisstefnu hvers sjálfstæðs lands, sem
sje að stuðla að því, að þjóðin fái lifað í
landi sínu ótrufluð af yfirgangi annarra.“
Þorsteinn segir að menn hafi í gegnum
aldirnar ekki verið sammála um hvort
vopnleysið væri veikleiki eða verðmæti.
Skjól frá
erlendu veldi
Í öðru lagi segir Þorsteinn að varn-
arstefna Íslands hafi byggst á almanna-
vörnum. Þær hafi m.a. byggst á flóttaund-
irbúningi. Víða um land séu til hellar sem
beri það með sér af útliti, örnefnum eða
sögum að þeir hafa verið notaðir í þessum
tilgangi. „Undir almannavarnir flokka ég
einnig áfallahjálp og undir áfallahjálp
flokka ég níðkvæði, galdraþulur, bænir,
örnefni, þjóðsögur um hetjudáðir og flótta
og sagnaritun um það sem gerst hefur.
Allt var þetta hluti af andlegum almanna-
vörnum sem eru mikilvægar til að þjóð fái
lifað með ógnum sem að henni steðja.“
Þriðji þáttur varnarstefnunnar segir
Þorsteinn vera skjól frá erlendu veldi. „Ís-
land hefur ávallt staðið í slíku skjóli,
samningsbundið eða án samninga. Veldin
hafa ekki verið mörg í meira en þúsund
ára sögu þjóðarinnar – Noregur, Dan-
mörk, England og Bandaríkin.“
Þorsteinn segir að fjórða stoðin í varn-
armálastefnu Íslands sé að halda her-
kostnaði í lágmarki. Hann telur að Íslend-
ingar hafi ekki þurft að bera mikinn
herkostnað meðan þeir voru undir stjórn
Dana. Norðmenn hafi t.d. fundið verulega
fyrir þessum kostnaði meðan Danir stjórn-
uðu Noregi.
Sérstaða Íslands
Síðasta stoðin í varnarstefnunni segir
Þorsteinn vera sérstöðu Íslands. „Íslend-
ingar hafa alltaf fengið sérkjör. Þeir borg-
uðu ekki stríðsskatt á fyrri öldum. Þeir
gengu í NATO á undanþágum. EFTA-
aðildin var með eindæmum hagstæð. Það
stendur ekki til að ganga í Evrópusam-
bandið nema sérstaðan verði viðurkennd.“
Þorsteinn segir að stundum hafi menn
skammast sín fyrir undanþágurnar og sér-
kjörin, en hann spyr: „Hví skyldu menn
gera það? Í mörgum þáttum, þar á meðal
varnarmálunum, verða Íslendingar að fá
sérkjör. Svo fámenn þjóð í svo stóru landi
verður að njóta sérstakrar velvildar, að
verja hana er næsta vonlaust verkefni,“
segir Þorsteinn og vitnar í orð Björns
Bjarnasonar á ráðstefnu um varnarmál ár-
ið 1995.
„Lega þessarar eyjar í Norður-
Atlantshafi gerir hana ekki ónæmari fyrir
hugsanlegum árásum en hún var á 17. öld
þegar sjóræningjar frá Algeirsborg gerðu
hér usla ...“
Þorsteinn velti fyrir sér framtíð varna
Íslands og spurði hvað myndi gerast ef
áhugi Bandaríkjamanna á að verja landið
dofnaði. Hann vitnaði í Val Ingimund-
arsonar sagnfræðing sem sagði í samtali
við International Herald Tribune fyrr á
þessu ári, að ef Bandaríkjamenn endur-
skoðuðu ekki ákvörðun sína um að draga
herþoturnar á Keflavíkurflugvelli til baka
yrðu Íslendingar að leita til annarra Evr-
ópulanda um varnir.
Í lok erindis síns kom Þorsteinn að
beiðni Bandaríkjamanna til Íslendinga um
að styðja innrás í Írak. „Afstaða íslenskra
ráðamanna er fullkomlega skiljanleg. Að-
ilinn sem sá um varnir landsins, Bandarík-
in, var höfuðpaurinn í árásinni og var um
sama leyti að missa áhugann á að kosta
varnir Íslands; fyrri verndararnir tveir,
Bretland og Danmörk, voru yfirlýstir
stuðningsmenn innrásarinnar og raunar
þátttakendur. Ég reikna með að málefnið
sjálft, réttmæti innrásarinnar, hafi ekki
vegið þungt. Íslensk stjórnvöld höfðu ein-
faldlega ekki burði til að láta hana vega
eitthvað. Utanríkisráðherra gerði það sem
gerlegt var eftir að lýst var yfir stuðningi,
annars vegar að túlka innrásina sem væri
hún í anda Sameinuðu þjóðanna vegna
þess að Ísland er eindreginn talsmaður
þeirra samtaka. Og hann skilyrti stuðn-
ingsyfirlýsinguna með því að Íslendingar
hefðu ekki lýst yfir stríði, væru ekki orðn-
ir stríðsaðilar og myndu ekki taka þátt í
neinum stríðsrekstri heldur einungis upp-
byggingu eftir stríð. Þessir fyrirvarar eru
ekki hjóm eitt þótt þeir séu vissulega
veikburða,“ segir Þorsteinn.
Morgunblaðið/Jim Smart
einn Helgason sagnfræðingur hefur rannsakað ítarlega Tyrkjaránið 1627 og við-
Íslendinga við því. Hann telur að samfella sé í varnarstefnu Íslands sl. 500 ár.
forystu Brynjólfs Sveinssonar, biskups
holti, hafnaði prestastefna árið 1663
i höfuðsmanns Dana um að Íslendingar
ðu herskip til að verja Ísland.
egol@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 29
TÍU ÁR eru liðin síðan
íbúum við Fossvogsdal tókst
í krafti samtakamáttar síns
að stöðva fyrirætlanir bæj-
aryfirvalda í
Kópavogi um
að leggja 15
hektara úti-
vistarsvæði í
austurhluta
dalsins undir
starfsemi
Golfklúbbs
Kópavogs. Hugmyndin var
afleit og mörgum fannst að
til lítils hefði verið barist
gegn lagningu hraðbrautar
um Fossvogsdal ef almenn-
ingur ætti ekki að fá að
njóta útivistar í dalnum.
Hefðu hugmyndir um golf-
völl í Fossvogsdal náð fram
að ganga væru nú háar vír-
girðingar við þann litla skika
í austurhluta dalsins sem al-
menningur hefði enn til af-
nota. Ella hefði börnum á
skólalóð Fossvogsskóla og
fólki á leið um göngustíginn
vinsæla í gegnum dalinn
verið hætta búin. Golfvöllur
í þessum tiltölulega þrönga
dal hefði orðið vondur ná-
granni fyrir aðliggjandi
íbúðarbyggð bæði Reykja-
víkur- og Kópavogs megin
og íþróttasvæði Víkings
austast í dalnum Um þetta
fjallaði undirritaður m.a. í
grein í Morgunblaðinu 24.
júlí 1993 undir heitinu: „Úti-
vist í Fossvogsdal.“
Þar sem meirihluti Sjálf-
stæðisflokks og Framsókn-
arflokks í bæjarstjórn Kópa-
vogs studdi
golfvallarhugmyndirnar kom
lítil andstaða fram við þær
hjá meirihluta Sjálfstæð-
isflokksins í borgarstjórn
Reykjavíkur. Hagsmunir
flokksins skyldu teknir fram
yfir almannahagsmuni.
Þetta kom m.a. fram í
nefndum og ráðum borg-
arinnar, þar sem fyrirætl-
anir um golfvöll voru sam-
þykktar mótatkvæðalaust,
með einni undantekningu. Í
skipulagsnefnd greiddi Guð-
rún Jónsdóttir, þáverandi
fulltrúi Nýs Vettvangs, at-
kvæði gegn þessum áform-
um.
Undirritaður var eini
kjörni fulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins í borgarstjórn á
þeim tíma, sem beitti sér op-
inberlega gegn golfvall-
arhugmyndinni, jafnt innan
sem utan borgarstjórnar.
Sem íbúi í Fossvogshverfi
tók ég virkan þátt í undir-
skriftasöfnun samtakanna
Líf í Fossvogsdal, sem söfn-
uðu um 5.000 undirskriftum
gegn áformunum um golf-
völl. Mótmæli íbúanna,
beggja vegna Fossvogsdals-
ins, skiluðu þeim árangri, að
horfið var frá golfvallar-
áformunum. Flokkspólitísk
fyrirgreiðslustarfsemi og
hefðbundinn hrepparígur
varð þannig að víkja fyrir
samstöðu fólksins þvert á
mörk sveitarfélaga.
Á meðan sveitarfélögin sjö
á höfuðborgarsvæðinu bera
ekki gæfu til að sameinast
munu þau halda áfram að
skipuleggja byggð út frá
eigin stundarhagsmunum,
oft þvert á hagsmuni heild-
arinnar.
Þetta á ekki síst við Kópa-
vogsbæ, sem býr við mikil
landþrengsli og mun á
næstu árum fullnýta bygg-
ingarland sitt. Þess vegna
munu fleiri mál á borð við
það sem áður er lýst valda
uppnámi hjá íbúum höf-
uðborgarsvæðisins með
reglulegu millibili.
Annað dæmi um þetta eru
þau átök sem urðu fyrir
þremur árum milli bæjaryf-
irvalda í Kópavogi og íbúa í
grennd við Elliðavatn, þegar
áform voru uppi um bygg-
ingu fjölbýlishúsa í landi
Vatnsenda við Elliðavatn.
Borgaryfirvöld í Reykjavík
komu einnig að því máli en
borgarstjórn Reykjavíkur
samþykkti einróma tillögu
mína á borgarstjórnarfundi
21. september árið 2000 „um
að við skipulag byggðar við
Elliðavatn sé tekið tillit til
útivistarsvæðisins þar og líf-
ríkis Elliðaánna og Elliða-
vatns, sem einnar heildar“.
Farið var fram á samráð
sveitarfélaganna varðandi
skipulag svæðisins umhverf-
is Elliðavatn. Í kjölfarið var
skipuð samráðsnefnd
Reykjavíkur og Kópavogs-
bæjar í samræmi við sam-
þykkt borgarstjórnar. Tals-
vert vantaði þó á að
samráðsnefndin skilaði til-
ætluðum árangri.
Hinu er ekki að leyna, að
Reykjavíkurborg hefur ekki
tekið nægjanlegt tillit til at-
hugasemda Kópavogsbæjar
varðandi skipulagsmál á
mörkum sveitarfélaganna
tveggja. Þannig heimilaði
borgin á liðnu ári byggingu
fjölbýlishúss við Suðurhlíðar,
bókstaflega upp við göngu-
stíginn vinsæla sem liggur
um Nauthólsvíkina inn Foss-
vogsdalinn. Borgaryfirvöld
höfðu þá að engu mótmæli
íbúa í nágrenninu og bæj-
aryfirvalda í Kópavogi.
Þegar skipulags- og bygg-
ingarnefnd Reykjavíkur
samþykkti samhljóða, á
fundi sínum 5. nóvember sl.,
umsögn skipulagsfulltrúa
borgarinnar, þar sem fram
kemur gagnrýni á fyrirhug-
aða háhýsabyggð í landi
Lundar í Kópavogi lét und-
irritaður, fulltrúi F-listans í
nefndinni, bóka:
„Lundarsvæðið í Kópavogi
er kjörið land fyrir þétta
byggð í nágrenni við eitt
besta útivistarsvæði höf-
uðborgarsvæðisins. Fráleitt
er að koma þar fyrir þeirri
háhýsabyggð, sem nú er
gert ráð fyrir og fellur illa
að umhverfi sínu og nær-
liggjandi byggð.
Skipulag Lundarsvæðisins
er ekki einkamál bæjaryf-
irvalda í Kópavogi eða ein-
göngu hagsmunamál Kópa-
vogsbúa og Reykvíkinga.
Það varðar alla íbúa höf-
uðborgarsvæðisins, sem eiga
að hafa sameiginleg afnot af
útivistarsvæðum sveitarfé-
laganna sjö á svæðinu, sem í
mínum augum eru ein skipu-
lagsleg heild og ættu að
sameinast hið fyrsta.
Bæjaryfirvöld í Kópavogi
gerðu réttmætar at-
hugasemdir við byggingu
fjölbýlishúss við Suðurhlíðar
í Reykjavík, sem skyggir
mjög á útsýni að og frá hin-
um vinsæla göngustíg, sem
liggur frá Nauthólsvík inn
Fossvogsdalinn.
Enda þótt framganga
borgaryfirvalda í því máli
hafi ekki verið til fyr-
irmyndar réttlætir það ekki,
að bæjaryfirvöld í Kópavogi
taki ekki tillit til réttmætra
athugasemda við fyrirliggj-
andi skipulag á Lund-
arsvæðinu, sem verður að
taka breytingum.“
Háhýsaskipu-
lagið í Lundi
varðar okkur öll
Eftir Ólaf F. Magnússon
Höfundur er læknir
og borgarfulltrúi.
kanna álit nem-
hann hafa orð-
og ekki sé væn-
áskólanám
d tungumál við
li tungumála-
rsluna bera
f framhalds-
ðalnámskrá
framhaldsskóla vita að þar er markmiðið að auka val og
sérhæfingu nemenda.
Tillögur um styttingu náms til stúdentsprófs, þar sem
áhersla er lögð á nokkrar kjarnagreinar, boða kúvend-
ingu frá fyrri stefnu í menntamálum,“ segir Sigrún og
vísar til þess að í skýrslunni sé talað um styttinguna sem
rökrétt framhald af stefnumótun síðustu ára. Sigrún set-
ur einnig spurningarmerki við þann samanburð við
menntakerfi nágrannalandanna, t.d. danska mennta-
kerfið, sem fram kemur í skýrslunni og segir það sér-
kennilegt að taka aðeins þröngt svið fyrir, þ.e. fram-
haldsskólanám. „Ef fara á í slíkan samanburð verður að
byrja á leikskólanum og taka öll skólastigin fyrir, ekki
aðeins telja klukkustundir, sem nemendur verja í skól-
anum, heldur einnig innihald náms.“
Hugmyndir um að
stytta grunnskólanám
Á vefnum koma einnig fram ýmsar aðrar breytinga-
tillögur og margir virðast vilja þróa skólakerfið í átt til
þess danska þar sem nemendur geta valið um nám í 11.
bekk (10. bekk þar í landi). Að auki kemur sú skoðun oft
fram að stytta beri grunnskólann fremur en framhalds-
skólann eða hefja grunnskólanám ári fyrr og ljúka því
jafnframt ári fyrr.
Björn Bergsson, félagsfræðikennari við MH, segir
meðal annars að til þess að stytta nám til súdentsprófs
þurfi í fyrsta lagi að gera fimm ára bekkinn að almennri
skólaskyldu.
„Í öðru lagi þarf að gefa samviskusömum og dugleg-
um nemendum kleift að ljúka grunnskólanum á níu ár-
um. Aðrir nemendur ljúki honum eftir sem áður á tíu ár-
um,“ segir Björn.
styttingu náms til stúdentsprófs á menntagatt.is
ef framhalds-
r verða jafn eins-
g grunnskólinn
Meginþættir varnarstefnu Íslands sl.
500 ár eru fimm að mati Þorsteins.
1. Vopnleysi þjóðarinnar
2. Almannavarnir
3. Skjól frá stórveldi
4. Herkostnaður í lágmarki
5. Viðurkenning á sérstöðu
Morgunblaðið/Hilmar Bragi Bárðar
arstefna Íslands hefur alla tíð byggst á
hafa skjól af erlendu ríki.