Morgunblaðið - 12.11.2003, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 12.11.2003, Qupperneq 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 2003 35 leiddur yfir Lækjargötuna. Kvaddi svo með virktum og gekk rösklega upp Hringbrautina, leit aldrei um öxl. Nú, þegar lítill ferðalangur leggur einn af stað út á fjarlæga óravegu, fylgir honum söknuður okkar, þakk- læti fyrir að hafa fengið að þekkja hann og bænir okkar að för hans verði greið og góð. Í áfangastað bíða hlýjar hendur og opnir armar að bjóða litla gestinn velkominn. Svo lengi sem við lifum, þá lifir Victor Páll Jóhannsson í minningum okkar. Innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldu, frændgarðs og vinanna allra. Edda frænka í JM-húsi. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Það er hræðileg staðreynd að einn lítill engill úr fjölskyldunni okkar sé farinn á vit almættisins. Þegar við fengum fréttirnar um þetta hörmu- lega bílslys, urðum við sem lömuð um stund. Þetta gat ekki verið satt, að hann litli Victor Páll væri hrifinn burt úr ástríkum faðmi foreldra sinna og fjölskyldna. En það er alltaf óþægi- legt þegar við erum minnt svona óþyrmilega á það að það eru víst bara mennirnir sem ákvarða en Guð sem ræður. Við verðum nú að trúa því að honum hafi verið ætlað stærra og meira hlutverk annarstaðar. Elsku Auðbjörg, Jóhann, Margrét, Elísabet, Sigurbjörn, Almar, Daníel og fjölskyldur, megi minningin um Victor Pál lýsa í hjörtum ykkar í sorginni. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Olga frænka og fjölskylda. Elsku Victor. Við eigum svo margar fallegar minningar um þig. Allar heimsókn- irnar til ykkar á Austurgötuna og þegar þú komst til okkar og gistir og varst hjá okkur. Þegar þið Ásbjörn lékuð ykkur saman, sveitaferðirnar norður og ekki má gleyma hinum spennandi veiðiferðum sem við fórum saman í, enda varstu mikill veiðimað- ur og fannst svo spennandi að koma með og fá að skjóta úr rifflinum. Allar spurningarnar þínar, sögurnar sem þú skrifaðir, gjafirnar sem þú gerðir sjálfur og gafst okkur úr spítukubb- um eða öðru sem þú fannst. Ráðin þín og plönin um að koma hlutunum í framkvæmd. Og þegar mikið lá við sagðirðu: ,,Plís, getum við gert það, plís gerðu það,“ með sérstökum áherslum á plís. Eða „Geturðu gefið mér hundrað kall eða tíkall?“ þegar þú varst að safna þér fyrir einhverju sérstöku. Alltaf var nóg að gerast í kringum þig, stanslaust fjör, geisl- andi gleði og frá þér komu óþrjótandi hugmyndir og uppástungur um hvað gera skyldi. Sum börn sem gestir koma sólríkan dag um vor og brosið þeirra bjarta býr til lítil spor í hjörtum sem hljóðlaust fela sinn harm og djúpu sár við sorginni er bænin svarið og silfurlituð tár. Börn Guðs sem gestir koma gleymum aldrei því. Í minningunni brosið bjarta býr hjarta okkar í. Það gull við geyma skulum og allt sem okkur er kært, við vitum þegar birtu bregður börn Guðs þá sofa vært. (Ásbjörn Morthens.) Elsku litli vinur, við vitum að við hittumst aftur. Það er stórt skarð sem að lítill maður, sem var samt svo stór, skilur eftir. Þú gafst okkur svo mikið og allar minningarnar um þig geymum við í hjarta okkar og þær er yndislegt að eiga. Okkur þykir svo vænt um þig, litli Þverárstrákur, þú ert og verður alltaf hjá okkur öllum. Þessar ljóðlínur passa þér svo vel: „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Við munum þig alltaf, takk fyrir allt. Þín Óskar, Þorbjörg og Ásbjörn Edgar. Elsku Victor. Á kveðjustund koma í hugann minningar frá sumrinu þegar þú varst hér hjá okkur á Kolugili meðan mamma þín var að vinna. Þú varðst strax eins og einn af fjölskyldunni. Lund þín var létt, spaugsamur varstu og spurull. Þú og Ingunn Embla vor- uð svo góð saman, urðuð góðir vinir, fóruð í útreiðartúra á Grána og Lýs- ing, fóruð í fjósið og lékuð ykkur úti í náttúrunni og nutuð þess að vera frjáls. Þegar hausta fór lá leið ykkar norður að Hólum þar sem þið voruð öll byrjuð í skóla. Dagarnir liðu einn af öðrum og lífið gekk sinn vana gang. Svo var það kvöldið sem hringt var í okkur og tilkynnt var að það hefði orðið bílslys í Hjaltadalnum og þú hefðir dáið sem hjartað tók kipp og ótal spurningar komu fram í hugann sem erfitt var að svara eins og allar þær spurningar sem komu fram á varir þínar í sveitinni í sumar, elsku vinur. Það er huggun harmi gegn að vita að vel er tekið á móti þér á nýjum stað og þú vafinn mjúkum örmum. Bjössi móðurafi þinn mun hugsa vel um þig fyrir litlu stúlkuna sína sem honum entist ekki aldur til að vefja örmum og hugga. Elsku Auðbjörg mín, Jói, Elísabet, Sigurbjörn og aðrir aðstandendur. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við þennan mikla missi og sorg. Guð geymi ykkur og varðveiti. Jónína og fjölskylda. Minn góði vinur Victor Páll hefur nú stigið upp til himna eftir stutta ævi hér hjá okkur. Við tengdumst vinaböndum strax og við hittumst og vil ég þakka því svolítið að ég átti síma með Snake leiknum sem hann hafði svo gaman af og ég leyfði honum að spila hann í símanum mínum. Ég sá strax líka hversu einlægur og lífsglaður Victor er, hann var alltaf tilbúinn til að hjálpa til. Líka oft þegar ekki var nein þörf á aðstoð hans, en oftar en ekki var því komið við að hann gæti hjálp- að svo hann gæti fengið smá aur fyrir. Hann var svo mikill gullmoli í sér, alltaf þegar ég kom í heimsókn þá sagði hann mér að ég skuldaði honum smá aur eða spurði hvort ég ætti hundraðkall til að gefa honum. En hann vildi líka gera mér vel og seldi mér litla hluti. Ég gleymi því seint þegar hann seldi mér sama viðarbút- inn þrisvar sinnum yfir eina helgi sem hann hafði nýlega tálgað. Þetta veitti mér ánægju og gleði. Þessa sömu helgi var ég að passa hann ásamt Dæju frænku hans og þegar Victor átti að fara að sofa um hálf níu las ég fyrir hann bók og svo aðra og aðra. Svo næst þegar ég leit á klukk- una var hún að nálgast ellefu um kvöld, en við höfðum gleymt okkur í bókalestri og spjalli um lífið, til- veruna og hvað væri hægt að kaupa fyrir 800 krónurnar sem hann átti þá helgi. Victor minn, ég veit þú kemur til með að vaka yfir foreldrum þínum og systkinum og passa þau vel. Elsku Auðbjörg, Jóhann og fjölskyldur, þið eigið alla mína samúð. Kristján Carlsson Gränz. Victor Páll var nemandi í 6 og 7 ára bekk í Lækjarskóla. Þegar litið er til baka af kynnum okkar af Victori Páli kemur ýmislegt upp í hugann. Hann var harður af sér og minnumst við þess þegar hann meiddi sig og við þurftum að hlaupa upp á heilsugæslustöð. Sjálfsvorkunn var ekki ofarlega í huga hans en hann var mikið að spá í allar græjurnar, tæki og tól sem tilheyrðu læknastof- unni. Þannig var það með allt hjá hon- um, ef það fangaði huga hans þá sýndi hann því mikinn áhuga. Í 2. bekk tók hann mikið stökk í lestri og sögugerð. Hann útbjó bækur, skrif- aði og skrifaði. Það var mjög gaman að fylgjast með því, þar sem stærð- fræði hafði alltaf átt hug hans og nú hafði nýtt áhugamál bæst við. Victor Páll var grallari og uppátækjasamur. Ef hann varð annars hugar í skóla- stofunni eða vantaði eitthvað að gera átti hann það til að leggjast á magann á stólinn og snúa sér í hring, með því var hann búinn að hanna fínasta tív- olítæki. Victor Páll var góður vinur vina sinna og stóð alltaf með þeim. Hann var einlægur, orkumikill og blíður strákur. Hans verður alltaf minnst í hugum og hjörtum okkar allra í Lækjarskóla. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr Spámanninum.) Kennarar og starfsfólk Lækjar- skóla biðja góðan guð og alla englana á himninum að varðveita félaga okk- ar, Victor Pál og styrkja fjölskyldu, ættingja og vini hans á sorgarstundu. Jóhanna Rósa Ágústsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Halla Bergsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir og Heiðrún Jóhannsdóttir. Tárin streyma niður kinnarnar, hugur okkar er hjá þér litli ljúfur. Kveðjustundin er runnin upp, djúpsár og óvænt. Þú fékkst svo stuttan tíma hér með okkur og við með þér, það er svo erfitt að reyna að skilja það. Himininn er skær og fag- ur, því nú tendra allir englar himins- ins friðarljós og fagna komu þinni á hlýjan og fallegan sælureit hjá algóð- um Guði. Tilhugsunin um það er frið- sæl. Góðu minningarnar um þig ylja okkur um hjartarætur í sorginni. Þú tendraðir ljós í hjörtum okkar allra með útgeislun þinni, persónutöfrum þínum, fallegri tenór-söngrödd og frábærum húmor, sem þú hafðir frá blautu barnsbeini. Þú varst svo sann- arlega ríkur og stór karakter í litlum hraustum líkama. Þú skilur svo sann- arlega eftir fallegar og kærleiksríkar minningar í hugum og hjörtum okkar allra. Megi algóður Guð og englar hans umvefja þig af hlýju og ást sinni á þér og gefa um leið fjölskyldu þinni ást- kæru styrk til að takast á við þá miklu sorg sem þau nú ganga í gegnum. Dreymi þig vel í faðmi nýrrar engla- fjölskyldu í Guðsríki. Við vottum ykkur, ástkæra fjöl- skylda okkar, dýpstu samúð og megi algóður Guð gefa ykkur styrk og englar hans breiða út verndarvængi sína yfir ykkur öll, elskurnar. Ó, ljóssins faðir, lof sé þér, að líf og heilsu gafstu mér og föður minn og móður. Nú sezt ég upp, því sólin skín, þú sendir ljós þitt inn til mín. Ó, hvað þú, Guð, ert góður! (Matthías Jochumsson.) Þín Kristján, Valgerður, Alexandra, Jakob og Óliver Adam. Í dimmum skugga af löngu liðnum vetri mitt ljóð til þín var árum saman grafið. Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafið hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðmundsson.) Elskulegu Auðbjörg, Jói, Elísabet, Sigurbjörn og aðrir aðstandendur, allar okkar hlýjustu kveðjur sendum við og óskum þess að allt gott megi fylgja ykkur og vernda héðan í frá. Blessuð sé minning Victors Páls Jó- hannssonar. Ingibjörg, Ólafur og Björn Rafnar. Það var erfitt að vera í skólanum föstudaginn 31. október sl., þegar kennarinn okkar kom og sagði okkur að vinur okkar og bekkjarfélagi fyrstu tvö árin í skólanum okkar, hann Victor Páll, hefði dáið í bílslysi kvöldinu áður. Við erum enn svo ung og okkur finnst lífið svo sjálfsagt og skiljum ekki alveg hvað Guð var að pæla með að taka hann frá okkur og fjölskyld- unni sinni, við heyrum fullorðna fólk- ið að vísu segja að „þeir deyi ungir sem Guðirnir elska“. Þetta er bara allt svo óréttlátt. Við munum samt alltaf muna eftir Victori Páli með fallega brosið sitt og stóru augun, alltaf stutt í grínið og gamanið. Svo var hann líka bara svo duglegur strákur. Við eigum alltaf efttir að vera þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast þessum góða dreng og eiga hann sem skólafélaga og vin. Og við biðjum góðan guð að passa og styrkja mömmu hans og pabba og systkini sem eiga nú erfiða tíma framundan, og við verðum bara öll að hjálpast að við að hugsa fallega um vin okkar Victor Pál og þakka honum fyrir allt sem hann gaf okkur í lífinu. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson.) Þínir bekkjarfélagar og vinir í Lækjarskóla í Hafnarfirði. Heimurinn missti mikið þegar að hann missti þig, Victor Páll, en hann var heppinn að fá að kynnast jafn yndislegum dreng og þér. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Guð blessi þig og fjölskyldu þína. Megi allir heimsins englar vaka yfir ykkur. Ösp, Lovísa Dröfn, Ágústa, Berglind Sunna, Ragnheiður Harpa og Dagný Rós. Desember 2000, þá flutti fjölskyld- an mín í miðbæ Hafnafjarðar og þá var strax sú hugsun að yngstu börnin myndu finna leikfélaga og aðlagast nýju hverfi ofarlega í okkar huga. Sonur okkar er mjög næmur á allar breytingar, mátti helst ekki breyta neinu, svo að hann kæmist ekki í upp- nám. En Guðjón elsti sonur okkur sagði að hann vissi um strák á hans aldri og hann skyldi koma þeim sam- an, þetta væri akkúrat leikfélagi fyrir Þorlák. Skömmu seinna er bankað á hurðina snemma að morgni og ég fer til dyra, þar fyrir utan stendur strák- ur sem ég vissi ekkert um, og segir, „Er Þorlákur heima?“ „Já, en hann er sofandi,“ segi ég. „Þá verður þú að vekja hann,“ segir hann.“ „En má hann ekki sofa út?“ segi ég, „hann er þreyttur.“ „Nei,“ segir hann, „við vorum að kynnast og við verðum að kynnast betur og það strax.“ „Já en af hverju núna strax, við vorum að flytja og það er nógur tími framundan, má hann ekki sofa svolítið lengur?“ „Nei þú verður að vekja hann STRAX, ég þarf að segja honum svolítið.“ Nú já, það þýðir lítið fyrir mig að rökræða við þennan dreng, hann er ákveðinn og veit hvað hann vill, ég fer inn og vek Þorlák og segi við hann að það sé kominn strákur í heimsókn og vilji tala við hann. Hann spyr hver sé að spyrja um sig, ég fer aftur til dyra og spyr hver maðurinn sé. „Ég er eng- inn maður,“ segir strákur, „ég er Victor og ég er nýi vinurinn hans Þor- láks.“ „Já já, ég þekkti þig bara ekki og hef heldur ekki séð þig áður, en komdu inn og talaðu við Þorlák.“ Svona þekktum við Victor, kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur. Þeir félagar brölluðu margt saman og uppátektarsemin í þeim var alveg hreint ótrúleg. Það var ekkert heilagt fyrir þeim. Fljótlega var hann eins og okkar eigið barn enda var hann dag- legur gestur hjá okkur , og þeir vinir áttu gott skap saman. Victor var full- ur orku, hvað eigum við að gera í dag og hvað eigum við að gera á morgum, uppátektarsemin hjá þeim var engum takmörkum háð. Gott hjá þeim eftir á að hyggja, fara inn í bílskúr og ná í hamar og nagla og byrja að smíða kofa, eða að breyta snjósleðanum í ofurtæki, allt þetta var þeim svo eðli- legt. Þeir deyja ungir sem Guðirnir elska er sagt. En hvað þeir eru sjálfs- elskir, að taka börnin okkar frá okk- ur, það er ekki réttlátt af þeim. En maður spyr: Hvar er réttlætið? Kannski hvergi. Elsku Victor okkar, við vonum að þú sért kominn í betri heim og að Guð hafi tekið á móti þér og hafi ætlað þér æðri hlutverk hjá sér. Allar þær stundir sem við höfum haft með þér hafa gefið okkur svo mikið, þú varst svo mikið þú sjálfur, og vissir alltaf hvað þú vildir. Og þeg- ar þú sagðir að þú værir að flytja í sveitina þá væri það í lagi, því að þú mundir koma í heimsókn eins oft og þú gætir. En heimsóknunum hefur nú fækkað í bili. Krakkarnir hafa ver- ið að spyrja svo mikið um þig, af hverju ertu farinn frá okkur og af- hverju geta þau ekki séð þig aftur, það er svo erfitt að útskýra það fyrir þeim, en við höfum sagt þeim að þú sért hjá Guði og að þú munirfylgjast með þeim alltaf þangað til að þið hitt- ist aftur, hvort sem það sé í leik eða starfi. Að lokum, kæri vinur, sendum við þér þetta kvæði sem Jóhannes úr Kötlum kvað. Ekkert fær dáið af eðli þínu, ekkert skyggt á ástúð þína. Sofðu í fangi ljóðs míns, sofðu í fangi lands þíns, glókollur, bláeygður guðs barn. Sendum öllum aðstandendum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Fjölskyldan Hraunstíg 1, Hafnarfirði.  Fleiri minningargreinar um Victor Pál Jóhannsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær sonur okkar, stjúpsonur og bróðir, VICTOR PÁLL JÓHANNSSON, sem lést af slysförum fimmtudaginn 30. októ- ber, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 12. nóvem- ber, kl. 13.30. Auðbjörg Sigurbjörnsdóttir, Jóhann Helgi Hlöðversson, Margrét Ormsdóttir, Elísabet Ögn Jóhannsdóttir, Sigurbjörn Hlöðver Jóhannsson, Almar Yngvi, Daníel Aron og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.