Morgunblaðið - 12.11.2003, Síða 32

Morgunblaðið - 12.11.2003, Síða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ É g sé mig nú eiginlega knúða til að leggja orð í belg í um- ræðunni um stærð- fræðikennslu í grunnskólum. Ég játa að ég hef svolitlar áhyggjur af þróun þeirra mála, ekki síst í ljósi þess að ég á dóttur sem er nemandi í grunn- skólum Reykjavíkur. Frá því hún byrjaði í grunnskóla hef ég talið að hún væri í góðum höndum, þ.e. í góðum stærðfræðihöndum. Hún hefur alltaf fengið mjög góðan vitnisburð og um tíma var hún svo áhugasöm í stærðfræðinni að hún „heimtaði“ að ég legði fyrir hana nokkur reikningsdæmi áður en hún færi að sofa! Áhugann og viljann vantaði m.ö.o. ekki. Það runnu hins vegar á mig tvær grímur í vetur þegar til stóð að dóttirin færi í sitt fyrsta samræmda próf í stærðfræði. Daginn áður bað hún mig nefni- lega að kenna sér ákveðna aðferð í stærðfræði, sem fælist í því að „geyma“ tölur og „fá lánaðar“ töl- ur. Hún sagði mér að kennarinn hefði fyrst verið að kenna henni, og einhverjum öðrum krökkum í bekknum, þessa aðferð fyrr um morguninn. Hún vildi þó læra að- ferðina betur þar sem kennarinn hefði sagt að „aðferðin“ kæmi á samræmda prófinu. Sem var, vel að merkja, daginn eftir! Svo ég ítreki þetta, þá var kennarinn fyrst að kenna krökkunum stærð- fræðiaðferðina daginn fyrir próf- ið! Ég verð að viðurkenna að ég fékk „nett“ áfall og það sem eftir lifði kvöldsins, þ.e. þar til dóttirin átti að fara að sofa, lagði ég fyrir hana ótal dæmi, sem þjálfuðu hana í því að „fá lánaðar tölur“ og „geyma tölur“. Og eftir því sem hún leysti fleiri dæmi því betri varð hún. Þegar hún kom úr prófinu dag- inn eftir var það fyrsta sem hún sagði: „Mamma, sem betur fer kenndir þú mér þessa aðferð áður en ég fór í prófið.“ Enda var verið að prófa krakkana í umræddri að- ferð á samræmda prófinu – eins og fyrirfram var reyndar vitað. Ég lét að sjálfsögðu ekki þar við sitja heldur grennslaðist fyrir um ástæður alls þessa í skóla dótturinnar. Í svörunum sem ég fékk var m.a. bent á að (þessar svokölluðu) einingabækur, sem kenndar eru í grunnskólunum, gengju aðallega út á að kenna krökkunum að „skilja“ stærð- fræði og svonefndar þrautalausn- ir, fremur en að kenna þeim að „læra aðferðir“ og uppsetningu dæma. Ég verð að viðurkenna að ég varð eitt stórt spurningarmerki er ég fékk þessi svör. (Kannski vegna þess að í mínu ungdæmi var áhersla lögð á að láta okkur reikna og reikna alls kyns dæmi – skilningurinn kæmi síðar, þ.e. með því að reikna dæmin.) Og margar spurningar vöknuðu í kjölfarið sem ég hef enn ekki fengið fullnægjandi svör við. Eins og t.d.: Hvers vegna eru krökk- unum ekki kenndar þær aðferðir sem þau eru prófuð í á samræmd- um prófum? (Ég kalla það að fara yfir aðferðina daginn fyrir prófið ekki kennslu í aðferðinni.) Eða eru samræmdu prófin ekki búin til í samræmi við það námsefni sem kennt er í skólunum? Auðvit- að hlýtur þó aðalatriðið að vera að krakkarnir okkar kunni stærð- fræði. Og það vel. En hvernig læra þau hana? Eftir því sem ég kemst næst eru þessar einingabækur, sem ég vísaði til hér að ofan, kenndar í mjög mörgum grunnskólum Reykjavíkur. Hugsunin að baki þeim (ef ég skil það rétt) er að börnin skilji stærðfræðina, t.d. hugtök í stærðfræði, áður en þau leysa dæmin sjálf. Þeir, sem ekki hugnast þessar bækur eða sú aðferð sem þær ganga út á, leggja á hinn bóginn áherslu á að skilningurinn komi með því að leysa dæmin. Þeir segja að það sé ekki hægt að skilja stærðfræði nema kunna hana. Og sú kunnátta komi ekki nema með þjálfun, þ.e. með því að reikna og reikna. Mér dettur ekki í hug að halda því fram að ég sé einhver sér- fræðingur í stærðfræðikennslu en ég ætla að leyfa mér að varpa því fram að kannski erum við farin að leggja of mikla áherslu á þá að- ferð sem byggist á því að skilning- urinn á stærðfræðinni eigi að koma fyrst – stærðfræðiaðferð- irnar síðar. Ég ræddi þetta mál við vin minn í gær og hann hafði þessa sögu að segja: Frænka hans, nemandi í grunnskóla í Reykja- vík, var búin að leysa öll verkefnin í stærðfræðibókinni sinni, en fékk ekki leyfi til þess að byrja á næstu bók á eftir fyrr en hún væri búin að lita allar myndirnar í fyrri bók- inni! Ég spyr: Er þetta stærð- fræðikennsla? En hvað sem þessum sjón- armiðum líður er ljóst að það er eitthvað mikið að varðandi stærð- fræðikennslu í grunnskólum. Í því sambandi er nóg að líta til þess að stærðfræði er slakasta námsgrein íslenskra skólabarna. T.d. falla um 40% nemenda á stærðfræði- prófi á samræmdu prófunum í 10. bekk á hverju vori. Það skal eng- inn segja mér að það sé vegna þess að þessi 40% geta ekki lært stærðfræði. Nei, ég fullyrði og ítreka að eitthvað hlýtur að vera að stærðfræðikennslunni. Að endingu ætla ég því að leyfa mér að taka undir ályktun SAM- FOK, Sambands foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur, sem samþykkt var nýlega um stærðfræðikennslu. Þar segir m.a.: „Foreldrar á Árs- þingi SAMFOK 2003 krefjast þess að menntamálaráðherra, fræðsluyfirvöld í sveitarfélögum, Námsgagnastofnun, Námsmats- stofnun, kennarar og foreldrar taki höndum saman og vinni að bættri stærðfræðimenntun grunnskólanema.“ Vona ég að áskorunin verði tekin alvarlega og að sú vinna, sem í henni er vísað til, hefjist sem fyrst. Að skilja eða skilja ekki … „Auðvitað hlýtur þó aðalatriðið að vera að krakkarnir okkar kunni stærðfræði. Og það vel. En hvernig læra þau hana?“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ✝ Ástríður Sigur-mundardóttir fæddist á Breiðu- mýri í Reykjadal í S. Þing. 27. nóvember 1913. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 1. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Kristjana Anna Egg- ertsdóttir, f. 24. nóv. 1894, d. 20. ágúst 1932, og Sigurmund- ur Sigurðsson hér- aðslæknir í Reykja- vík, f. 24. nóv. 1877, d. 14. nóv. 1962. Ástríður átti fimm systkini, þau eru: 1) Sigurður bóndi í Hvít- árholti í Biskupstungum f. 29. júlí 1915, 2) Kristjana húsmóðir í Reykjavík f. 29. nóv. 1917, þau eru bæði látin, 3) Eggert Bene- dikt, fyrrv. skipstjóri og bóndi, f. 27. jan. 1920, búsettur á Selfossi, 4) Þórarinn Jón fyrrv. vélstjóri, f. 19. maí 1921, búsettur í Reykja- vík og 5) Guðrún, húsmóðir í Bandaríkjunum, f. 22. mars 1923. Ástríður lauk námi í hjúkrun- arfræðum árið 1938. Það sama ár gekk hún að eiga Hauk Jörund- arson kennara á Hvanneyri, síðar skólastjóra á Hólum og skrif- stofustjóra í Land- búnaðarráðuneyt- inu. Þau skildu. Haukur lést í febr- úar 2003 en foreldr- ar hans voru Jör- undur Brynjólfsson, alþingismaður og kona hans Þjóð- björg Þórðardóttir, kennari. Börn Ástríðar og Hauks eru: 1) Anna, f. 7. okt. 1938, búsett í Frakklandi, 2) Björg, f. 24. jan. 1941, d. 25. nóv. 1999, 3) Ásrún nuddari/hjúkrun- arfr. í Reykjavík, f. 20. apríl 1944, 4) Áslaug ljósmóðir/hjúkr- unarfr. í Reykjavík, f. 20. apríl 1944, og 5) Arndís Ósk, hjúkr- unarfr. og guðfr. í Reykjavík, f. 25. mars 1950. Barnabörnin eru 10 og barnabarnabörnin eru nú 10. Jafnframt húsmóðurstörfum vann Ástríður við landbúnað og garðyrkju. Hún hóf störf við hjúkrun 1966 í Reykjavík og starfaði við það þar til hún fór á eftirlaun 1981. Útför Ástríðar verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma. Nú sit ég hér og reyni að skynja heiminn upp á nýtt. Þennan heim sem þú nú ert horfin úr. Þegar ég var yngri var tilhugsunin um það að þú myndir einhvern tímann deyja frá mér ekkert minna en heimsendir, frá mínum sjónarhóli, og því fannst mér augljóst mál að ég myndi einfaldlega deyja líka og þar með yrði sú kvöl leyst. Síðan þá hefur lítil ömmustelpa sem betur fer fullorðnast smá og öll þessi ár sem þú hefur smám saman verið að hverfa okkur, inn í þinn eigin heim, þá hef ég verið að undirbúa mig undir það að missa þig alveg, allavega úr þessu jarðlífi. Núna, meira en nokkru sinni, geri ég mér grein fyrir hve mikið þú átt í mér. Þú ert stór samanofinn hluti af mér sem teygir sig um allan minn uppvöxt og þroska. Við áttum okkur lítinn einkaheim saman þar sem við lásum Tómas, Huldu, Jakobínu Sigurðardóttur, Matthías og margt fleira heima hjá þér í Eskihlíðinni að skóladegi lokn- um. Þú opnaðir fyrir mér nýjan og heillandi heim þar sem blómin voru persónur, dýrin klókari en mannfólk- ið, heim þar sem maður gat gleymt sér í ljóðrænum heljarstökkum og jafnvel fengið framliðna ættingja í heimsókn ef svo bar við. Þú hafðir að mörgu leyti sérstaka sýn á tilveruna okkar og gast verið alveg dásamlega skrítin og á stundum vandræðalega hreinskilin. Þú kenndir mér að elska dýrin, og ljóðin, þú kenndir mér að „svefninn er sætur og heimurinn feitur“, og þú kenndir mér að góð amma getur ver- ið hornsteinn í lífi sveimhuga barns. Þegar fyrir nokkrum árum varstu farin að tala um manninn sem hélt að guð hefði gleymt sér. Ég held að það hafi legið í eðli þínu að taka dauð- anum sem hluta af náttúrlegri fram- vindu og ég verð að viðurkenna að harður, þungur steinn hvarf úr brjósti mínu þegar þú loks fékkst að fara fyrir rúmri viku. Ég trúi því að þú sért núna önnum kafin við það sem þig dreymdi um. Á fleygiferð á mósóttu hrossi, ljóðskáld og listmálari, og að sjálfsögðu kona! Þegar ég var lítil var ég vön að trítla inn til þín um miðja nótt og segja: „amma það eru skuggar“ og þá fékk ég að skríða upp í til þín og kúra hjá þér til morguns. Á sama hátt mun ég um ókomin ár bera þig innra með mér í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur og sækja sérstak- ann styrk til þín ef það koma skugg- ar. Týndist ég á jökli, hvarf ég í dimmum dal, gleymdi mér í dögg rauðra runna. Hófatak á heiði heyrt gegnum svefn – þannig líða dagarnir þeim, sem unna. Hófatak á heiði ÁSTRÍÐUR SIGUR- MUNDARDÓTTIR ✝ Viðar Magnús-son fæddist á Miðsandi í Hvalfirði 7. apríl 1952. Hann lést í Sjúkrahúsi Akraness 5. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans eru Hulda Þórisdóttir og Magnús Maríasson. Systkini Viðars eru: Þórir, f. 1945, d. 1993; Bóthildur, f. 1947; Ásgeir Hall- dór, f. 1953; Skúli, f. 1956; og Þorsteinn, f. 1962. Viðar kvæntist Marsibil Sig- urðardóttur 1972. Börn þeirra eru: 1) Ásdís, hagfræðingur, f. 1972. Hún er í sambúð með Pat- rek Sandstrøm og eiga þau þrjú börn, Elínu, Óskar og Láru. Þau eru búsett í Svíþjóð. 2) Helga, markaðs- og rekstr- arfræðingur, f. 1974. Hún er í sam- búð með Elling Guð- mundssyni og eiga þau tvö börn, Viktor og Freyju. Þau eru búsett á Akranesi. 3) Magnús nemi, f. 1988 á Akranesi. Viðar vann ýmis störf til sjós og lands. Síðustu ellefu árin rak hann sokkaverksmiðjuna Trico ehf. ásamt eiginkonu sinni. Viðar var félagi í Kiwanis- klúbbnum Þyrli á Akranesi og gegndi þar ýmsum trúnaðar- störfum. Útför Viðars fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Mágur minn Viðar Magnússon kvaddi þennan heim hinn 5. nóvem- ber sl. Það er mikil eftirsjá að þessum hugmyndaríka og bjartsýna manni sem varð að yfirgefa okkur í blóma lífsins. Ég kynntist Viðari fyrst fyrir nærri 35 árum þegar hann fór að venja kom- ur sínar á æskuheimili mitt á Akra- nesi, þá nýlega tekinn saman við eldri systur mína Marsibil. Ég var ung- lingskrakki á þessum tíma og fannst Viðar vera mikill töffari. Hann bar með sér ýmsar venjur inn á heimilið sem ég var óvön. Hann skellti sér í eldhúsið og eldaði framandi rétti, ók um á amerískum bílum og var ein- hvern veginn svo frjálslegur í fasi. Hann bar með sér að vera alinn upp innan um ameríska herinn í Hvalfirði og í kringum hann var ákveðinn and- blær að utan. Á þessum tíma var ís- lenskt samfélag að losna úr viðjum hins hefðbundna sveitasamfélags og nýir tímar sem opnuðu gáttir út í heiminn farnir að setja svipmót sitt á samfélagsþróunina. Viðar var fulltrúi þessara nýju tíma. Þau Viðar og Marsibil giftu sig 1972 og settust að á Akranesi. Eldri dóttir þeirra Ásdís var þá nýfædd og Helga fæddist tveimur árum síðar. Sonurinn Magnús fæddist fjórtán árum seinna, eða 1988. Ég og mín börn áttum mikla samleið með fjöl- skyldunni þegar dæturnar voru að vaxa úr grasi og var allur barnahóp- urinn eins og systkini. Viðar átti mjög auðvelt með að deila sínu með öðrum og fannst alveg sjálfsagt að við, fjöl- skylda eiginkonu hans, værum heimagangar hjá þeim og blönduðum okkur í líf þeirra í stóru og smáu. Fyrstu árin eftir að dæturnar fædd- ust var Viðar töluvert í burtu því hann starfaði við siglingar. Hafið heillaði hann alltaf og hann naut sín vel á sjónum. Eftir að leiðin lá í land starfaði Við- ar við ýmis störf. Hann vann m.a. um tíma á æskuslóðum í Olíustöðinni í Hvalfirði. Þar var ýmislegt brallað eins og gengur þar sem margt ungt fólk kemur saman. Viðar var hrókur alls fagnaðar og ævinlega léttur og notalegur í framkomu. Hann átti ein- staklega auðvelt með að umgangast annað fólk og vinir hans voru úr ólík- um samfélagshópum og á ýmsum aldri. Þá strax kynntist ég hve Hvalfjörð- urinn, og sérstaklega Botnsdalurinn, átti mikið í honum. Hann hafði sem barn átt aðsetur með fjölskyldu sinni í Botnsdal og var ákveðinn í að láta þann draum rætast að eignast þar sjálfur athvarf. Það gekk eftir nokkrum árum seinna þegar hann byggði sumarhús í Botni í Botnsdal. Botn í Botnsdal var unaðsreitur og stolt Viðars alla tíð og andi hans sveif þar yfir vötnunum. Þar gat hann látið margar af hugmyndum sínum rætast og hann var alltaf að koma nýjum áformum í framkvæmd, bæta og laga. Hann hafði mikinn áhuga á laxveiði og Botnsáin ein af perlum laxveiði- áhugamanna. Ég man vel hve hann örlátur hann var við föður minn á meðan báðir lifðu að útvega honum daga í ánni og hversu vel þeir náðu saman í þessari sameiginlegu ástríðu. Börn Viðars og annarra í fjölskyld- unni fengu að kynnast frelsi náttúr- unnar í dalnum litla undir Botnssúl- unum og leituðu þar með takmarkalausri forvitni æskunnar á vit ævintýranna, nokkuð sem þau munu búa að alla ævi. Það var einmitt í Botni sem fjölskyldumaðurinn Viðar fékk að njóta sín, að fylgjast með börnunum stækka og þroskast, sjá barnabörnin sín fimm stíga sín fyrstu spor og hlúa að eldra fólkinu í fjöl- skyldunni. Móðir mín naut ekki síst góðs af því örlæti og var ávallt vel- komin að deila öllu með Viðari og fjöl- skyldu hans. Botn í Botnsdal hefur verið hjarta fjölskyldunnar um ára- tugaskeið og þar mun hin hlýja minn- ing Viðars lifa meðal þeirra sem nutu samfylgdar hans. Viðar sá alls staðar tækifæri og uxu aldrei í augum hindr- VIÐAR MAGNÚSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.